Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 71 Nýja útvarpshúsið rís af grunni. Sjónvarpið og framtíðin — eftir Hrafn Gunnlaugsson Dagana 1. til 2. apríl var haldin í Stokkhólmi samnorræn ráð- stefna sem bar yfirskriftina Framtiden över oss! Með þessari yfirskrift er „bæði vísað til gervi- tungla sem munu svífa yfir höfð- um okkar og dreifa sjónvarpsefni frá einu landi til annars, auk þess sem yfirskriftin vísar til þess, að háþróuð fjarskiptatækni mun hafa meiri áhrif á líf okkar en áð- ur“, svo vitnað sé, eftir minni, til orða Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra, i setn- ingarræðu ráðstefnunnar. Ragn- hildur gerði grein fyrir þróun sjónvarpssamvinnu Norðurland- anna á liðnum árum og hugmynd- um sem komið hafa upp í þvf sam- bandi m.a. Nordsatt. En eins og oft áður hefur tæknin verið á und- an pólitískum ákvörðunum. Gervi- tungl frá öðrum löndum eru þegar byrjuð að dreifa efni yfir Norður- lönd auk þess sem nú stefnir allt í þá átt að ríkiseinokun fjölmiðl- anna sé liðin tíð i öllum þessum löndum. Spurninguna um norræna samvinnu á sviði sjónvarps og út- varps verður nú að skoða í nýju ljósi. Ragnhildur benti á að mikill meirihluti íslendinga væri því hlynntur að útvarp og sjónvarp yrði gefið frjálst og nú lægi fyrir Alþingi frumvarp að nýjum út- varpslögum sem væri skref f þessa „Og þá er bara eftir að svara einni spurningu. Hvers vegna erum við íslendingar að byggja risavaxið ríkisútvarps- hús á sama tíma og ríkiseinokun er að hverfa?“ átt. í rauninni væri hér um að ræða breytingu sem færði stjórn og rekstur þessara fjölmiðla nær þeirri hugsun sem liggur til grundvallar lögum um tjáningar- og ritfrelsi. Þessi afdráttarlausa afstaða menntamálaráðherra gladdi und- irritaðan svo sannarlega, þvi af- staða íslenskra ráðamanna til þessara mála hefur þvi miður ein- kennst af afturhaldssemi og heim- óttarskap fram til þessa. Frum- varpið að nýjum útvarpslögum er spor i rétta átt, þótt óskandi væri að það gengi enn lengra. Flestir þeir sem vinna við kvikmyndagerð og aðra þætti fjölmiðlunar binda miklar vonir við þetta frumvarp. Það verður fróðlegt að fylgjast með afstöðu einstakra þingmanna og flokka til þess. Afstaðan til frumvarpsins mun segja okkur meira um hversu nálægt raun- veruleika nútfmans þingmenn og flokkar eru en flest önnur mál sem komið hafa upp á seinni árum. Afturhaldið mun leggjast gegn auknu frelsi eins og alltaf áður, það er auðvitað viðbúið. En þá mun afturhaldið líka opinbera sig skýrar en áður. Meðál ræðumanna á ráðstefn- unni var prófessor Hans Peter Clausen frá Danmörku. í ljósi þess sem hann sagði, er ljóst, að ríkis- einokun útvarps og sjónvarps er senn liðin tið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ný tækni hef- ur sprengt einokunina innan frá. Spurningin er ekki hvort útvarp og sjónvarp verða,frjáls í framtíð- inni, heldur hvernig þau verða frjáls, og innan hvaða ramma þau eiga að starfa. Clausen dró i efa þann hræðsluáróður sem rekinn hefur verið gegn „massakultur" sem gæti leitt af hinni nýju tækni. Sömu hugmyndir hefðu verið uppi svo oft áður þegar tæknin hefði tekið skref fram á við. Aukið upp- lýsingastreymi getur ekki verið af hinu illa, nema fyrir þá sem óttast að almenningur gerist of upplýst- ur. Sú hugsun að stjórnskipaðar nefndir eigi að hafa vit fyrir fólki er á undanhaldi, en samt verður að stýra þróuninni, eigi menning hinna ýmsu landa að lifa I fram- tíðinni. Hvernig ætlum við að bregðast við nýrri tækni — það er spurningin. Athyglisverðasta erindi ráð- stefnunnar flutti ritstjóri Dagens Nyheter, Arne Ruth. Hann benti á að stærsti vandi sjónvarpsins í dag væri „kreativitetskris" þ.e. að sköpunargáfa og listrænt hug- Ragnhildur Helgadóttir myndaflug næði ekki að blómstra innan veggja ríkisrekinna stofn- ana. Ástæðan væri einfaldlega sú að umbúðirnar væru stöðugt að stækka á meðan innihaldið skryppi saman; þ.e. að föstum starfsmönnum fjölgaði stöðugt, byggt væri stærri hús og full- komnari flóknari tæki væru keypt til að framleiða „list“. En list verður ekki framleidd af stofnun, hversu marga fasta starfsmenn sem hún ræður til starfa, eða kaupir dýr tæki. List verður að- eins búin til af einstaklingum. Raunin væri sú að því fleiri sem starfsmennirnir yrðu og bygg- ingarnar stækkuðu, því stirðari og þrengri yrðu framleiösluleiðirnar, og því lægra yrði risið á hinni listrænu framleiðslu. Starfsað- ferðirnar og skrifræðið hefði fælt alla skapandi listamenn frá stofn- uninni. Ein af leiðunum út úr „krísunni" og kannski sú eina raunhæfa væri að bjóða dagskrár- gerðina út, eða leggja hana í hend- ur frjálsra listamanna og fyrir- tækja. Áframhaldandi þensla rík- isfjölmiðlanna, þar sem iðnaðar- mönnum og skrifstofufólki fjölg- aði stöðugt á kostnað listamanna, væri trúlega stærsta menningar- lega strand sem nútíminn væri að sigla í. Það var óvenjulegt að sitja á norrænni ráðstefnu og finna að þessi hugsun átti djúpan hljóm- grunn hjá þeim sem voru við- staddir. Loksins virðast menn farnir að átta sig á því að ríkisframleidd list verður alltaf óskapnaður. Ríkisrekin sjónvörp munu aldrei búa til nýjan Stiller, Viderberg eða Bergman. Þvert á móti. Ef ríkisfjölmiðlarnir vaxa í þau tröllauknu skrímsli sem þeir eru að verða munu þeir beinlinis hindra að nýr Bergman eða Stiller komi fram á sjónarsviðið. Við ís- lendingar höfum þetta skrímsli fyrir augum okkar þar sem nýja útvarpshúsið rís. Ráðstefnan var á ýmsan hátt mjög fróðleg, en það sem gleður mann þá mest er, að nú er ljóst, að þeirri skoðun, að leggja beri niður ríkiseinokun útvarps og sjónvarps, vex stöðugt fiskur um hrygg. Framtíðin í þessum efnum virðist því bjartari en oft áður. Tæknin mun gefa okkur kost á nýjum sjónvarpsrásum á næstu árum hvernig svo sem afturhaldsöflin hamast gegn frelsinu. Enn einu sinni hefur hugvit mannsandans hjálpað okkur út úr myrkri þröngsýni og miðstýrðrar ritskoð- unar. í lok ráðstefnunnar var efnt til panelumræðu um framtíð nor- rænnar sjónvarpsumræðu og tók þátt í henni fyrir hönd íslands Eiður Guðnason alþingismaður. Flutti hann mál íslands á þann hátt sem best verður á kosið. Norræn sjónvarpsrás um gervi- tungl mun koma, en til hennar þarf að vanda á allan hátt og þar reynir öðru fremur á að löndin eigi listamenn sem geti búið til efni sem vekur áhuga nágrannans — rás án fyrsta flokks efnis er lítils virði. Og þá er bara eftir að svara einni spurningu. Hvers vegna er- um við íslendingar að byggja risa- vaxið ríkisútvarpshús á sama tíma og ríkiseinokun er að hverfa? Hvað á að gera við þetta hús þegar byggingu þess verður lokið? Eða er hér í byggingu bautasteinn yfir kerfi sem þegar hefur gengið sér til húðar? Er hér á ferðinni skrímsl sem mun verða svo þungt á fóðrum að sú frjálsa kvikmynda- gerð sem vaxið hefur fram á síð- ustu árum mun deyja? Eða er þetta hús risavöxnustu umbúðir utan um ekkert sem smíðaðar hafa verið? Ilrafn Gunnlaugæon er krikmrnda- leikstjóri og rithöfundur. ISUZU Japönsk tæknisnilld og ítölsk fegurð. Útkoman er Isuzu Piazza. Bíll þeirra sem vilja aka bíl morgundagsins — í dag. Verðið er þaö eina hversdagslega viö Isuzu Piazza. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM isuzu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.