Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 37 yngri árum, þá lærði hann að gera tundurdufl óvirk og sinnti því ef með þurfti fyrir Norðurlandi. Þeg- ar til Siglufjarðar kom var Jón strax gripinn í Karlakórinn Vísi og syngur með honum um margra ára skeið, bæði sem félagi í kórn- um og sem einsöngvari. Hann hafði eins og áður er sagt áberandi fallega söngrödd, bjartan og háan tenór, sem entist honum lengi. Svo vel vill til að við eigum gamla upptöku sem gerð var í út- varpshúsinu árið 1944, en hann var þá við vinnu í Reykjavík vegna atvinnuleysis á Siglufirði, þetta eru dýrmætar upptökur fyrir okkur og niðja hans. Þessi lög eru perlur og frábærlega vel sungin. Árið 1952 eru atvinnuhorfur á Siglufirði slæmar og Jón og María flytjast til Akraness og hafa búið þar síðan. Þau byggðu sjálf sitt hús og unnu bæði að því verki, var María jafnfræmt útivinnandi meðan á því stóð. Jón gekk í Karlakórinn Svani á Akranesi og söng þar um árabil m.a. sem ein- söngvari. Seinustu árin var Jón í Kirkju- kór Akraness og hélt hann birt- unni í röddinni alveg ótrúlega lengi, það var honum dýrmætt að syngja í kirkjukórnum og hvíla sig frá amstri dagsins. Hann var einstaklega músík- alskur maður og þegar um tónlist var rætt, þó sérstaklega sönglist- ina, kom enginn að tómum kofan- um hjá Jóni, því þekking hans var mikil. Var hann þó algerlega sjálfmenntaður í tónlistinni og var gaman og lærdómsríkt að sitja og hlusta á hann tala um stærri verk tónlistarinnar. Ennfremur var gagnrýni hans á tónlist byggð á þekkingu og tónlistarnæmi, og leyfði ég mér ekki að andmæla honum þegar um þau málefni var rætt, ekki svo að skilja að hann þyldi ekki andmæli í skoðunum langt í frá, heldur vissi ég að það sem honum fannst rétt og vel gert t.d. hjá íslenskum söngvurum var rétt, því hann átti einnig svo gott með að færa rök fyrir sínum skoð- unum varðandi söngtækni og feg- urð. Sjálfum var honum þetta allt svo auðvelt, ýmis söngtækni sem tekur margan manninn langan tíma að læra var eins og meðfætt hjá Jóni. Tónmyndun og öndun var honum fullkomlega eðlileg. Annað áhugamál hans var veiðiskapur. Hann hafði sem ung- ur maður vanist ýmiss konar veiðiskap. Alla ævi meðan hann hafði þrótt og heilsu reyndi hann að stunda það tómstundagaman. Sama kappið og áhuginn voru við veiðarnar og þau störf sem hann stundaði sér til framfæris. Trúlega hafa það verið áhrif frá unglingsárunum þegar veiðarnar voru nauðsyn til matfanga. Natni hans og athygli voru ein- stök. Þá var sama hvers konar veiðiskapur var stundaður, lax- veiði, fuglaveiði eða eggjatínsla. Að öllu var gengið með sömu alúð og áhuga sem öðru er hann tók sér fyrir hendur. Jón var mjög blíðlyndur maður og tilfinningaríkur, bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg, hann hafði etinfremur mikið skap en fór afar vel með það. Við kynntumst árið 1968 er ég giftist Friðbirni syni hans og var það mér dýrmætt að kynnast þeim hjónum. Væntum- þykja var svo sterkur þáttur í skapi hans. Kom það svo greini- lega fram í framkomu hans við dætur mínar tvær af fyrra hjóna- bandi. Þær kynntust honum fyrst þriggja og fimm ára, ást hans á þeim var svo fölskvalaus og inni- leg og dáðist ég alltaf af þessum eiginleika hans. Hann hefir ævinlega verið þeim einstakur afi síðan eins og öðrum barnabörnum sínum. Mér hefir hann verið góður vinur og tengda- faðir, alltaf hafði hann áhuga fyrir hvað við vorum að bralla og gladdist svo innilega með okkur þegar vel gekk. Jón og María eignuðust einn son, Pétur, trésmíðameistara á Akranesi. Kona hans er Sigrún Skarphéðinsdóttir frá Akranesi. Þau eignuðust 1980 dóttur sem ber nafn ömmu sinnar Maríu. Sigrún á tvo drengi frá fyrra hjónabandi og veit ég að hann tók þá að sér á alveg sama hátt og mínar dætur. Þykir þeim afar vænt um Nonna afa og ömmu og koma þar daglega. Þegar María litla fæddist kom nýr sólargeisli inn á heimilið, þetta var fyrsta barnabarnið sem hann fékk að fylgjast með strax frá byrjun og var það honum dýr- mætt. Jóni þótti óumræðilega vænt um þessa litlu telpu, sem leit til þeirra daglega og hún dáði afa sinn. Þrátt fyrir skerta heyrn heyrði hann fótatak litlu mann- eskjunnar ótrúlega vel þegar hún trítlaði upp tröppurnar á Stekkj- arholtinu þegar hún kom að finna afa. Hún hefir nú misst sinn fyrsta vin og líklegast þann bezta. Maríu tengdamóður minni hefir þessi síðasti tími verið mjög erfiður, hún hefir líka mikið að missa nú, því mikið ástríki var á milli þeirra hjóna og ævinlega hugsað fyrst og fremst hvort um annað. Hún er mjög trúuð kona og verður það henni styrkur nú. Börnum sínum var hann sér- staklega góður uppalandi og hafa þau átt því láni að fagna að hljóta í föðurarf margar góðar lyndis- einkunnir föður síns. Ég vona að barnabörn hans verði einnig svo lánsöm að erfa eitthvað frá þessum sterka stofni sem þau eru af. Barnabörnin hans hér í Kópa- vogi kveðja Nonna afa í dag og munu minnast hans fyrst og fremst sem góðs manns. Við þekktumst aðeins í 17 ár, það var of stutt en ég er mjög þakklát fyrir þann tíma og að hafa kynnst honum. Ég kom fyrst á heimili hans um páska og kveð hann nú um páska. Hann er nú horfinn á vit feðra sinna. Guð blessi hann. Sólveig Hannesdóttir Hilmar Helgason Kveöja Kæddur 14. febrúar 1941 Dáinn 13. mars 1984 Hann var ætið hreinn og djarfur, hugsun öll á viti byggð, fáum líkur, flestum þarfur, fyrirmynd í sannri dyggð. Fús til góðra fyrirtækja, frömuður í dáð og snild, aldrei vinur illra klækja, en þó voru dómsorð mild. — Hann var jafnan gömlum góður, greiddi unglinganna braut, þrautseigur og þolinmóður, þjóðar sinnar virðing hlaut. Ef að þannig allir væru yrði brúuð for, hver ef annars byrðar bærú, birti nú um aldatvor. ., (Halla Eyjólfsdóttir frá Lauga- bóli. Kvæði I.) S.S. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu. SIGRÍÐAR ODDLEIFSDÓTTUR, Fellsmúla 5. Jón Jónsson, Guöni Jónsson, Þórunn Haraldsdóttir, Rútur Jónsson, Sólveig Theodórsdóttir, Heíöa Jónsdóttir, Þorgeir Bergsson og barnabörn. RAFMAGNS OFNAR + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, GUÐJÓNS M. GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. fiskmatsmanns, Túngötu 9, Keflavík. Guðrún Pálsdóttir, Gunnar Páll Guöjónsson, Þórdís Þorbergsdóttir, Hrafnhildur Guöjónsdóttlr, Guöjón Þórarinsson, Inga Áróra Guöjónsdóttir, Vignir Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGEIRS P. EYJÓLFSSONAR, Lokastíg 24 A. Guörún Þorgeirsdóttir, Eyjólfur ísf. Eyjólfsson, Erna Þorgeirsdóttir, Magnús G. Magnússon, Runólfur Ó. Þorgeirsson, Ólafur G. Kristjánsson, Guölaug Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö útför stjúpsonar míns og bróöur okkar, HÖSKULDAR GUDMUNDSSONAR frá Streiti, Breiödal. Guöný Siguröardóttir og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda hluttekningu við andlát og jaröarför MARGRÉTAR ÞORKELSDÓTTUR frá Akri viö Bræöraborgarstíg. Kristín Pálsdóttir, Guöfinna Guömundsdóttír, Steinunn Pálsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Siguröur Pálsson, Jóhanna G. Möller, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og útför BJÖRNS ÓLAFSSONAR, fyrrv. konsertmeistara, og virðingu sýnda minningu hans. Sérstakar þakkir eru færðar stjórn Sinfóníuhljómsveitar isiands og hljóöfæraleikurum. Kolbrún Jónasdóttir, Elísabet Thors, Þorbjörg Björnsdóttir, Pétur Ólafsson, Katrín Ólafsd. Hjaltested og barnabörnin. Líkjast vatnsoín- um, gefa ekki þurran hita og eru sparneytnir. KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37, 105 Reykjavík. símar 21490-21846. Vikurbraut 13, 230 Keflavlk, sími 92-2121. onmir Hvað er það sem er kolsvart, með klemmu á öðrum endanum, ljósaperu á hinum, eins og stífur gormur þar á milli, gefur frá sór ljós þegar þvi er stungið í samband við rafmagn og kostar minna en 500 kall út úr búð? H ^ Það er ljósormurinn frá PHiIlps. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Lokað ^r^i veröur eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 18. apríl, venga útfarar HREFNU ÁRNADÓTTUR. ■Hróóleikur og JL skemmtun Skrifstofa rannsóknastofnana fyrirháa sem laga! atvinnuveganna, Nóatúni 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.