Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 19 starf. Við Helga sendum honum innilegar árnaðaróskir, og biðjum þeim hjónum báðum og fjölskyld- unni allri gleði og farsældar á komandi tíð. Pálmi Jónsson Héraðshöfðingi Skagfirðinga er sjötugur í dag. Til hans og fjöl- skyldu hans Ieita hugir fjöl- margra, árnaðaróskir og þakkir. Gunnar Gíslason er fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914. Hann varð þingmaður Skagfirðinga 1959 og gegndi þingmennsku til 1974. Hann er kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur. Stjórnmálastörf sr. Gunnars, eins og öll afstaða hans önnur, einkenndust og einkennast af velvild og samúð samofinni í óbif- anlegri stefnufestu. Hann hefur alltaf vitað hvað réttast var að gera á vandsömustu augnablikun- um og enginn hefur getað efast um að óeigingirni og réttsýni stjórnaði gerðum hans. Þegar vandinn stærsti hitti Sjálfstæðisflokkinn við fráfall Bjarna Benediktssonar átti eng- inn nein ráð nema hann. Á dapur- legasta fundi þingflokks og ann- arra trúnaðarmanna var enga lausn að finna þar til séra Gunnar sagði eitthvað á þessa leið: „Felum Jóhanni, Geir, Magnúsi og Ingólfi að ráða þessu til lykta." Á síðari erfiðleikaárum, sem ekki voru síst viðkvæm I hans gamla kjördæmi, varð það líka hans hlutskipti að rata veginn fyrir alla hina. En Gunnar í Glaumbæ ætlaðist hvorki til að öðlast upphefð af at- orku sinni og úrræðum né hefur honum gefist að hrósyrðum. Þau verða því spöruð í þessum stúf, en djúpstæðum þökkum getur hann ekki stjakað frá sér og sínum á þessum hátíðisdegi. Eyjólfur Konráð Jónsson Poppe- loftþjöppur t Útvegum þessar heimsþekktu loft- þjöppur í öllum stærö- um og styrkleikum, með eöa án raf-, Bensín- eða Diesel- mótórs. & C6(p) Vesturgötu 16. Sími 14680. IB - lánum hefur nú verið gjörbreytt. Pau eru nú einstakur kostur fyrir alla þá sem sýna fyrirhyggju áður en til framkvæmda eða útgjalda kemur. Pú leggur upphæð, sem þú ákveður sjálfur, mánaðarlega inn á reikning í IÐNAÐARBANKANUM. Eftir að minnsta kosti þriggja mánaða sparnað, áttu réttá IB-láni, sem erjafnhátt og innistæðan þín. Pú greiðir síðan lánið á jafnlöngum tíma og þú sparar, flóknara erþað ekki. Lestu vandlega hér, þessar eru breytingarnar: IHærri vextir . á IB reikningum___________________________ Iðnaðarbankinn brýtur nú ísinn í vaxtamálum og notfærir sér heimild Seðiabankans til að hækka innlánsvexti á IB-lánum. Vextir af þriggja til fimm mánaða iB-reikningum hækka úr 15% í 17%, en í 19% ef sparað er í sex mánuði eða lengur. 2IB spamaóur . ereRki bundinn____________________________ Pú geturtekið út innistæðuna þína hvenær sem er á sparnaðartímabilinu, til dæmistil að mæta óvæntum útgjöldum. Eftir sem áðuráttu réttá IB-láni á IB - kjörum, ef þrír mánuðir eru liðnir frá því sparnaður hófst. 3Svigrúmí afborgunum__________________________ Pú getur skapað þér aukið svigrúm í afborgunum með því að geyma innistæðuna þína allt að sex mánuði, áður en IB-Ián er tekið. Lánið er þá afborgunarlaust í jafnlangan tíma og sparnaður hefur legið óhreyfður. Hafðu samband við næsta útibú okkar eða hringdu beint í IB-símaþjónustuna í Reykjavík, síminn er: 29630 Fáðu meiri upplýsingar, eða bækling. Iðnadarbankinn luosauofgg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.