Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Hvers á ullin að gjalda? Svar við opnu bréfi Elínbjartar Jónsdóttur — eftir Guðríði B. Helgadóttur Elinbjört Jónsdóttir skrifar opið bréf til bænda í Morgunblað- ið þ. 23.3. sl. Þökk sé henni fyrir áhuga á ullarmati og ullargæðum. Þar hafa of fáir gert of lítið til úrbóta. Það var aðeins þetta þekk- ingarleysi, bæði hennar og ann- arra, að kenna bændum um allt sem aflaga fer í þessu þjóðfélagi, sem snart mig, stakk og særði til að biðja Morgunblaðið um örlítið horn af sínum dýrmæta pappír undir fáein orð, sem ef til vill gætu opnað fleiri leiðir til um- ræðu, og verðugri nýtingar á ís- lenzkri ull. Verðlagningu búvara er þannig háttað, að bændur hafa þar engan íhlutunarrétt né ákvarðanatöku. Nefndir og ráð skammta þeim kaup og kjör — í orði kveðnu við- miðunarkaup við þar til teknar stéttir, sem þeir ná þó aldrei gegn- um búvöruverðið. Hver tegund framleiðslunnar vegur mismun- andi hátt í verðlagsgrundvellin- um, eftir oft handahófskenndum ákvörðunum, að manni sýnist. Ullin hefir þar lengst af verið hornreka. Fyrir hana fengu bænd- ur til skamms tíma „skít og ekki neitt“. Eða svo lítið að það borgaði sig ekki að hirða hana. Þó hækk- aði ullarverð talsvert í fyrra, eða um allt að helming sumir flokk- arnir miðað við árið áður. Þökk sé máttarvöldum. Svo fyrir úrvals- flokk átti bóndinn að fá 90 kr. pr. kg, fyrir 1. fl. 70 kr., 2. fl. 36 kr., 3. fl. 14 kr., svart og grátt 70 kr. og mórautt 90 kr. pr. kg. En sagan er ekki nema hálfsögð. Bóndinn fær ekki ull sína metna, þegar hann leggur hana inn, heldur mörgum mánuðum seinna, þegar hún er orðin hlandbrunnin og fúin, óþvegin í samansafnaðri kös hjá vinnslustöðvunum. Svo út úr þessu kemur auðvitað ekki annað en stórskemmd vara, lítils virði og einskis nýt að miklum hluta. Þetta er ekki bændum að kenna, að öðru leyti en því, að þeir gætu neitað að afhenda nokkra ull, nema hún væri metin um leið að þeim ásjáandi. Og ég skora á þá að gera það. Allir sem einn. Þessu eiga þeir fullan rétt á, og þetta er þeirra hagsmunamál. Vetrarrúning hefir rutt sér til rúms í seinni tíð, vegna áróðurs um ullargæði o.fl. Við skulum at- huga örlítið nánar hvernig bónd- anum er launað fyrir það. Ég hef hér fyrir framan mig tvær innleggsnótur frá í fyrra. Önnur dags. 15.3. Sú ull er metin hjá Álafossi\þ. 15.6., eða þrem mánuðum siðaí;,_Þetta var nýrúin u 11, þegar bóndinn lagði hana inn, féð á grindum í góðum húsum og vel með farið á allan hátt. UUin fór að vísu í hreina liti og 1. flokk, svo til öll, — en aðeins 6 kg. í úrval, jtf þessum 214 kilóum. En hin nótan, yfir svipað magn, af gömlu tvílembunum, rúnum í end- aðan júní um leið og flutt var á heiðina. Hún flokkaðist í svo að „Ég man vel þann tíma, þegar bændur báru ein- ir ábyrgð á gæðum ullar- innar. Þá var íslenzka ullin góð vara. Þá var kappkostað að þvo hana strax eftir að tekið var af að vorinu. Og þvo hana vel.“ segja sömu hlutföllum, lögð inn strax, en ekki metin fyrr en 9.9., eða þrem mánuðum seinna eins og hin. Þetta er mjög athyglisverður samanburður, vegna þess að til þess að vetrarrýja fé, þarf bónd- inn að kosta miklu til aukreitis, í fóðrun, góðum húsum og nær- gætni. En umfram allt, nógu hús- rými um sauðburð að vorinu, til þess að geta haft allt lambféð inni, ef illa viðrar. Og það kostar nú meira en rétt að segja það. Fyrir utan alla vinn- una í 24 tíma á sólarhring. Sé knappt um hey eftir erfið óþurrkasumur þá er þessi vetrar- rúna ull orðin bóndanum dýr, og hann fær svo ekkert meira fyrir hana en ullina af vorrúnu gömlu tvílembunum, sem hann beitti á útmánuðum til að spara hey handa hinum, sem inni stóðu við troðna jötu. Vornæðinginn standa þær líka betur af sér þær órúnu og skýla smálömbum undir hlýju reyfi. Þetta bið ég Elinbjörtu og aðra að taka með í reikninginn, þegar gerðar eru upp sakirnar við bænd- ur. Ég man vel þann tíma, þegar bændur báru einir ábyrgð á gæðum ullarinnar, þá var íslenzka ullin góð vara. En þá var kappkostað að þvo hana strax eftir að tekið var af að vorinu. Og þvo hana vel. Þurrka sem bezt, flokka lagð fyrir lagð í pokana, velja það greiðasta og blæfallegasta til tóskaparins heima, tekið ofan af táið og hært, það sem vel átti að vanda. Inn- leggsullina var farið með sem fyrst til kaupmannsins, sem lét meta hana á meðan bóndinn beið. Um það urðu engin eftirkaup. Hvar er nú íslenzka bænda- menningin? spyr Elinbjört. Kannski Jæir geymi hana í sekkjum hjá Álafossi. En við Elinbjörtu Jónsdóttur langar mig að segja svona prívat af því hún er vefnaðarkennari og fagmaður í litaniðurröðun: Sumt sveitafólk hefir annað gildismat en fjárveitingavaldið og bissness- mennirnir. Og hefur enn í heiðri ýmsar gamlar hefðir, líka þá að þykja vænt um ull og fara vel með hana, — jafnel þó það fáist ekkert fyrir hana. Ég hef til dæmis gamnað mér við það í yfir 20 ár að rækta upp mórauðan fjárstofn, með góðri að- stoð annarra á heimilinu auðvitað. Þetta er orðinn allgóður hópur og fallegur á litinn. En ekkert nema þessi sérvizka þrjózka íslenzkra þjóðrembusvína og sveitalubba, getur staðizt þá raun að sjá á eftir þessum 30—40 reyfum árlega, svona rauð-mórauðum í mörgum litbrigðum, vita þeim blandað í ljósmórautt, illa mórautt og grámórautt í pottinum hjá Ála- fossi, innan um allt ruslið. — Svo láta þeir bara lit í súpuna, ef þeim líkar ekki blærinn. — Þar fór oft of góður biti í. — Gráu litirnir og svörtú bjóða líka upp á óþrjótandi litasamstæð- ur, sem svo sannarlega væru betur komnar í tilraunatóskapinn henn- ar Elinbjartar, og fús skal ég vera til samstarfs, eigi ég þess kost. Um Reykhólaféð get ég verið fá- orð. Þar hef ég aldrei komið og þar þekki ég ekki til, því miður. En ég myndi syrgja það ákaflega (eins og mórauðu ærnar mínar), ef þar yrði áratuga ræktunarstarfi kast- að á glæ, fyrir glópsku. Hver og einn íslenzkur eiginleiki og sér- kenni er ómetanlegur, eftir svo langa hreinræktun. Ull og gærur eru einmitt nú verðmætari afurð en lambakjöt. Háfættar og lágfættar eiga þær hljómgrunn í minu hjarta, meðan lambsjarmur bergmálar í fjöllum og ærin tekur undir. Ef ég væri í sama sauðfjárhólfi og Reykhólabúið, myndi ég reyna að eignast nokkur stykki, ær og einn hrút, og rækta áfram. Vona að Vestfirðingar og Strandamenn bjargi því sem bjargað verður, ef til óðagotseyðileggingar kemur á þessum fágæta stofni. Annars fer nú sennilega að verða hver síðastur að tala um kindur, það á vfst að leggja niður landbúnað. — Svona segir Jónas. — Og hann fer líklega ekki með fleipur. Eða gerir hann það? Virðingarfyllst. Guðríður B. Helgadóttir býr í Aust- urblíð í Blöndudal. ..NYJUFILM- SXJORNURNAR FRÁKODAK! Nýju 35 mm litfilmurnar fra Kodak. KODACOLOR VR.skila hlutverki sinu medsoma viö olikustu skilyrði litljósmyndunar. enda eiga þær ekki langt aö sækja frabæra „lithæfíleika" sina. ftar.Aooi.ae icuc C' s,. allfc i/i^rne-masíí - filme !'• ( mtKji.- In.s'^n.aBtirv. SKiíá »:ar i«; mynour KDDAKumboðid Hvetja til þyrlukaupa Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík og björgunarsveit Hornafjarðar hafa skrifað for- sætisráðherra bréf og hvatt til þess að stjórnvöld haidi ekki að sér höndum í sambandi við þyrlukaup. Benda félögin á nauðsyn þess í bréfum sínum að þau mál séu í höndum Islendinga og láta í ljós þá skoðun að þyrlur séu nauðsyn- leg öryggistæki fyrir sjómenn og landsbyggðina alla. Kjarasamning- ar samþykktir Nýgerðir kjarasamningar milli Félags matreiðslumanna og Sambands veitinga- og gisti- húsa voru samþykktir á al- mennum félagsfundi sem hald- inn var í lok mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.