Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 Úr röragerðinni. Gunnar Svavarsson, nýráðinn forstjóri, Hannes Baldvinsson, stjórnar- formaður, og Magnús Gústafsson, fráfarandi forstjóri. Netahnýtingarsalurinn á Bfldshöfða. MorKunbia«M/ói.K.M. og sparað orku. Reynt er að hafa náið samstarf við sjómenn og út- gerðarmenn og hinn stóri heima- markaður í trollunum hefur verið undirstaða mögulegs útflutnings, sem fer sívaxandi. Ein lítil röravél mett- ar heimamarkaðinn Plaströraframleiðsla hófst hjá Hampiðjunni árið 1977, en hráefni og markaðsuppbyggingin er nán- ast sú sama og í veiðarfærafram- leiðslunni. Hér er um að ræða framleiðslu rafmagnsröra, niður- fallsröra og grannra skolpröra. Ein lítil vélarsamstæða hefur nægft til að metta innlenda mark- aðinn, en í niðurfallsrörunum og skolprörunum er samkeppnin mest við steinrörin. Vonast for- ráðamenn Hampiðjunnar eftir því að plastið nái þarna yfirhöndinni eins og víðast hvar annars staðar í heiminum. Rannsóknir, þróun og samvinna Framtíðarsýn Hampiðjunnar byggist á rannsóknum, þróun og samvinnu við sjómenn og útgerð- armenn auk fræðslu um meðferð veiðarfæra. Fyrirtækið hefur sína eigin rannsóknarstofu og starfa þar tveir menn við rannsóknir á slitþoli, núningsþoli, dýptarþoli og flotþoli framleiðslunnar svo eitthvað sé nefnt auk daglegs eft- irlits með framleiðslunni, sem einnig fer fram í vélasölunum. Rannsóknir á hæfni veiðarfæra og fræðsla í því sambandi er mikil- vægur þáttur starfseminnar og hefur meðal annars veiðarfæra- tankur í Hirtshals í Danmörku verið leigður til þeirra. Þangað hafa verið farnar hópferðir og gert hefur verið myndband um hæfni líkans af íslenzkum trollum miðað við hinar ýmsu breytur. Hefur myndbandinu meðal annars verið dreift í meirihluta íslenzku togaranna. í framtíðinni er fyrir- hugað að byggja veiðarfæratank í nýbyggingu Hampiðjunnar á Bíldshöfða, en það er dýrt og hin erfiða staða sjávarútvegsins er þessum hugmyndum nokkur þrándur í götu. Þá verður hæfni ýmissa veiðarfæra í sjó miðað við mismunandi breytur könnuð í samvinnu við Hafrannsóknastofn- un á næstunni. Við það verða not- aðar neðansjávarmyndavélar í eigu Guðmundar Sveinssonar, netagerðarmeistara á ísafirði. Á síðasta ári voru þrír menn um borð í vertíðarbátum til að fylgj- ast með notkun neta og var það meðal annars í tengslum við til- raunir Hampiðjunnar til fram- leiðslu þorskaneta, sem enn standa yfir. Fyrir nokkru var hegðun mismunandi gerðar af línu könnuð með neðansjávarmynda- töku og er frekari könnun af því tagi fyrirhuguð. Það er því augljóst að forráða- menn Hampiðjunnar líta ekki að- eins um öxl á hálfrar aldar afmæl- inu, þó það sé sérhverjum nauð- synlegt, sem á tímamótum stend- ur. Tímamót Hampiðjunnar mið- ast hins vegar ekki einungis við merkisafmæli starfseminnar, þau eru framtíðin. Þróun veiðarfæra, sem skili sem beztum árangri og séu jafnframt orkusparandi. í samkeppni innan veiðarfæraiðn- aðarins dugir hefðbundin fram- leiðsla ekki nema miðlungi, sífelld endurnýjun og vöruþróun verður að eiga sér stað, ætli viðkomandi fyrirtæki sér að vera í fararbroddi og halda velli. HG Hannes Pálsson: Punktar úr sögu Hampiðjunnar: „Islenzkur veiðarfæraiðnaður al- gjör hornreka í atvinnulífinu44 Framtíð Hampiðjunnar var í áhKttusamri óvissu þegar byltingin í notkun veiðarfæra varð árið 1964. Þá var Hampiðjan eina uppistand- andi veiðarfæraverksmiðjan á land- inu og leituðu forráðamenn hennar leiðréttingar hjá stjórnvöldum á samkeppnisaðstöðu sinni. Hannes Pálsson, stjórnarformaður Hampiðj- unnar, hefur tekið saman nokkra punkta um þennan þátt sögunnar og fer hluti þeirra hér á eftir: Áður en ég sný mér að þessum mikilvægu tímamótum langar mig að fara nokkrum orðum um að- dragandann að stofnun fyrirtæk- isins. í kreppunni miklu eftir 1930 var hér almennt atvinnuleysi. Þegar við komum á togurunum úr veiði- ferðum til landsins biðu að jafnaði tugir manna á hafnarbakkanum í von um að fá vinnu við uppskipun á fiskinum. Nokkrir fengu vinnu en meirihlutinn var eftir sem áður atvinnulaus. Var þá að ráði nokkurra starf- andi yfirmanna á togurunum að Guðmundur S. Guðmundsson, vél- stjóri í Héðni, kannaði möguleika á því að hefja hér framleiðslu á veiðarfærum togaraflotans. Erfiðlega gekk að fá hlutafé, þar sem ekki þótti hagnaðarvon í því að leggja fé í ótollverndaðan veið- arfæraiðnað en þetta endaði þó þannig að 13 menn, flestir yfir- menn á skipum, lögðu fram nægi- legt hlutafé svo Hampiðjan hf. var stofnuð þann 5. apríl 1934. Nú er hlutafé Hampiðjunnar, ef tillaga stjórnarinnar um jöfnunarhluta- bréf verður samþykkt, 36 milljónir króna og fjöldi hluthafa nú 126. En hverfum fram til sjöunda áratugarins. „Á árunum 1964—1965 urðu snögglega þau umskipti í veiðar- færanotkun togaranna, að horfið var frá því að nota net úr hampi, en í stað þess komu net úr gervi- efnum, fyrst og fremst úr plasti. Fyrirtækið var alls óviðbúið þess- ari ákomu, enda fyrirsjáanlegt að vélar félagsins voru að verða úr- eltar. Á sama tíma var verið að stækka möskva í botnvörpunetum, sem gerði vörubirgðir úr þeim net- um ólöglegar og óseljanlegar. Hins vegar var breytingin yfir í gervi- efni ekki eins ör í fiskilínum og köðlum, en 1973 var svo komið að 90% af framleiðslunni var úr gerviefnum. Þessi bylting í notkun veiðar- færa árið 1964 gerði það óhjá- kvæmilegt að taka ákvörðun um það hvort fara skyldi að dæmi annarra veiðarfæragerða og hætta starfseminni, eða að reyna að endurnýja mikinn hluta vélakosts- ins m.a. með kaupum á vélum til frumvinnslu á gerviefnum úr plastkornum. Þar sem hér var um síðustu veiðarfæraverksmiðjuna að ræða var stjórnvöldum, enn einu sinni, gert viðvart um óviðunandi starfsskilyrði þessa iðnaðar. Jó- hann Hafstein, þáverandi iðnað- arráðherra, vildi láta athuga ástæðu fyrir hruni veiðarfæra- verksmiðjanna og skipaði nefnd 16. september 1964 til athugunar á vandamálum veiðarfæraiðnaðar- ins. , Að starfsemi veiðarfæraiðnaðar hafi verið mismunað öðrum frem- ur er margsannað. Liggja fyrir um það mörg gögn, ásamt ítarlegri greinargerð áðurnefndrar stjórn- skipaðrar nefndar, sem kannaði starfsskilyrði þessa iðnaðar hér og erlendis. Nefndin lagði mikla vinnu í störf sín og skilaði rök- fastri greinargerð í september 1965. Þar segir meðal annars: Nefndin getur ekki séð að þau sjónarmið sem hafa ráðið stefn- unni gagnvart veiðarfæraiðnaði hafi átt við rök að styðjast. Þvert á móti hafi þau beinlínis brotið í bága við þjóðarhag. I skýrslunni er rakin saga veið- arfæraiðnaðarins síðustu áratugi, mikilvægi hans á ófriðarárunum og gefin skýring á hnignun hans og hvers vegna verksmiðjurnar hafa hætt störfum. Eftir að hafa borið starfsskilyrði veiðarfæra- iðnaðarins saman við annan iðnað og hliðstæðan erlendan iðnað, kemst nefndin að þeirri niður- stöðu „að það gildi einu hvert litið er til samanburðar, íslenskur veið- arfæraiðnaður er og hefur verið algjör hornreka í atvinnulífi þjóð- arinnar.“ Sameiginlegt álit nefndarinnar var að eðlilegt sé, að veiðarfæra- iðnaður njóti sömu kjara og sjáv- arútvegur, hvað gengi krónunnar snertir. Þetta þýðir í framkvæmd, að sérhver hækkun innlends fram- leiðslukostnaðar, sem sjávarút- veginum er bætt í einu eða öðru formi, verði einnig látin ná til veiðarfæraiðnaðar. Nefndin gerir ákveðnar tillögur til að leiðrétta áralangt misrétti. Skýrsla nefndarinnar, ásamt tillögum til úrbóta, fór fyrir Al- þingi, en þar var ekki meirihluta- fylgi til að una veiðarfæraiðnaði jafnrétti. Umrætt misrétti var bú- ið að útrýma öllum veiðarfæra- verksmiðjum á (slandi nema einni þegar gengið var í EFTA, Frí- verslunarbandalag Evrópu. Þessi eina sem eftir var, Hampiðjan, stóð í því að endurnýja allt véla- kerfi sitt vegna breytinga á fram- leiðsluvörum frá hampi í gervi- efni. Framtíð Hampiðjunnar var í áhættusamri óvissu. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir var gengið í EFTA með Hampiðjuna varnarlausa og án fyrirgreiðslu á aðlögunartíma eins og allur annar iðnaður átti kost á. Eftir að skýrsla veiðarfæra- nefndar var birt og meðan umræð- ur fóru fram um aðild að EFTA gerðu ráðherrarnir Bjarni Bene- diktsson og Jóhann Hafstein virð- ingarverða tilraun til að rétta nokkuð umtalað misrétti. Þótt ekki næðist sá árangur sem þeir lögðu til, naut veiðarfæraiðnaður- inn á ýmsan hátt fyrirgreiðslu þeirra t.d. með eflingu Iðnlána- sjóðs, þar sem aflað var tekna til að lána til veiðarfæraiðnaðar sér- staklega, án þess að um styrki væri að ræða. Persónulega get ég full.vrt að einlægur vilji áðurnefndra mikil- hæfra ráðherra átti sinn þátt í því að starfsemi Hampiðjunnar var ekki hætt við breytinguna á fram- leiðslu úr hampi i gerviefni árin 1964—1965. Islcnsk stjórnvöld undirrituðu samning, sem tók gildi 1970, með ákvæðum um að veiðarfæraiðnaði skyldi mismunað í tollvernd næstu 10 ár, eða til 1980, en þá átti allri tollvernd á samkeppnisiðnaði að vera lokið. Með einu pennastriki var Hampiðjan aðlöguð EFTA og sett í 10 ára refsivist hvað toll- vernd snertir. Samt sem áður var innganga í EFTA vonarneisti um það að starfsskilyrði iðnfyrir- tækja yrðu jafnari á komandi ár- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.