Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
91. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sendiráð Líbýu í
London í herkví
Maður með hendur fyrir
ofan höfuð kemur út úr
sendiráði Líbýu í London.
Nokkru áður hafði verið
skotið innan úr sendiráðinu
á fólk, sem var að mótmæla
stjórnarfarinu í Líbýu fyrir
framan sendiráðið. með þeim
afleiðingum að lögreglukona
lést og 11 slösuðust, sumir
alvarlega. ap.
l/ondon, 17. apríl. AP.
HUNÍ)RUÐ lögreglumanna hafa nú Ifbýska sendiráðið í Lundúnum í herkví
eftir að skotið hafði verið innan úr húsinu á fólk, sem safnast hafði saman
fyrir utan það. Ein lögreglukona lést af völdum skothríðarinnar og 11 manns
særðust, sumir alvarlega. Innanríkisráöherrann breski sagði um þennan
atburð, að hann væri sá „viðurstyggilegasti og villimannlegasti, sem gerst
hefði í Bretlandi um langan aldur“. Margir þingmenn hafa krafist brott-
rekstrar allra líbýsku sendimannanna.
„Við höfum tímann með okkur.
Við erum tilbúnir til að bíða í lang-
an tíma," sagði Richard Wells, tals-
maður Scotland Yard, við frétta-
menn og bætti því við, að lögreglan
vonaði, að umsátrinu þyrfti ekki
„að ljúka með blóðbaði".
Skothríðin hófst þegar um 70 líb-
ýskir námsmenn, sem andvígir eru
stjórn Khadafys, söfnuðust saman
til mótmæla fyrir framan sendiráð-
ið. 25 ára gömul lögreglukona lést
af sárum sínum en 11 aðrir, allt
líbýskir námsmenn, særðust, þar af
fimm mjög aivarlega.
Hundruð lögreglumanna komu
fljótt á vettvang og girtu af sendi-
ráðið og nærliggjandi götur. Næstu
byggingar voru tæmdar en úr-
valsskyttur lögreglunnar komu sér
þar fyrir í staðinn og uppi á hús-
þökunum. Nokkru síðar kom maður
út úr sendiráðinu með hendur á
lofti en ekki er enn vitað hvort það
var hann, sem skaut á fólkið.
Jana, hin opinbera fréttastofa
Líbýu, sagði í dag, að Bretar hefðu
gerst sekir um „hryðjuverk“ og ráð-
ist inn í sendiráðið og skotið á
starfsfólkið. Atburðurinn er hins
vegar allur til á myndbandi. Utan-
ríkisráðherra Líbýu sagði í Tripoli í
dag, að bresku lögreglunni yrði
aldrei hleypt inn í sendiráðið og
eins og til að leggja áherslu á það
girtu líbýskir hermenn breska
sendiráðið í borginni af og neita
starfsmönnum þess að koma eða
fara.
Leon Brittan, innanríkisráðherra
í bresku stjórninni, sagði í dag, að
stjórnin hefði mótmælt við Líbýu-
stjórn þessum „viðurstyggilega og
villimannlega atburði" og Margaret
Thatcher, forsætisráðherra, sem nú
er í heimsókn í Portúgal, sagðist
líta „mjög alvarlegum augum" á at-
burðinn. Fjöldamargir breskir
þingmenn hafa krafist þess, að öll-
um líbýskum sendimönnum verði
vísað burt úr landinu enda finnst
flestum sem mælirinn sé nú fullur.
Að undanförnu hafa útsendarar
Líbýustjórnar staðið fyrir mörgum
hryðjuverkum í London og reynt að
ráða af dögum þá Líbýumenn, sem
þar búa og mótmælt hafa einræði
Khadafys í Líbýu.
Bush með tillögur
um efnavopnabann
en Sovétmenn vilja ekki eftirlit
Breskir lögregluforingjar, þar af tveir í skotheldum vestum, koma á vettvang
með skotvopn. Líbýska sendiráðið var umkringt og girt af með miklum
tjöldum eftir atburðinn.
(íenf, 17. aprfl. Al*.
GEORGE Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, kom í dag til Genfar í Sviss,
en þar er nú haldin ráðstefna 40
þjóða um afvopnunarmál. Ætlar Bush
að leggja þar fram tillögur, sem Reag-
an, forseti, segir um, að geti „komið í
veg fyrir hættu á efnavopnastríði í
framtíðinni“.
Skömmu áður en Bush kom til
Genfar sagði í Izvestia, málgagni
sovésku stjórnarinnar, að í banda-
rísku tillögunum væru atriði, sem
væru „augljósiega óaðgengileg".
Sagði í blaðinu, að tillögurnar
væru aðeins lævíslegt bragð
Bandaríkjastjórnar til að draga at-
ki herinn í Afganistan:
pst til nýrrar sóknar með
ásum á óbreytta borgara
i, Washington, (íieasen, 17. apríl. Al*. fyrir landamærin frá Sovétríkj- deildir TU-16-sprengjuflugvi
t hafa verið í Afganistan skæruliða og sovéskra hermanná unum. landamærunum við Afganist
rnu en talið er, að Sovét- og eru fréttir um mikið mannfall í Frelsissveitirnar í Panjsher- er talið líkiegt, að þeim ei
lalamabad, Washingten, (iiesxen, 17. apríl.
MIKIL átök hafa verið í Afganistan
að undanfornu en talið er, að Sovét-
menn séu nú að undirbúa nýja sókn
inn l'anjsher-dal. í Norður-Afganist-
an hafa Sovétmenn gert ákafar loft-
árásir á þorp og byggðir þar sem
þeir telja skæruliða vcra fyrir og
hefur fjöldi óbreyttra borgara fallið.
Austur-þýskri konu hefur tekist að
flýja frá Afganistan og er nú komin
til Vestur-Þýskalands.
Harðir bardagar hafa undan-
farið geisað milli afganskra
skæruliða og sovéskra hermanná
og eru fréttir um mikið mannfall í
röðum beggja. Hafa átökin verið
víða um landið en hvað áköfust í
Baghlam-héraði í norðri. Þar hef-
ur fjöldi óbreyttra borgara fallið í
loftárásum Sovétmanna, sem
einnig hafa orðið fyrir miklu
mann- og hergagnatjóni. Fréttir
herma, að gífurlegur eldsneyt-
isskortur sé nú í Afganistan en
skæruliðar hafa eyðilagt leiðslur
og gert tankbílum fyrirsát
skömmu eftir að þeir koma suður
fyrir landamærin frá Sovétríkj-
unum.
Frelsissveitirnar í Panjsher-
dal, sem lúta forystu Ahmad
Shah Masud, hafa haft hendur í
hári 50 uppljóstrara Sovétmanna
og er talið víst, að þeir hafi verið
teknir af lífi. Masud og menn
hans búa sig nú undir mikla sókn
sovéska hersins inn Panjsher-dal
en við henni hefur lengi verið bú-
ist. Verður það þá í sjöunda sinn,
sem þeir reyna að ná dalnum. 1
fréttum frá Washington segir, að
Sovétmenn hafi flutt nokkrar
deildir TU-16-sprengjuflugvéla að
landamærunum við Afganistan og
er talið líkiegt, að þeim eigi að
beita i sókninni.
Kristin Beck, 25 ára gömul
austur-þýsk kona, er nú komin til
Vestur-Þýskalands frá Pakistan
en þangað flýði hún frá Afganist-
an. Var hún við málanám í Kabúl
en hafði samband við skæruliða,
sem hjálpuðu henni að komast á
brott. Er Kristin Beck fyrsti
Austur-Evrópumaðurinn, sem
flýr frá Afganistan.
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og
George Bush, varaforseti, efndu í
fyrrdag til fundar þar sem þeir skýrðu
frá tillögum Bandaríkjastjórnar um
bann viö efnavopnum.
hyglina frá aukinni framleiðslu
efnavopna. Sovétmenn hafa ávallt
gefið sömu svör við tillögum um
bann við efnavopnum og ásteyt-
ingarsteinninn hefur alltaf verið sá
sami: þeir vilja ekki fallast á eftir-
lit innan sinna eigin landamæra.
í ræðu, sem Bush flutti áður en
hann hélt til Genfar, sagði hann, að
hingað til hefði alltaf strandað á
eftirlitinu með eyðingu efnavopna
en að sjálfsögðu þyrfti að semja
um það. Engin stoð væri í yfirlýs-
ingunum einum, „Þess vegna von-
um við, að Sovétmenn fallist á að
ræða þessar tillögur í fullri al-
vöru,“ sagði Bush.