Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 37 Þórarin, sem drukknaði ungur við sjóróðra á Stokkseyri; Rannveigu, sem nú er sjúklingur á Elliheimil- inu Grund, og Sigurjón, sem var yngstur þeirra systkina. Þótt umsköpun íslensks þjóðfé- lags væri mikil á ofanverðri nítj- ándu öldinni og byrjun þeirrar tuttugustu og vonin um bættan hag og betra líf væri mikil og sterk, þá voru þetta þó engir hag- sældar- eða blómatímar fyrir ís- lenska alþýðu, eins og flóttinn til Ameríku ber gieggst vitni um. Þau Jón Þorleifsson og Sigur- veig Þórarinsdóttir fóru ekki varhluta af þessum erfiðleikum. Eftir stutta samveru urðu þau að bregða búi og fara í húsmennsku. Við það tvístraðist fjölskyldan og fóru sum börnin í fóstur en önnur voru með foreldrum sínum. Þetta hafa verið þeim ólýsanlega þung spor. Sorgarsaga svo margra ungra hjóna á þessum árum. Þegar þetta gerðist var Sigurjón á fyrsta ári. Hann var þá tekinn í fóstur af þeim hjónum Guðrúnu Vigfúsdóttur og Sigurði Jónssyni, sem þá bjuggu í Kolsholti í Flóa. Um þessi hjón, sem þannig gengu honum í foreldrastað, talaði Sig- urjón jafnan af mikilli ástúð og virðingu, en maður skynjaði í við- ræðunum við hann, að honum sviðu sárt miskunnarlaus örlög foreldra sinna og söknuðurinn yfir að fá ekki að aiast upp í skjóli þeirra. Þegar Sigurjón var 12 ára lést Sigurður fósturfaðir hans. Árið eftir brá fóstra hans búi og flutt- ist austur á land að Desjarmýri í Borgarfirði, en sonur hennar, séra Ingvar Sigurðsson, var þá orðinn pretur þar fyrir tveimur árum. Með Guðrúnu fluttist dóttir henn- ar Guðfinna (sem síðar varð eig- inkona Emils Jónssonar f.v. ráð- herra), Sigurjón og Elísabet Jóns- dóttir vinnukona, sem segja má að yrði frá upphafi önnur fósturmóð- ir Sigurjóns á þessu heimili, enda bar hann mikla ástúð í brjósti til hennar og reisti henni bautastein, þar sem hún hvílir í kirkjugarðin- um í Borgarfirði. Á Desjarmýri í Borgarfirði dvaldi Sigurjón í alls 11 ár, eða til tuttugu og fjögurra ára aldurs, að hann stofnaði sitt eigið heimili. Desjarmýri var þá og er enn einstakt menningarheimili. Á þessum tímum, þegar skólaganga barna og unglinga var mjög tak- mörkuð, voru slík heimili sem hin- ir bestu skólar, bæði í bóklegum sem verklegum greinum og þannig hygg ég að Desjarmýrarheimilið hafi reynst Sigurjóni. Ungmennafélagshreyfingin hafði á þessum árum fest rætur í flestum byggðum á íslandi og efldi æskufólk til iðkunar margskonar íþrótta, framtaks og samtaka. Svo var þá einnig um Borgarfjörð. I þessu umhverfi lifði Sigurjón sína æsku og manndómsár og veit ég af þeim viðræðum sem við átt- um oft um þetta tímabil í ævi hans, að þetta andrúmsloft félags- hyggju og framfara veitti honum mikinn þroska andlega sem lík- amlega. Alltaf fannst mér sem þetta tímabil í lífi hans væri sveipað rómantískum Ijóma og Borgarfjörður og fólkið sem hann dvaldi þar með, ætti nokkurs kon- ar heiðurssess í huga hans. Þar kynntist hann líka stúlkunni, sem varð lífsförunautur hans, Vil- borgu Pálsdóttur, en hún var dótt- ir hjónanna Páls Sigurðssonar sem ættaður var frá Borgarfirði og Margrétar Grímsdóttur, ættað- ri úr Fljótsdal á Héraði. Möguleikar fyrir ungt fólk með mikla athafnaþrá voru ekki miklir í Borgarfirði. Því var það að Sig- urjón og Vilborg ákváðu að flytj- ast með foreldrum Vilborgar og systkinum til Norðfjarðar. Þetta var árið 1925. Þegar til Norðfjarð- ar kom stofnuðu þau sitt eigið heimili. Sama ár fæddist þeim fyrsta barnið, dóttir, sem skírð var Guðrún, nafni fóstru Sigur- jóns. Á þessum árum var Norðfjörður í örum vexti. Uppistaða atvinnu- lífsins var þróttmikil vélbátaút- gerð og samfara henni mikil salt- fiskverkun, en einnig var afli keyptur af útlendum veiðiskipum. Auk þess var, i ört vaxandi bæ, allmikil byggingarvinna. Atvinna var því næg mestan hluta ársins, þótt launin væru lág, en öflug verkalýðshreyfing á Norðfirði gaf von um betra líf og bætta afkomu. Fyrstu árin vann Sigurjón hin fjölbreyttustu störf, við útgerð, landbúnað, byggingarvinnu og flutninga á hráefni til beinamjöls- verksmiðju. Hann varð fljótt eftirsóttur i vinnu vegna dugnaðar, lagvirkni og vandvirkni. Sjálfur hafði hann lítilsháttar landbúnað eins og títt var um bæjarbúa þá í minni kaup- stöðum. En hugur hans stóð til iðnnáms og fljótlega kom að því að vonir hans í þeim efnum rættust og hann hóf nám í múraraiðn hjá múrarameisturunum Sigurði Friðbjörnssyni og Jóni Vigfússyni frá Seyðisfirði og tók hann sveinspróf árið 1937 og upp frá því stundaði hann eingöngu bygg- ingarvinnu. Sigurjón varð fljótt eftirsóttur iðnaðarmaður sökum dugnaðar og vandvirkni og margar þær bygg- ingar, sem hann sá um múrverk á hér, hafa staðist tímans tönn í nær 50 ár og má þar segja að verk þau lofi meistara sinn. Á fyrstu árum þeirra Sigurjóns og Vilborgar á Norðfirði bjuggu þau í leiguhúsnæði, en á árunum 1932—1933 byggðu þau íbúðarhús- ið að Miðstræti 12—14 í félagi við hjonin Svavar Víglundsson og Halldóru Sigfúsdóttur. Þetta var hið myndarlegasta og fallegasta hús og við það komu þau upp fal- legum garði, sem þau lögðu mikla alúð við. Árið 1946 flytja þau Vilborg og Sigurjón til Hafnarfjarðar með börn sín ásamt foreldrum Vilborg- ar. Elsta dóttir þeirra varð þó eft- ir á Norðfirði, en hún var þá gift og búin að stofna sitt eigið heimili. Börn þeirra voru þá orðin sex og þar af þrjú undir fermingaraldri, hið yngsta á öðru ári. Á þessum fyrstu árum eftir stríð ríkti nokkur óvissa um atvinnuþróun á landsbyggðinni, en gróska aftur mikil á Reykjavík- ursvæðinu, einkum í byggingar- iðnaðinum. Fyrir duglegan iðnað- armann voru afkomumöguleikar því miklu tryggari þar og framtíð barnanna í menntun og atvinnu- legu tilliti öruggari. Þetta mun hafa ráðið úrslitum um að þau Sigurjón og Vilborg fluttu frá Norðfirði. Eg veit þó að brottför þeirra var þeim ekki sársaukalaus. Þar höfðu þau stofnað sitt heimili og reist sér fallegt hús. Þar höfðu öll þeirra börn fæðst og þau og börnin eignast góða vini. Þau höfðu tekið þátt í að byggja upp hinn unga bæ Neskaupstað og séð hann breytast og þroskast til betra mannlífs. Eftir slík sam- skipti hlýtur fólk að skilja eftir hluta af sjálfu sér og vissulega gerðu þau það Vilborg og Sigurjón enda heimsóttu þau Norðfjörð oft og þá einkum vegna dóttur sinnar og barnabarnanna og það voru yndislegir dagar. Þegar til Hafnarfjarðar kom hófst á ný baráttan fyrir að skapa sér traust og fallegt heimili. Fyrst keyptu þau sér hús á Hverfisgöt- unni, en byggðu svo fljótlega hús sitt á Hvaleyrarbraut 5 og voru ein af frumbyggjum þess byggða- hverfis. Þetta hús er, á mæli- kvarða þess tíma sem það var byggt á, stórt og vandað og við það hafa þau komið upp gróskumikl- um og fallegum garði. Fæstir höfðu þó trú á því þegar fyrstu trjáplönturnar voru settar þar niður á hrjóstrugu holtinu, að þær myndu þrífast þar. En raunin hef- ur orðið önnur. Falleg tré með gildum stofnum standa þarna styrkum rótum og vitna um elju og umhyggju húsráðenda. Syðra varð Sigurjón fljótt vel kynntur og eftirsóttur múrara- meistari. Tók hann að sér fjöl- mörg verkefni bæði í Hafnarfirði og nágrannabyggðarlögum og hafði jafnan nokkra menn í vinnu, bæði lærlinga og aðstoðarmenn. Vinnudagurinn varð oft ótrúlega langur og strangur og það svo, að nærri gekk heilsu hans og að því kom að læknar ráðlögðu honum að hægja á ferðinni og helst að skipta um vinnu. Árið 1959 réðst hann til Ríkis- spítalanna í umsjónarmannsstarf og var aðalstarf hans á Vífils- staðahælinu. Sá hann þar um breytingar og viðhald og annaðist ýmsa aðra umsjón. Virtist mér sem honum félli þetta starf vel og þætti vænt um það. Þessu starfi gegndi hann til áramóta 1973 en hætti þá fyrir aldurs sakir, enda orðinn sjötíu og tveggja ára. Hér að framan hefur verið drep- ið á helstu þætti í lífi Sigurjóns Jónssonar. Fátækleg upptalning, sem segir lítið um manninn sjálf- an og lífsbaráttu hans. Ég hefi þekkt Sigurjón í meira en 40 ár og eftir því sem kynni okkar urðu lengri mat ég hann meir. Hann var maður stórgeðja og hreinskiptinn. Vinur vina sinna, en seintekinn. Raungóður og hjálpsamur. Hann var einstakt snyrtimenni og vel á sig kominn líkamlega og hafði góða greind. Hann fylgdist jafnan vel með þjóðmálum og var um tíma virkur í starfi Alþýðuflokksins. Hann hafði mikinn áhuga og yndi af gróðri jarðar. Hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð og gat hrifist jafnt af fegurð blómaskrúðs sem hrikaleik öræfanna. Hann hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist nokkuð bæði innanlands og er- lendis, en sjóndepra og svo til al- veg blinda hin síðustu ár ævinnar hindruðu ferðalög, þótt heilsufar- ið væri að öðru leyti allgott, þar til fyrir nokkrum mánuðum. Ég veit að Sigurjón taldi sig mikinn gæfumann. Ekki síst vegna þess að hann hafði eignast góða, greinda og fallega eiginkonu, sem axlaði allar byrðar með hon- um og var börnum þeirra um- hyggjusöm og góð móðir. Þau höfðu mikið barnalán og kannski er það dýrmætust hamingja allra hjóna. Börn þeirra eru: Guðrún, eigin- maður Stefán Þorleifsson, búsett í Neskaupstað; Margrét, eiginmað- ur Jóhann Vigfússon, búsett í Reykjavík; Geir, eiginkona Bergsveina Gísladóttir, búsett í Hafnarfirði; Páll, eiginkona Lov- ísa Guðmundsdóttir, búsett í Garðabæ; Sigurjóna, eiginmaður Einar Karlsson, búsett í Garðabæ; Sigurður Elís, eiginkona Margrét Jónsdóttir, búsett á Álftanesi. Alls eiga þau Sigurjón og Vil- borg 36 afkomendur, auk sex barna, 16 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Þessi hópur heimsótti ömmu og afa oft á Hval- eyrarbrautina og voru alltaf vel- komin, umvafin ástúð og um- hyKRju. Við, sem erum innan þessarar fjölskyldu og margir aðrir, eigum Sigurjóni mikið að þakka og miss- ir okkar og söknuður er mikill. Mestur og sárastur er þó söknuður Vilborgar. í tæp sextíu ár háðu þau saman lífsbaráttuna fram til hans síðustu stundar. En Vilborg er kona traust og á marga góða að sem munu styðja hana í sorg hennar og einmanaleik. Bæði áttu þau sterka trú og sáu þar jafnan birtu framundan. Það mun verða Vilborgu styrkur í sorg hennar. Blessuð sé minning Sigurjóns Jónssonar. Stefán Þorleifsson t Minningarathöfn um son okkar, unnusta, bróður og mág, PÉTUR SIGURÐ SIGURDSSON vélstjóra, Sævióarsundi 9, Reykjavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 11. mars, fer fram i Áskirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag Islands. Þýórún Pálsdóttir, Siguröur V. Gunnarsson, Ester Agnarsdóttir, Sveinn Sigurösson, Rúnar Sigurösson, Gunnar H. Sigurösson, Ólafía G. Kristmundsdóttir, Arnbjörg Guömundsdóttir. t Eiginmaöur minn, SIGURJÓN JÓNSSON, múrarameistari, Hvaleyrarbraut 5, Hafnarfirói, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju í dag, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Vilborg Pálsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓHANNS S.H. GUDMUNDSSONAR, ísafiröi. Jón Friörik Jóhannsson, Sigurrós Siguröardóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Hannes Kristjánsson, Viggó Jóhannsson, Ósk Hjartardóttir, Guömundur Jóhannsson, Halldór Jóhannsson, Kristínn Jóhannsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS ÍSLEIFSSONAR, Meistaravöllum 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Stefáni i Stefánsblómum fyrir veitta aðstoö. Magnea Tómasdóttir, ísleifur Halldórsson, Kolbrún Þorfinnsdóttir, Esther Halldórsdóttir, Páll Guömundsson, Birgir Sigurösson, Anna Skaftadóttir, Halldór Bragason, Sigrún Valgeirsdóttir, Trausti Bragason, Ingunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar veröa lokaöar eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar SIGURJÓNS JÓNSSONAR, múr- arameistara. Sigurður og Júlíus hf., Reykjavíkurvegi 60. Lokað á skrifstofunni eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar SIGURJÓNS JÓNSSONAR. Byggðaverk hf., Reykjavíkurvegi 60. SarnafH - varanleg lausn VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU UNNIÐALLT ÁRIÐ - SUMAR SEM VETUR FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.