Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 53 tillits til þess, hvort hann hefur staðist próf eða ekki." Nemendur létu Hannes Blöndal vita af bréfi rektors strax í næstu viku og krafðist Hannes þess þá að hver og einn nemandi sækti skrif- lega um að fá að sjá próf sitt. Á fundi nemenda þann 7. mars voru Hannesi sendar þær skrif- legu umsóknir sem hann hafði óskað eftir og 2. apríi hafði enn ekki borist svar frá honum. Sakir aðgerðaleysis yfirvalda háskólans í máli þessu afréðu nemendur að ráða sér lögfræðing, Jón Oddsson, sem sendi rektor, Guðmundi Magnússyni, ítrekaða beiðni um formlega afgreiðslu málsins í Háskólaráði þann 3. mars. Háskólaráð hélt fund þann 15. mars og sá ekki ástæðu til að fjalla um málefni nýnema í læknadeiid þrátt fyrir bréf lög- fræðings þeirra. Því sneru nem- endur sér tii iögfræðings síns á nýjan leik og sendi hann aðra ítrekun til Guðmundar Magnús- sonar, rektors, og krafðist svars hans fyrir 27. mars um væntan- legar aðgerðir af hálfu Háskóla- ráðs svo ekki þyrfti að grípa til frekari aðgerða. Lögmanni nem- enda bárust síðar í sömu viku þær upplýsingar frá rektor að honum hefði borist bréf hans frá 19. mars. Að morgni 29. mars sendi Jón Oddsson, lögmaður nemenda, há- skólarektor skeyti, þar sem hann krafðist meðferðar og formlegrar afgreiðslu málsins fyrir kl. 18.00 sama dag. Háskólaráð efndi til fundar kl. 14.15 þennan dag og sögðu nýnemar á áðurnefndum blaðamannafundi, að rektor hafi slitið fundi Háskólaráðs án þess að afgreiða þetta hagsmunamál nemenda, hann hafi kynnt efni skeytisins á fundinum, en talið af- greiðslu þess óþarfa. Jón Oddsson, lögmaður, sagði að lögsókn yrði beint gegn Háskóia íslands. Hún yrði tvíþætt, annars vegar yrði gripið til fógetagerðar, það væri fljótlegast, og hins vegar yrði þess krafist að menntamála- ráðuneyti setji á laggir rann- sóknanefnd vegna gruns um af- glöp og ræktarleysi í starfi. Björn Hjálmarsson, læknanemi, talaði fyrir hönd nemenda og sagði að hér væri um brýnt hags- munamál að ræða. Próf væru hluti kennslu og það kæmi nemendum því mjög að gagni að fá að sjá úrlausnir sínar vegna áframhald- andi náms. Hann gat þess að rök Hannesar fyrir því að vilja ekki sýna umgetin próf væru þau, að hann, Hannes, væri svo störfum hlaðinn að hann hefði ekki tíma og vildi vinna þessi störf á auka- vinnukaupi. Björn kvað það yrði erfitt í framkvæmd því að Hannes gegndi l'/fe prófessorsstöðu, sem væri 12 tíma vinna á sólarhring og væri jafnframt við störf hjá Landspítalanum sem væri 8 tíma vinna á sólarhring og Hannes hefði samkvæmt því 20 tíma vinnudag. Björn Hjálmarsson sagði að hér væri almennt verið að berjast fyrir réttindum nemenda sem víða væri fyrir borð borinn. Hann tók dæmi um hjúkrunarfræðinga, þeir hefðu þreytt sama próf 7. janúar, en ekki fengið einkunnir fyrr en 29. mars, þrátt fyrir að reglugerð Úttekt gerð á 4 ríkisstofnunum ALBERT GUÐMUNDSSON, fjármálaráðherra, hefur ákveðið að láta gera sér taka úttekt á starfsemi og þjónustuhlutverki fjögurra ríkis- stofnana, sem heyra undir ráðuneyti hans. Þessar stofnanir eru Innkaupa- stofnun ríkisins, ÁTVR, cmbætti toll- stjóra og Fasteignamat ríkisins. Að sögn ráðherrans verða fengnir menn með sérþekkingu á viðkom- andi sviði til þess að annast þessar úttektir. Fyrsti hópurinn af þessu tagi hefur þegar hafið störf og fjall- ar um embætti tollstjóra og hvernig bæta megi þjónustu þess. Þeim hópi er stýrt af Árna Árnasyni, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs ís- lands. háskólans kvæði skýrt á um að kennari, sem í þessu tilfelli væri einnig Hannes Blöndal, skuli skila inn einkunnum innan þriggja vikna. Björn sagði þetta hafa verið bagalegt fyrir ýmsa nemendur, af- greiðsla námslána hefði tafist þar sem þeir hjúkrunarfræðinemar, sem þreyttu prófið, gátu ekki upp- fyllt námskröfur Lánasjóðs, fyrr en þeir höfðu einkunn þessa í höndum. Málssókn er nú í undirbúningi og sagðist Jón Oddsson vænast þess að lyktir yrðu þær sömu og hjá Lögskýringarnefnd, en erfitt yrði að framfylgja dómi. Sagði hann helstu viðurlög í slíkum mál- um vera dagsektir sem sakborn- ingi yrði gert að greiða þar til hann hefði hlýtt dómi. Sagði hann ennfremur að enn væri ekki víst hvort fram færi eitt prófmál eða mörg mái. Dalvík: Vinna rækju allan sólar- hringinn Dalvík, 28. marz. RÆKJUVINNSLA er hafin að nýju í verksmiðju Söltunarfélags Dalvíkur. Vinnsla á rækju hefur legið niðri hjá verksmiðjunni í nokkur ár og var búið að selja vélar. Nú með aukinni sókn og góðum rækjuafla var keypt rækjupillunarvél að nýju í verk- smiðjuna til að vinna rækju og þurfa nú Dalvíkingar ekki lengur að sjá af öllum rækjuafla burt frá staðnum. Auk togara Söltunarfélags Dalvíkur, Dalborgar, landa hjá fé- laginu Bliki frá Dalvík og Sólfell Bliki 120 lestir og Sólfell milli frá Hrísey. Það sem af er hefur 40—50 lestir. Dalborg þegar aflað 200 lestir, Fréttaritarar Áskorunarkjör Bunaðarbankans tryggja hámarksávöxtun á innlánsskírteinum Elísabet Björg Jónsdóttir, afgreiðslustúlka f Þórsbakaríi. „ÉG ER ÖRUGG UM BESTU KJÖR SEM BOÐIN ERU Á ÍSLANDI" Áskorunarkjör Búnaöarbankans fela í sér dýr- maeta tryggingu fyrir sparifjáreigendur. Þau tryggja þér ávallt hæstu vexti á innlánsskírteini eöa sam- svarandi innlánsform sem íslenskir bankar hafa á boðstólum. 6% vaxtaálag að lágmarki Innlánsskírteini Búnaðarbankans bera ársvexti almennra sparireikninga og að auki 6% vaxtaálag. Það er lágmarksálag. Við tryggjum þér vaxtakjör sem eru sambærileg þeim bestu sem innlánsstofn- anir bjóða á hverjum tíma með þessu innlánsformi. Þetta köllum við ósvikin áskorunarkjör. 6 mánuðir Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru útgefin til 6 mánaða og eru ársvextir þeirra 21% en ávöxtun þeirra 22,1% á ári verði ný skírteini tekin að 6 mánaða tímabilinu liðnu. Innlánsskírteinin eru gefin út á nafn, þau eru framseljanleg og getur eigandi þeirra innleyst þau hvenær sem er með fullum vöxtum að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi. Verði skírteinin ekki innleyst hjá bankanum að tímabilinu loknu leggur Búnaðarbankinn áfallna vexti við upphæð skírteinanna og ávaxtar síðan inneignina eftir það með kjörum almennra spari- sjóðsbóka. Lágmarksupphæð aðeins kr. 1.000 Þú ræður sjálfur upphæðinni sem þú leggur fyrir með Innlánsskírteinum Búnaðarbankans. Þau eru í heilum þúsundum króna og lágmarkið er 1.000 kr. Enginn stimpilkostnaður né þóknun fylgir útgáfu á Innlánsskírteinum Búnaðarbankans. Heildarupp- hæð og vextir skírteinanna eru skattfrjáls til jafns við annað sparifé. Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru afgreidd á afgreiðslustöðum hans um allt land. rPBljNAÐARBANKI VfV ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.