Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984
NOTAPiR
BÍLAR '
„SvOKUX nú, Tón' -Sci hc»nn hyrót "
Máttur
kreditkorta
Theodór Kinarsson skrifar frá
Akranesi:
„Kæri Velvakandi.
Þú óskar eftir að lesendur skrifi
þættinum um hvað eina sem hug-
ur þeirra stendur til. Ég sendi
þetta litla ljóð og læt ekki minn
hlut eftir liggja.
Lag: Ég sá mömmu kyssa jólasvein.
Ég vil fá mér lítið kreditkort
og kaupa allt sem að mig langar í.
Bíl af bestu sort
og bát svona upp á sport.
Það bjargar alveg málunum að eiga kreditkort
Sumarbústað upp við Svanavatn,
og silfurtæra á með laxamergð.
Það er hægt að kaupa allt
sem áður var ei falt
ef að maður hefur kreditkort.
... unabsleg sam-
verustund.
TM Reo U S Pat Ott —all rights reserved
•1984 Los Angeies Tines Syncfcele
það er örugglega hún mamma þín
Nafn á bflastæði við Seðlabankann:
Ingólfsstæði
Eiríkur Guðnason hafði samband
við Velvakanda og vildi koma eft-
irfarandi á framfæri: — Mig lang-
ar til að leggja orð í belg varðandi
„nafngift" á bílastæðinu við Seðla-
bankabygginguna. Mér finnst
nafnið „Kolaport" ófært? Ég
myndi fremur vilja að bílastæðin
yrðu nefnd „Ingólfsstæði", m.a.
vegna sögu svæðisins.
Ég fæ stórt og mikið stereó,
og stofuhúsgögn, allt í frönskum stíl.
Ég flýg í fjarlæg lönd
á fagra sólarströnd.
Skoða heiminn hátt og lágt
mér halda engin bönd.
Óskadraumar mínir öðlast kraft
og ævintýrin verða mörg og stór.
Það er hægt að kaupa allt
sem áður var ei falt,
ef að maður hefur kreditkort.
Með kærri kveðju."
Mótmæli bif-
reiðaskattinum
9856-4802 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Ég vil mót-
mæla því að nýr bifreiðaskattur
verði settur á, eins og nú er til
umræðu á Alþingi.
Vörubifreiðir kosta nú 2,5—3
milljónir og það er hægara sagt
en gert að hrista þá fjármuni
fram úr ermum. Eins er með
viðhald á þessum bílum. Eitt
dekk undir þá kostar um 20.000
krónur þannig að það er dýrt að
gera vörubifreiðir út. Ennfrem-
ur er erfitt að aka svona bifreið-
um.
Nýlega hækkaði kílómetra-
gjaldið á vörubílum og er nú 4,40
krónur á tólf tonna bíl og
Steingrímur Hermannsson hef-
ur talað um að meðalþungi á bíl-
um sé um fimm tonn. Þetta er
ekki rétt því meðalþunginn er
um sex til sjö tonn.
Mig langar til að varpa þeirri
spurningu til forsætisráðherra
hvort hann sjái sér fært að
kaupa nýjan bíl og taka lán upp
á þrjár milljónir. Eins eru öll
verkefnin boðin út af ríkinu, sem
verður til þess að boðið er allt að
Þessir hringdu .. .
40% af kostnaðarverði. Skyldi
Steingrímur Hermannsson vera
reiðubúinn til að gera vörubíl
út? Ef hann svarar því til að
mennirnir geti þá allt eins hætt
þessum rekstri segi ég bara á
móti að þá geti hann bara hætt á
þingi fyrst hann og kollegar
hans geta ekki fundið betri leið
til að fylla upp í „fjárlagagatið".
Þeim væri nær að spara eitthvað
við sjálfa sig.
Hestar sendir
í píslarvættis-
dauða
Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Snemma í vetur var sagt frá
áformum um að senda lifandi
hesta, hundruðum saman, með
skipi til slátrunar í Hollandi og
vöktu slíkar fréttir sorg og ógeð
margra, vegna þeirra þjáninga
sem þessi greindu og tryggu dýr
munu líða við flutninginn í dauð-
ann.
í Morgunblaðinu 30. mars var
frétt þess efnis að bændur hafi
ekki viljað taka þátt í slíkum
verknaði og eiga þeir heiður skil-
ið fyrir það. í sömu grein er sagt
frá nýjum áformum, nú um að
senda hesta til Danmerkur í
píslarvættisdauða. Sem sagt, að
freista virðingarverðra bænda
með peningum og slæva sam-
visku góðra manna.
Ég hygg að flestum bændum
þyki vænt um dýrin sín og von-
andi verður búið svo vel að þeim,
að þeir neyðist ekki til að taka
þátt í illvirkjum þó einhverjar
krónur séu í boði. Hvers virði
eru peningar ef maður bíður
„tjón á sálu sinni“?
Þakklæti fyrir
Berjabít
Lára hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar að
koma á framfæri þakklæti til
ríkisútvarpsins fyrir flutning á
sögunni „Berjabít" sem lesin var
í Morgunstund barnanna fyrir
skömmu. Sagan var ákaflega góð
og skemmtileg, auk þes sem hún
var mjög vel flutt.
Símaskrár
verði sendar
á pósthús
Gunnar Gestsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Nú er enn einu sinni ætlast til
þess að menn fari niður í póst-
húsið í miðbænum til að sækja
símaskrárnar sínar. Þetta kost-
ar bæði tíma og peninga fyrir þá
sem þurfa að sækja símaskrárn-
ar og ég vil mælast til þess að
farið verði með símaskrárnar í
pósthús þess hverfis sem við-
komandi býr í.