Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
Mótmæli í
Honduras
San Jose, (osla Rica, 6. apríi. Al*.
HINN brottræki yfirmaöur herafla
Honduras, (iustavo Alvarez Martinez,
er kominn til Miami í Florida þar sem
hann mun dveljast um hríð, eftir því
sem ónafngreindur talsmaður stjórn-
valda í ('osta Kica sagði í dag.
Talsmaðurinn sagði að Martinez
myndi að öllum líkindum dvelja á
Miami í nokkrar vikur, en hann ætl-
aði sér hins vegar að setjast endan-
lega að í Caracas í Venezuela þar
sem hann á skyldmenni.
Ekki virðast allir ánægðir með
breytingar þær sem gerðar hafa
verið í æðstu embættum stjórnar-
hersins í Honduras. Þannig tóku um
4.000 manns þátt í mótmælagöngu á
götum höfuðborgarinnar Tegucig-
alpa og mótmæltu þeir einnig veru
bandaríska herliðsins sem er við æf-
ingar í landinu um þessar mundir
með stjórnarhernum. í göngunni
voru einkum kennarar og nemendur
úr háskólum borgarinnar.
Palme vfsar á bug
ummælum um fund
þeirra Gromykos
Fyrsti indverski geimfarinn
Fyrsti Indverjinn, sem tekur á sig geimferð, er nú staddur utan gufu-
hvolfsins í sovézka geimfarinu Sojuz 11. Geimfarinn, Rakesh Sharma,
er ásamt tveimur Sovétmönnum í áhöfn geimfarsins og mun hann m.a.
iðka jóga í þyngdarleysinu. Myndin var tekin skömmu fyrir brottferð-
Slokkhólmi, 6. apríl. I'rá Krik l.iden, fréltarilara
OLOF Palme, forsætisráðherra, vísaði
á bug ýmsum ummælum sænskra
blaða um viðræður þcirra Andrei
Gromykos, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, um það bil sem Stokkhólms-
ráðstefnan var sett, í janúar sl.
Palme vísaði á bug þeim ummæl-
um að Gromyko hafi leitt umræður
þeirra og að kafbátaferðir í sænskri
lögsögu hafi því fallið í skuggann..
Ég gerði Gromyko skiljanlegt
hversu alvarlega við litum flæking
annarra í lögsögu okkar og tjáði
honum að við áskildum okkur allan
rétt til að verja lögsöguna, bæði
hernaðarlega og á vettvangi stjórn-
málanna, sagði Palme.
Mbl.
Palme vildi ekki tjá sig um upp-
lýsingar úr skjölum utanríkisráðu-
neytisins um viðræðurnar, sem lekið
hafa út, en þar er hermt að Grom-
yko hafi ráðið ferðinni í viðræðun-
um. Þar sagði að Gromyko hefði
hvað eftir annað hneykslast er
Palme minntist á kafbátaferðirnar
og haldið því fram af miklum þunga
að Sovétmenn hefðu enga kafbáta
sent inn í sænska skerjagarðinn.
Jafnframt er hermt að Gromyko
hafi lagt hart að Palme að Svíar
berðust fyrir því af meiri ákafa, að
Norðurlönd yrðu lýst kjarnorku-
laust svæði, og vert væri f því sam-
bandi að kynna sér þá umræðu sem
ætti sér stað í Finnlandi.
Jon Tinker umhverfisfræðingur:
„Manndaudi í náttúruham-
förum er af mannavöldum“
San Fraaciueo, 6. apríL AP.
Umhverfisfræðingurinn
Jon Tinker, sagði í ræðu á
fundi hjá alþjóðlegum heims-
málefnahópi í San Francisco
í dag, að manndauða í þús-
undatali af völdum náttúru-
hamfara í þriðja heiminum
mætti rekja til gerða mann-
anna sjálfra.
Tinker sagði, að auðvitað gætu
náttúruhamfarir drepið marga,
en á hinn bóginn væri það svo,
að fátækt, jarðvegs- og skóga-
eyðing, svo og frumstæður land-
búnaður hækkuðu dánartölurnar
svo um munaði þegar hamfarir
ættu sér stað. Hann nefndi sem
dæmi, að árið 1972 létu 6.000
manns lífið i miklum jarð-
skjálfta í Nicaragua, margir
þeirra grófust undir lélegum
hreysum sínum sem hrundu í
titringnum. Árið áður varð mun
sterkari kippur í San Fernando-
dalnum í Kaliforníu, í miklu
þéttbýli. Þar létu „aðeins" 64 líf-
ið. Af þessu gætu menn gert sér
í hugarlund hvað hann væri að
fara með orðum sínum.
Hann nefndi annað dæmi, á
sjöttu og sjöundu áratugunum
urðu 43 umtalsverðir jarð-
skjálftar í Japan. Dauðsföll af
völdum kippanna urðu 2.700. í
Færeyjar:
Útsendingar sjón-
varpsins hafnar
Iwshorn, 3. april. Frá J»j»van Arj>v, fréltaritara Mhl.
SJÁLFSTÆÐU sjónvarpsstöðvarn-
ar í Færeyjum hafa nú dregið úr
útsendingum sínum en í dag,
þriðjudag, hefjast reynslusend-
ingar færeyska ríkissjónvarpsins.
Gert er ráð fyrir, að þær standi í
mánuð meðan verið er að stilla
sjónvarpssendinn.
Með tilkomu ríkissjónvarpsins
munu verða ýmsar breytingar á
því efni. sem sumum Færeying-
um hefur staðið til boða hjá
einkastöðvunum. Til dæmis
verða dönsku fréttirnar ekki
lesnar lengur en einkastöðvarn-
ar hafa sótt mestalla sína
dagskrá til danska sjónvarpsins.
Svo verður að vísu áfram en með
öðrum hætti þó. Ekkert hefur
verið ákveðið með afnotagjöldin
og þess vegna flest á huldu um
mannahald og hlut færeysks
efnis í dagskránni.
Ætlunin er að setja færeyskan
texta við sem mest af efninu,
umfram allt barnaefnið, og lagt
hefur verið til, að einu sinni eða
tvisvar í viku verði ítarlegt
fréttayfirlit með færeysku og út-
lendu efni. Fyrst um sinn verða
starfsmennirnir þrír en vonir
standa til, að unnt verði að
fjölga þeim í átta áður en langt
um líður. Sent verður út á
fimmtudögum, föstudögum,
laugardögum og sunnudögum og
vikulegur útsendingartími 25
stundir til að byrja með.
Utlagður kostnaður við fær-
eyska sjónvarpið er nú þessi í ísl.
kr.: Rúmar 27 milljónir kr. í
tækjabúnað, 12 míllj. í húsnæði
og aðrar 12 í dreifinetið.
Perú varð á sömu árum 31 kipp-
ur sem um var talandi og létust
91.000 manns. f Japan er vel
byggt og fátækt ekki fyrir hendi,
ástandið í Perú er hins vegar
þveröfugt.
Eyðingu skóga bar einnig á
góma í ræðu Tinkers, einkum í
Grænlending-
ar hyggja á
loðnuveiðar
Kaupmannahörn, 6. apríl. Krá frétta-
ritara Morgunblaðsins, NJ. Bruun.
GRÆNLENZKIR togarar munu í
maí hefja tilraunaveiðar á loðnu,
sem veidd verður til útflutnings, en
til þessa hafa Grænlendingar aðeins
veitt fyrir heimamarkað sinn.
Fyrirhugaðar veiðar fara fram með
þátttöku Norðmanna og Japana á
þann hátt, að Norðmenn leigja tvo
grænlenzka togara til veiðanna, en
Japanir taka við öllum aflanum.
Tilraunaveiðar þessar eiga að fara
fram fyrir utan Godtháb og í Disko-
flóa við Norðvestur-Grænland.
Himalaya-fjöilunum. Sagði
hann að einu sinni hefði einn
þriðji hluti Himalaya-fjallanna
undir 1.830 metra hæð yfir sjó
verið þakinn skógi, sem óðum
væri að hverfa og þar með hyrfi
mikil vatnsmiðlun fyrir ind-
versku stórfljótin. Þau eru því
flóðagjarnari en nokkru sinni
fyrr og sem dæmi nefndi hann
atburð í Bangladesh árið 1970.
Þá skall á hvirfilbylur með þeim
afleiðingum að fljót eitt flæddi
yfir bakka sína og sjór flæddi
yfir fátækrahverfi. Að minnsta
kosti 200.000 manns drukknuðu,
flestir þeirra áttu heima aðeins
þrjá metra fyrir ofan sjávarmál
og mjög nærri hafinu. Þar skiptu
einnig sköpum ömurleg híbýli
fátæklinganna.
Tinker sagðist vilja vekja
ráðamenn í heiminum til um-
hugsunar um þessa hluti til þess
að forða mætti mannslífum með
því einu saman að bæta lífsskil-
yrði fólks, svo og að rækta jörð-
ina skynsamlega en ekki með
þeim leiðum sem stuðluðu að
gróður- og skógareyðingu.
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
BrUssel
Buenos Aires
Chicago
Dublin
Feneyjar
Frankfurt
Genl
Havana
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kairó
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Malaga
Mallorca
Mexíkóborg
Miami
Montreal
Moskva
New York
OsJó
Paris
Peking
Perth
Reykjavik
Rió de Janeiró
San Francisco
6 tóttskýjaó
7 skýjaó
19 skýjaó
12 rigning
10 skýjaó
9 rigning
21 heióskírt
14 heióskírt
12 heiðskirt
15 skýjaó
8 rigning
6 skýjaó
vantar
7 heióskírt
20 skýjaó
19 heióskfrt
22 heióskfrt
33 heióskírt
13 heióskfrt
21 lóttskýjaó
18 haiðskfrl
8 rigning
21 skýjaó
vantar
vantar
29 heióskírt
27 heiðskírt
6 rigning
12 heióskfrt
12 rigning
5 skýjaó
8 rigning
15 heióskirt
24 heióskirt
5 hóltskýjaó
28 rigning
15 heióskfrt
16 heióskfrt
Utanríkisráðherrafundur Varsjárbandalagsins:
Nýjar NATO-flaugar
helzta fúndarefhið
Gínea:
Flugvellir opnaðir
Dakar, 6. apríl. Al*.
FLUGVELLIR í Gíneu voru opnaöir í
dag eftir að hafa veriA lokaðir frá því
herinn tók við stjórnartaumum, að því
er útvarpið í höfuðborg Gíneu skýrði
frá í dag. Hófst innanlands- og milli-
landaflug að nýju í morgun.
I sömu tilkynningu sagði að
verkalýðsfélög fengju að starfa
áfram, þótt herlög giltu. Væri þeim
leyft að starfa „til að vernda kjör
verkalýðsins".
Þegar hershöfðingjarnir, með
Lansana Conte hershöfðingja í fylk-
ingarbrjósti, hrifsuðu völd i dögun á
þriðjudag, byrjuðu þeir á að banna
starfsemi allra fjöldasamtaka,
þ.á m. Jafnaðarflokk Gíneu, eina
löglega stjórnmálaflokk landsins.
Bönnuðu herforingjarnir einnig
allar fjöidasamkomur og námu
stjórnarskrá landsins úr gildi.
Prag, 4. apríl. AP.
Utanríki.sráðherrar Varsjár-
bandalagsríkjanna koma væntan-
lega saman til fundar í Búdapest
síðar í aprílmánuði, að sögn opin-
beru fréttastofunnar tékknesku,
CTK.
í tilkynningunni sagði að um
regluleg fundahöld væri að ræða,
en síðast komu ráðherrarnir sjö
saman til fundar í október í fyrra
í Sofíu. Þetta er hins vegar fyrsti
fundur þeirra eftir að byrjað var
að koma fyrir nýjum kjarnaflaug-
um í ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins til þess að vega upp á móti
vígbúnaði járntjaldsríkjanna.
Búist er við að NATO-flaugarn-
ar nýju verði eitt helsta málið á
dagskrá ráðherranna, en einnig er
búist við að þeir fjalli um viðræð-
ur um gagnkvæma fækkun herja,
sem staðið hafa í rúman áratug í
Vínarborg. Enginn árangur hefur
orðið af þeirri lotu sem nú stendur
yfir, þar sem fjallað er um fækkun
hermanna og hergagna í Mið-
Evrópu.
Til ríkja Varsjárbandalagsins
teljast Sovétríkin, Austur-Þýska-
land, Búlgaría, Ungverjaland, Pól-
land, Rúmenía og Tékkóslóvakia.
Banaði ömmu sinni
vegna leiktækjafíkni
Kxeter, 6. ipríl. Al*.
Táningspiltur, sem játaði að hafa
myrt ömmu sína í auðgunarskvni til
þess að geta stundað leiktækjasali
horgarinnar, hefur verið dæmdur til
vistar í betrunarhúsi til ótiltekins
tíma, sem þýðir að það er í valdi
innanríkisráðuneytisins hvenær
hann hugsanlega getur strokið um
frjálst höfuð að nýju.
Táningurinn, sem nú er 17 ára,
heitir Peter Dymond, kálaði ömmu
sinni á hrottalegan hátt á heimili
hennar í Exmouth í fyrra. Var
hann vanur að heimsækja hana
vikulega og gaf hún honum þá
gjarnan vasapeninga.
Er tölvuleikjaáráttan ágerðist
tók hann að stela peningum frá
ömmu sinni til að geta stundað
leiktækjasalina, og loks myrti
hann gömlu konuna til að komast
yfir sparifé hennar. Fundust rúm-
lega 400 sterlingspund í fórum
Dymonds þegar hann var tekinn
fastur grunaður um morðið.