Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 Verkfall á fiskiskipaflotanum?: Sættum okk- ur ekki við að sitja eftir — segir formaður Sjómannasambandsins, sem leitar verkfallsheimilda aðildarfélaganna „IJMFRAM almcnnar launahækkanir í landinu hafa yfirmenn á fiskiskipa- flotanum fengið 18—20% launahækkanir. Sjómenn munu ekki sætta sig við það að sitja eftir á meðan kauptryggingarákvæði yfirmanna hækka langt umfram það, sem útgerðarmenn hafa viljað ræða við okkur um,“ sagði Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, í samtali við blaðamann Mbl. í gær. Framkvæmdastjórn sambandsins ákvað í gær að vísa kjaradeil- unni til ríkissáttasemjara og jafnframt var skorað á aðildarfélög sambands- ins að leita eftir heimildum til vinnustöðvunar á fiskiskipaflotanum. Óskar sagði að framkvæmda- um þeirra allt frá árinu 1977. stjórnin hefði gripið til þessara Hækkun skipstjórahlutar má ráða vegna hraðra viðbragða Landssambands íslenskra út- vegsmanna við sanngjörnum kröf- um Sjómannasambandsins. „Á undanförnum dögum og vikum höfum við verið að ræða við LÍÚ um samninga, sem að mestu væru byggðir á nýgerðum heildarsamn- ingi ASÍ og VSÍ,“ sagði hann. „Þá gerist það skyndilega að yfir- mannasamtökin gera samning, sem færir þeim töluverða hækkun umfram aðra. Við töldum að þar með ætti að vera hægt að fá sam- bærilega hækkun fyrir okkar menn, sem eru tvímælalaust lak- ast settir meðal fiskimanna. Því hefur ekki verið til að dreifa og við ekki fengið aðrar skýringar en þær, að með samningunum við yf- irmenn væri verið að leiðrétta „röskun", sem hefði orðið á kjör- meta til um 16% launahækkunar og ýmsar aðrar sporslur á 2—4%. Samtals hafa yfirmenn því fengið 18—20% umfram aðra. Mér þykir það afar einkennileg tilviljun," sagði Óskar Vigfússon, „að eftir öll þau ár, sem liðin eru telji útgerðarmenn að einmitt núna sé rétti tíminn fyrir þessa „leiðréttingu" eins og staðan er. Mínir menn munu ekki skilja nauðsyn þess að þeir séu látnir sitja eftir á þennan hátt og við sættum okkur ekki við það.“ Hann sagði að framkvæmda- stjórn Sjómannasambands ís- lands íhugaði nú að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu á fiski- skipaflotanum um verkfallsheim- ildina, svo allir sjómenn gætu lát- ið í ljós vilja sinn, hvort sem þeir væru í landi eða á sjó. Rússneska duflið, sem fannst á Sólheimasandi. Mort;unbiaðið/Gylfi Geirsson. Rússneskt hlustunardufl RÚSSNESKT hlustunardufl fannst austan við Jökulsá á Sólheimasandi í byrjun vikunnar. Duflið er sömu gerðar og fjölmörg önnur, sem fund- ist hafa hér við land á undanförnum árum en þó með einhverjum sérstök- um búnaði, sem starfsmenn Land- helgisgæslunnar töldu torkenni- legan. Duflið var fært í hendur varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar verður það kannað og síðan sent vestur um haf til Bandaríkj- anna, þar sem sérfræðingar bandaríska flotans munu rann- saka það nánar, skv. upplýsingum blaðafulltrúa hersins. W-®* | Ljósm. Gunnar Vigfússon. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra afhendir Þjóðminjasafni íslands brjóstmyndina af dr. Kristjáni Eldjárn. Brjóstmynd af dr. Kristjáni Eldjárn afhent í TILEFNI af sextugsafmæli dr. Kristjáns Eldjárns, forseta ís- lands, ákvað þáverandi ríkisstjórn að láta gera af honum brjóstmynd. Myndina gerði Sigurjón heitinn Olafsson myndhöggvari. Gerðar hafa verið þrjár af- steypur í brons eftir brjóst- myndinni. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hef- ur fyrir hönd ríkisstjórnar ís- lands afhent tvær afsteypanna, aðra frú Halldóru Eldjárn og hina Þjóðminjasafni íslands, þar sem dr. Kristján heitinn var þjóðminjavörður. Þriðja af- steypan verður varðveitt í Stjórnarráðshúsinu. Rainbow Navigation Inc. fær umboösmann á íslandi: Gæti valdið spennu í samskiptum ríkjanna — þótt það hafi ekki gerst enn, segir sendifulltrúi bandaríska sendiráðsins, sem leitar lausnar á málinu ALLAR líkur eru á, að skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar sf. verði um- boðsmaður bandaríska skipafélags- ins Rainbow Navigation Inc., sem í næsta mánuði hefur siglingar milli íslands og Kandaríkjanna, m.a. með varning til varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Magnús Ármann, fram- kvæmdastjóri Gunnars Guðjónsson- ar sf., sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær, að ekki væri endanlega búið að ganga frá samningum milli fyrirtækjanna en væntanlega yrði það gert um miðja næstu viku. „Það hafa farið á milli okkar upplýs- ingaskipti en mér er kunnugt um að þeir hafa boðið íslensku skipafélög- unum samstarf, svo ég veit ekki hvað verður," sagði Magnús. Af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur verið fylgst náið með fyrir- ætlunum bandaríska skipafélags- ins og sömuleiðis af bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Hafa bandaríski sendiherrann og að- Varðberg verður með í undirbúningi Friðarviku STJÓRN Varðbergs samþykkti á fundi sínum í gær þá tilhögun að þriggja manna starfshópur sæi um sex fræðsluefni sem Varðberg gerði að tillögu sinni að flutt yrði á Friðarviku í Norræna húsinu 14. til 23. aprfl nk. Varðberg tekur því þátt í und- irbúningi og framkvæmd Frið- arvikunnar ásamt ýmsum frið- arhópum. Friðarhópur kirkjunn- ar hafði forgöngu um að bjóða Varðbergi aðild að undirbúningi Friðarvikunnar. í samtali við Mbl. sagði biskup íslands, Pétur Sigurgeirsson, að það væri sín Pétur Sigurgeirsson persónulega skoðun að sem víð- tækust samvinna þyrfti að nást hjá íslendingum um friðarmálin. Biskup sagðist líta svo á að þau mál ættu að vera hafin yfir stjórnmálaskoðanir og sjónar- mið sem skiptu íslendingum í flokka og félög. Sagði biskup hér svo mikið í húfi hvað snerti framtíð alls mannkyns að ekkert mætti sundra mönnum í því að sameinast um frið á jörð. Þess vegna kvaðst biskup fagna því að umrædd samtök vildu beita sér að þessum málum og hefðu tekið höndum saman í því efni. stoðarmenn hans hitt utanríkis- ráðherra a.m.k. tvisvar og málið þar verið rætt ítarlega. „Við höf- um mikinn áhuga á þessu máli og höfum reynt að finna á því lausn þótt hún blasi ekki við sem stend- ur,“ sagði Paul Canney, sendiráðs- fulltrúi Bandaríkjanna, er blaða- maður Mbl. ræddi við hann um máiið í gær. „Okkur er ljóst, að þetta mál gæti valdið spennu í samskiptum ríkjanna þótt það hafi sem betur fer ekki gerst ennþá," sagði Cann- ey. „Við vitum af þeim pólitísku umræðum, sem farið hafa fram um þetta hér og höfum jafnharðan komið á framfæri við utanríkis- ráðuneyti okkar í Washington öll- um upplýsingum, enda skiptir miklu máli að ráðamenn þar skilji afstöðu íslendinga í þessu efni. Jafnframt höfum við reynt að afla sem nákvæmastra upplýsinga um Rainbow Navigation Inc. og fyrir- ætlanir félagsins, m.a. hjá sjó- ferðastofnuninni, Federal Mari- time Administration. Einnig höf- um við óskað eftir upplýsingum um aðdraganda stofnunar félags- ins og fleira þar að lútandi, enda eru ekki nema fáar vikur síðan við heyrðum þessara áforma fyrst getið." Canney sagði að þótt 80 ára gömul bandarísk lög gerðu kröfu til að flutningar á vegum hernað- aryfirvalda vestanhafs færu fram með bandarískum skipum, og að á því ætti ekki að gera neinar und- antekningar, þá væri ekki augljóst að bandaríska skipafélagið gæti annað öllum flutningunum. „For- stjóri félagsins lét að því liggja í viðtalinu við Morgunblaðið í gær, að það væri ekki víst að þeir gætu sinnt öllum flutningunum enda ræður Rainbow Navigation Inc. enn ekki yfir nægilegum skipa- kosti til þess. Þessi yfirlýsing for- stjórans hefur vakið með okkur bjartsýni um að ef til vill verði hægt að skipta flutningunum milli bandaríska félagsins og íslensku félaganna," sagði hann. O' INNLENT Sýning Sfldar & fisks: Aðeins fyrir boðsgesti í FRÉTTARAMMA á bls. 23 í Morg- unblaðinu í gær, þar sem sagt er frá Sfld og fisk 40 ára, er getið sýningar á framleiðsluvörum fyrirtækisins og sýningar á Lífshlaupi Kjarvals, sem Þorvaldur Guðmundsson, eigandi fyrirtækisins á og ætlar að sýna um leið og framleiðsluvörurnar. Þess er getið að sýningin sé opin á sunnudag frá klukkan 14 til 18. Tekið skal fram að sýningin er aðeins opin viðskiptavinum fyrir- tækisins og þeim, sem fengið hafa borðskort á hana. Þorvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að því miður hefði hann ekki tök á því að hafa sýninguna opna al- menningi, en yrði almennur áhugi á slíku, kæmi mjög vel til greina að hafa hana opna t.d. sunnudag- inn 15. apríl eða um páskana. Ekki kvaðst hann þó vita, hvort slíkur áhugi væri fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.