Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Góðir gaurar og hjartahreinar gálur Leiklist Jóhann Hjálmarsson PjóAk'ikhúsiö. GÆJAR OG PÍUR. Söncleikur byggöur á sögu og per- sónum eftir Damon Runyon. Tónlist og söngtextar: Frank Loess- er. Handrit: Jo Swerling og Abe Burr- ows. Þýðing: Flosi Ólafsson. Hljómsveitarstjóri: Terry Davies. Æfingastjóri tónlistar: Agnes Löve. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Búningar: Una Collins. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Danshöfundur: Kenn Oldfield. Leikstjórn: Kenn Oldfield og Bene- dikt Árnason. Guys and Dolls, söngleikurinn happasæli, er orðinn meira en þrí- tugur og alltaf jafn vinsæll. Þetta sérameríska fyrirbrigði er sprott- ið úr sagnagerð Damons Runyon, hannað af þremur kunnáttu- mönnum: Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows. Efnið er sótt í undirheima New York- borgar, en fáum var jafn lagið og Damon Runyon að lýsa því sem gerðist þar um slóðir. Nú er þessi söngleikur kominn á svið Þjóðleikhússins og kallast Gæjar og píur í þýðingu Flosa Ólafssonar. Heimsmenningin hef- ur semsagt náð til okkár óverð- ugra. Ætla má að glæsiflokkar ís- lenskra leikara og dansara sjái nú draum sinn rætast að fá tækifæri til að túlka hinn gáskafulla söng- leik þar sem glæpamenn eru innst inni góðar sálir og ekkert blóð flýtur. Veröld glæpa og hryðju- verka er orðin notaleg og hlý og mikið er um viðkvæmni og kær- leiksverk eins og vera ber. Þess er gætt að allt sé nógu einfalt til þess að hvert barn geti skilið, en verkið leynir þó stundum á sér. Vissulega er stefnt að vins'ældum fyrst og fremst. Gæjar og píur hafa að leiðar- ljósi góðan húmor, margt er skop- legt í verkinu og stundum meira en lítið fyndið. Gæjarnir eru kald- ir kallar og láta sér detta margt í hug til að lífga upp á tilveruna, píurnar eru heimskar og hégóm- legar. Veðmál og hark eru Bækur Björn Bjarnason Kjarnorkuvopn og samskipti risa- veldanna, eftir Albert Jónsson. Útg. Öryggismálanefnd, rit 4. 208 bls. Athyglin sem beinst hefur að kjarnorkuvopnum undanfarin misseri hefur meðal annars haft það í för með sér að orðið „ógnar- jafnvægi" lýsir í hugum mrgra versta blettinum á samskitpum risaveldanna. Af orðinu sjálfu starfa nú svpið ógn og af orðunum „svarti dauði". í sumum hópum er nú nóg að láta orð falla á þann veg að einhver telji „ógnarjafnvægið" hafa stuðlað að friði til að sá sem þá skoðun hefur sé úrskurður and- stæðingur friðar. Staðreynd er að „friðarumræðan" hér á landi að minnsta kosti hefur staðnæmst við andúðina á kjarnorkuvopnum. Fyrir þá sök eina ætti að vera meiri áhugi en ella á nýjasta riti Öryggismálanefndar: Kjarnorku- vopn og samskipti risaveldanna eftir Alberg Jónsson, stjórnmála- fræðing, sem á sínum tíma tok saman rit fyrir sömu nefnd um vígbúnað og friðunarviðleitni á Indlandshafi. Þetta fjórða rit Öryggismála- nefndar fjallar um „ógnarjafn- vægið", þótt það orð komi ekki mönnum eins og Natan Detroit og Skæ Masterson hámark lífsins og er einskis svifist í þeim efnum að krækja sér í seðla. Sakleysisleg lögga að nafni Brannígan er jafn- an á hælum gæjanna, en þeim reynist auðvelt að leika á hana. Hjálpræðisherinn kemur við sögu, ekki síst hin fagra Sara Brown sem vegna veðmáls dregst inn í atburðarásina og ruglar í ríminu hinn ófyrirleitna Skæ Masterson. Skemmtistaðurinn Heiti Pottur- inn með danspíum sínum er eftir- sóttur af gæjum. Þar er fremst í flokki pían Adelaide, en milli hennar og Natans Detroit er gráthlægilegt ástarsamband. Eins og gefur að skilja er mikið um söngva í Gæjum og píum. Söngtextarnir eru léttir og flestir skemmtilegir, meira að segja hnyttnir. Meðal hinna fyndnustu er Gifstu honum strax í dag en þar eru birt eftirfarandi heilræði handa konum: (Að) gifta sig strax í dag þó gaurinn sé enn að leik á honum sé afleitt lag og allt sé að fara í steik. Gifta sig strax í dag hætta að safna sorgum gifta sig strax í dag og breyta’ honum á morgun. Gæjar og píur er fyrst og fremst sýning, show, og hefur sem slík tekist með ágætum. Boðskapur er veigalítill og ólíklegt að sýningin skilji nokkuð eftir hjá leikhúsgest- um annað en minningu um vel heppnað kvöld. Kenn Oldfield og Benedikt Árnason hafa unnið verk sitt af mikilli prýði, Oldfield er einnig höfundur dansanna. Sigur- jón Jóhannsson sýndi enn á ný yf- irburði sína í gerð leikmyndar. Búningar Unu Collins gáfu sýn- ingunni líf og lit, trúverðugir í besta lagi. Lýsing Kristins Daní- elssonar var hluti af gæðum leikmyndar. Hljómsveitarstjórinn Terry Davies stjórnaði af miklum krafti og sinn þátt í flutningi tón- listar átti Agnes Löve. Það má vissulega halda áfram upptaln- ingu nafna lengi því að margir eiga sinn hlut í sýningunni. Það er vitanlega öflugt hópstarf og sam- heldni sem gera sýninguna að því sem hún er. Hvergi má skeika. fyrir í því. Eða eins og höfundur segir í inngangi: „Þetta rit fjallar um kjarnorkuvopn, einkum afleið- ingu þeirra í samskiptum risa- veldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem nefnd hefur verið gagnvirk fæling (mutual deterrence). í stuttu máli má segja, að í gagnvirkri fælingu sé gert ráð fyrir að hvorugur hafi ástæðu til að ætla að hann geti gert kjarnorkuárás á hinn án þess að verða fyrir endurgjaldsárás í staðinn. Báðir álíti því að kjarn- orkuátök muni hafa svo hræði- legar afleiðingar í för með sér fyrir þá að það þjóni engu póli- tísku markmiði að hefja þau. Með öðrum orðum hafi hvorugur ástæðu tjl að óttast árás frá hin- um. Hún mundi leiða til endur- gjaldsárásar með hræðilegum af- leiðingum en ekki til neins ávinn- ings. Ákvarðanir og hegðum beggja ráðast af þessu og sagt er að gagnvirk fæling sé stöðug". Höfundur skýrir hugtakið „fæl- ing“ í fyrsta kafla verksins; í öðr- um kafla lýsir hann kjarnorku- vopnunum; í hinum þriðja er greint frá kjarnorkuherstyrk risa- veldanna; fjórði kafli heitir: Gagn- virk fæling risaveldanna og for- sendur hennar: Sögulegt yfirlit; fimmti kaflinn snyst um gagn- virka fælingu um þessar mundir Þótt bera mætti fram aðfinnslur eru þær svo smávægilegar að rétt- ast er að láta þær liggja milli hluta. Á sýningunni voru mjög fá- ir hnökrar. Þeir sem ég kom auga á flokkast aðeins undir smá frum- sýningarskjálfta. Sigríður Þorvaldsdóttir túlkaði Adelaide með glæsibrag og smit- andi fjöri. Hún var stjarna kvölds- ins. og í iokin dregur höfundur saman niðurstöðu. Þá er í ritinu skrá yfir hugtök, heiti og skammstafanir, þar sem lýst er hvað felst í helstu hugtökum sen notuð eru í umræð- um um þessi mál og þau þýdd af ensku á íslensku. Skrá yfir heim- ildir og tilvísanir er ítarleg og í lok ritsins er útdráttur á ensku. Það er síður en svo einfalt verk að taka saman slíkt rit á íslensku. I fyrsta lagi er erfitt að glíma við útlistanir á öllu því sem vígbúnað varðar á íslensku. Hugtök sem hafa áunnið sér ákveðinn sess í tungum annarra þjóða eru ný- smíði í okkar máli og má þar fyrst nefna í þessu samhengi orðið „fæl- ing“ sem á ensku er „deterrence" og „avskrekking" á norsku svo að dæmi séu tekin. Varnarstefna Atlantshafs- bandalagsins byggist á fælingu, sem sé á því í stuttu máli, að varn- armáttur bandalagsþjóðanna sé svo öflugur að hann fæli hugsan- legan árásaraðila frá hættulegum áformum sínum. Þessi hugmynd er síður en svo ný af nálinni eða einhver sérstök uppfinning sam- tímans. í 21. versi 11. kapítula Lúkasarguðspjalls sem lagt er út af á föstu segir svo: „Þegar sterk- ur maður, alvopnaður, varðveitir hús sitt, þá er allt í friði, sem hann á; en komi sá, sem sterkari er en hann, og sigri hann, tekur Bessi Bjarnason var Natan Detroit. Bessi gerði persónu Detroits einkar hugþekka eins og honum er lagið, sýndi okkur klaufalegt góðmenni á villigötum. Næslí Næslí Johnson var einnig góðmennskan holdi klædd í inni- legri túikun Flosa Ólafssonar. Ef nota má slitið orðalag þá var Flosi í essinu sínu í þessu hlutverki. Egill Ólafsson var hinn skugga- legi Skæ Masterson sem öllum Albert Jónsson hann öll hertýgi hans, er hann treysti á, og skiftir herfanginu frá honum." Albert Jónsson ræðir það ekki í ritgerð sinni hvort kjarn- orkuvopnin hafi gert það siðferð- ilega (guðfræðilega?) rangt að bú- ast þannig til varnar að enginn þori að ráðast á mann, en hann lýsir því hins vegar af nákvæmni hvernig kjarnorkuvopnin gegna stendur stuggur af og lætur engan plata sig. Egill var eins og fæddur í þetta hlutverk og gerði því eftir- minnileg skil. Sara Brown hjálpræðishermað- ur var leikin af Ragnheiði Stein- dórsdóttur. Leikur Ragnheiðar sýndi okkur hve vaxandi hún er. Hinu vandasama hlutverki skilaði hún á mannlegan hátt. Mannleg var einnig túlkun Árna Tryggvasonar á Arvide Abern- athy, hjálpræðishermanninum góða, sem er eins konar organisti verksins, skilur hið breyska öllum betur. Stóri Júlíus, glæpon frá Chic- ago, var leikinn af Erlingi Gísla- syni. Þessi persóna skýtur mönnum skelk í bringu þótt hann sé í fríi frá glæpaverkum og að- eins sólginn í hark. Júlíus varð stundum senuþjófur í höndum Erlings. Meðal hlutverka sem nutu góðs leiks og ástæða er til að minna á voru Benni Southstreet Sigurðar Sigurjónssonar, Rusty Charley Guðmundar Ólafssonar, Harry hross Randvers Þorlákssonar (kátleg og sterk túlkun) og Þjónn á Café Cubana sem Andri Örn Clausen lék. Meðal dansara sem dönsuðu með afbrigðum vel voru Guð- munda Jóhannesdóttir, Helga Bernhard, Ásdís Magnúsdóttir, Birgitta Heide og Orn Guð- mundsson, en hann naut sín einn- ig vel í tveim hlutverkum: Skran- Simma og Byttu. Auk hinna þjálfuðu dansara sýndu nokkrir leikarar að þeir geta líka dansað. Gæjar og píur er dæmigert leiksviðsverk, sýning, eins og fyrr var sagt. Textinn verður varla kallaður mjög bókmenntalegur. Að minnsta kosti ekkert í líkingu við Shakespeare. En það sem ein- kennir hann er leikur að orðum þar sem slangur kemur mjög við sögu. Málið verður að vera í þeim kæruleysislega anda sem lýsir gæjum og píum eða gaurum og gálum. Ekki vil ég fullyrða að þýð- ing Flosa Ólafssonar standist samjöfnuð við frumtexta, en þýð- ing hans ber hugkvæmni vitni og oft skemmtilegum lausnum á þýð- ingarvanda. fælingarhlutverki hjá risaveldun- um báðum. Friðurinn hefur löngum stuðst við spjótsodda og nú styðst hann við kjarnorkuodda í okkar heims- hluta að minnsta kosti. Þeirri staðreynd verður ekki breytt á svipstundu. í lokaorðum segir Al- bert Jónsson: „Um endalausa viðleitni er að ræða í þá átt að draga úr eigin óvissu og auka óvissu andstæð- ingsins: Þetta sést m.a. af því að vígbúnaðarkapphlaupið hættir ekki og virðist ekki eiga sér neinn endapunkt. Hlaupararnir koma aldrei í mark. Óvissunni verður aðeins eytt á tvennan hátt. Ann- ars vegar með róttækum breyting- um á pólitískum samskiptum austurs og vesturs. Hins vegar með styrjöld." Undir þessi orð má taka en þó með þeim fyrirvara að á milli rót- tækra breytinga á pólitíska kerf- inu og styrjaldar er til leið sem byggist á sameiginlegri stjórn á vígbúnaði. I því skyni er efnt til afvopnunarviðræðna eða við- ræðna um takmörkun vígbúnaðar. Sú viðleitni hefur því miður ekki borið tilætlaðan árangur. í des- ember 1979 ákváðu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til dæm- is að því aðeins yrðu nýjar banda- rískar eldflaugar með kjarna- oddum fluttar til fimm Vestur- -Evrópuríkja fyrir árslok 1983, að Sovétmenn neituðu að fjarlægja SS-20 kjarnorkueldflaugarnar sem ógna Vestur-Evrópu. Viðræð- ur stóðu yfir með hléum í tvö ár, en án árangurs og Sovétmenn gengu frá samningaborðinu undir Gagnvirk fæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.