Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Bald"in Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Dilkakjöt — geymslu- gjald og söluþóknun Tvö atriði stungu í augu er útflutningur dilkakjöts kom til umræðu í fyrirspurna- tíma á Alþingi sl. þriðjudag: annarsvegar hlutur milliliða, sem tekinn er í slátur- og geymslukostnaði; hinsvegar fyrirkomulag söluþóknunar. Fyrirkomulag sölunnar, sem er nær eingöngu í höndum Bú- vörudeildar SÍS, felur ekki í sér nauðsynlegan hvata til að ná hagstæðara söluverði. Það er því neikvætt, bæði fyrir bænd- ur sem framleiðendur og skattgreiðendur, sem útflutn- ingsbætur eru sóttar til. Bændur hafa fækkað fé, um- talsvert, á liðnum árum, til að draga úr kjötframleiðslu, um- fram innanlandsmarkað. Hinsvegar er óhjákvæmilegt, m.a. vegna mismunandi árferð- is, að til falli einhver um- framframleiðsla í góðæri, ef fullnægja á eftirspurn í lélegri árum. Sauðfjárbúskapur er og undirstaða ullar- og skinnaiðn- aðar, sem er veigamikill þáttur í útflutningsframleiðslu okkar. Samkvæmt verzlunarskýrslum vóru flutt úr landi 2.600 tonn af frystu kindakjöti á sl. ári og áætlaður útflutningur 1984 er liðlega 3.000 tonn. Söluverð umframframleiðslu dilkakjöts á sl. ári var mjög mismunandi eftir löndum, enda varan mismikið unnin á sölu- markað. Verðið var frá kr. 28,00 til kr. 73,00 pr. kíló. Hinsvegar fékk söluaðilinn, SÍS, 2% sölu- þóknun, ekki af raunverði, heldur reiknuðu heildsöluverði, sem verið hefur tæpar kr. 130,00 frá 1. október 1983. Sölu- þóknunin sýnist því koma ofan á útflutningsbæturnar, sem vóru kr. 58,62 á hvert kíló dilka- kjöts og kr. 38,00 á hvert kíló ærkjöts á sl. ári. Hvatinn til að ná háu söluverði er hreinlega slævður með slíku sölukerfi. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, sem bar fram fyrirspurnir til Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, um útflutning dilkakjöts, sagði einkaaðila á stundum hafa reynt að hasla sér völl í þessari grein útflutnings. Það beri gjarnan við, þegar einstakl- ingar hafi í höndum samninga um sölu dilkakjöts, að „allt kjöt gufi upp og aðalsöluaðilinn, Bú- vörudeild SÍS, telji sig búinn að ráðstafa öllu sem til ráðstöfun- ar er,“ þó í annan tíma sé talað um kjötfjall. Það sé hinsvegar bæði í þágu bænda og skatt- greiðenda að efla sölutækni á þessu sviði. Kjartan Jóhannsson, alþing- ismaður, taldi geymslugjald kjöts svo ríflegt, „að menn hafi af því sérstakan hag að vera með kjöt í geymslum sínum, eða kannski stundum að þykj- ast vera með kjöt í geymslum sínum, öllu lengur en það í rauninni er“. „Það er orðinn meiri gróðavegur að geyma kjöt heldur en selja það,“ sagði þingmaðurinn. Hefðbundnir atvinnuvegir, landbúnaður og sjávarútvegur, skarast hvarvetna. Sjávar- plássin, sem liggja næst mið- um, byggja mörg hver helft efnahagslegrar og atvinnulegr- ar tilvistar á nærliggjandi sveitum, úrvinnslu búvöru og iðnaðar- og verzlunarþjónustu. Landbúnaður er ekki einungis lifibrauð nokkurra þúsunda bændaheimila, heldur hráefna- gjafi mikilvægs iðnaðar, kjöt og mjólkuriðnaðar, ullar- og skinnaiðnaðar, að ógleymdum þjónustustörfum, sem tengjast allri frumframleiðslu. Það sýndi sig og í tveimur heims- styrjöldum, skammt að baki í þjóðarsögunni, þegar samgöng- ur við umheiminn vóru nær engar, að það er grundvallar- atriði fyrir þjóðina að vera sjálfri sér næg í matvælafram- leiðslu. Það veikir hinsvegar land- búnaðinn og skapar óþarfa tor- tryggni í hans garð, hve SÍS hefur einokað ýmsa fram- leiðslu- og söluþætti. Vinnslu- og sölutækni hefur ekki þróazt með eðlilegum hætti í mislukk- uðu sölukerfi á umframfram- ieiðslu kindakjöts í landinu. Rýmri gjald- eyrisreglur Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, kynnti rýmri gjaldeyrisreglur á fundi Verzlunarráðs íslands í fyrradag. Gjaldeyrisskammtur ferðamanna hefur verið aukinn. Yfirfærsla eigin fjár þeirra, sem flytjast úr landi, hefur einnig verið rýmkuð og færð í svipað form og tíðkast annars staðar í hinum frjálsa heimi. Yfirfærsla tekur nú aldrei meira en tvö ár, en skemmri tíma ef yfirfærslufjárhæð er undir einni milljón króna. Fagna ber þessum frjálsræð- isákvörðunum. Amnesty International, átak gegn pyntingum: Alþjóöleg viðbrögð þarf gegn pyntingum — segir í nýútkominni skýrslu um pyntingar á 9. áratugnum „TORTURE in the eighties", pynt- ingar á níunda áratugnum, nefnist skýrsla Amnesty International, sem gefin var út í gær, miðvikudaginn 4. apríl. Útkoma skýrslunnar markar einnig upphaf átaks gegn pynting- um, sem Amnesty-samtökin standa fyrir um heim allan fram til desem- ber nk. Er þaö viðamesta átak þeirra til þessa, og í annað sinn sem sam- tökin hefja átak gegn pyntingum, sem verkfæri stjórnvalda til aö fram- kvæma stjórnarstefnu sína. Hjá íslandsdeild Amnesty hefur verið skipaður samstarfshópur til að vinna að átakinu og eiga í hon- um sæti þau Jóhanna Jóhanns- dóttir, Ævar Kjartansson og Helgi Kristinsson. Á blaðamanna- fundi sem haldinn var til að kynna átakið og útkomu skýrslunnar sagði Jóhanna að markmið átaks- ins væri þríþætt. Að skora á stjórnir í löndum þar sem pynt- ingar eru stundaðar að bundinn verði endir á þær. Að koma skrið á almenning með því að upplýsa fólk um staðreyndir og leitast við að sannfæra það um að pyntingar sé hægt að stöðva. Og í þriðja lagi að koma á framfæri tólf atriða skrá Amnesty-samtakanna til að fyrir- byggja pyntingar og alþjóðlegum stöðlum sem skráin byggir á. Amnesty-samtökin hafa fjallað um 2.687 mál í 45 löndum, og Merki átaks Amnesty International gegn pyntingum, en samskonar mynd prýðir bókarkápu skýrslunnar. fjöldahandtökur oft verið taldar eitt mál. í skýrslunni er staðhæft að pyntingar og ómannúðleg með- ferð fanga tíðkist í nær 100 lönd- um, en yfirhylming og ritskoðun er samtökunum víða þrándur í götu við að færa sönnur á illa meðferð fanga. Heimildum hefur verið safnað með aðstoð hinna pyntuðu, vitna, úr réttarskýrslum, við læknisskoðanir og frá fyrrver- andi öryggisvörðum, sem einnig hafa tekið þátt í pyntingum. Þar segir m.a. um pyntingar: „Oftast er pyntað til að hræða fólk til und- irgefni, refsa því eða knýja fram játningar hjá pólitískum föngum. Aragrúi aðferða er til, bæði högg, hýðingar og sérhæfð tækni, eins og svonefndur „svartur þræll“ í Sýrlandi, raftæki þar sem hituð- um málmteini er stungið inn í endaþarm fórnarlambsins. Sárs- aukavaldandi lyf, sem notuð hafa verið við ýmsa pólitíska fanga í Sovétríkjunum, eða þá sú aðferð sem er tíðkuð í mörgum löndum að setja virk rafskaut á viðkvæma hluta líkamans, þessar aðferðir skilja ekki eftir sig spor og er því sérlega erfitt að færa sönnur á pyntingar eða illa meðferð." Amnesty-samtökin skora á sendinefndir að samþykkja al- þjóðlegan sáttmála gegn pynting- um, sem nú er verið að leggja drög að hjá Sameinuðu þjóðunum. Sáttmála sem yrði bindandi fyrir þær þjóðir sem undir hann skrif- uðu og eftirliti í einhverri mynd yrði komið á til að framfylgja honum. „Viðbjóður manna á út- rýmingarbúðum síðari heims- styrjaldarinnar leiddi til sam- þykktar gegn þjóðarmorði um ald- ur og ævi, því að það sé glæpur gegn mannkyninu," segir í skýrsl- unni. „Við pyntingarklefum sam- tímans þarf samskonar alþjóðleg viðbrögð." Þingsályktunartillaga þriggja sjálfstæðismanna: Hraðað verði ráðstöfunum til að taka á móti erlendu sjónvarpsefni ÞRIR þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram á Alþingi í gær þingsályktunartillögu þar sem þeir leggja til að Alþingi skori á ríkis- stjórn að gera sem fyrst ráðstafan- ir til þess að unnt verði að hefja móttöku sjónvarpsefnis frá fjar- skiptahnöttum Evrópuþjóða hér á landi, og kemur fram í tillögunni að slíkar sendingar séu þegat hafnar og nái til íslands. Þingmennirnir eru Gunnar G. Schram, Birgir ísl. Gunnarsson og Friðjón Þórðarson. í greinar- gerð með tillögunni segir m.a. að þegar séu hafnar sendingar sjónvarpsefnis frá fjarskipta- hnöttum í Evrópu sem unnt sé að taka á móti hérlendis með litlum tilkostnaði og muni slíkar sendingar aukast mjög á næstu árum. Þegar séu hafnar sending- ar á sjónvarpsefni frá fjar- skiptahnetti Póst- og símamála- samtaka Evrópu, Eutelsat, sem unnt sé að ná með litlum til- kostnaði. Sé þar um að ræða sjónvarpsdagskrár frá Bret- landi, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss, Hollandi, Belgíu og Ítalíu. Þá segir að Norðmenn, Finnar, Frakkar, Svisslendingar og V-Þjóðverjar hafi þegar gerst áskrifendur að sendingum sjón- varpsefnis frá fjarskiptahnetti þessum og sýnist hér um væn- legan kost að ræða fyrir okkur íslendinga. í öðru lagi er bent á sjón- varpshnetti, sem senda muni beint til notenda, án þess að nokkrar greiðslur þurfi fyrir að koma. Sendingar sjónvarpsefnis frá þremur slíkum hnöttum muni hefjast á næstu misserum og náist þær sendingar allar hérlendis. Til móttöku þeirra þurfi menn þó allstór móttöku- Íoftnet, allt frá 4 til 8 metra. Fyrstu sendingar munu sam- kvæmt greinargerðinni hefjast í september 1985. Sé þar um að ræða gervihnöttinn TV-Sat sem er eign vestur-þýska ríkisins. Er ráðgert að tveimur dagskrám verði sjónvarpað frá honum. Þá er fjallað um þau áform sem verið hafa uppi innan Norð- urlandaráðs um sameiginlegar sjónvarpssendingar milíi Norð- urlanda frá sjónvarpshnetti þeim sem nefndur hefur verið NORDSAT. Niðurlagsorð grein- argerðarinnar eru: „Með þings- ályktunartillögu þessari er verið að undirstrika hvílík bylting er að eiga sér stað í Evrópu í þess- um efnum og benda á þá kosti sem okkur íslendingum standa opnir á þessu sviði fjölmiðlun- ar.“ Tveimur veiðisvæðum út af Reykjanesi lokað til 15. maí: Lokað til að afstýra árekstrum ALLAR VEIÐAR með botn- og flot- vörpu hafa verið bannaðar á tveimur veiðisvæðum út af Reykjanesskaga frá og með deginum í dag, 5. aprfl, og þangað til 15. maí. Veiðisvæðin voru áður þrjú. Þá eru netaveiðar bannaðar á sömu svæðum dagana 17.—24. aprfl. Þurfa net að hafa ver- ið dregin úr sjó eigi síðar en kl. 22 þann sautjánda. Togveiðiskip fá hins vegar leyfi til veiða þessa viku. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, hefur anr.að umræddra svæða, vestur af Garðskaga, verið í gildi frá síðasta hausti. í raun sagði Þórður að verið væri að minna á það að nýju með þeirri breytingu, að lína sem áður var dregin frá Sandgerðisvita væri nú dregin frá Stafnesvita. Hitt svæðið, sem gengið hefur undir nafninu Tómasarhagi, hefur verið í gildi undanfarin ár. Er bannið á því svæði, rétt eins og fyrrnefnda svæðinu, sett á til þess að koma í veg fyrir árekstra á VÍSINDARÁI) Sambands norrænna hundaræktarfélaga heldur ráóstefnu dagana 13. og 14. apríl að Hótel Loft- leiðum í Reykjavík. _ Aðalefni ráð- stefnunnar verða „Ábyrgt hunda- hald“ og „Smitsjúkdómar sem borist geta frá hundum í menn“. Að sögn Guðrúnar Guðjohnsen, formanns Hundaræktarfélags ís- lands, koma fulltrúar frá öllum milli línubáta annars vegar og tog- og netabáta hins vegar. Sagði Þórður það mikil ágreiningsefni hafa komið upp á því svæði, að ráðuneytið hefði neyðst til að taka afstöðu til þess. Norðurlöndunum til þessa fundar. Fulltrúar hvers lands um sig munu gera grein fyrir ástandi mála hvað varðar hundahald í þeirra heima- landi, bæði hvað varðar boð og bönn. Þá verður fjallað um smit- sjúkdóma og reiknað er með sér- fróðum mönnum frá Norðurlönd- unum til umfjöllunar um það mál- efni. Vísindaráð Norrænna hunda- ræktenda fundar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.