Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 35 Engilbert Eiðsson Valur Smári Geirs- son — Kveðjuorð Fæddur 18. september 1957 Dáinn 11. mars 1984 Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Þetta var það fyrsta sem kom í huga mér er ég frétti lát vina minna og mága, Engilberts Eiðs- sonar og Vals Smára Geirssonar. Af hverju þeir? Af hverju svo ungir menn, fullir af atorku og lífsgleði? Hver er tilgangur Skap- arans með lífi á þessari jörð, úr því svo ungir og efnilegir menn eru kallaðir burt af sjónarsviðinu? Hann hlýtur að vera einhver, þó við breyskir mennirnir sjáum hann ekki. Slíkra spurninga spyr maður sjálfan sig er maður fréttir af slíku hörmungaslysi sem því er Hellisey VE fórst. Smára kynntist ég er ég og fjöl- skylda mín fluttumst til Eyja árið 1976. Þá voru þau Smári og systir mín, Linda, að hefja sinn búskap. Lýsir það Smára best, að hann bauð mér og fjölskyldu minni það sem sjálfsagðan hlut að búa hjá þeim þar til við kæmumst í eigið húsnæði. Edda kynntist ég er leiðir hans og systur minnar, Sólveigar, lágu saman fyrir nokkrum árum. Er ég hugsa aftur í tímann og minnist þessara tveggja vina minna er það ekki ósvipað því að minnast eins manns, svo líkir voru þeir í fasi og allri framkomu. Sjaldan eða aldrei hef ég séð tvo menn jafn samrýnda sem þá Edda og Smára, enda skapferli og allt hátterni þeirra sem hjá einum manni væri. Báðir voru þeir jafn hæverskir og dagfarsprúðir og fyrstir að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Við missi slíkra drengja og jafn góðra sjó- manna er höggvið stórt skarð í raðir sjómanna, sem seint eða aldrei verður fyllt. Þetta eru fá- tækleg orð til að lýsa víkingum sem þeim Edda og Smára. Ég veit fyrir víst að erfitt verður fyrir eig- inkonur þeirra, foreldra og börn Smára að sætta sig við fráfall þeirra. Bið ég Guð að gefa að með hjálp góðra minninga um þá Smára og Édda muni tíminn græða þau sár sem slíkur missir er, þó ætíð muni örið eftir sitja. Systrum mínum, þeim Lindu og Sólveigu, litlu frændsystkinum mínum, Önnu Dóru og Aðalbirni, foreldrum Edda og Smára, sem og öðrum vinum og vandamönnum þeirra, sem eiga um sárt að binda, votta ég mína innilegustu samúð. Bóbó „Er við missum okkar drengi öll með trega syrgjum þá. En við grátum ekki lengi því öll við mætumst himnum á. (Sálmur.) Hann fórst með Helliseynni í nótt, hann Smári. Þessi harma- fregn var mér færð að morgni 12. mars. Þessu var erfitt að trúa, jú þeir fórust fjórir og einn komst af. Ég hugsaði ósjálfrátt að þetta gæti ekki hafa átt sér stað, þó var þetta staðreynd sem ekki varð breytt. Það er erfitt og ekki sárs- aukalaust að sætta sig við slíkt þegar ungir menn í blóma lífsins eru allt í einu og fyrirvaralaust teknir burt. Það er sárt að sjá á bak mann- vænlegum dreng sem miklar vonir manna er háttur. Hann var hlýr og vingjarnlegur í viðmóti við hvern sem var, glaður og reifur jafnan, fyndinn og orðheppinn. — Gísli Ólafsson var geðprúður mað- ur svo af bar, óáleitinn og frið- samur. Minnist ég þess naumast frá öllum okkar samverustundum, að ég sæi hann skipta skapi. — Ekki varð hlutur hans þó minni vegna þessara góðu eiginleika, því að allir, sem til hans þekktu vissu, að ekki skorti hann afl né áræði, ef í odda skarst og hann átti hend- ur sínar að verja. I góðra vina hópi var hann manna skemmtilegastur og hrókur alls fagnaðar. — Mörg eru þau atvik frá samverustund- um okkar þremenninganna á skólaárunum og síðar, sem í frá- sögur mætti færa. — Það verður ekki gert hér, en gleymast munu þær stundir ekki og yfir þær bregður birtu, sem endast mun um ókomna tíma. Gísli Ólafsson kvæntist vorið 1945 unnustu sinni, Erlu Har- aldsdóttur Árnasonar, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Arndís- ar f. Bartels. Mun sá ráðahagur hafa verið hið mesta ástarráð af beggja hálfu og enzt þeim til far- sællar sambúðar. Varð þeim hjón- um þriggja barna auðið, en þau eru Arndís, Hildur og Ólafur Ágúst, sem öll eru nú uppkomin og hafa stofnað eigin heimili. öll eru þau börnin hin mannvænlegustu svo sem þau eiga kyn til í báðar ættir. Með árunum og aldrinum fækk- aði mjög fundum okkar Gísla Ólafssonar. Jafnan urðu þó með okkur fagnaðarfundir, er við hitt- umst og var þá gjarnan rifjað upp ýmislegt, sem skemmtilega hafði skeð í gamla daga. Þraut okkur þá ekki umræðuefni, því af nógu var að taka. — Ég var staddur á er- lendri grund, þegar mér barst fregnin um andlát Gísla og átti ég þess engan kost af þeirri ástæðu að fylgja honum til grafar. Þótti mér það mjög miður, en við það varð ekki ráðið. Fátækleg og síð- búin kveðjuorð festi ég nú á blað vegna fráfalls hans. Fari svo vel á Guðs síns fund æskuvinur minn og félagi. Hafi hann þökk fyrir alit og allt. Eiginkonu hans og öðrum að- standendum votta ég og mínir innilega samúð. Einar Ingimundarson voru bundnar við. Valur Smárí, þessi hrausti og prúði drengur, dvaldi hjá mér um tíma eftir Vest- mannaeyjagosið og kynntist ég og fjölskylda mín þá, hve mikla um- hyggju hann bar fyrir foreldrum og bræðrum sínum. Litla systir hans sem er aðeins fjögurra ára saknar elskulegs bróður, en henni fannst alltaf svo gaman þegar Smári og Linda komu með börnin sín í heimsókn. Valur Smári var búsettur að Herjólfsgötu 8, Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Valur Smári var sonur hjónanna Geirs Grétars Péturs- sonar og Önnu Baldvinsdóttur og var hann elstur barna þeirra. Annan son sinn, Steindór Guð- berg, misstu þau í sjóslysi þann 1. okt. 1978. Hann tók út af togaran- um Klakk frá Vestmannaeyjum. Stórt er það skarð og djúpt er það sár í hjarta foreldra, eigin- konu, barna og systkina hins látna nú þegar hans verður minnst í Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. Kveð ég elskulegan frænda og þakka honum góðar minningar og bið ég þann sem allar sorgir fær sefað að veita eiginkonu, börnum hans, foreldrum, systkinum og ástvinum öllum styrk til að takast á við lifið að nýju. Blessuð sé minning hans. SÞP. SÝNUM IDAG ^ SEGLBÁTA: DELTA 25, FORMULA ONE, SWIFT 18 OG TOPPER. SEGLBRETTI 5 TEGUNDIR SIGLINGABÚNAÐ, bæði til siglinga á bátum og seglbrettum. 5 gerðir seglbretta, búningar 2 tegundir, bæði blaut- og þurrbúningar. Ennfremur allar gerðir siglingabúninga. Delta 25, er þaulhugsaður bátur fyrir þá sem hugsa sér siglingar með fjölskyldu og/eða vinum. Báturinn hentar til styttri ferða, þar sem góð svefnaðstaða er i bátnum, eldavél og annað sem til þarf til ferðalaga. Jafnframt er baturinn lipur til keppnisþátttöku, enda með forgjöf 108 (IOR). Allur búnaður er mjög traustur. Litlu vélarhúsi er haganlega fyrir komið, utan tengsla við ibúð. KRISTJAN ÓLI HJALTASON IÐNBUÐ 2. 210 GARÐABÆ SÍMI 46488 Formula ONE, er bátur fullhugans, léttur og lipur, en stöðugur þótt tjaldað sé miklum seglum. Swift er 18 feta skúta. Tveim skútum er milrið siglt hér við stór-Reykjavík. í Swift 18 er góð svefnaðstaða, eldavél og þægilegt rými ef gist er yfir nótt. f bátinn er hægt að setja innanborð- svél, lyftikjölur er í hverjum bát, seglbúnaður er byggður á þann hátt að létt er að breyta seglum, t.d. með rúllurifun á fokku. ■ Opiö í dag kl: 10—16 Vörumarkaöurinn hi. Ármúla 1A Eiöistorgi 11 ■líílflll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.