Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Nýr Stefnir á leiðinni UMSJÓN EIRIKUR INGÓLFSSON Fundur sjálfstæðis- félaganna í Keflavík EFTIRFARANDI pistill barst Sjónarhorni frá ungum sjálfstæðis- mönnum í Keflavík: „Sjálfstæðisfélögin í Keflavík héldu sameiginlegan fund 19. mars sl. um almenn bæjarmál og væntanlegt landsmót UMFÍ, sem haldið verð- ur hér dagana 12.—15. júlí í sumar. Frummælendur voru Ingólfur Falsson, Garðar Oddgeirsson og Hjörtur Zakaríasson. Talsverðar umræður voru um bæjarmál almennt og nauðsyn þess, að vinna að aukinni hag- sýni við ráðstöfun fjármuna bæjarins, bæði í rekstri og við verklegar framkvæmdir. Þá var mönnum tíðrætt um atvinnumál á svæðinu. í máli Ingólfs Falssonar kom m.a. fram að brýna nauðsyn ber til að vinna að aukinni fjölbreytni í atvinnutækifærum Suður- nesjamanna, því I jóst er að hefðbundnir atvinnuvegir, svo sem sjávarútvegur og fisk- vinnsla, standa ekki í sama mæli og áður undir þörf fyrir aukin atvinnutækifæri til handa íbúum svæðisins. f umræðum um væntanlegt landsmót kom m.a. fram, að vænta má að fjöldi fólks sæki hingað suður vegna mótsins. Reiknað er með að keppendur verði um 1.500, þjálfarar og að- stoðarfólk um 500 og svo áhorf- endur. Hjörtur Zakaríasson upplýsti að reiknað er með að a.m.k. 10—20 þús. manns komi á mótið. Með tilliti til þess var eftir- farandi tillaga borin upp og samþykkt einróma: „Sameiginlegur fundur sjálf- stæðisfélaganna í Keflavík samþykkir að beina þeim til- mælum til framkvæmdanefnd- ar vegna landsmóts UMFÍ, að nefndin hefji strax upplýsinga- starfsemi fyrir bæjarbúa Kefla- víkur og Njarðvíkur vegna mótsins."" Landbúnaðarráð- stefna í Borgarnesi Næstkomandi laugardag, þann 14. apríl, halda SUS og félög ungra sjálfstæðismanna á Vest- urlandi ráðstefnu um landbúnað- armál, og verður ráðstefnan haldin í Ilótel Borgarnesi. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns SUS, en síðan mun Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpa ráðstefnugesti. Fyrir hádegi verða flutt þrjú erindi. Egill Bjarnason búnað- arráðunautur fjallar um stöðu landbúnaðarins, Eyjólfur Konráð Jónsson ræðir um fjár- hagslegt sjálfstæði bænda og Óðinn Sigþórsson bóndi fjallar um framleiðslustjórnun í land- búnaði. Að því búnu mun Kjartan Ólafsson búnaðar- ráðunautur flytja álitsgerð um efni þessara þriggja erinda og síðan verða pallborðsumræður. Að loknu hádegisverðarhléi mun Friðrik Friðriksson hag- fræðingur flytja erindi um neytandann og landbúnaðinn og Guðmundur Jónsson bóndi segir frá framtíðarmöguleikum í landbúnaði. Að loknu hvoru erindinu um sig verða fluttar stuttar álitsgerðir og munu Anna K. Jónsdóttir lyfjafræð- ingur og Guðmundur Sigurðs- son bóndi flytja þau. Að því loknu verða pallborðsumræður, Egill Bjarnason Eyjólfur Konráð Óðinn Sigþórsson Friðrik Friðriksson rjah, 1TV Helgi Bjarnason en ráðstefnuslit verða 17.00. um kl. Ráðstefnustjórar verða þeir dr. Sigurgeir Þorgeirsson bú- fjárfræðingur og Helgi Bjarna- son blaðamaður, formaður FUS í Mýrasýslu. Þau félög sem standa að ráð- stefnunni auk SUS eru: Egill, FUS í Mýrasýslu, Þór, FUS á Akranesi, Félag ungra sjálf- stæðismanna í Snæfells- og Hnappadalssýlsu og Félag ungra sjálfstæðismanna í Dalasýslu. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um þessi mál. 1. tölublað Stefnis 1984 kemur út nú á næstunni. Blaðið verður að mestu helgað störfum ríkis- stjórnarinnar. Þeir áskrifendur blaðsins sem ekki hafa enn greitt áskrift fyrir árið 1983 eru vinsamlegast beðnir um að gera það hið fyrsta, því að öðrum kosti verður hætt að senda blað- ið til þeirra. Nýir áskrifendur geta snúið sér til skrifstofu SUS að Háaleitisbraut 1. Hér birtist loks mynd af stjórn Þórs, FUS á Akranesi, sem kjörin var þann 13. nóvember sl. Aftari röð f.v.: Þórður Björgvinsson, meðstj., Guðjón Þórðarson, varam., Helgi Þórisson, gjaldkeri, Sveinn Knútsson, varam. Fremri röð f.v.: Jón Helgason, ritari, Benjamín, Jósfesson, formaður og Eiríkur Þ. Eiríksson, varaform. Aðalmarkmið stjórnarinnar er að ná til ungs fólks á Akranesi og nágrenni og efla allt starf félagsins. Á döfinni er að koma af stað virkri umræðu um bæjar- og landsmál og ýmislegt fleira er í bígerð, þ.á m. þátttaka í landbúnaðarráðstefnu SUS o.fl. Fossnes sf. með nýjungar í innflutningi: Nýir gúmbjörgunarbátar, tölvustýrðar færavindur o.fl. UMBOÐS- og heildvcrslunin Foss- nes sf. hélt nýverið kynningu á ýms- um nýjungum sem verslunin hefur hafið innflutning á. Hér er um gúmbjörgunarbáta, flotbjörgunar- húninga, tölvustýrðar færavindur, sjálfvirka fæðudreifara í fiskeldis- stöðvar og fiskeldisnetabúr að ræða. Gúmbjörgunarbátarnir eru frá Dunlop-fyrirtækinu og uppfylla í einu og öllu þær kröfur sem sigl- ingamálaráð gerir til slíkra báta. Meðal þeirra endurbóta sem Dun- lop hefur gert á gúmbjörgunar- bátum sínum er svokölluð inn- gangshosa, vatnspokar með síðum og plastsokkur undir miðjum báti til kjölfestu. Bátar þessir blása upp sjálfkrafa á þremur mínútum hvort heldur sem vera skal við -35 mælistig á selsíuskvarða eða +65 mælistig. Ian Camp, sölumaður Dunlop, sagði á kynningunni að kröfur um útbúnað gúmbjörgunarbáta væru mjög strangar á íslandi og farið væri fram á ýmis atriði í útbún- aði, svo sem tímstrimla á hliðum báta sem greina má í radar, sem ekki er farið fram á erlendis. Sagði hann ennfremur að ákvæði um björgunarbúnað skipa væru endurskoðuð um allan heim með stuttu millibili og upplýsinga- streymi milli landa væri mikið í þessum efnum þannig að slíkar reglugerðir væru víðast hvar svip- aðar. Flotbjörgunarbúningarnir eru frá breska fyrirtækinu G.R. Woodford Limited. Hér er um tvær tegundir búninga að ræða. Önnur er brotin saman í öskju og er hentugast að festa hana við björgunarbelti. Það tekur skemmri tíma en mínútu að klæð- ast búningnum og hann er full- komlega einangraður. Hin gerðin er einnig nothæf sem vinnugalli lan ('amp, Hafsteinn Þorgeirsson, Marteinn Petersen og Ásgeir Óskarsson við Dunlop-gúmbjörgunarbátinn Tommy Pedersen og Hafsteinn Óskarsson við tölvustýrða fæðudreifarann. Ljósm Mbl. KEK. og er þeim eiginleika gædd að geta notað líkamshita þess sem í bún- ingnum er til að hita það vatn sem lokast í honum og eykur þannig lífslíkur notanda. Tölvustýrða færavindan er sænsk að uppruna, frá Kemers maskin ab. Færavindan sparar í mannafla og má stilla hana á ýmsa vegu eftir því dýpi sem veiða skal á og hvernig vinda á línuna inn. Einn maður getur starfrækt fjórar slíkar vindur við íslenskar aðstæður og er vindan fremur auðveld í stillingu. Sjálfvirki fæðudreifarinn er einnig frá Kemers og er mun full- komnari en starfsbræður hans. Það er full tímafrekt að fóðra með berum höndum og venjulegir fæðudreifarar hafa mjög þröngan dreifigeisla svo að fiskarnir þurfa að berjast um bitann sem kemur á ójöfnuði í fiskbúrinu. Kemers- dreifarinn hefur aftur á móti 6‘/2 m dreifihring sem stuðlar að jöfn- uði. Fiskeldisnetabúrin eru frá sama fyrirtæki og eru gerð til að þola talsverðan sjó. Það er stöðluð framleiðslustærð á búrunum og er hvert búr 10x10 m og þau eru framleidd í litlum einingum sem eru auðveldar í samsetningu og létta allan flutning. Hinn sænski sölumaður Kem- ers-fyrirtækisins lét í ljósi undrun sína á því hversu fiskeldismál væru skammt á veg komin á ís- landi og kvað Norðmenn bíða þess með beyg í brjósti þegar íslend- ingar færu að notfæra sér þá ríku- legu möguleika sem heitar upp- sprettur og aðstæður á íslandi veita til slíkra efna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.