Morgunblaðið - 07.04.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
23
„Barnið lokar á eftirminnilegan hátt og atburðarásin er komin í hring“ segir í
ritdómi Variety.
„Stórkostleg
kvikmyndagerð"
— segir meðal annars í ritdómi Variety
um kvikmyndina Hrafninn flýgur
KVIKMYNDARITIÐ Variety hefur nú birt ítarlegan ritdóm um íslensku kvik-
myndina „Hrafninn flýgur" eftir Hrafn Gunnlaugsson í síðasta hefti ritsins.
„Kxtraordinary filmmaking“, stórkostlcg kvikmyndagerð, segir í upphafi dóms-
ins og ennfremur að ef ítalski leikstjórinn Sergio Leone hefði gert kvikmynd um
víkingatímann, þá hefði hún trúlega líkst kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Kraft-
mikil og myndræn lýsing á sögunni um hefndina sé svo grípandi og sterk að
myndin eigin erindi langt út fyrir mörk Norðurlandanna.
Efnisþráður myndarinnar er rak-
inn í dómnum, saga þeirra fóstbræð-
ra Eiríks og Þórðar sögð og hvernig
heimsókn Gests beri að höndum.
Segir þar orðrétt:
„Með því að tvinna saman minni
hinna gömlu sagna og hraða frásögn,
tekst Gunnlaugssyni að segja sögu
sína af miklu öryggi og gefa henni
stíl. Gullfalleg kvikmyndataka og
tónlist í anda Ennio Morricone
leggst á eitt með frásögninni til að
skapa frábært kvikmyndaverk."
Ennfremur segir frá því að mynd-
in sé gerð við þröngar fjárhagsað-
stæður og upptökunni hafi verið
settar tæknilegar skorður af utanað-
komandi aðstæðum, en það komi á
engan hátt niður á gæðum myndar-
innar. Með snjallri klippingu séu
ýmis flókin tækniatriði leyst, en
samt verði ekki komist hjá því að
spenna myndist þegar halda eigi
jafnvæginu milli hins hreina ein-
faldleika og fágunar. Þetta eigi ekki
hvað síst við um hina kraftmiklu
tónlist.
Þá er fjallað um hlutverkaskipan
myndarinnar, og sagt að val leikara
sé einn af sterkustu þáttum hennar.
Sérstaklega sé eftirminnileg hin
kalda tvöfeldni sem systir Gests
verði að grípa til, því hún eigi barn
með Þórði. Barnið loki síðan frá-
sögninni í lok myndarinnar á mjög
eftirminnilegan hátt, atburðarásin
sé komin í hring, sagan gangi upp.
Að lokum er fjallað um hvaða
möguleika myndin eigi á erlendum
mörkuðum, og sagt að það þurfi tölu-
verða útsjónarsemi til að kynna
hana í Ameríku, vegna þess að
myndin eigi bæði heima í kvik-
myndahúsum sem einbeiti sér aðeins
að listrænum kvikmyndum, og í
venjulegum kvikmyndahúsum, því
myndin hafi ótvírætt skemmtana-
gildi og sé vís til vinsælda. Trúlega
sé rétt að byrja á að kinna myndina
í þrengri hópnum til að byrja með,
og vinna henni síðan stærri markað
með því að leggja áherslu á hina
hröðu frásögn „þessa alhliða flugs
ím.vndunaraflsins“.
Öskubuska í Þjóðleikhúsinu á ný í næstu viku:
Auður Bjarnadóttir
í aðalhlutverki á
annarri sýningunni
SÝNINGAR á ballettinum Ösku-
busku í Þjóðlcikhúsinu hefjast á ný
í næstu viku og verða þá tvær sýn-
ingar. Sú fyrri verður miðvikudag-
inn II. apríl og hin síðari fimmtu-
daginn 12. apríl. Á fyrri sýningunni
dansar Ásdís Magnúsdóttir aðal-
hlutverkið sem fyrr, en þann 12.
apríl mun Auður Bjarnadóttir dansa
aðalhlutverkið í fyrsta sinn.
Auður Bjarnadóttir hóf nám við
Listdansskóla Þjóðleikhússins 8
ára gömul. Hún er einn af stofn-
endum Islenska dansflokksins og
kom fram í fjölda sýninga flokks-
ins fyrstu árin. Hún stundaði
framhaldsnám í Kaupmannahöfn
og London og árin 1978—82 dans-
aði hún í ballettflokki óperunnar í
Múnchen og 1982—83 í Basel í
Sviss. Sumarið 1981 ferðaðist hún
um Þýskaland, Austurríki og
Sviss með farandballettflokki. Ár-
ið 1979 hlaut Auður fyrstu verð-
laun í fyrstu samkeppni ungra
norrænna listdansara á móti í Ku-
opio í Finnlandi. Auður sneri heim
á ný á liðnu sumri og hefur dansað
Auður Bjarnadóttir í hlutverki sumar-
dísarinnar í Öskubusku.
með íslenska dansflokknum í vet-
ur, m.a. hlutverk sumardísarinnar
í Öskubusku.
LADA 2107
Bílasýning
í dag frá kl. 1—5.
Nýir og notaðir bílar til
sýnis og sölu
Tökum vel meö farna Lada upp í nýja
viumtuiisum
LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi
sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti
og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.
Nú hefur-útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd,
stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og
endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Verð við birtingu auglýsingar kr.
213.500.-
Lán 6 mán. 107.000.-
Þér greiðiö 106.600.-
Bifreiðar &
Sífelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600
Söludeild sími 312 36
Verðlistí yfir Lada-bifreiðar
fyrir handhafa örorkuleyfa.
Lada 1300 kr. 106.600
Lada 1200station kr. 113.600
Lada 1500 station kr. 124.300
Lada 1500 Safir kr. 118.100
Lada 1600 Canda kr. 128.000
Lada Lux kr. 135.400
Lada Sport kr. 216.600