Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
___________________________Ifcflsiritá-mtáO
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 238. þáttur
Svo á mætur maður að hafa
sagt, að leitin að höfundi Njálu
þyrfti ekki að vera svo lang-
sótt. Njála væri besta sagan
frá guilöld sagnaritunar okkar
fornrar, og Snorri Sturluson
væri besti sagnaritari okkar
forn. Augljóst væri því að
Snorri Sturluson væri höfund-
ur Njálu.
Ekki skal hér reynt að tína
til meinbugi á þessari rök-
leiðslu. Hitt er gamalt og nýtt
lögmái að góðar vísur og
hnyttin tilsvör laða að sér höf-
unda, þá sem menn treysta til
að svo hefðu ort eða að orði
komist. Verður margt missagt
í fræðum þessum, þótt menn
vilji sem Ari hafa það sem
sannara reynist. Sumt í bók-
menntum okkar verður seint
eða aldrei með sannindum
feðrað. Þarf ekki að leita aftur
í gullaldarbókmenntir, svo
sem Eddukvæði og íslend-
ingasögur, til þess. Svo er jafn-
vel sagt, að einn kunnasti
vísnasmiður okkar daga hafi í
40 ár færst undan að gangast
við einni af snilldarvísum sín-
um, en þó gerði hann svo að
lokum.
Því hef ég þennan þátt á
þessum inngangi, að í síðasta
þætti birti ég limru sem ég
þóttist kunna rétta og taldi
mig hafa mjög góðar heimildir
um höfund (Magnúsóskarsson
í Reykjavík). Ég tók fram að
vísan hefði ósjaldan verið bæði
rangfeðruð og rangt með farin,
og berast nú böndin að sjálfum
mér allóþyrmilega.
Síðastliðinn mánudag hring-
ir í mig Hermann Jóhannesson
í Reykjavík og segir mér af
létta að ég hafi rangfeðrað
limruna og ekki haft hana al-
veg rétta, þó að litlu muni.
Hermann kvaðst hafa ort
þessa limru sjálfur fyrir um
það bil tveimur árum og væri
hún svo:
Úr vinnunni hann fékk oft far með
Hildi,
þó fattaði hann aldrei hvað hún vildi,
en kvöld eitt kát og rjóð
þau keyrðu fram á stóð,
og þá var eins og blessuð skepnan
skildi.
Nú verð ég að gera hvort
tveggja í senn, að biðja þá
Hermann og Magnús afsökun-
ar, annan á því að rangfeðra
afkvæmi hans, en hinn á því að
kenna honum þann sama
króga. Ég er þá búinn að með-
ganga mitt gáleysi.
En maður nokkur, sem kona
kenndi þunga sinn, sagði, er
mjög dró að barnsburði: „Þó að
hún sé bráðum búin að ganga
með, þá er langt frá því að ég
sé búinn að meðganga.“ Eins
og fyrri daginn er ekki sama,
hvernig orðin snúa.
Sem ég er að skrifa þetta,
hringir í mig Valgeir Sigurðs-
son í Kópavogi til þess að
fræða mig á því að Hermann
Jóhannesson sé höfundur limr-
unnar klóku og hefur fyrir mig
ýmsar aðrar ágætar eftir
hann. Kunni ég sumar áður, en
hafði ekki heyrt getið um höf-
und.
Valgeir sagði mér að orðið
skefli = snjóskafl, sem ég taldi
sjaldyrði fyrr í þáttum þess-
um, hefði verið á hvers manns
vörum, þegar hann ólst upp í
Vopnafirði. Hann minntist
þess að faðir hans hefði spurt
gest um færið í heiðinni, hvort
ekki væri illt vegna snjóalaga.
Maðurinn svaraði að bragði:
„Jú, blessaður vertu. Það er
bæði stórskefli og nýskefli."
Þegar hér er komið sögu, er
umsjónarmaður farinn að
velta því fyrir sér hvort
nokkru sinni skuli birta vísu
og eigna tilteknum manni,
nema tekið sé upp úr bókum.
En þá minnist hann þess að
vísur hafa verið rangfeðraðar í
bókum og ákveður að láta slag
standa og setja þáttinn ekki í
vísnabann.
Menn geta spurt með leikar-
anum og gamanvísnasöngvar-
anum góða hvað sé hvurs og
hvur eigi hvað.
Hlymrekur handan orti:
Sagði Hákon í Hlésvíkurporti:
Þegar hagmælska er orðin að sporti
margra ágætra manna,
þá er erfitt að sanna
hverja limruna hver um sig orti.
En lokaorðin í þessum kafla
á Hermann Jóhannesson í
Reykjavík. Umsjónarmaður
birtir hér með leyfi höfundar
eina af þeim limrum íslensk-
um sem hlyti að eiga heima í
þröngu úrvali:
Að hreykja sér hátt, það er siður
sem hér má oft sjá, því er miður.
Það er glæsilegt oft,
er menn gnæfa við ioft.
Hitt er slæmt, ef þeir ná ekki niður.
Vísan er úr alþingi íslend-
inga.
Futmngaula — Bankaatrati
Sími 29455 — 4 línur
Opid frá kl. 1—4
Stærri eignir
Réttarholtsvegur
Ca. 130 fm raóhús á tveimur hæóum. Nióri:
stofa og eldhus Uppi: 3 svefnherb. Ný-
málaö. Akv. sala Veró 2.1 millj.
Baidursgata
Ca. 95 fm einbyli úr steini á tveim hæóum.
Nylega endurnýjaö. Nióri eru tvær stofur og
eldhús meö þvottahúsi innaf. Uppi eru tvö
herb. og gott flisal. baö. Lítill garóur fylgir.
Verö 1900 þús.
Erluhólar
Langholtsvegur
Ca. 125 fm sérhæö og ris í tvibýfi ásamt
bílskur Hægt að nota sem tvær íbúöir. Nýtt
gler Góö lóö. Verö 3250 þús.
Unufell
Gott ca. 125 fm fullbúió endaraóhús á einni
hæó ásamt bílsk. Þvottah. Innaf eldh. Stórt
flisal. baóherb. Góóur garöur. Ákv. sala.
4ra—5 herb. íbúöir
Háaleitisbraut
Ca. 100 fm góó ibúó á 2. hæó. Þvottahus
innaf eldh. Parket á stofu. Verö 2,1 millj.
Fífusel
Ca. 100 fm góð ib. á 2. hæö Góöar innr.,
parket á gólfi. Ákv. sala. Veró 1900-1950 þús.
Ca. 300 fm einbýli á 2 hæöum meö 30 fm
bilskur Einnig er 60 fm íbúö í húsinu sem
getur selst meó. Nánari uppl. á skrifst.
Vesturberg
Ca. 140 fm gott raóhús sem er 1 hæó meö
ófrág. kjallara. Hol meó arin, þvottahús og
búr innaf eldh. Stór stofa. Veró 3 millj.
Vesturbær
Lítió sérbýli nálægt Landakoti ca. 80 fm.
Endurnýjaö og i góóu standi. Eldhús, eitt
svefnherb og tvær fallega innr. stofur. Verö
1650 þús.
Hlíöavegur
Ca. 130 fm góó sérhæö ásamt 40 fm bilskúr.
3—4 herb. og stofur. Fallegar innr. á eldhusi
og baði. Þvottahús og búr innaf eldh. Suó-
vestursv. Ákv. sala Veró 2,7—2.8 millj.
Dunhagi
Ca. 160 fm góð sérhæó ásamt 30 fm innb.
bilskúr og góóu herb í kj. meö aög. aó
snyrtingu. Hæóin er 2 góóar stofur og í
svefnálmu 4 herb. og baö. Tvennar svalir.
Allt sér. Ákv. sala eóa möguleiki aó skipta á
4ra herb. meö bílskur i vesturbæ.
Lundarbrekka
Ca. 110 fm góð íb. á 3. hæö meó fallegum
innr. Fæst í skiptum fyrir lítiö raöh helst í
Garóabæ.
Hjallabraut Hf.
Ca. 130 fm íbúö á 1. hæö. Þvottahús og búr
innaf eldhusi Stórt baöherb og 3 svefn-
herb. á sérgangi Verö 1950 þús. Eöa skipti
möguleg á 3ja herb. íbúö í Noröurbæ.
Flúöasel
Ca. 115 fm íbúó á 3. hæó meó bilskyli Góó-
ar stofur. 4 svefnherb og baó á sérgangi.
Góó íbúö. Verð 2,1 millj.
Stórageröi
Ca. 110 fm íbúö á 4. hæö Ákv. sala. Veró
1950—2000 þús.
Viö Sundin
Ca. 113 fm góó ib. á 6. hæö Nýt teppi á
stofu, parket á holi og eldh. Verö 1850-1900
þús.
Engjasel
Ca. 100 fm íb. á 2. hæö með fullb. bilskýli.
Akv. sala. Verö 1800—1900 þús.
Engihjalli
Ca. 110 fm góö íbúö á 1. hæö. Góöar innr.
Þvottahús á hæðinni. Verö 1850— 1900 þús.
c
3ja herb. íbúðir
Bárugata
Ca. 75—80 tm góö íbúö í kjallara i góöu
steinhúsi. Sérinng., mjög skemmtil stota.
Verð 1450 þús.
Leirubakki
Ca. 90 fm íb. á 2. hæö. Þvottaherb. innaf
eldh. Aukaherb. í kj. Verö 1600—1650 þús.
Grettisgata
Ca. 65—70 fm risíb. i steinh. Nýtt rafmagn,
nýtt gler aö hluta. Verö 1350—1400 þús.
Ugluhólar
Ca. 83 fm góö ibúö á 2. hæö. Nýleg teppi.
Laus 1. júli. Veró 1600 þús.
2ja herb. íbúðir
Rofabær
2ja herb. íbúö á 1. hæö, ca. 79 fm brúttó.
Rúmg. íb. Þvottahús og geymsla á hæöinni.
Verö 1400—1450 þús.
Ölduslóð Hf.
Ca. 70—75 fm 2ja—3ja herb. íbúó á neöri
hæö i tvíbýli. Endurn. aö hluta. Rúmg. lagleg
íbúó. Góó lóö. Verö 1400 þús.
Smyrilshólar
Ca, 56 tm ibúö á 1. hæö i iitilli blokk Góö
stofa, Danfoss-hiti. Verö 1250 þús.
Friörik Stefánsson
víóskiptalræóingur.
JEgir Breiðtjörö sölustj.
Sverrir Hermannsson,
•ími 14632.
Metsölublad á hveijum degi!
Einbýlishús á Hellu
Til sölu glæsilegt 2ja hæöa einbýlishús meö tvöföldum bílskúr.
Garðskáli og fullfrágengin lóö. Húsiö er á einum besta staö í
kauptúninu. Grunnflötur 145 fm.
Húsinu má skipta í tvær sjálfstæðar íbúðir án fyrirhafnar.
FANNBERGs/f *
Þrúövangi 18, 850 Hellu,
sími 5028, pósthólf 30.
43307
Hamraborg
Góö 2ja herb. 60 fm íbúö á 2.
hæö í 4ra hæöa blokk. Laus
fljótl. Verð 1350 þús.
Vesturberg
Mjög góð 2ja herb. íbúö ca. 65
fm á 4. hæð. Verð 1350 þús.
Kjarrhólmi
Góð 3ja herb. íb. Verö 1350 þús.
Hofteigur
3ja herb. kjallaraíbúð ca. 70 fm.
Nýlegar innr. Verö 1500 þús.
Hófgerði
3ja herb. 85 fm risíbúö ásamt
25 fm bílsk. Verð 1500 þús.
Efstihjalli
Góö 4ra herb. íb. Verö 2,1 millj.
Kjarrhólmi
Vönduð 4ra herb. 100 fm íbúð.
Þvottaherb. í íbúöinni. Verö
1850 þús. Laus í júní.
Asbraut
Góö 4ra herb. ibúö ca. 100 fm.
Þvottahús á hæöinni. Bílskúrs-
plata. Verð 1850 þús.
Hvassaleiti
Vönduð 4ra herb. ca. 110 fm
íbúö á 3. hæð. Nýlegar innrétt-
ingar. Verö 1950 þús.
Laufbrekka
130 fm efri sérhæð ásamt ca.
40 fm bílskúr. Verð 2,5 millj.
Opið laugard. &
sunnud. frá 1—4
Fellsmúli
Góð 4ra til 5 herb. 125 fm íbúö.
Fæst i skiptum fyrir stærri eign.
Stórihjalli
275 fm raöhús á 2 hæöum með
innbyggðum bílskúr.
Víghólastígur
Ca. 270 fm hús, kjallari, hæð og
ris. Möguleg sala í tvennu lagi.
Hrauntunga
Gott einbýlishús ca. 230 fm.
Fallegur garöur. Góöur staður.
Ásland Mosfellssveit
Höfum til sölu parhús á góðum
útsýnisstaö. Afhent tæpl. tilb. u.
trév. Verö 1800 þús.
Smiöjuvegur
4x210 fm iðnaðarhúsnæöi.
Selst fokhelt.
Höfum kaupendur aö
góöum sérhæöum í
Kópavogi.
KJÖRBYLI
FASTEIGNASALA
Nýbýlavegi22 III hæö
(Dalbrekkumegin)
Sími 43307
Sölum.: Sveinbjörn Guömundsson.
Rafn H. Skúlason, lögfr.
SIMAR 21150-21370
SOlllSTJ IARUS Þ VALOIMAR?
L 0GM J0H Þ0R0ARS0N HDl
4ra herb. stór íbúð viö Álfheima
á 4. hæö um 118 fm. Mikið skáparými. Rúmgóðar suöur svalir. Ágæt
sameign Útsýni.
Ágæt íbúö í Hraunbæ
Á 3. hæö um 120 fm. 2 stofur, og 4 svefnherb., vélaþvottahús, tvennar
svalir. Verölaunalóð. Bein sala.
Með sérþvottahúsi og bílskúr
3ja herb. ibúö á 1. hæð um 90 fm viö Nýbýlaveg Kóp. Nýleg og góð,
útsýni. Stór bílskúr.
Verð aöeins 1.350 þús.
Bjóöum til sölu 3ja herb. rishæö í Hlíöunum meö sér hitaveitu, rúmgóö
svefnherb., 4 kvistir eru á íbúöinni. Allir veðréttir lausir.
Meö sér þvottahúsi og herb. í kjallara
4raherb. íbúö á ágætum staö í Neöra-Breiðholti um 110 fm, ágæt
. sameign.
Einbýlishús viö Sogaveg
Steinhús, hæö, ris og kjallari, alls um 170 fm. Mikið endurnýjað. Bílskúr
46 fm ræktuö lóð.
Tvíbýlishús í Suðurhlíðum
Fokhelt raóhús meö tveim ibúðum: Á neöri hæö er 3ja—4ra herb. sér
íbúö um 100 tm. Á efri hæö og á þakhæö eru 6 herb. séríbúö um 170
fm. Bíiskúr fyipir þeirri hæö. Útsýnisstaöur. Ýmiskonar eignaskipti
möguleg.
í smíöum við Ofanleiti
Eigum ennþá óselda eina 3ja herb. íbúö og 2 2ja herb. íbúöir. Byggjandi
Húni sf. Frágengin sameign. En íbúöirnar sjálfar fullbúnar undir tréverk.
Eitt besta verö á markaönum í dag.
Tvíbýlishús í Austurborginni
Vel byggt steinhús um 20 ira: meö 5 herb. glæsilegri séríbúö á hæöinni
um 135 fm. Henni fylgir rúmgóöur bílskúr og eignarhluti í kjallara.
Sóríbúó um 100 fm 3ja herb. í kjallara. Ræktuð lóó, trjágaröur.Vinsæll
staöur. Allt sér fyrir hvora íbúö. Teikningar á skrifst.
Ný söluskrá alla daga
Á nýrri söluskrá okkar er fjöldi annarra eigna.
Alla daga ný söluskrá
Vinsamlegasl kynniö ykkur söluskrána. Póstsendum söluskrána.
í Árbæjarhverfi óskast
2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðlr og ennfremur oinbýlishús á einni hæð.
Sérstaklega vekjum viö athygli á nokkrum fjársterkum kaupendum sem
óska eftir íbúöum í þessu hverfi.
Optð í dag laugardag
kl. 1—5 síðdegis
Lokaö á morgun sunnudag.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370