Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 7Ó' e 1983 UnlKirul PrMl SymllciU U ~(o „ Hún viU fá sex kjúkLingay/áengi, þrjd i/insirí og prjd heegri." ... að hafa áhuga á sama — Og hverju var svo stolið frá Nei. Láttu það bara standa þar þér? sem það var! HOGNI HREKKVISI „PÁPA'! „ HAHkl ER 8ÚINH AE> SKZiFA BÓK OM A1E6RUW.' " Leikfélag Reykjavíkur haldi áfram að sýna: „Ilart Baldur Pálmason skrifar: „Leikfélag Reykjavíkur hefur sem kunnugt er sýnt leikrit Jökuls Jakobssonar „Hart í bak“ frá því um réttir á síðasta hausti — tók það þá til endurflutnings eftir meira en tveggja áratuga hlé, en í þann tíð var það frumflutningur nýs verks frá hendi höfundar, annars leikverks hans. Ég fór á sýningu 1. apríl síðast- liðinn, sem auglýst var hin síðasta og mun hafa verið hin fimmtug- asta. Fleiri en ég hafa verið seinir að taka við sér, því húsið var þá troðfullt. Bendir það til þess að eftirspurnin geti orðið nokkur enn — ef ekki verður staðar numið strax. Og erindið með þessum pistli er að hvetja eindregið bæði LR og almenning að stuðla að framhaldi. Ástæðan er einfaldlega í bak“ sú, að þetta er stórágæt sýning í einu og öllu að mínum dómi. Þarna er að segja má valinnn maður í hverju rúmi. Þótt hinir virtu leikarar Brynjólfur Jóhann- esson og Helga Valtýsdóttir, sem nú er horfin sjónum, eigi óefað ríkan þátt í minningu okkar, er sáum leikinn forðum, í hlutverk- um feðginanna Jónatans strand- kafteins og Áróru spákonu, ná Jón Sigurbjörnsson og Soffía Jakobs- dóttir sérlega góðum áhrifum á leikhúsgesti. Harmsaga beggja er mikil, stundum „tragikómísk". Þorsteinn Gunnarsson leikur Stíg skóara og missir ekki marks í lát- æði og raddbeitingu, en ég hefði kosi’ hann í dálítið aldurslegra gervi. Sigurður Karlsson og Aðal- steinn Bergdal hafa leyst af hólmi Pétur Einarsson og Jón Hjatarson í hlutverkum Finnbjarnar járn- sala og Péturs kennara. Ekki gætti þess hið minnsta, að þeir væru varaskeifur á sviðinu, svo vel túlka þeir vandræðagang ást- mannsins og þekkilegt hugarfar og framkomu hins raunsanna vin- ar. — En þrátt fyrir afbragðstök hinna fyrrgreindu leikara á hlut- verkum sínum, hygg ég að segja megi að nýliðar sviðsins, Edda Heiðrún Bachman og Kristján Franklín Magnús, verði hvað greinilegastir sigurvegarar í hlut- verkum elskendanna, Árdísar og Láka. Þar hefur LR bæst góður liðsauki, sem mikils er af að vænta. Bæði útskrífuðust þau Edda og Kristján úr Leiklistar- skóla íslands í fyrravor, og eftir að hafa fylgst með opinberum nemendasýningum þess árgangs, kemur mér raunar frammistaða þeirra ekki á óvart, því að þá sýndi sig að sá sjö manna hópur mundi verða mikils megnugur. Skýrast dæmi þar um tel ég hafa verið finnska leikritið „Prestsfólkið". Steinþór Sigurðsson listmálari hefur þarna gert eina sinna yfris- góðu sviðsmynda. Milliþáttamús- ikin er eftir Eggert Þorleifsson og hljómar vel. Ljósameistari: Daníel Williamsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Þeir kunna sín fög. Vert er að minnast þess í lokin, að faðir og systir Jökuls heitins hafa einnig átt sjónleiki á sviði þetta leikárið. Geri aðrar fjöl- skyldur betur! Þjóðleikhúsið sýndi „Tyrkja-Guddu" dr. Jakobs Jóns- sonar og „Lokaæfingu" Svövu dóttur hans — allar þessar þrjár sýningar eru mér langeftirminni- legastar eftir veturinn, og hef ég þó séð flest önnur verk aðalleik- húsanna. Nokkuð er síðan „Tyrkja- Gudda" og „Lokaæfing" hurfu af sviði, — en „Hart í bak“ þarf kannski ekki að stranda undir eins, ef LR kallar snarlega „Hart í bak“. Ég heid það yrði öllum til ávinnings — svo og minningu Jök- uls Jakobssonar, hins snjalla leikskálds, sem andaðist á miðjum fimmtugsaldri en hafði þó skilað þjóð sinni góðum arfi.“ Gullkorn Sá hlátur er of dýr, sem keypt- ur er á kostnaö sæmdarinnar. Quintilianus (35—95) var rómverskur mælskumaður. Söngfélagið Gígjan á Akureyri: Sennilega stofnað 1877—1878 88 ára gömul norölensk kona skrifar: „Heill og sæll Velvakandi. Sunnudaginn 18. mars síðastlið- inn hlustaði ég á erindi flutt um Magnús Einarsson organista á Akureyri. Þar var sagt að Magnús hefði að líkindum stofnað söngfélagið „Gígjan" 1880. Móðir mín var fædd 1860, uppal- in á Akureyri, hún var félagi í „Gígjunni" frá stofnun og ég held að ég muni það rétt að hún segðist þá hafa verið 17 ára og þá mun upphaf „Gígjunnar" hafa verið 1877—1878, en það skiptir ekki miklu máli. Ég man hve mikið hún dáði Magnús og söngsystkini sín, því vitanlega var stofnun söngfélags nýlunda á þeim tíma. Móðir mín flutti frá Akureyri ásamt fósturforeldrum og þeirra börnum til Skagastrandar 1880, svo á því sést að stofnun félagsins er fyrir þann tíma. Hún átti tölu- vert af smáprentuðum örkum með Ijóðum sem Gígjan hafði sungið við ýmis tækifæri, svo sem við þorrablót og fleiri samkomur. Einnig átti hún ljóð ort og hand- skrifað af Magnúsi til vinar hans, Björns Pálssonar myndasmiðs við brottför hans til Ameríku. Erind- in voru undir laginu „Á vordags- morgni gekk ég göng í lundi“. Blaðið gaf ég bróðursyni Magnús- ar og hin önnur blöð, en átti afrit af Ijóðinu, en það sendi ég minja- safni Akureyrar ásamt gömlum myndum og öðru smávegis sem móðir mín átti eftir fósturfólk sitt. Mig minnir að Ijóðið hafi verið þrjú erindi en er þó ekki viss um að það sé rétt. Tvö kann ég, vegna þess að móðir mín söng þau oft og læt ég þau fylgja hér með. Ég kveð þig vinur kær í hinsta sinni, kveina sárt og græt um marga stund. Því nú ég sviftist návist góðu þinni, nú mér svíður harmaslegin und. Þig forlög bera burt af föðurlandi og bráðum þig ég aldrei framar lít, í staðinn þinn að velja, það er vandi, einn vin, nei, þann ég aldrei slíkan hlýt. Farðu vel til fagra landsins góða, þar frjóvgist þú og blessist langa stund. Mig furðar mest að forlög mér ei bjóða að fylgja þér á brott af „ísagrund". Nú syngur Gígjan saknaðar með tárum þau sorgarorð „æ, hvar er bassinn hans,“ hann drynur nú á drafnar köldum bárum en drenglynd sál er skýr í huga manns.” Lastaranum líkar ei neitt Granni skrifar: „Ófrægingariðjan af hálfu út- sendara fréttastofu Ríkisútvarps- ins um bandarískt þjóðlíf, virðist nú orðið óhagganlegt lögmál og óstöðvandi. Trúflokki Marxista í róttækl- ingadeild Ríkisútvarpsins (hljóð- varps) skal því send kveðja sem er þessi þjóðkunna íslenska vísa: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.