Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 + Dóttir mín, SVANHILDUR, Skúlagötu 68, lést mánudaginn 2. apríl. Jaröarför ákveöin síöar. Friórik Guömundsson. Móöir min, ÞÓRA BORG, leíkkona, Laufásvegi 5, lést í Landspítalanum aöfaranótt 4. apríl. Gunnar Borg. Eiglnkona min. + SIGRÍDUR ODDLEIFSDÓTTIR, Fellsmúla 5, er látin. Jón Jónsson. 1 Maöurinn minn. m BJÖRGVIN BENEDIKTSSON, prentari, lést í Borgarspítalanum 3. apríl. Guðný S. Sigurðardóttir. + Stjúpsonur minn og bróöir okkar, HÖSKULDUR GUÐMUNDSSON frá Stræti, Breiödal, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Guöný Siguröardóttir og systkini. + Maöurinn minn, BJÖRN LEVÍ ÞORSTEINSSON, húsgagnasmíðameistarí, Höröalandi 6, andaðist í Borgarspítalanum 4. þ.m. Anna Jónsdóttir. + Móðir okkar, SIGRÍOUR ELÍN JÓNSDÓTTIR frá Reyöarfiröi, Efstasundi 100, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. apríl kl. 15.00. Börnin. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu, HULDU GUDLAUGAR ÓSKARSDÓTTUR, Reykjamörk 5, Hverageröi, sem andaöist í Sjúkrahúsi Selfoss þann 31. mars fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 13.00. Baldur Finnsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. + Minningarathöfn um son minn og bróöur okkar, HRAFN SVEINBJÖRNSSON, sem lést af slysförum þann 22. janúar, veröur í Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir og bræöur hins látna. Minning: Sigurjón Jóns- son múrarameistari Fæddur 3. september 1901. Dáinn 29. marz 1984. Sigurjón Jónsson, afi minn og vinur, er nú fallinn frá, og í dag verður hann lagður til hinstu hvílu. Afi hafði verið veikur um nokkra hríð og nokkuð er síðan okkur, sem eftir stöndum, varð ljóst hvert stefndi. En „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" og sá fyrirboði sem við fengum breytti því ekki, að þegar Drottinn tók hann til sín stóðum við eftir fátækari en okkur hafði órað fyrir. Fátæk, en þó rík því að minningin um afa lifir áfram og verður okkur leiðarljós í lífinu. Sú staðfesta, mannvirðing og lífs- skilningur sem hann bjó yfir og miðlaði til okkar var mikil. Von- andi vorum við þá nógu þroskuð til að skilja orð hans og læra af þeim, og nú til að lifa og breyta samkvæmt þeim. Afa var ég svo lánsöm að hafa hjá mér að meira og minna leyti í rúm tuttugu ár. Stundirnar á „Hvaló" urðu ófáar og þangað sóttum við barnabörnin í Hafnar- firði í hvert skipti sem tækifæri gafst, til að heimsækja afa og ömmu. Alltaf komu við að opnu húsi og alltaf vorum við þangað velkomin. Þá var það ekki ósjald- an sem við beiddumst gistingar og það voru hátíðarstundir, þegar maður kúrði sig niður í afaher- bergi og svaf vært eftir að afi og amma voru búin að smella á barnabarnið næturkossi. Stundirnar með afa í garðinum hans á Hvaleyrarbrautinni gleym- ast seint. Garðurinn var hans líf og yndi, enda ræktaði hann sinn veraldlega garð með sama hugar- fari og sömu forsjá og hinn and- lega. Þar fékk hið minnsta blóm sömu aðhlynningu og stærsta tré, og öllu var haldið í góðri rækt. Á þeim árum sem ég bjó fjarri fslandi var hugurinn oft heima á Fróni og bréfin frá ömmu og afa báru hann hálfa leið. Þegar ég átti mín leyfi hér á íslandi var Hval- eyrarbrautin í mínum huga „heim“. Þar var mitt athvarf á ls- landi og þar leið mér vel. Á þeim árum ræddum við afi mikið saman um lífið og tilgang þess og það voru tímar þegar okkar skoðanir sköruðust. Þar var gamall maður að kenna barni sem ekki hafði þroska til að nema. En orðin hans afa standa enn og með tímanum hefur mér lærst að skilja það sem í þeim fólst. Þær stundir sem ég átti síðán með afa og ömmu þegar þau heimsóttu okkur til Möltu voru yndislegir tímar og sjáldan skein Miðjarðarhafssólin skærar. Eftir heimkomuna hef ég átt marga góða stund með afa og ömmu, eins og síðasta aðfanga- dagskvöld, sem er kært í minning- unni. Þó að ég hafi kvatt afa minn kvöldið sem hann lést, veit ég að það var ekki hinsta kveðjan, það er svo margt sem eftir hann lifir hjá mér. Orð nægja ekki til að þakka honum samleiðina í lífinu. Minn- ingin um afa lifir áfram með okkur, á sama hátt og þeir. minn- isvarðar, veraldlegir og andlegir, sem hann reisti sér og seint verða máðir burt. ömmu minni, Vil- borgu Pálsdóttur, vil ég þakka þann ómetanlega styrk sem hún hefur veitt mér til að bera miss- inn, og þá alúð, ást og umhyggju sem hún sýndi afa í veikindum hans, eins og í hjónabandi þeirra öllu. Betur hefði enginn getað stutt ástvin sinn og eiginmann. Megi Drottinn veita henni þann styrk sem hún sækir í bænina og styðja hana með handleiðslu sinni eftir missinn. Bobba. Þegar Sigurjón Jónsson fluttist, ásamt fjölskyldu sinni, til Hafnar- fjarðar árið 1946, eftir 32ja ára dvöl á Austurlandi, var hann fljót- ur að efla samskiptin við frændur og vini hér syðra. Þar sem hans góða kona, Vilborg Pálsdóttir, og börn þeirra hjóna lögðust á eitt með heimilisföðurnum að byggja upp fallegt og vinalegt heimili, sem stæði opið vinum og vanda- mönnum, varð fljótlega gest- kvæmt að Hvaleyrarbraut 5. Þangað hefur mörgum þótt gott að koma. Sigurjón Jónsson var gæddur ríkum hæfileikum og mannkost- um, sem hann nýtti vel. Lífsstarf hans var litríkt og farsælt, ein- kennandi fyrir hina atorkusömu aldamótamenn, sem nú hafa flest- ir lokið sínum vinnudegi. En þess er gott að minnast, að Sigurjón var mikill gæfumaður. Hann eign- aðist fríða og trausta eiginkonu, og börnin þeirra 6 eru hvert öðru myndarlegra. Þau hjón sýndu börnum sínum mikið ástríki og gáfu þeim gott fordæmi með eigin líferni. Tengdabörn og barnabörn nutu ástúðar þeirra og áttu hjá þeim sitt annað heimili. Með smitandi lífsorku og krafti veittist Sigurjóni létt að hvetja fólk til góðra verka, létti geð þess og gerði mörgum lífið bærilegra. Hann var ráðhollur og ólatur að sinna frændfólki sínu og vinum, sem hann fylgdist vel með og vitj- aði reglulega. Þrátt fyrir stutta viðdvöl á stundum munu flestir hafa notið vel heimsókna hans og verið þakklátir fyrir þær. Enda þótt Sigurjón hafi alist upp hjá fósturforeldrum og haft lítil samskipti við systkini sín vegna fjarlægðar og erfiðra sam- gangna þeirra ára, er hann dvald- ist á Austurlandi, efldi hann fljótt eftir komuna suður fjölskyldu- tengslin við systur sínar, Gróu og Rannveigu, svo og Guðrúnu Jó- hannsdóttur, ekkju Þórarins bróð- ur síns og börn þeirra. Sterk og einlæg vinátta hans hefur verið þeim öllum mikils virði. Þegar systur hans, sem báðar höfðu ver- ið starfandi á traustum myndar- heimilum meðal góðra vina, urðu af heilsufarslegum og öðrum breyttum ástæðum að leita sér hjálpar á efri árum, sá hann vel fyrir högum þeirra beggja. Rann- veigu tóku þau Sigurjón og Vil- borg inn á heimili sitt, þar sem heilsa hennar styrktist verulega við góðan aðbúnað og einstaka umhyggju allra fjölskyldunnar. Þar átti Rannveig 18 góð ár. Nú, þegar Sigurjón Jónsson er kvaddur, mun mörgum efst í huga söknuður. En jafnframt verður hugsað til hans með þakklæti fyrir allt það, sem hann var vinum og vandamönnum. Bróðurbörn Sigurjóns og fjölskyldur þeirra eru þakklát fyrir vináttu þessa mæta manns og senda fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Baldur Teitsson Það eru nú um fimmtán ár síðan við Sigurjón Jónsson sáumst í fyrsta sinn. Á fögrum sumardegi töluðum við saman í nokkrar mín- útur á hlaðinu á Vífilsstöðum. Þetta samtal okkar var víst hvorki sérlega ánægjulegt né vinsamlegt og líklega hefur okkur ekkert litist á hvorn annan. Síðan sáumst við að ári liðnu, og næstu árin áttum við saman mikið samstarf og gott. Flesta daga ræddum við saman meira og minna, og hafi fyrsti fundur okkar verið fremur stutt- aralegur, varð hér fljótlega breyt- ing á. Sigurjón hafði þá um tíu ára skeið verið umsjónarmaður Víf- ilsstaðaspítala, eða ráðsmaður eins og hann var kallaður í dag- legu tali, og vissulega voru verk- efni hans hér mörg og margvísleg, en fé ekki óþrjótandi. Því hefur verið haldið fram, að menn í þjón- ustu ríkisins hirtu lítt um sparnað eða ráðdeild. Sigurjón Jónsson var ekki smámunasamur maður, en það fé og þau tæki, er honum var trúað fyrir voru vissulega í góðum höndum. Mér eru mjög minnis- stæðir tveir starfsmenn íslenska ríkisins fyrir þá ráðdeild, spar- semi og trúnað, er þeir sýndu í starfi sínu. Báðir voru iðnaðar- menn, og annar þeirra var Sigur- jón Jónsson. Starf Sigurjóns var erfitt og ekki líklegt til vinsælda. Annars vegar voru réttmætar kröfur starfsfólks spítalans um bættan aðbúnað, hins vegar að- hald í fjárveitingum. Það var ekki siður ráðsmannsins að deila við fólk, hann hlustaði. En þegar Sig- urjón sneri snögglega baki í við- mælanda sinn vissu flestir, að nú var nóg skrafað. Reyndar er mér þessi snögga hreyfing hans mjög minnisstæð og hún var miklu áhrifameiri en langar tölur. En Sigurjón var slíkur maður, að þrátt fyrir erfiða aðstöðu naut hann vinsælda og virðingar alls starfsfólks spítalans. Ég ætla einnig að á þeim árum sem viö Sigurjón störfuðum saman hafi verulega þokast til hins betra um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á Vífilsstaðaspítala. Það er sagt að menn verði gjarna íhaldssamir með aldrinum. Sigurjón var ekki þeirrar gerðar. Sjálfsagt lagði ég oft fram ný- stárlegar, jafnvel byltingarkennd- ar hugmyndir, en ekki man ég til þess, að ráðsmaðurinn væri þess ekki albúinn að skoða málin, og ekki latti hann framkvæmda, ef hann taldi eitthvað bitastætt á ferðinni. Enda þótt við Sigurjón ræddum margt og mikið á þessum árum og ættum samskipti utan starfsins, var sjaldan minnst á einkamál. Mér er því lítt kunn ævi Sigurjóns fyrir kynni okkar. Af eigin raun veit ég þó, að hann átti góða konu og dugleg og myndarleg börn. Að leiðarlokum flyt ég Sig- urjóni Jónssyni þakkir Vífils- staðaspítala fyrir langt og giftu- drjúgt starf í hans þágu, og færi Vilborgu og börnum þeirra sam- úðarkveðjur allra á Vífilsstaða- spítala. Við hjónin þökkum honum langa og falslausa vináttu. Hrafnkell Helgason. Þann tuttugasta og níunda síð- astliðinn kvaddi afi minn, Sigur- jón Jónsson, þennan heim. í þau tólf ár sem ég hef þekkt afa minn man ég best eftir því hve duglegur hann var og göngumaður mikill. Ég átti oft erfitt með að halda í við hann þegar við gengum saman. Ég man vel eftir því þegar afi var að spila við mig, en það gerði hann oft, en er sjónin fór að daprast þá gátum við ekki spilað saman leng- ur. Þegar ég fór til afa og ömmu, þá töluðum við afi mikið saman. Ég spurði afa mikið um fyrri tíð, hann svaraði alltaf skilmerkilega. Afi var mjög góður maður alla sína tíð. Svo fór afi að veikjast og sjónin varð verri og verri þar til hann lést. Guð blessi afa minn, Sigurjón Jónsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ' Rannveig Borg Sigurðardóttir eða Ranna Bogga eins og afi kallaði mig. Sigurjón Jónsson, múrarameist- ari, Hvaleyrarbraut 5, Hafnur- firði, verður í dag jarðsettur frá Hafnarfjarðarkirkju. Hann var fæddur að Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum, Árnes- sýslu 3. sept. 1901. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorleifsson og Sigurveig Þórarinsdóttir. Þau hjón eignuðust fjögur börn: Gróu, sem látin er fyrir nokkrum árum;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.