Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 59 Sveit Þórarins spilaði gegn sveit Gísla í lokaumferðinni og átti sveit Gísla aldrei möguleika og tapaði leiknum með mesta mun. Ármann spilaði gegn Heimi Þór og vann með 20 stigum og sveit Eiríks hafði haft yfirburði í fyrri hálfleik gegn Jóni Ágústi 47—17, en Jón Ágúst og félagar hans sneru dæminu við í síðari hálfleik og endaði leikurinn 10—10. Sveit Armanns var því komin í úrslit. D-riðilh Sveit Jóns Hjaltasonar varð stigahæst sveitanna í undan- keppninni, hlaut 89 stig af 100 mögulegum. Það var eins með sveit Jóns og sveit Þórarins að þeir þurftu ekki að spila síðustu umferðina þar sem tvær næstu sveitirnar áttu að spila saman í síðustu umferðinni en staðan var þá þessi: Jón Hjaltason 69 Guðbrandur Sigurbergsson 55 Úrval 53 Þorfinnur Karlsson 33 Kristján M. Gunnarsson 17 Sigurþór Sigurðsson 6 Aðalleikur lokaumferðarinnar var milli Guðbrands og Úrvals. I hálfleik var spennan enn hin sama. Guðbrandur hafði 21 punkt gegn 20. Þessi munur jókst í síðari hálfleik og Guðbrandur vann leik- inn með 16 gegn 4 og varð þriðja stigahæsta sveitin í undankeppn- inni með 71 stig. Eftirtaldar sveitir spila því til úrslita í 8 sveita úrslitakeppni um páska og bænadaga: Runólfur Pálsson Sigurður Vilhjálmsson Ásgrímur Sigurbjörnsson 66 Sigfús Þórðarson Þórarinn Sigþórsson Ármann J. Lárusson Jón Hjaltason Guðbrandur Sigurbergsson Mikið var um kærur í upphafi mótsins og fengust úrslit ekki fyrr en eftir dúk og disk því sumar fóru fyrir æðsta dómstól. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson en hann Enn heldur Smyslov sig við Cambridge-Springs afbrigðið, þó hann hafi tapað tveimur skákum í því. 7. Rd2 í þriðju og níundu skákunum lék Kasparov 7. cxd5 í þessari stöðu og vann báðar. — Bb4, 8. Dc2 — 04), 9. Be2 í sjöundu skákinni lék Kasparov 9. a3. Þeirri viðureign lauk með jafntefli eftir aðeins fjórtán leiki. — e5, 10. Bxf6 — Rxf6, 11. dxe5 — Re4, 12. cxd5 — Rxc3, 13. bxc3 — Bxc3, 14. Hcl — Bxe5, 15. dxc6 — bxc6. Jafntefli. 15. leikur Smyslovs er nýr af nálinni. í skákinni Bukic-Nikolac, Júgóslavíu, 1976, tefldi svartur hvassar en hafði þó ekki erindi sem erfiði: 15. — Hd8!? 16. Bd3 — bxc6, 17. 0-0 - Ba6, 18. Rc4 - Bxc4, 19. Bxc4 og hvítur stendur betur að vígi. í lokastöðunni er lítil ástæða fyrir svartan til að tefla til vinn- ings, a.m.k. undir venjulegum kringumstæðum. Hann hefur að vísu biskupaparið, en vegna þess hve hvíta peðastaðan er heilbrigð þyrfti meira en lítið stórslys til að svartur ynni. stjórnar nú öllum meiri háttar mótum hérlendis með miklum ágætum og ef að líkum lætur hef- ur hann gaman af. Um einstakar sveitir skal ekki fjölyrt. Þó vakti árangur Ólafs Lárussonar athygli. Sveitin tapaði öllum leikjum sínum nema þeim síðasta gegn Sigmundi Stefáns- syni sem vannst 14—6, en sveit Ólafs varð í öðru sæti í Reykjavík- urmótinu í vetur. í upphafi mótsins var sjö ís- lenskum stórmeisturum veitt við- urkenning fyrir þennan merka árangur. Það er oft sagt að knattspyrnumenn eigi góða blómaleiki, þ.e. þeim eru gefin blóm þegar þeir hafa náð ein- hverjum sérstökum fjölda leikja fyrir lið sín. Ekki er hægt að segja að stórmeistararnir hafi átt blómaleiki því 6 af 7 þeirra kom- ust ekki í úrslitin. Aðeins Þórar- inn Sigþórsson hélt velli en hann er nú líka „gamall" stórmeistari. Gífurlegur fjöldi fólks fylgdist með undankeppninni og er ég ekki frá því að meiri fjöldi hafi fylgst með þessari keppni en Evrópu- mótinu í Wiesbaden í fyrrasumar. Frá leik sveita Gests Jónssonar og Ásgríms Sigurbjörnssonar. Hin síðartalda hafði betur í síðustu umferðinni og mætir í úrslitin um páskana. Aður en þú byfjar ad byggja í vor skaltu kynna þér JL byggingalánin og JL vöruúrvalið Paö sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Bygginga gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búiö er að grafa grunninn geta smiðirnir koinið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst alltbyggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.