Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 17
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 65 Morgunblaóiö/Kristján Einarsson. • Víkingar og fulltrúar Níke. Frá vinstri: Guðgeir Leífsson. formað- ur knattspyrnudeildar, Heimír Karlsson, Ragnar Gíslason, Þórður Marelsson, Andri Marteinsson, Árni Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka, og Norðmaðurinn Konrad Ystborg, fulltrúi NIKE Int- ernational. Víkingar semja við Austurbakka Knattspyrnudeild Víkings hefur gert auglýsingasamning við Aust- urbakka hf. Víkingar munu leika í NIKE-skóm á keppnistímabilinu og auglýsing frá Nike mun verða á búningi félagsins. Samningurinn var kynntur blaðamönnum á dögunum og sagði Guögeir Leifsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, aö samningurinn væri félaginu mjög hagstæöur og gæfi þvi verulegar fjárhæðir i aðra hönd. Samningurinn er svohljóöandi: „1. Austurbakki afhendir meistaraflokki karla í knattspyrnu eftirtalinn keppnisútbúnað: a) Meistaratlokkur karla: 22 pör grasskór, 22 pör malarskór, 10 pör innanhússskór, 22 stk. töskur, 22 pör sokkar, 20 æf- ingagallar, 16. keppnisbún- ingar, 2 markmannsbúningar, 6 sjúkratöskur og 6 búningatösk- ur. b) 6 stk. þjálfaragallar og 6 pör malarskór. c) Vöruúttekt að upphæð 40.000.- miðað við heildsöluverð m/söluskatti. Allur þessi búnaður er frá Nike, Henson, Samsonite, Cramer. 2. Gegn þessum búnaöi tekur Knattspyrnudeild Víkings á sig eft- irtaldar skyldur: a) Meistaraflokkur karla notar þennan búnaö undantekn- ingarlaust í Islandsmeistara- móti innanhúss, islandsmóti utanhúss og bikarkeppni KSÍ 1984. b) Vikingur mun kynna samning þennan í fjölmiðlum og leggja áherslu á vörumerki NIKE. c) Heilsíðuauglýsing í öllum leikskrám Knattspyrnudeildar Víkings 1984, og lítið NIKE- merki á allar síður. d) Austurbakki fái heimild skv. nánara samkomulagi að taka myndir af öllum leikmönnum í NIKE-búnaði til notkunar viö auglýsingar eins og Austur- bakka hentar. 3. Ef ákvæði samnings þessa eru brotin, til dæmis með að ein- hver leikmaður notar ekki NIKE- búnaðinn og notar búnað með öðru merki, þá greiðir Knatt- spyrnudeild Víkings sekt, sem skal vera kr. 5000,- fyrir hvern leik, sem slíkt á sér staö. Reykjavík 6. april 1984, Knattspyrnudeild Víkings, Guðgeir Leifsson. Austurbakki sf. Árni Þór Arnason. “ — SH • Bikarmeistarar KR. Myndin var tekin eftir úrslitaleikinn gegn Val í síöustu viku. Aftari röö frá vinstri: Kristinn Stefánsson, liðsstjóri, Gunnar Gunnarsson, Sveinn Jónsson, formaöur KR, Birgir Guöbjörnsson, Kristján Rafnsson, Garöar Jóhannsson, Guðni Guönason, Siguröur Þórarinsson, Ómar Scheving og Benedikt Jónsson, form. Körfuknattleiksdeildar KR. Fremri röö frá vinstri: Birgir Jóhannsson, Páll Kolbeinsson, Jón Sigurösson, Ágúst Líndal, Sigurvin Hreiðarsson, Þorsteinn Gunnarsson. • Valsmenn urðu Islandsmeistarar í 5. flokki í handbolta en Islandsmótinu lauk á dögunum. Hér sjáum viö kampakáta Valsara með þjálfurum sínum. Morgunblaðið/Kristján Einarsson Morgunblaóiö/ Kristján Einarsson. Stúdentar unnu LJÓMA-bikarinn Valur Ingimundarson, leikmaöur íslandsmótsins. Leika við 1. deildarlið 1. DEILDARLIÐ Víkings í knatt- spyrnu mun mæta tveimur belg- tskum 1. deildarliöum í æfinga- ferð sinni til Belgíu síðar í mán- uöinum: Lierse og Gent. Víkingar fara utan 13. apríl og veröa ytra þar til 25. þ.m. Ferð þessi er farin fyrir milli- göngu Johan Boskamp, sem dvaldi hér á landi síðastliðiö sumar og þjálfaöi hjá Víking, en hann leikur með Lierse. Víkingar verða í æfingabúöum rétt við Lierse. — SH. Hann á átta íslandsmet: Víkingar til Belgíu: — og í 7. skipti í liði vikunnar hjá Kicker Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, frétta- manni Morgunblaösins í Þýskalandi. ÁSGEIR Sigurvinsson átti frá- bæran leik með Stuttgart gegn Bayern MUnchen á laugardaginn eins og viö sögöum frá í gær. Ásgeir var í liöi vikunnar hjá Kicker í sjöunda skipti, og var maður dagsíns — „Mann des Tages“, hjá blaðinu. Kicker sagöi Ásgeir hafa veriö besta mann vallarins — hann fékk einkunnina 1 hjá blaðinu, og blaö- iö sagöi aö hann heföi unniö ein- vígið viö Danann Sören Lerby hjá Bayern: „Ásgeir skyggöi algjörlega á Lerby.“ Kicker var ekki eina blaðið sem hældi Ásgeiri: Hann var í liöi vik- • Ásgeir Sigurvinsson unnar í öllum blöðum, og fékk 1 í einkunn hjá þeim flestum. Stuttgart á talsveröa möguleika á Þýskalandsmeistaratitlinum í ár — liðiö leikur frábæra knattsþyrnu og enginn betur en Ásgeir. Hann stjórnar leik liösins eins og herfor- ingi. Á föstudaginn leika Ásgeir og félagar gegn Fortuna Diisseldorf á heimaveHi sínum. Atli, Pétur og fé- lagar þeirra hjá Fortuna hafa dalað mikiö að undanförnu eftir sforgóö- an kafla og veröa aö fara aö taka á honum stóra sínum ef sæti í Evr- ópukeppninni á aö nást. Þaö verö- ur því eflaust hart barist í Stuttgart á föstudagskvöldiö. — Völsungur sigraði í kvennaflokki ert auglýstur. Völsungur og Breiöablik létu þaö samt ekki á sig fá og léku stúlkurnar fimm hrinur til að ná fram úrslitum. Völsungur sigraöi, 3—2, og eru þær þvi bæöi íslandsmeistarar og bikarmeistar- ar í ár. Úrslit í hrinunum: 9—15, 15—13, 18—16, 3—15 og 8—15. — sus Drengir frá Li- erse til landsins HÓPUR knattspyrnumanna á aldrinum 14—16 ára frá 1. deild- arfélaginu Lierse í Belgíu er væntanlegur hingaö til lands á vegum Víkings. Dvelur hópurinn hér á landi á sama tíma og meistaraflokkur Víkings verður í Belgíu. — SH. STÚDENTAR uröu um helgina bíkarmeistarar í blaki karla, lögöu erkifóndurna, Þrótt, að velli í úrslitaleiknum. Leikurinn var bæði spennandi og vel leikinn af beggja hálfu og án efa einn besti leikur sem hér hefur fariö fram í langan tíma. Úrslit leiksins uröu 3—1 fyrir ÍS og tókst þeim nú loksins að stööva sigurgöngu Þróttara, en þeir hafa unnið öll mót hérlendis síöustu árin. Þaö voru Þróttarar sem unnu fyrstu hrinuna, 15—6, og voru þeir mun ákveönari í þeirri hrinu, þó svo taugaspennu gætti hjá báöum liöum. ÍS vann næstu hrinu, 15—9, og í þeirri þriöju sýndu þeir hvaö í þeim bjó. Þeir komust í 12—3 og höföu mikla yfirburöi, en Þróttarar böröust vel og tókst aö komast i 12 stig áður en stúdentar fengu Aðalsteinn meiddur AÐALSTEINN Aðalsteinsson knattspyrnumaður í Víkingi meiddist í æfingaleik gegn FH á dögunum: liðþófi í hné rifnaöi. Búið er aö skera Aöalstein upp vegna þessa en líklega veröur hann ekki kominn á fulla ferö fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Hann fer ekki með Víkingum til Belgíu í æfingabúöir um páskana. — SH. sitt 15. stig. Þeir tryggöu sér síöan sigur í leiknum í fjórðu hrinu, en hana unnu þeir 15—11. Þaö ríkti mikill fögnuður í her- búöum stúdenta aö leik loknum, enda langþráöur draumur sem rættist hjá þeim í Hagaskólanum á laugardaginn. Sigur yfir Þrótti og hinn veglegi LJÓMA-bikar veröur í umsjá þeirra næsta árið. Allir leikmenn beggja liða áttu góöan leik og ekki hægt aö benda á neinn sérstakan sem bestan, nema ef vera skyldi fyrirliöi ÍS, Indriði Arnórsson, en hann lék sinn besta leik í vetur. Dómarar í leikn- um voru Þorvaldur Sigurösson og Samúel Örn Erlingsson og dæmdu þeir meö eindæmum vel. Úrslitaleikur kvenna fór síðan fram síöar um daginn i Kópavogi og var þaö nokkurs konar feluleik- ur. Fáir vissu af honum, enda ekk- Valur leikmaður íslandsmótsins — Haukar fengu öll kvennaverólaunin VALUR Ingimundarson. UMFN, var kjörinn leikmaður íslands- mótsins í körfubolta. Kjöri hans var lýst í lokahófi Körfuknatt- leikssambandsins á föstudags- kvöldið og fleiri fengu þá alls kyns víðurkenningar. Torfi Magnússon. Val, var kjör- inn besti varnarmaöur mótsins, Guöni Guönason úr KR var kjörinn Anti-aódáendaklúbbur ÞAD tíökast mjög að aðdáenda- klúbbar verði til um hin ýmsu íþróttafélög í heiminum, en á ít- alíu geröist það fyrir nokkrum dögum í fyrsta skipti sem vitað er um, aö nokkrir einstaklingar tóku sig saman og stofnuðu klúbb, „anti-klúbb“, til að sína vanviröingu sína á Juventus Tórínó. Og á fyrstu þremur dög- unum gengu 400 knattspyrnu- áhugamenn í þennan klúbb. Þetta þykja nokkuð merk tíö- indi, því Juventus er talið vin- sælasta knattspyrnuliö italíu. besti nýliöi úrvalsdeildarinnar og hann fékk einnig viðurkenningu fyrir aö vera besta vítaskyttan. Pálmar Sigurðsson, Haukum, varö stigahæsti leikmaöur úrvalsdeild- arinnar með 460 stig og fékk fyrir þaö viðurkenningu; næststiga- hæstur varö Valur Ingimundarson með 450 stig. Þess ber aö geta, aö stigin — eins og allt annað varö- andi þessar viöurkenningar — miöast einungis viö leiki í deildinni sjálfri, ekki úrslitakeppninni, og ekki viö framlengingar. Prúöasti leikmaður úrvalsdeiid- ar var kjörinn Kristinn Kristinsson, Haukum, en þaö voru dómarar sem völdu hann. Besti dómari úr- valsdeildar var kjörinn Gunnar Bragi Guðmundsson. Haukar hirtu öll verðlaun í kvennaflokknum: Sóley Indriöa- dóttir var kjörin besti leikmaður 1. deildar kvenna og hún varö einnig stigahæst. Besta vítaskytta í 1. deild kvenna var Svanhildur Guö- laugsdóttir. — SH Tottenham hefur áhuga á Strachan ENSKA félagið Tottenham hefur boðið Aberdeen Skotland Aberdeen — Motherwell 2—1 Dundee — St. Mirren 2—5 Hibernian — Dundee Utd. 1—0 Rangers — Hearts 0—0 St. Johnstone — Celtic 0—0 Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen 27 20 4 3 64—15 44 Celtic 29 17 6 6 64—32 40 Dundee Utd. 26 15 6 5 51—25 36 Rangers 29 13 7 9 45—35 33 Hearts 20 9 12 9 33—42 30 St. Mirren 30 8 12 10 47—47 28 Hibernian 32 12 4 16 41—50 28 Dundee 29 9 2 18 43—66 20 St. Johnstone 30 9 2 19 31—70 20 Motherwell 30 3 7 20 26—63 13 800.000 pund fyrir miðvall- arspílarann snjalla Gordon Strachan. ítölsk félög, Verona og Genóa, hafa bæöi boðið Aber- deen 700.000 pund fyrir leik- manninn — en hann fer að öll- um líkindum frá Aberdeen eftir þetta keppnistímabil. Keith Burkinshaw, sem til- kynnti í vikunni að hann myndi hætta hjá Tottenham í vor, greiddi Aberdeen 800.000 pund fyrir Steve Archibald fyrir fimm árum og hefur Steve reynst félaginu vel, þó ekki hafi þeir Burkinshaw talast við í nokkra mánuði! ná góðum árangri hér heima — segir hlaupagarpurinn Jón Diðriksson Hann er sennilega eini íþróttamaöurinn á íslandi sem á íslandsmet í átta íþróttagreinum. Allt hlaupagreinum aö vísu en engu aö síður er þaö mikiö afrek og veröur án efa langt í aö þaö veröi leikiö eftir. Kappinn sem um er aö ræöa er Borgfiröingurinn Jón Diðriksson. Jón, sem nú er 28 ára gamall, hóf aö stunda frjálsar íþróttir frekar seint, eöa um tvítugt. En meö mikilii elju og dugnaðí tókst honum aö ná langt, setja hvert hlaupametiö af öðru og komast í fremstu röö. Jón hefur undanfarin ár dvalió í Vestur-Þýskalandi og stundað nám viö íþróttaháskólann í Köln. Hann hefur nú lokiö prófi þar í íþróttafræóum og hyggur á kennslu hér heima í framtíöinni. En meö náminu hefur Jón æft af miklu kappi og æfir nú um þessar mundir meir og betur en nokkru sinni fyrr. Við hittum Jón aó máli á dögunum hér heima en þá var hann á leið til New York til að taka þátt í víöavangshlaupi heimsins. Viö inntum Jón eftir því fyrst hvaöa íslandsmet hann ætti í dag og hvaða met væri best aö hans eigin dómi. — Ég á átta islandsmet í hlaupagreinum og ég ætla að bæta sum verulega. Besta met mitt er aö mínum dómi í mílu- hlaupi. Þaö er 3.57,6 mín. En metin mín eru þessi: 800 m hlaup 1000 m hlaup 1500 m hlaup Míluhlaup 2000 m hlaup 3000 m hlaup 5000 m hlaup 1.49,2 mín. 2.21,1 mín. 3.41,65 mín. 3.57,5 mín. 5.11,4 8.05,6 14.11,2 3000 m hindrunarhl. 8.49,6 min. mín. mín. mín. — Ég á aö geta bætt mig veru- lega í sumum af þessum hlaupum og svo á ég að geta sett met í 10 km hlaupi. Um þessar mundir stefni ég aö því að ná ólympíulág- markinu í 1500 m hlaupi. Þaö er uppáhaldshlaupagreinin mín. Ég ætla mér aö hlaupa undir 3.40,00 og þaö á ég aö geta gert alveg örugglega á fyrstu mótunum í sumar. Ólympiulágmarkið er 3.39,00 og ég skal ná því. Hefur þú æft vel aö undan- förnu, og hvaö hleypur þú marga kílómetra í viku hverri? — Ég hef aldrei æft jafn vel og núna. Að meöaltali hleyp ég í kringum 150 kílómetra á viku • Jón undirritaði fyrir skömmu samning viö Puma-fyrirtækið. Jón mun eingöngu keppa í vörum frá Puma. Hér er hann með Ingólfi Óskarssyni, umboðsmanni fyrir Puma-íþróttavörur á íslandi. Morgunblaöiö/Ágúst Ásgeirsson. • Jón Dióriksson ber höfuð og herðar yfir þessa tvo keppinauta sína sem eru frá Japan og Kóreu. Myndin er tekin á dögunum í New York er Jón keppti í Víöavangshlaupi heimsins. hverri. Ég er enn ekki farinn aö keyra mig verulega upp fyrir mótin sem hefjast fyrir alvöru í byrjun júní. Þaö er mikill vandi að ná góð- um árangri í byrjun júnf og ólymp- iulágmarki og ætla sér svo aö vera í góöri æfingu á sama tíma og Ólympíuleikarnir fara fram. Ég hef æft eftir mjög ströngu æfingapró- grammi síðan í haust sem hefur miðað viö betri árangur í 1500 m og ég er sannfærður um aö sá ár- angur kemur og ég mun uppskera eins og sáö hefur veriö. Æfingarn- ar skila sér. Nú ert þú oröinnn 28 ára gam- all. Hver er besti aldur hlaupara? — Þetta er góö spurning. En varla hægt aö svara henni. Sumir ná sínum besta árangri um tvítugt en sumir um þrítugt og reyndar allt þar á milli. En ég er á því aö besti aldurinn sé í kringum 28 ára. Ég er sem sagt á besta aldri og kominn meö mikla reynslu. Ætlar þú að halda þig viö milli- vegalengdir eða ætlar þú aó færa þig upp á lengri vegalengdir til dæmis 5 eöa 10 km? — Ef ég held áfram þá færi ég mig upp í 5 km hlaup. En þaö gæti fariö svo aö ég myndi hætta eftir sumarið í sumar. Ef ég kem heim til islands þá hætti ég alveg, ein- faldlega vegna þess aö þaö er al- veg vonlaust aö æfa hlaup hér heima meö þaö fyrir augum aö ná góöum árangri. Þaö er vonlaust meö öllu. Ástæöurnar eru margvíslegar. Veðráttan er slæm, aöstaöan sem sköpuð er og fleira er líka slæm og þjálfarar ekki fyrir hendi. Fleiri ástæöur mætti nefna. En haldi ég áfram ytra þá keppi ég fyrir félag mitt, !C-Bonn. Ég hef keppt fyrir félagiö síöastliöin ár og held því þá áfram. Hvenær settir þú fyrsta ís- landsmetið þitt? — Það var árið 1976 í 2000 m hlaupi. Skömmu síðar kom metið í 800 m. Það var 1.49,30 mín. svo að ég hef lítið bætt það síðan. En á eftir að bæta það í sumar. Eru erfið mót framundan? — Já, það eru mörg erfiö mót framundan. Til dæmis víðavangs- hlaup heimsins. Þar fæ ég gott tækifæri að sjá hvar ég stend. Þrátt fyrir að ég sé millivega- lengdahlaupari þá er góö æfing aö keppa í því. Þaö er um 12 km langt. Reynir á úthald og hraöa í hlaupinu. Sennilega er þetta ein erfiöasta hlaupakeppni sem fram fer, sagöi Jón. Nú, þess má geta í lokin aö Jón stóö sig meö mikilli prýöi í keppn- inni sem fram fór í New York og náöi bestum árangri þeirra sjö ís- lensku hlaupara sem kepptu í víöa- vangshlaupi heimsins. Jón á án efa eftir aö bæta met sín í sumar og ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana. Nú nýveriö geröi Jón svo samn- ing við íþróttavörufyrirtækiö Puma og keppir eingöngú í íþróttavörum frá Puma. — ÞR. Ásgeir maður dagsins Vonlaust að ætla sér að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.