Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 61 Frá árshátíð Egilsstaöaskóla. MorininblmAiA/ÓUrur. Egilsstaðir: í letri leynast örlög þjóða Enn má heyra aldaþytinn œða gegnum söguritin D.St. Bókmenntir í grunnskóla Jenna Jensdóttir og Sigríöur Ragna Siguröardóttir Kristrún Eymundsdóttir menntaskólakennari og Eövarö Ingólfsson rithöfundur eiga þakkir fyrir ágæt svör í síðasta þætti. Sem fyrr er undirtónn svaranna hreinn og ákveðinn í þágu bókmennta. Um leið er bent á það sem ógnar þeim í tímans róti og keppir um anda ungmenna. Að þessu sinni verður vikið beint til bókmenntakennslu, og byrjað á fornsögunum. Spurningum þáttarins svara nú þau Helga Þórisdóttir nemi í 9. bekk grunnskóla og Guðmundur Kristmundsson náms- stjóri í íslensku. 1. Hvert telur þú viðhorf nemenda og kennara á grunnskólastigi til náms og kennslu í fornsögum okkar? Helga svarar: Kg tel, að viðhorf nemenda og kennara á grunnskólastigi til náms og kennslu í fornsögum okkar sé mjög jákvætt. Skýringin er einföid: Fornbókmenntir okkar eru svo snilldarlega vel gerðar, að engin þjóð í Evrópu á slíkan fjár- sjóð. Þær eru gullnáma í bók- menntalegu tilliti, og segja frá uppruna og lífi þjóðarinnar. Með kennslu í þeim hefur forn- málinu verið haldið til, en því hafa margar nágrannaþjóðir okkar glatað. Einangrun okkar fyrr á öldum hefur haft mikil áhrif á bók- menntir okkar sem tungu, en nú á dögum geimferða og tölvutækni gefur það augaleið, að einangrun- in hefur rofnað. Ættum við því að byggja enn frekar en nokkru sinni á fornbókmenntunum til þess að viðhalda tungu og þjóðerni. Guðmundur svarar: Ýmislegt bendir til þess að áhugi á fornbókmenntum hafi far- ið heldur vaxandi undanfarið. Byggi ég þá skoðun á viðtölum við allmarga kennara og nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og þó einkum í framhaldsskólum. Forn- bókmenntir eru almennt taldar erfiðar í kennslu og ef vel á að fara verða kennarar bæði að vera vel að sér í bókmenntunum og gera sér góða grein fyrir þroska nemenda sinna og hve mikils þeir geta krafist af þeim. En þar sem kennara tekst að glæða áhuga nemenda sinna verður lestur þess- ara bókmennta ógleymanlegur um aldur og ævi. Mér kæmi ekki á óvart þótt Gísli Súrsson væri með vinsælli söguhetjum nemenda við lok grunnskólanáms. Þennan áhuga ber einkum að þakka áhugasömum kennurum, vaxandi áhuga og umræðu um fornbókmenntir í fjölmiðlum og einnig eiga kvikmyndagerðar- menn þarna nokkurn hlut að máli. Það er nauðsynlegt að rækta þennan áhuga og hlúa að honum sem best. Skólinn er spegilmynd samfélagsins og það sem kann að bærast með þjóðinni á sér leið inn 1 skólann. Menn virðast oft ekki gera sér grein fyrir þessum nánu tengslum skóla og þjóðlífs. í um- ræðum um skólamál örlar oft á þeirri skoðun að ef skólinn sinnir ræktarsemi við menningu þjóðar- innar þá sé málið í höfn og aðrir þegnar geti því blundað sælir í trú sinni á styrk íslenskrar menning- ar. Það frækorn sem skotið hefur rótum þarf aðhlynningu, annars deyr það. Áhugi á fornbókmennt- um er vaxandi í skólum landsins um þessar mundir. Sá áhugi mun því aðeins haldast og dafna ef hann nær til annarra landsmanna Helga Þórisdóttir og fornbókmenntir okkar verði að almennara lesefni en nú tíðkast. 2. Hvenær væri æskilegast að leiða nemendur í heim fornsagna með tilliti til þess að þær eni skyldu- grein í 9. bekk? Helga svarar: Ég álit, að vegna mikilvægi fornbókmenntanna fyrir þjóð okkar eins og áður segir, væri æskilegt að vekja áhuga nemenda á þeim fyrr en nú er. Væri þá rétt að haga framsetningu námsefnis- ins með hliðsjón af aldri og þroska nemenda. Guðmundur svarar: Um árabil hefur Gísia saga ver- ið lesin til samræmds prófs í 9. bekk og hefur reynst allvel. Þá má geta þess að á víð og dreif í lestr- arbókum handa grunnskólanem- endum er að finna kafla úr forn- gjöfin sem gefiirarö Grunnskólanem- ar bregða á leik Guðmundur Kristmundsson fara að kynna ungum nemendum fornritin ef kennarar taka mið af aldri og þroska nemenda sinna. Margt gæti komið þar til greina, t.a.m. goðasögur úr Eddu Snorra Sturlusonar, valdir kaflar úr ís- lendingasögum, biskupasögum o.fl. Því miður vantar okkur hent- uga útgáfu á slíku efni. Tólf til þrettán ára ætti þorri nemenda að geta lesið íslendingasögur með góðri aðstoð kennara og foreldra. Ég vil taka það fram að lokum að markmiðið með lestri forn- bókmennta sem og annarra bók- mennta ætti fyrst og fremst að vera það að nemendur kynntust bókmenntunum og lærðu að njóta þeirra. Próf úr grunnskóla eða framhaldsskóla á ekki að vera lokastimpill á fornritalestur nem- enda. Kgils.stöðum, 2. apríl. NEMENDUR Egilsstaðaskóla efndu til sinnar árlegu árshá- tíðar síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni var árshátíðin haldin í Valaskjálf og var húsfyllir. Á árshátíðinni sýndu nem- endur 8. og 9. bekkjar danskt unglingaleikrit, „Ég elska þig“, undir stjórn Guðmundar Steingrímssonar, kennara. Leikrit þetta vakti verðskuld- aða athygli fyrir góðan leik og frábæra uppsetningu og leik- stjórn. Var gerður það góður rómur að leiksýningunni að efna varð til aukasýningar í gær. En það var fleira sem vakti athygli á árshátíðinni á laug- ardaginn, s.s. látbragðsleikur forskólanemenda, stuttir leik- þættir nemenda í 1. til 6. bekk og skreyting- nemenda á and- dyri skólans. Árshátíð Egilsstaðaskóla hefur ávallt verið mjög vel sótt' og ekki hvað síst af foreldrum — en þó líklega aldrei eins og nú. Nærri mun láta að rúmlega 400 manns hafi sótt árshátíð- Atriði úr danska unglingaleikrit- ina. inu „Ég vil elska þig“ — sem — Ólafur. vakti verðskuldaða athygli. ritum. Auk þessa er fjallað um líf manna á landnámsöld í námsefni samfélagsfræði handa 10 ára nem- endum. Gæti það efni orðið nem- endum góður stuðningur við lestur fornsagna. Þá hafa ýmsir kennarar tekið það upp hjá sjálfum sér að fjalla um fornbókmenntir á margvísleg- an máta í kennslu sinni. Til að mynda hef ég haft spurnir af nokkrum kennurum sem endur- segja ungum nemendum sínum ýmsar sögur úr fornritum okkar. Því má segja að snemma megi i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.