Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 46

Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 Sigurganga FH-inga heldur áfram í 1. deild í GÆRKVÖLDI fóru tveir leikir fram í úrslitakeppni 1. deildar í handknattleik. Valur og Stjarnan gerðu jafntefli, 25—25. í hálfleik var staðan 13—11 fyrir Val. Valur var yfir allan leikinn og veró- • Januz Cerwinski Januz til Eyja? FORRÁÐAMENN Þórs í Vest- mannaeyjum, sem þegar hef- ur tryggt sér sæti í 1. deild handboltans næsta vetur, hafa áhuga á því aö fá Pólverj- ann Januz Cerwinski sem þjálfara liösins. Januz, sem þjálfaöl islenska landsllöiö sem kunnugt er fyrir nokkrum árum, hefur áhuga á aö þjálfa hér á landi — og hefur tilkynnt HSÍ aö hann hafi leyfi pólskra yfirvalda til aö koma hingaö. Januz býr í Gdansk, en þangaö fer einmitt Vestmann- eyingurinn Haraldur Gíslason um helgina í þeim erindagjörö- um aö veita viötöku skuttogara fyrir Samtog sf. í Vestmanna- eyjum og mun hann í leiðinni ræöa viö Januz fyrir Þórsara um launakröfur hans og fleira. Þaö ætti aö geta ráöist fljót- lega eftir aö Haraldur kemur aftur til landsins hvort Januz taki aö sér þjálfun Þórsara — en Haraldur veröur viku i ferö- inni. Leikið áfram í Laugardalshöll ÞRIÐJA umferö úrslitakeppni 1. deildar í handbolta heldur áfram í Laugardalshöll í dag. FH og Valur leika kl. 14 og Stjarnan og Víking- ur kl. 15.15. Á morgun leika svo FH-Stjarnan kl. 20 og Víkingur- Valur kl. 21.15. Hermundur til Nettelstedt HERMUNDUR Sigmundsson, ungur og efnilegur handknatt- leiksmaöur í meistaraflokki Stjörnunnar, hefur gert samning við þýska liðið Nettelstedt. Her- mundur mun stunda nám í V-Þýskalandi næsta vetur og fyrir tilstilli Jóhanns Inga Gunnars- sonar tókst honum aó ná samn- ingi viö Nettelstedt og leika og æfa meó liöinu. Nettelstedt er í 2. deild og hefur gengiö þokkalega vel í vetur. — ÞR. skuldaði sigur en fyrir klaufaskap Valsmanna tókst Stjörnunni aö jafna metin undir lok leiksins. Markahæstu menn Vals voru Júlí- us Jónsson 6, Stefán Halldórsson 5, Valdimar Grímsson 4, Ólafur H. Jónsson 4. Markahæstir í Stjörn- unni voru Gunnar Einarsson meö 9 mörk, Eyjólfur Bragason 4, Bjarni Bessason 4. Síðari leikur kvöldsins var leikur FH og Víkings. FH sigraöi mjög ör- Ruddaleg fram- koma drengs Verður hann dæmdur í langt bann? LEIKMADUR þriðja flokks eins Reykjavíkurfélaganna í hand- bolta gæti átt yfir höfði sér þungan dóm, jafnvel leikbann í heilt keppnistímabil. Aganefnd HSÍ mun taka mál hans fyrir á næstunni. Tiltekinn leikmaður geröi sig sekan um mjög ruddalega fram- komu í leik með félagi sínu fyrir skömmu. Kastaöi hann vatns- brúsa í annan dómara leiksins og hrópaöi aö honum fáheyrð ókvæöisorö sem ekki veröa höfö eftir hér. Þess má geta aö tíu sekúndur voru eftir af leiknum, sem félag hans tapaöi, er umrætt atvik geröist. Sami leikmaöur var dæmdur í tveggja leikja bann fyrr í vetur og í hitteðfyrra var hann dæmdur í sex leikja bann af aganefnd HSÍ skv. heimildum Mbl. Þess má geta aö drengurinn stundar knattspyrnu hjá sama félagi og á síöastliðnu keppnistímabili var hann dæmdur i eins árs leikbann af aganefnd KSÍ fyrir ruddalega framkomu viö dómara í leik. ugglega, 31—22, eftir aö hafa haft yfir, 16—10, í hálfleik. FH-ingar höföu mjög mikla yfir- buröi í leiknum í gær og léku Vík- inga oft grátt. FH-ingar komust i 12—4 og héldu síöan öruggri for- ystu allt til leiksloka. Leikmenn Víkings áttu aldrei heina mögulega í haröskeytta FH-inga. Leikmenn FH sýndu snilldartaka á köflum í gær og sönnuöu rækilega aö þeir eru veröskuldaöir Islandsmeistarar í ár. En ekkert viröist geta ógnaö öruggum sigri þeirra í Islandsmót- inu í handknattleik. Og þaö sem meira er, þeir hafa ekki tapaö leik í öllu mótinu. MÖRK FH: Pálmi Jónsson 9, Þor- gils 8, Kristján 5, 4 v., Sveinn 5, Atli 2, Hans 2. VÍKINGUR: Siguröur G. 6, 3 v., Guömundur 5, Steinar 3, Hilmar, Höröur, Óli og Karl meö 2 mörk hver. SH/ÞR • Guðmundur Magnússon, fyrirliói FH, skorar af öryggi. Allt bendir til þess aó Guðmundur taki við íslandsmeistarabikarnum í ár. Stuttgart leikur gegn Bayern í dag: „Þessi leikur gæti ráðið úrslitum í deildarkeppninni“ — segir Asgeir Sigurvinsson — LEIKURINN gegn B&yern er stórleikur helgarinnar og eftir því sem ég kemst næst er uppselt á leikinn sem fer fram á Ólympíu- leíkvanginum í Munchen. Leikurinn er afar þýöingarmikill fyrir bæði liöin. Bayern er með einu stigi meira en viö og þaö væri mjög gott ef okkur tækist að sigra eða ná af þeim einu stigi. En þó svo að við töpum leiknum þá er ekki öll von úti. Bayern á nefnilega mun erfiðarí útíleiki eftir en við, sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli við Mbl., en í dag mætast Stuttgart og Bayern í „Bundesligunni". Bayern og Gladbach hafa for- ystuna í deildinni með 37 stig hvort félag, en síðan kemur Stuttgart með 36 stig. Gladbach á aö leika gegn Eintracht Frank- furt á heimavelli í dag og er sig- urstranglegt í leiknum. Atta um- ferðir eru eftir í Bundesligunni og keppnin því að komast á loka- stig. Að sögn Ásgeirs þá eru leik- menn Stuttgart mjög vel undir leikinn búnir og gera sér grein fyrir hversu þýðingarmikill hann er. — Nú má ekkert útaf bregða ef við ætlum okkur meistaratitil- inn, sagði Ásgeir. — Hvað mig varðar þá er ég nokkuö bjartsýnn á úrslitin. Ég er þeirrar skoðunar að við náum a.m.k. jafntefli. Karl Heinz Först- er mun verða settur til höfuðs Karl Heinz Rummenigge og tak- ist honum aö gæta hans þá er búiö að draga vígtönnina úr liöi Bayern. Það er Rummenigge sem drífur Bayern-liöið áfram og er eini stórspilarinn sem þeir hafa. — Þessi leikur gæti ráðið úr- slitum í deildarkeppninni i ár, en þó svo aö við töpum þá er ekki hægt að afskrifa okkur. Við eig- um léttari leiki eftir en Bayern. Bayern á Bremen, Dortmund og Hamborg eftir á útivelli og tapar áreiðanlega stigum. Nú hefur þú fengið mjög lof- samlega dóma aö undanförnu fyrir frammistööu þína. Ertu að komast á hátind ferils þíns? — Þessu er erfitt aö svara. Mér hefur gengið vel að undan- förnu, það er rétt. Og vonandi verður áframhald á því. Hvort ég sé að komast á hátind ferils míns, því get ég ekki svaraö, vonandi get ég enn sýnt einhverj- ar framfarir. Ég reyni ávallt að gera mitt besta. Með hvernig hugarfari ferö þú í leikinn gegn Bayern? — Sama hugarfari og í hvern annan leik. Ég ber alls engan kala til félagsins, síður en svo. Ég þarf heldur ekkert að sanna getu mína, hvorki fyrir þeim eða sjálf- um mér i leiknum gegn fyrra fé- lagi mínu. Geta mín hefur þegar Hópferð á Feröskrifstofan Útsýn gengst fyrir hópferö til Vestur-Þýska- lands í næstu viku á leik Stutt- gart og Fortuna DUsseldorf í „Bundesligunni" í knattspyrnu. íslendingarnir Asgeir Sigur- vinsson, Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev leika sem kunnugt er með þessum liöum, og eiga Asgeir og félagar í Stuttgart góöa möguleika • Karl Heinz Förster fyrirliöi Stuttgart mun gæta nafna síns og fyrirliöa Bayern, Karl Heinz Rummenigge, í leiknum í dag. komið í Ijós, sagði Asgeir sem leikur stórt hlutverk í leiknum í dag, og verður án efa i sviösljós- inu hjá fréttamönnum. Grannt verður fylgst með leik • Ásgeir Sigurvinsson. Tekst honum að sýna stórleik á miöj- unni í dag? Sagt er aö takist hon- um vel upp, þá leiki Stuttgart vel. Lerby og Ásgeirs á miöju vallar- ins, en rætt hefur verið um að leikurinn veröi líka einvígi þeirra á milli. — ÞR. Islendingaleikinn á meistaratitlinum í ár. Feröin stendur yfir í fjóra daga, fariö veröur á miövikudagsmorgun og komið heim á laugardag, en leikurinn fer fram á föstudags- kvöld. Flogið er til Luxemborgar og þaöan ekiö í langferöabifreiö til Stuttgart. Heim verður einnig flog- iö frá Luxemborg. Ásgeir Sigurvinsson mun taka á móti hópnum viö komuna til Stuttgart og síðan heilsa upp á ís- lendingana aö leik loknum. Útsýn býður upp á mjög góða greiösluskilmála varöandi þessa ferö en hún kostar 12.100 krónur. Innifalið í því veröi er flug, rútu- feröir, hótel meö morgunmat og miöar á leikinn. Enn eru nokkur sæti laus í feröina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.