Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984
25
Soffía frænka mætt til leiks.
MorKunblaöiö/G.BerK.
Leikfélag Akureyrar:
Kardemommubærinn
frumsýndur
Akureyri, 3. apríl.
SÍÐASTA frumsýning hjá Leikfé-
lagi Akureyrar á þessu starfsári
verður sunnudaginn 8. apríl, en þá
frumsýnir félagið barnaleikritið
Kardemommubæinn eftir Thor-
björn Egner. Ellefu ár eru nú síöan
Leikfélag Akureyrar setti þetta
verk upp síöast og aö sögn Signýjar
Pálsdóttur, leikhússtjóra, er þaö
nú sett upp aftur, þar sem félagið
liti svo á að allar kynslóöir ættu aö
eiga þess kost á barnsaldri aö
njóta þessa leikhúsverks.
Mikið er lagt í þessa sýningu
hjá félaginu, leikarar eru alls 28,
þar af átta börn og ellefu manna
hljómsveit Tónlistarskólans að-
stoðar við sýningarnar undir
stjórn Roars Kvam.
Leikstjóri er Theódór Júlíus-
son og leikmyndir gerir Þráinn
Karlsson. Búningahönnuðir eru
tveir, Freygerður Magnúsdóttir,
Ræningjarnir í Kardemommubænum á Akureyri.
sem sér um búninga á mannfólk-
ið, og Anna G. Torfadóttir sér
um dýrabúningana.
Aðalleikendur eru Sunna
Borg, sem leikur Soffíu frænku,
og ræningjana þrjá leika þeir
Þráinn Karlsson, Bjarni Ingva-
son og Gestur E. Jónsson. Björn
Karlsson leikur Bastian bæjar-
fógeta og frú Bastian munu þær
Þórey Aðalsteinsdóttir og Signý
Pálsdóttir skipast á að leika.
Marinó Þorsteinsson leikur
Tobías gamla í Turninum.
Ljósameistari er Viðar Garð-
arsson. G.Berg.
Varöberg skrifar Friðarhópi kirkjunnar:
Vill taka þátt í
friðarmóti og
kynna 6 málefni
SÉRA Bcrnharöur Guömundsson, biaöafulltrúi þjóökirkjunnar og forgöngu-
maður í Frióarhópi kirkjunnar, og Högni Oskarsson, læknir, forgöngumaöur
í Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, fóru þess á leit viö forsvarsmenn
V'arðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu, aö áfram yröi rætt
um þátttöku félagsins í friöarmóti á páskum. Fóru þessar viöræöur fram um
helgina. í fyrradag samþykkti stjóm Varðbergs aö heimila Friöarhópi kirkj-
unnar að bera þaö enn einu sinni upp í „samstarfshópi" um friðarmótiö aö
Varöberg verði formlega aðili aö því.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins átti að bera tillögu um
þátttöku Varðbergs í friðarmótinu
upp á fundi „samstarfshópsins" í
gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Var
það í þriðja sinn sem hópurinn
ræddi máíið, en tvisvar hefur
Varðbergi verið ýtt til hliðar. í
fyrra sinnið með því að breytt var
„friðarávarpi" sem formaður
Varðbergs taldi ekki hindrun fyrir
aðild félagsins og í annað skipti
með því að bjóða félaginu „auka-
aðild" að friðarmótinu.
Eftir viðræður stjórnarmanna í
Varðbergi við þá séra Bernharð
Guðmundsson og Högna Óskars-
son tók stjórn félagsins ákvörðun
um að láta enn á það reyna innan
„samstarfshópsins", hvort félagið
fengi fulla aðild að friðarmótinu
enda verði félaginu falið af hópn-
um að kynna sex sérgreind mál-
efni og velja ræðumenn til þess.
Hér fer á eftir orðsending
Varðbergs til Friðarhóps kirkj-
unnar:
„Stjórn Varðbergs fer þess á leit
við friðarhóp íslensku þjóðkirkj-
unnar að hann fylgi eftir frum-
kvæði sínu, um að Varðberg fái að
taka fullan þátt í undirbúningi og
framkvæmd friðarmóts, með því
Menntamálaráóherra um útvarpslagafrumvarpió:
„Viðlíka frelsi og fjölbreytni
og hjá prentuðum fjölmiðlum
RÚV stenzt hvorki samkeppni um starfsfólk né efni, sagöi þingmaður Kvennalista
Grundvallarbreytingin í þessu útvarpslagafrumvarpi er fólgin í því aö
fleirum en RÚV (ríkisútvarpi) verði veitt leyfi til reksturs útvarps, þ.e.
hljóðvarps og sjónvarps, sagöi Ragnhildur Helgadóttir efnislega, er hún
mælti fyrir stjórnarfrumvarpi til útvarpslaga í neðri deild Alþingis í gær.
Frumvarpið er samið af útvarpslaganefnd, sem haföi þrennt aö leiöarljósi: 1)
aö RÚV hafi áfram skyldur um fjölbreytta dagskrá hljóðvarps og sjónvarps,
er nái til landsmanna allra, 2) aö fleiri en RÚV fái rétt til rekstrar hljóðvarps
og sjónvarps, að uppfylltum settum skilyröum, 3) aö ein útvarpslög fjalli um
allan útvarpsrekstur í landinu.
Kagnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, rakti aðdraganda
málsins, skipun útvarpslaga-
nefndar 1981, starfsemi hennar og
niðurstöður sem og efnisatriði
frumvarpsins. Ráðherra greindi
frá fjölmiðlaráðstefnu í Stokk-
hólmi um sl. helgi, sem fjallaði um
nýja tækni í sambandi við útvarp
og sjónvarp, einkum notkun gervi-
hnatta. „Það sem einkenndi allt
það, sem fram kom á þessari ráð-
stefnu," sagði menntamálaráð-
herra, „næstum að segja hverja
skoðun sem menn höfðu á efnis-
atriðum, var þetta, að tækni-
þróunin gerði beinlínis óhjá-
kvæmilegt, að afnema einkarétt
ríkisins á útvarpi og sjónvarpi.
Hinsvegar greindi menn nokkuð á
um þátt auglýsinga ...“
Ráðherra tók fram að þó að
þetta frumvarp væri flutt sem
stjórnarfrumvarp hafðu þing-
menn stjórnarflokkanna óbundn-
ar hendur, að því er varðar af-
stöðu til málsins. Afstaða manna
til þessa máls fer ekki eftir
flokkspólitískum línum. Nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokks hafi
þegar lagt fram breytingartillög-
ur. En meginmálið er að létta af
algjörum einkarétti RÚV á þess-
ari fjölmiðlun, þannig, að við meg-
um njóta viðlíka frelsis og fjöl-
breytni um efni, sem flutt er á
öldum ljósvakans, eins og er um
fjölmiðlun í formi prentaðs máls.
Það ætti ekki á okkar dögum að
vera neitt óeðlilegra að frelsi ríki í
þessari tegund fjölmiðlunar en
tjáningarfrelsi ríki í öðru formi
hennar.
Ingvar Gíslason (F), fyrrv.
menntamálaráðherra, kvaðst
fylgjandi meginefni frumvarpsins,
sem samið væri af nefnd, er hann
hefði skipað sem ráðherra. Það
væri góður grundvöllur undir
skynsamlega umræðu um út-
varpsmál almennt. Hinsvegar hafi
hvorki náðst samkomulijg um
frumvarpið í þingflokki Fram-
sóknarflokks né fyrrverandi ríkis-
stjórn og þessvegna hafi það ekki
verið lagt fram í sinni ráðherratíð.
Ingvar kvaðst ekki sjá neitt rangt
við það að takmarka einkarétt
RÚV en hinsvegar þyrfti að búa
svo um hnúta að RÚV gegndi
áfram því frétta-, menningar- og
öryggishlutverki í þágu lands-
manna allra, er það hafi sinnt af
prýði i hálfa öld.
Hjörleifur Guttormsson (Abl)
kvað Alþýðubandalagið andvígt
mikilvægum atriðum í þessu
frumvarpi. Ekki sízt þeim, að fjár-
Ragnhildur Helgadóttir
magnið eigi að ráða dreifingu
frétta og fróðleiks á öldum ljós-
vakans, eins og nú gerðizt í blaða-
heiminum. Bót væri í máli að
stjórnarliðið væri sundrað í af-
stöðu til málsins. Máske fengist,
þessvegna, fram breyting við hæfi
á frumvarpinu.
Páll Pétursson (F) kvaðst ekki
vilja standa að neinu er veikti
stöðu ríkisfjölmiðla, þó skapa
mætti svigrúm fyrir aukinni fjöl-
breytni á þessum vettvangi. Hlut-
verk útvarsréttarnefndar, sem
meta ætti umsóknir um útvarps-
rekstur (hljóvarp & sjónvarp)
gæti allt eins yerið í hendi út-
varpsráðs, að sínu mati. Hann
kvaðst gjarnan vilja standa þann
veg að afgreiðslu frumvarpsins að
staða ríkisfjölmiða væri betri eftir
en áður.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl) kvað
RÚV vanbúið að mæta samkeppni
við fjársterka samkeppnisaðila.
Það gæti hvorki keppt við slíka
aðila um starfsfólk né efni. Búast
mætti við „atgervisflótta" frá
RÚV. Ef samkepnnisaðilar keyptu
upp allt bezta efnið til flutnings
myndu þeir einnig krækja í aug-
lýsingaþáttinn, á kostnað RÚV.
Hún kvað frumvarpið nánast
kippa fótunum undan starfsemi
RUV.
Kristín Kvaran (BJ) sagði efnis-
lega, að undarlegt væri að hlusta
á, hvort eða hvernig ætti að rýmka
rétt til rekstrar útvarps þegar öll
lönd umhverfis okkur væru í
önnum við að hagnýta sér tækni-
nýjungar á þessum vettvangi. Hún
gerði athugasemd við skömmtun-
arnefnd, sem úthluta ætti slíkum
leyfum. Bandalag jafnaðarmanna
hefði flutt breytingartillögur, sem
m.a. gerðu ráð fyrir því „að öðrum
aðilum verði heimilt að annast út-
varp skv. skilyrðum 3.-6. grein-
ar“.
Jón Baldvin Hannibalsson (A)
kvað frumvarpið gjarnan hafa
fyrr mátt fram koma, þar eð það
þurfi talsverða umfjöllun í þing-
inu. Ég var hlynntur meginstefnu
útvarpslaganefndarinnar, sagði
hann efnislega, en efasemdir hafa
sótt á, ekki sízt með tilkomu fjöl-
miðlarisa á hægri væng, hvar
Morgunblaðið, Dagblaðið, stærsti
auðhringur landsins, SÍS, og
Reykjavíkurborg náðu saman.
Búist var við að umræða um
þetta mál stæði yfir síðdegið og
kvöldið í gær, en þess var freistað
að ljúka umræðu.
að láta enn á það reyna hvort fé-
laginu verði veitt full aðild.
Til þess að auðvelda friðarhóp-
unum að breyta fyrri ákvörðun
sinni, um að Varðberg geti ekki
orðið fullgildur aðili að friðarmót-
inu, mun félagið ekki gera neinar
athugasemdir við nokkuð það sem
ákveðið hefur verið á sameiginleg-
um fundum friðarhópanna, varð-
andi framkvæmd og dagskrá, né
heldur þau verkefni sem einstöku
friðarhópar eða einstaklingar inn-
an þeirra hafa tekið að sér að
vinna í þágu mótsins.
Augljós skortur er á fræðsluer-
indum í dagskrá. Félagið leggur
áherslu á að eftirfarandi málefni
verði kynnt og mun sjá um að út-
vega ræðumenn fyrir þau:
1. Utanríkisstefna íslendinga og
framlag til friðarmála.
2. Afvopnunarviðræður. Söguleg
umfjöllun. Helstu samþykktir og
efni þeirra.
3. Afvopnun. Forsendur og hug-
myndir um framkvæmd.
4. Samanburður á utanríkisstefnu
stórveldanna.
5. Hugmyndir um kjarnorku-
vopnalaus svæði.
6. Siðferðileg afstaða kristinna
manna til stríðs, hefðbundinna
vopna og kjarnorkuvopna.
Að sjálfsögðu mun Varðberg
leggja ríka áherslu á að sérfróðir
menn fjalli um ofangreinda mála-
flokka og treystir því að hið sama
gildi um framkvæmd annarra
friðarhópa.
Ofangreint verkefni Varðbergs
verður ekki slitið úr samhengi við
aðild félagsins að friðarmótinu.
Þessi ákvörðun stjórnar er til
komin vegna þess að óformlegar
viðræður fulltrúa Varðbergs og
fólks úr friðarhópunum, virðast
benda til þess að einhver áhugi sé
fyrir að Varðberg fái fulla aðild að
friðarmótinu. Því taldi stjórn fé-
lagsins rétt að leggja áherslu á að
leita samkomulags á þennan hátt,
svo friður verði síður deiluefni.
Samþykkt á stjórnarfundi 3.
apríl 1984.
Stjórn Varðbergs.“
Athugasemd
frá vara-
ræðismanni
Spánar
Hr. ritstjóri.
í tilefni greinar Ola Flage í
blaði yðar miðvikudaginn 4. apr-
íl óskast eftirfarandi birt í blað-
inu:
Undirritaður var skipaður
vararæðismaður Spánar hinn 1.
febrúar 1983, og var sú skipun
staðfest af utanríkisráðherra,
Ólafi Jóhannessyni, 10. febrúar
1983. Það er því á misskilningi
byggt hjá Ola Flage að „enginn
spænskur konsúll sé hér á
landi.“
Það kann að valda misskiln-
ingi hans að frá því að Magnús
Víglundsson fyrrverandi vara-
ræðismaður lést og þar til skip-
un undirritaðs tók gildi leið tæpt
eitt ár og á þeim tíma var enginn
spænskur ræðismaður hér á
landi.
Með þakklæti fyrir birtinguna,
Ingimundur Sigfússon,
vararædismaður Spánar
á íslandi.