Morgunblaðið - 07.04.1984, Síða 48
Opiö alla daga frá kl. 11.45-23.30. Jadk&unn AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. fM pyrtimTiT jftðfrf ih Opið ðll timmtudags-, föstu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld.
AUSTURSTRÆV22. (INNSTRÆTI). SÍMI 11340.
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Morgunblíftið/Gunnlaugur.
Stúdentsefni í MR brugðu á leik í gær og kvöddu skóla sinn og kennara á tilheyrandi hátt í gær. Að ærslum dimissjónar loknum tekur próflesturinn
við í dag og ekki er annað að sjá en þessi hópur MR-inga sé tilbúinn í slaginn.
Einar með
nýtt met
Japanir eignast 15% í Jámblendiverksmiðjunni:
EINAR Vilhjálmsson setti nýtt
íslandsmet í spjótkasti í gær-
kvöldi á stórmóti í frjálsum
íþróttum, sem fram fór í Texas.
Einar kastaði 92,34 metra, en
eldra metið var 90,66 m. Einar
sigraði með yfirburðum á mót-
inu, sem er eitt stærsta frjáls-
íþróttamót sem fram fer árlega
í Bandaríkjunum. Þetta sýnir,
að Einar er í betri æfingu en
nokkru sinni fyrr. Á sínu fyrsta
móti í ár sigraði Einar
heimsmethafann og nú setti
hann nýtt met um leið og hann
náði bezta árangrinum í spjót-
kasti í heiminum í ár.
Einar var himinlifandi í
gær yfir þessum árangri sín-
um, en vildi sem minnst um
hann segja, er Morgunblaðið
ræddi við hann undir mið-
nætti. Metið kom strax í öðru
kasti og eftir það tók Einar
litla sem enga áhættu og
slakaði á. Sjö íslendingar
kepptu á frjálsíþróttamótinu
í gær, en þeir höfðu ekki lok-
ið keppni er blaðið fór í
prentun.
markaðsmál nú tryggð
„l*AÐ er brotið blað með þessum
samningi, og ég fagna þessum árangri
mjög um leið og ég þakka samninga-
nefndinni frábærlega vel unnin störf
á þessu sviði,“ sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra m.a. þegar
samkomulag um drög að samningi á
milli íslenskra stjórnvalda, japanska
fyrirtækisins Sumitomo og norska
fyrirtækisins Klkem var kynnt frétta-
mönnum í iðnaðarráðuneytinu síðdeg-
is í gær, eða skömmu eftir að sam-
komulag um Járnblendifélagið hafði
verið undirritað.
Samkomulagið gerir ráð fyrir því
að Sumitomo kaupi 15% af eign-
arhluta Elkem í járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga, Sumit-
omo skuldbindi sig til kaupa á 20
þúsund tonnum af járnblendi ár-
lega frá Grundartanga og að ráðist
verði í endurfjármögnun fyrirtæk-
isins með þeim hætti að fyrirtæk-
inu verði lagt til nýtt eigið fé að
upphæð 120 milljónir norskra
króna, m.a. með yfirtöku skulda
sem nú eru með ábyrgð eigenda.
Þar að auki er ráðgert að þegar
verksmiðjan á Grundartanga er
farin að skila árlegum arði, ca. 50
milljónum norskra króna, þá verði
þriðjungur arðsins greiddur til
Landsvirkjunar en að öðru leyti
helst raforkuverð til Landsvirkjun-
ar óbreytt með sömu endurskoðun-
arákvæðum og eru þegar fyrir í
samningum.
Samkomulag þetta er undirritað
með fyrirvara um samþykki stjórna
Elkem, Sumitomo, Landsvirkjunar
og íslenskra stjórnvalda.
Iðnaðarráðherra var á fundinum
í gær spurður hvort hann óttaðist
það ekki að óbreyttur orkusamning-
ur vegna orkusölu til Grundartanga
hefði það í för með sér að erfiðara
reyndist að ná fram hækkun
raforkuverðs í samningagerðinni
við Alusuisse og svaraði ráðherra
þá: „Nei, það er ekki ástæða til þess.
Þarna gegnir allt öðru máli. Þetta
er okkar eigið fyrirtæki, þar sem
við eigum meirihluta og samningar
hafa náðst um það að þegar rekst-
urinn fer að skila ákveðnum arði,
þá fæst fram ákveðin hækkun raf-
orkuverðsins."
Dr. Jóhannes Nordal sagði í sam-
tali við Morgunblaðið er hann var
spurður hversu langur tími hann
teldi að myndi líða áður en verk-
smiðjan færi að skila þeim arði sem
hún þyrfti, til þess að hægt væri að
fara að greiða Landsvirkjun arðs-
hluta: „Við höfum látið reikna út
fyrir okkur ýmsa möguleika, en lík-
legast er, miðað við stöðu mála í
dag, að það geti náðst slík staða í
fyrirtækinu eftir svona fjögur til
fimm ár.“ Dr. Jóhannes Nordal
benti á það á fundinum með frétta-
mönnum í gær að með því að fá inn
í fyrirtækið svona mikið erlent
fjármagn, en það næmi unt 15 millj-
ónum dollara, þá lækkuðu heild-
arskuldir þjóðarbúsins sem því
næmi. Sjá nánar á miðopnu blaðsins.
Skipstjórar boða verkfallsaðgerðir:
V crkfallsboðun ríkis-
starfsmanns ólögleg
— segir talsmaður VSI, sem gerir athugasemd til dómsmálaráðuneytisins
„RODAD verkfall skipstjóra á kaup-
skipaflotanum horfir mjög einkenni-
lega við okkur. Er þó sérkennilegast,
að það var boðað af skipherra hjá
l.andhclgisga'.slunni, sem að sjálf-
sögðu er ríkisstarfsmaður. Samkvæmt
lögum um Landhelgisgæsluna frá
1967 mega starfsmenn hennar ekki
fara í verkfall nc taka þátt í verk-
fallsboðun. I»ví sér Vinnuveitenda-
sambandið sig knúið til að snúa sér til
dómsmálaráðuncytisins strax á mánu-
dagsmorgun og gera athugasemdir við
þetta,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, í
samtali við blaðamann Mbl. í gær um
fyrirhugað verkfall félaga í
Skipstjórafélagi íslands.
Útlit er fyrir að boðað verkfall
Skipstjórafélagsins, fyrst í þrjá
daga frá og með 16. apríl og síðan í
fjóra daga frá og með 24. apríl, geti
haft í för með sér verulega röskun á
föstum áætlunarsiglingum kaup-
skipaflotans.
„Staðan í þessu máli er frómt frá
sagt engin og við sáum okkur því
tilneydda til að boða verkfallið til
að fá hreyfingu a málin," sagði
Höskuldur Skarphéðinsson, skip-
herra, formaður Skipstjórafélags
íslands, er blm. Mbl. spurði hann
um verkfallið. „Stærsta málið í
deilunni varðar grundvallaratriði:
hvort félagið er þess umkomið að
verja fengin réttindi undanfarinna
ára. Útgerðarmenn hafa brotið á
okkur samninga árum saman, ein-
kum ákvæði um fæðispeninga, og
nú teljum við okkur hafa sýnt nægi-
legt langlundargeð," sagði hann.
„Þeir hafa hreinlega neitað að
borga, jafnvel þó þeir viðurkenni
samningsákvæði þar um. Með
gerðardómslögum 1979 fengum við
þetta dæmt okkur í vil og sífellt
síðan reynt að fá þá til að virða
ákvæðið en þeir hafa greinina að
engu og svara ekki með öðru en
auknum hroka," sagði Höskuldur.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði
VSl telja það undarlegt að Skip-
stjórafélag íslands eitt félaga hafn-
aði því að ganga að samningum „á
sama grundvelli og félagar þeirra
og annað launafólk í landinu.
Þeirra kjarakröfur eru úr öllum
takti við það, sem hefur gerst í öð-
rum samningum, þar með töldum
samningum við önnur samtök sjó-
manna. Aflvaki kröfugerðar félags-
ins eru mál, sem snúa beint að
Landhelgisgæslunni. Það hefur
greinilega mótað aðstæður í þessari
deilu, að það er ríkisstarfsmaður,
félagi í BSRB, sem hefur forystu í
félaginu. Og það hefur ekki gerst
svo lengi sem elstu menn muna, að
Skipstjórafélagið hafi staðið eitt að
aðgerðum á borð við þessar," sagði
Þórarinn.
Endurfjármögnun og