Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 37

Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 Pétur Sigurður Sigurðsson — Minning Systkinin stríddu hvert öðru oft ómælt og stóð Þorvaldur þar oft framarlega í flokki við að glettast við Unni því hún átti til að þjóta upp í bræði við athugasemdir hans um hárgreiðslur og vaxtar- lag, aldrei ristu þessar glettur djúpt og var þetta bara eins og hagl á vordegi, allir voru jafnsátt- ir eftir sem áður. Unnur fór ung að heiman og kvæntist 1938 Aðalsteini Jó- hannssyni og hófu þau búskap í Keflavík og síðar að Fellsaxarkoti. Þau eignuðust tvær dætur saman, Gunnþórunni og Jóhönnu Þór- kötlu. Aðalsteinn lést langt um aldur fram og voru þá litlu dæt- urnar kornungar. Erfitt mun þá hafa verið fyrir fæti hjá frænku minni en ekki mun hún hafa mögl- að þá fremur en síðar þó hjartanu blæddi. Nokkru síðar réðst hún sem ráðskona upp í Borgarnes og hafði með sér dæturnar litlu, ráðningin var til manns sem bjó þar með öldruðum foreidrum sín- um. Sá var Einar Sigmundsson. Gæfuspor mikil voru það því þau settu saman bú og eignuðust tvær mannvænlegar dætur, Herdísi og Þóru Sigríði. Unnur annaðist tengdaforeldra sína þannig að að- dáanlegt var og dvöldu þau á heimili þeirra Einars; Sigmundur þar til hann lést en Herdís fót- brotnaði háöldruð kona og þá orð- in algjörlega blind svo ekki var fært annað en hún færi á sjúkra- hús þar sem hún lést á 104. aldurs- ári. Þá er komið að heimilinu á Borgarbraut í Borgarnesi og það er líka efni í sögu útaf fyrir sig. Húsið þeirra stóð í þjóðbraut, allir sem komu í Borgarnes fóru þar um og margir voru þeir sem áttu vini heim að sækja þar sem Einar og Unnur voru, þannig að sjálf- sagt þótti að koma við. Húsfreyjan dreif sig út á tröppur til að fagna gestum og hún kunni það svo sannarlega flestum betur. „Bless- uð elskurnar mínar og velkomin öllsömul, drífið ykkur í bæinn, er- uð þið nokkuð búin að borða? Svo verðið þið auðvitað í nótt, iss, við búum bara flatsæng," eða: „Mikið var ég heppin að þið komuð, ég fékk nefnilega nýjan lax í dag.“ Hvað skyldu það eiginlega vera margir sem minnast þessara hlýju kveðjuorða hennar Unnar? Þeir eru örugglega margir. Og ekki dró bóndi hennar úr með sínu hæga og ljúfa viðmóti, lífinu var þannig lif- að í þessu húsi að ekki verður lært af bókum, öllum var jafn vel tekið háum sem lágum, allir sem þar komu fengu þá tilfinningu að beð- ið hefði verið komu þeirra með óþreyju og þeir væru úr helju heimtir. Einni frænku okkar ofbauð svo gestagangurinn eitt árið að hún færði það í tal við Unni hvort heimilið „yrði ekki bara gjald- þrota með þessu lagi“. Unnur hló svo mikið að það sauð í henni þeg- ar hún sagði okkur frá þessu löngu síðar. Ég vék að því hér að framan að frænka hefði verið ákaflega dul á alla hluti er hana sjálfa vörðuðu og alla hennar hagi, jafnvel orðið dálítið snefsin ef henni þótti að sér gengið. Hún gat verið býsna stíf á meiningunni ef hún tók það í sig, en fáar konur hef ég þekkt henni betri og blíðari ef á bjátaði. Mærð var henni ekki að skapi og ekki skal hún viðhöfð hér í þessum línum. Unnar Þórarinsdóttur verður lengi minnst þegar vinir hittast og kátt er í bæ, hlegið verður að gömlu sögunum af Ströndinni og sérkennilegum kvistum í lífstrénu sem hún gat svo meistaralega sett í form án þess að særa nokkurn. Ég þakka samfylgdina sem ég fékk að njóta með henni frá barn- æsku minni og langar til að gera orð Steins Steinars að mínum í lokin. „Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris.“ (St. St.) Innilegar samúðarkveðjur fylgja þessum línum til eigin- manns, dætra og fjölskyldunnar allrar. Veri Unnur Þórarinsdóttir Guði falin. Þórunn Jónsdóttir Fæddur 15. maí 1962 Dáinn 11. marz 1984 Það kom yfir mig undarleg til- finning, þegar ég frétti að Pétur S. Sigurðsson, vinur minn, hefði far- ist með vélbátnum Hellisey frá Vestmannaeyjum. Þetta gerðist svo skyndilega, að maður varla áttar sig á því. Ekki var liðin nema ein vika frá því að Pétur og Ester komu í heimsókn til mín. Ekki grunaði mig þá, að það yrði í síðasta skipt- ið, sem ég sæi hann. Það var greinilegt, að þá voru komnar margar hugmyndir um hvað gera ætti við sumarið, sem framundan er. Það hefði vissulega getað orðið gaman að ferðast með Pétri, eins og maður hafði gert svo oft áður. Það fylgdi honum alltaf viss léttleiki og maður kemur til með að sakna þess frískleika, sem hann bar með sér. Það er ekki hár aldur tuttugu og eitt ár, og manni finnst eins og það sé svo margt framundan, og margt eigi eftir að gera, en svo allt í einu er þessu skyndilega lokið, án þess að nokkur sé spurður. Ég vil þakka Pétri fyrir þann tíma, sem við áttum samleið. Ég votta mína dýpstu samúð, unnustu hans, foreldrum, bræðrum og öðr- um vandamönnum, sem eiga um sárt að binda vegna fráfalis hans. Bjarni V. Stefánsson Aðfaranótt 12. mars gerðist sá hörmulegi atburður að vélbátur- inn Hellisey VE 503 fórst og með honum fjórir ungir menn. Einn af þeim var bekkjarbróðir okkar og félagi, Pétur Sigurður Sigurðsson. Okkur langar að minnast hans með nokkrum línum. Við kynntumst Pétri fyrst er við hófum nám í Vélskóla íslands haustið 1978. Við störfuðum með honum þar til við útskrifuðumst vorið 1982 og áttum margar góðar samverustundir. Pétur var góður félagi jafnt innan skóla sem utan, duglegur og áhugasamur, sérstak- lega þegar unnið var að sameigin- legum verkefnum en þá reynir ein- mitt mikið á þolinmæði og sam- starfsvilja. Þegar námi okkar lauk vorið 1982 fórum við í námskynn- ingarferð erlendis og í slíkri ferð og í náminu tengjast menn sterk- um vináttuböndum og munum við ætíð minnast Péturs sem góðs fé- laga. Við bekkjarfélagarnir vottum aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Péturs Sig- urðar Sigurðssonar. Freyr Gísli, Jón, Sæmundur, Þorvaldur. Minning: Hjörtur Rósmann Jónsson hét hann fullu nafni, fæddur í Reykja- vík 8. júní 1958 og fórst þegar skip hans, Hellisey VE 503, sökk 11. mars sl., aðeins 25 ára. Foreldrar hans eru Hjördís Inga Einarsdóttir og Jón Bjarni Hjartarson, sem bjuggu á Mýrum í Grundarfirði. Systkinin eru fjög- ur og er Hjörtur næstelstur. Éins og algengt er til sveita byrjaði hann fljótt að vinna við bú for- eldra sinna og auk þess snemma fiskverkunarstörf í Grundarfirði. Hugur Hjartar stefndi á sjóinn, og fór hann fyrst með Eiís Guðjóns- syni, skipstjóra á Grundfirðingi SH 12, og þar var hann í tvö ár. Þá settist Hjörtur í málmiðnaðard- eild Iðnskólans í Reykjavík, enda laghentur og mjög vel verki far- í dag, laugardaginn 7. apríl, fer fram minningarathöfn um þá fjóra ungu menn er létu Hfið er vélbáturinn Hellisey frá Vest- mannaeyjum fórst 11. mars sl. Svo mikið hefur verið fjallað um til- drög og orsök þessa hörmulega slyss í fjölmiðlum að ekki er ástæða til að rekja það hér. Hafið sem íslendingar hafa byggt af- komu sína á allt frá upphafi hefur heimtað margar stórar fórnir og sjálfsagt verður seint eða aldrei svo um hnútana búið að ekki geti orðið slys. Ef til vill verður þó þetta hörmulega slys, þegar Hell- isey fórst, til þess að betur verði séð fyrir öryggisútbúnaði fiski- skipa en áður. Éinn þeirra ungu manna er fór- ust með Hellisey var Pétur Sig- urður Sigurðsson, Sæviðarsundi 9, Reykjavík. Pétur var þriðji í röð fjögurra sona þeirra hjónanna Þýðrúnar Pálsdóttur frá Stóru- Völlum í Landsveit og Sigurðar V. Gunnarssonar vélstjóra frá Nes- kaupstað. Pétur ólst upp í for- eldrahúsum og hafði vart hleypt heimdraganum er hið hörmulega slys batt enda á líf er rétt var að hefjast. Pétur lauk prófi frá Vélskólan- um 1982 og sveinsprófi síðastliðið haust frá vélsmiðju föður síns. Tveir eldri bræður hans höfðu áð- ur lokið námi frá Vélskólanum og þannig fetað í fótspor föður síns, að hluta til, en þeir eru nú báðir véltæknifræðingar, yngsti bróðir- inn er enn í grunnskólanámi. Þeir sem til þekkja undrast ekki þó synir Sigurðar hafi haft hug á að feta svipaðar slóðir og hann, þar eð mjög náið og mikið samband hefur alla tíð verið milli þessara feðga og það svo um hefur verið talað. Samheldni þessarar fjöl- skyldu hefur vakið aðdáun allra þeirra er til þekkja. Pétur var afskaplega hógvær og hljóðlátur ungur maður. Orðvar og yfirvegaður í allri framkomu, en það var grunnt á brosi sem bar vott um góða kimni og léttleika, enda naut Pétur sín vel í góðra vina hópi. Pétur unni mjög klass- ískri tónlist og hafði lært gítarleik í nokkur ár. Margar ánægjustund- ir átti hann með gítarinn sinn auk þess sem hann átti mörg önnur áhugamál, sem hann sinnti af kostgæfni. Það má með sanni segja að hann hafi alla tíð verið sjálfum sé nógur og aldrei verið í vandræðum með að láta tímann líða. Hann var mikill bókaunnandi og átti allnokkuð af bókum, þá sótti hann tónleika og myndlist- arsýningar. Þrátt fyrir öll sín áhugamál og þann tíma sem hann eyddi í þau, átti Pétur marga góða vini sem inn. Sjórinn togaði og eftir einn vetur í málmiðnaðardeildinni er hann kominn á Hvanney SF frá Hornafirði. Á Hornafirði kynntist hann góðri stúlku, Þórunni Sveinsdóttur úr Vestmannaeyjum. Þau giftust og eignuðust dreng, sem heitir Jón Bjarni í höfuðið á föðurafa sínum. Hjörtur og Þór- unn slitu samvistir. Áður átti hann dóttur, sem heitir Þórunn. Býr hún hjá móður sinni. Með unnustu sinni,' Hugrúnu Davíðsdóttur frá Fagrafelli í Vest- mannaeyjum, hafði hann stofnað heimili að Áshamri 63 hér í bær. Þau höfðu átt yndislegt sumar saman, ferðast víða og hugsað til framtíðarinnar. Hún virtist líka björt, hann orðinn skipstjóri hjá góðri útgerð 25 ára gamall. hann naut samvista við eins og best verður á kosið við glaum og gleði sem jafnan fylgir ungmenn- um. Hann hafði unun af að ferðast og gerði talsvert af því. Nú þegar við sem þekktum Pétur lítum um öxl er ekki laust við að við undr- umst hve þessi ungi maður hafði í raun og veru nýtt sinn tíma vel. Pétur var mjög handlaginn og vann t.d. mikið við frágang og uppbyggingu sumarbústaðar for- eldra sinna austur í Landsveit og má þar glöggt sjá vandað og fal- legt handbragð þessa unga manns. í Landsveitinni undi hann mjög hag sínum, hafði sjálfur dvalið nokkur sumur í sveit að Þúfu í Landsveit, auk þess sem hann dvaldi löngum stundum með for- eldrum sínum og bræðrum í þeirri fögru sveit, bæði í útilegum hér áður og nú síðustu árin í sumar- bústaðnum þeirra. Fyrir aðeins tveimur mánuðum ákvað Pétur að ráða sig á Hellis- eyna og fara til Vestmannaeyja. Þar kynntist hann ungri stúlku, Ester Agnarsdóttur, og felldu þau hugi saman. Þau höfðu gert sínar framtíðaráætlanir og gæfan virt- ist blasa við. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þessi unga stúlka, ásamt foreldrum, bræðrum og öðrum vandamönnum á nú um sárt að binda. Ég bið góðan guð að veita þeim styrk og trú í þessari miklu raun. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Það er sárt að sjá á eftir ungu fólki yfir móðuna miklu og ekki að undra þó okkur gangi illa að skilja tilgang lífsins þegar svo skyndilega og að því er virðist ómaklega er klippt á lífsstrengi. En sennilega er okkur ekki ætlað að skilja eða vita hver tilgangur- inn er. Minningin um góðan dreng lifir. Bænir okkar munu nú fylgja honum yfir hafið mikla að strönd- inni hinum megin, þar sem ríkir eilíft vor, birta og friður. Blessuð sé minning hans. Margrét S. Einarsdóttir Hér í Eyjum komst hann í góð skiprúm og á síöustu vetrarvertíð var hann stýrimaður á Heimaey VE 1 hjá aflakónginum Herði Jónssyni. Þeir voru á sl. sumri með Hellisey til skiptis, en á sl. hausti varð Hjörtur fastur skip- stjóri þar og Hörður fór aftur á Heimaey. Hirti kynntist ég þegar hann varð nemandi minn í Stýri- mannaskóla Vestmannaeyja ___________________________37_ í dag fer fram í Áskirkju í Reykjavík minningarathöfn um ástkæran bróður okkar, Pétur Sig- urð Sigurðsson, er lést af slysför- um 11. mars síðastliðinn. Fréttin af andláti Péturs hefur orðið okkur bræðrunum þung raun. í bræðrahópinn er nú komið stórt skarð sem erfitt reynist að sætta sig við. Bróðir okkar var mjög fjölhæf- ur maður. Hann var listfengur og notaði hvert tækifæri til að fara á tónleika og málverkasýningar. Klassísk tónlist var honum hug- leikin og hafði hann lagt stund á nám í gítarleik og tónfræðum um nokkurt skeið. Pétur hafði ævin- lega ákveðnar skoðanir á hlutun- um og fylgdi þeim eftir en reyndi þó ekki að hafa áhrif á aðra. Hann var mikið sjálfum sér nógur ef því var að skipta enda áhugamálin mörg, t.d. tónlist, frímerkjasöfn- un, ferðalög bæði heima og erlend- is. í góðra vina hópi var Pétur hvers manns hugljúfi. Við bræð- urnir urðum þess allir aðnjótandi og munu þær stundir aldrei líða úr minni. í þungbærum söknuði rifj- ast þessar stundir nú upp og reyn- ast ómetanleg verðmæti. Bróðir okkar var verkamaður góður og vinsæll til vinnu. Eitt af verkum hans áður en hann kvaddi var að smíða hlið fyrir sumarbústað for- eldra okkar. Þetta hlið mun um ókomna framtíð standa sem minn- isvarði um gott handbragð hans og smekkvísi. 1 byrjun þessa árs ræðst Pétur á vertíð til Vestmannaeyja. Skömmu eftir að hann kom til Eyja kynntist hann unnustu sinni, Ester Agnarsdóttur, og flutti fljótlega inn á heimili. foreldra hennar. Á þeim stað undi Pétur sér einstaklega vel. Vertíðarferðin var nú orðin að ævintýri, þar sem ánægja og gleði réðu ríkjum. Frysta og eina heimsókn Péturs og Esterar til foreldra okkar verð- ur okkur lengi minnisstæð. Við bræðurnir og foreldrar okkar samglöddumst nú vegna þeirrar lífshamingju sem við blasti. Viku seinna var Pétur allur. Það er huggun í harmi að vita hversu ánægður bróðir okkar var síðustu daga lífs síns. Það er ekki síst að þakka Ester og foreldrum hennar sem með einstökum hlý- hug tóku á móti honum. Eftir frá- fall Péturs hefur þessi hlýi hugur streymt til fjölskyldu okkar. Minningar um Pétur munu aldr- ei gleymast. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldregi hveim es sér góðan getur (Hávamál.) Ástkæran bróður okkar kveðj- um við með virðingu og þakklæti fyrir allt. Kúnar Sigurðsson, Gunnar H. Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson. haustið 1980 og þaðan lauk hann hinu meira fiskimannsprófi 1982 með 1. einkunn. Sannarlega eru í huga mínum einungis góðar minn- ingar um hann frá þessum tíma. Hann hafði stillta og góða fram- komu og var umtalsgóður. Góður námsmaður þar sem allt var í röð og reglu. Hann var mikill sund- maður og með þeim bestu, sem lokið hafa prófi í froskköfun hér. Undanfarið hafa bekkjarbræður hans hringt til mín og lýst söknuði yfir missi þessa góða félaga frá skólaárunum. Þetta er fyrsta skarðið í góðum hópi, sem útskrif- aðist saman 1982. Fyrir nokkrum vikum bað ég Hjört að leysa svolítið verk fyrir skólann. Eins og hans var von og vísa var það leyst bæði fljótt og vel. Ég þakka það hér. Það var ekki hægt að gera þar betur. Ég vil að siðustu biðja Guð að gefa ástvinum hans styrk í djúpri sorg. Ég bið Hann líka að styrkja alla ástvini manna hans, sem fór- ust með honum, þeirra Engilberts Eiðssonar, Péturs Sigurðssonar og Vals Smára Grétarssonar. Guð heiðri minningu þeirra. Friðrik Asmundsson Hjörtur R. Jóns- son skipstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.