Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 17 Erla Þórarinsdóttir við vinnu á eldfjallinu sínu. Akranes: Flotbryggja úr trefja- steypu fyrir smábátana Akranesi, 16. apríl. Aðalsteinn: Já, ég held það megi segja það. Norðmenn hafa áhuga á íslenskri myndlist og Finnar hafa oft látið í ljós við mig áhuga á að fá fleiri sýningar frá Islandi. Dan- ir hafa minni áhuga, virðast ekki eins opnir, af hverju sem það svo stafar. Gunnar Örn: Þeir eru lokaðri al- mennt fyrir því sem er að gerast, ekki bara á Islandi, heldur einnig hinum Norðurlöndunum. Þó getur verið að fortíðin skipti máli varð- andi afstöðuna til íslands. Auk þeirra er áður eru nefndir sýnir Vignir Jóhannsson verk sín í Lundi. Meira málverk í Malmö Konsthallen þar er öll undirlögð íslenskum málverkum en salurinn í Malmö, sem er stærsti sýn- ingarsalur þeirrar borgar, hefur aðra sýningu á boðstólum við hlið- ina á þeirri íslensku. Þar voru viðstaddir opnunina Ingólfur Arn- arsson og einn þeirra sem á verk á sýningunni, Steingrímur E. Kristmundsson. Fréttamaður fékk sér kaffisopa með þeim félögum á kaffistofu inn af sýningarsalnum og spjallaði við þá um sýninguna og ýmislegt varðandi íslenska myndlist í dag. Ingólfur: Það er mikill vandi að velja í svona sýningu, það er svo mikið til. Ég reyndi að gera mér þetta svolítið léttara með því að velja fjóra listamenn og bauð hverjum þeirra svo að tilnefna einn i viðbót. Okkur datt svo í hug að bjóða Stefáni og Eggert sem gestum — fannst það skemmtileg- ur leikur. Kréttamaður: Þeir virðast við fyrstu sýn ekki mjög ólíkir ýmsu því sem þið yngri mennirnir eruð að gera? Ingólfur: Nei, það er einmitt það sem okkur finnst spennandi. Það sem er olíkt með þeim og flestum öðrum naívistum er að þeir eru ekki nostrarar, þetta er ekki fín- gerð vinna hjá þeim. Þeir nota djarfa liti og gróf pensilför og stinga ekki neitt óskaplega í stúf við hitt sem er á sýningunni. Steingrímur: Hugmyndafræðin á bak við þetta hjá þeim er þó allt annars eðlis. Fréttamaður: Hvað segið þið við því þegar menn eru að leita að Islandi í myndunum? Á sýning- unni í Lundi voru margir sem söknuðu þjóðlegra mótíva. Ingólfur: Þetta er öðruvísi nú en áður, þegar tsland var að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þjóðrækn- isstefnan í listum var að reyna að gefa okkur ákveðinn þjóðarkar- akter. Þetta er auðvitað mikið hlutverk og tekur sinn tíma, en málverkið núna er orðið það al- þjóðlegt að það er ekki hægt að heimta þetta af okkur. Steingrímur: Það eru auk þess aðrar greinar sem sjá um þetta núna, t.d. tímarit. Ingólfur: Það er í sjálfu sér ekk- ert að því að mála íslensk mótíf og það er e.t.v. aðeins tilviljun að við höfum ekki gert meira af því. Fréttamaður: Það er þá ekki pressa á ykkur að fara í fótspor Kjarvals? Steingrímur: Já, hann er einmitt dæmi um listamann sem eiginlega býr til „Island", ímyndina ísland, og gerir það mjög smekklega. Fréttamaður: Er það einfaldara mál að vera nýbylgjumálari á ís- landi en annarstaðar, þar sem við höfum nánast enga hefð í málara- list? Er eitthvert samband milli þessa og þeirrar miklu grósku sem nú virðist vera meðal yngstu lista- manna á íslandi? Ingólfur: Það er mjög mikið til í þessu. Við fórum til Hollands með svipaða sýningu, og þeim fannst einmitt athyglisvert hvað okkar listamenn eru harðir í að brjótast út úr hefðinni. Hollendingar hafa sjálfir geysilega sterka hefð. Þeir geta ekki gert hvað sem er, og verða alltaf að horfa til baka til þess að sjá hvar þeir eru staddir. — En ég veit svei mér ekki. Það var svissneskur listamaður á ís- landi um daginn, og honum fannst íslendingar hafa miklu sterkari myndlistarhefð en Svisslendingar. Kannski var það af kurteisi sem hann sagði þetta. Steingrímur: Það er erfitt að setja þetta í ákveðnar kategoríur, sérstaklega þegar hlutirnir eru að gerast. Það er einnig búið að brjóta niður mörkin milli list- greinanna og sumir okkar fást við fleiri tjáningarform. Ég spurði listfræðinginn sem starfar við Konsthallen í Malmö, og aðstoðaði þá félaga við upp- setningu sýningarinnar, hvað hann segði um þessa íslensku list, sem nú væri til sýnis í svo stórum stíl á Skáni. „Jú þetta er í rauninni stór- kostlegt," sagði hann. Maður sér hér sömu strauma og í nýju þýsku og spönsku málverki. Það er þessi ákafi og átök sem er nýtt og einnig kímnigáfan sem vekur með manni ákveðna gleðitilfinningu." Það er einmitt þetta sem við þurfum hér á Skáni svona rétt áð- ur en vorið kemur. Ekki er til flat- ara landslag en hér, og á þessum árstíma gleður útsýnið tæplega: litlaust akurlendi með nöktum pílviðartrjám hér og þar. Mér kemur í hug heiðarleg tilraun Gunnars Arnar til að útskýra fyrir mér nýbylgjulistina. Gunnar sagði: „Nauðsynlegt er að hrista svolítið upp í sjálfum sér og öðrum með því að hafa hlutina á skjön, jafnvel allt að því vafa- sarna." Þar með hafa þessar tvær ís- lensku sýningar hitt í mark, fyrir mér að minnsta kosti. Veruleikinn getur stundum verið svo leiðinleg- ur að maður nennir ekki að horfa á hann. Ef Skánn væri eilítið á skjön, væri hann miklu skemmti- legri. Að undanrórnu hafa staöiö yfir á Akranesi tilraunir meö flotkassa steypta úr trefjasteypu, sem ætlaöir eru sem flotbryggja fyrir smábáta. Einn slíkur kassi hefur nú verið reyndur um nokkurt skeið í Akra- neshöfn og hafa þessar tilraunir lof- aö góöu. Að sögn Benedikts Jónmunds- sonar, formanns hafnarnefndar, hefur í framhaldi af þessum til- raunum verið gerður samningur um gerð flotbryggju fyrir Akra- nesshöfn. Samstarfshópur þriggja aðila á Akranesi, Hafnarsjóðs, Sementsverksmiðjunnar og Verk- fræði- og teiknistofunnar, stóð að tilraununum. Þessi væntanlega flotbryggja er gerð úr 9 flotkössum úr trefja- steypu, sem hver um sig er 3,85 m á lengd, 2,58 m á breidd og 1,07 m á hæð. Utan um þessa steypukassa er síðan trégrind. Flotkössunum er þannig upp raðað að þeir mynda 15 metra langa einingu, en alls verður flotbryggjan 45 metrar að lengd. Samkvæmt smíðasamn- Hafnarfjöröur: Lóðum úthlutað í Setbergi BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hef ur ákveðið aö gefa eftirtöldum ein- staklingum kost á einbýlishúsalóö- um í Setbergi: 1. Auður Arnadóttir, Álfaskeiði 117. 2. Auður Traustadóttir, Hjallabraut 5. 3. Bragi Helgason, Suðurvangi 6. 4. Finnbogi A. Alexandersson, Fífuseli 34, Rvík. 5. Grétar Kjartansson, Kjarrhólma 36, Kópavogi. 6. Guðni Ingvarsson, Holtsgötu 10. 7. Gunnar Ingibergsson, Álfaskeiði 55. 8. Halla Snorradóttir, Breiðvangi 13. 9. Hilmar Kristensson, Nönnustíg 6. 10. Hörður Ingi Torfason, Bröttukinn 4. 11. Jóhann Petersen, Breiðvangi 18. 12. Jón Karl Einarsson, Brekkubraut 16, Akranesi. 13. Jón Berg Halldórsson, Ölduslóð 11. 14. Jón Þór Hjaltason, Víðigrund 1, Kópavogi. 15. Jón Ingi Sigursteinsson, Öldugötu 4. 16. Júlíus Bess, Nönnustíg 10. 17. Kristín L. Hafsteinsdóttir og Hörður Oddgeirsson, Teigaseli 3, Rvík. 18. Kristján Ólafsson, Hjallabraut 35. 19. Ljótur Ingason, Lyngmóum 9, Gb. 20. Ólafía Lára Ágústsdóttir og Hringur Sigurðsson, Hjallabraut 2. 21. Sigurður Ólafsson, Laufvangi 18. 22. Sigurjón Sigurðsson, Breiðvangi 3. 23. Sigmundur H. Friðþjófsson, Marklandi 8, Rvik. 24. Smári Aðalsteinsson, Mjósundi 16. 25. Stefán Ómar Jakobsson, Miðvangi 35. 26. Sverrir Sighvatsson, Kelduhvammi 6. ingi á flotbryggjan að vera tilbúin sex vikum frá undirritun samn- ings. Flotkassarnir verða steyptir í Steypustöð Þorgeirs og Helga hf. á Akranesi og annast það verk starfsmenn steypustöðvarinnar og Akranesshafnar. Þeir síðarnefndu steyptu tilraunakassana. Af öðrum framkvæmdum við Akranesshöfn þessa dagana má nefna að unnið hefur verið að því að koma fyrir nýjum löndunar- „SAMKVÆMT þeim reglum sem gefnar eru út þá er hægt aö stofna ný innlánsform, en þaö er ekki hægt aö breyta þeim innlánsformum sem fyrir eru,“ sagði dr. Jóhannes Nor- dal seölabankastjóri er blm. Mbl. spuröi hann í gær hvort verið væri aö hefta frjálsa samkeppni bankanna meö þeim reglum sem Seðlabankinn kynnti bönkunum fyrir helgi í tilefni þess að Útvegsbankinn ætlaði aö leyfa viöskiptavinum sínum aö færa fé af gömlum innlánsreikningum yf- ir á þá nýju sem gefa betri ávöxtun, en Seðlabankinn greinir frá því í fréttatilkynningu sinni aö þaö sé óheimilt að losa bindiskyldu fyrir tímann. Aðspurður um hvers vegna það væri ekki leyfilegt, svaraði seðla- bankastjóri að reglurnar væru svohljóðandi að það væri ekki leyfilegt, en svo virtist sem ein- hverjir hefðu ekki skilið reglurnar rétt, og því hefði Seðlabankanum þótt rétt að árétta þetta atriði. „Við teljum þegar svona lagað fer af stað,“ sagði seðlabankastjóri, „að þá sé það mjög óvarlegt fyrir bankana að opna fyrir það að allar Stundakennarar við Háskóla Is- lands lögðu niður vinnu á mánu- daginn til að leggja áherslu á kröfur sínar í viðræðum við ríkis- krana fyrir smábáta og er aðeins eftir að vinna við raftengingu og vökvabúnað. Vonast er til að kran- inn komist í notkun að fáum dög- um liðnum. Með þessum fram- kvæmdum vænkast hagur smá- bátaeigenda á Akranesi mikið, sérstaklega hvað varðar flot- bryggjuna, en bryggjupláss fyrir þá hefur verið mjög takmarkað á Akranesi. innstæður verði fluttar inn á þessa nýju innlánsreikninga." Morgunblaðið sneri sér til ólafs Helgasonar aðstoðarbankastjóra Utvegsbankans í gær og spurði hann hvort ákvörðun Útvegsbank- ans hefði eitthvað breyst í ljósi þessarar tilkynningar Seðlabank- ans og sagði ólafur þá: „Þessi staðhæfing Seðlabankans er alveg rétt, því við höfum ekki heimild til þess að gera þetta. Ef við ætlum að heimila það að peningar verði fluttir af innlánsreikningum með bindiskyldu yfir á nýju reikn- ingana, þá verðum við að tilkynna það til Bankaeftirlitsins, auk þess sem við yrðum að sækja um und- anþágu til Seðlabankans. Það hef- ur því einhver misskilningur átt sér stað þegar greint var frá þvi að við hygðumst gera þetta. Það hefur aldrei komið til greina af hálfu Útvegsbankans að gefa út einhliða yfirlýsingar um að losa einhverjar bindingar sem eru í þeim skilmálum sem Seðlabank- inn setur á vexti. Við yrðum að tilkynna allar slíkar breytingar fyrirfram og fá til þess heimild hjá Seðlabanka." valdið. I stað kennslu funduðu þeir um sín mál og var myndin tekin á slíkurn fundi um miðjan dag í Fé- lagsstofnun stúdenta. * Olafur Helgason aðstoðar- bankastjóri Útvegsbankans: „Þurfum heimild Seðlabankans“ * og segir Utvegsbankann ekki breyta skilmál- um um bindingar án heimildar Seðlabankans Morgunbladid/Júlíua. Háskóli íslands: Stundakennarar sinntu ekki kennslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.