Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRlL 1984 5 Ungfrú ísland valin 18. maí — Sarah-Jane Hutt, Miss World 1983, krýnir hana í Broadway Fegurðardrottningar íslands og Reykjavíkur verða valdar og krýnd- ar viö hátíðlcga athöfn í veitingahús- inu Broadway 18. maí næstkomandi. I>ar verður meðal gesta Sarah-Jane Hutt, sem kosin var ungfrú heimur (Miss World) á síðasta ári. f þeirri sömu keppni varð IJnnur Steinsson, unglrú fsland 1983, í fjórða sæti. í fylgd með brcsku fegurðardísinni verður Julia Morley, framkvæmda- stjóri Miss World-keppninnar. Undirbúningur krýningar- kvöldsins er nú í fullum gangi. Verið er að mynda þær tíu stúlkur sem keppa til úrslita. í byrjun næsta mánaðar verða stúlkurnar kynntar í máli og myndum í Morg- unblaðinu. Viku fyrir krýningar- kvöldið, föstudagskvöldið 11. maí, verður haldin sérstök forkeppni í Broadway þar sem gestir munu taka þátt í atkvæðagreiðslunni um fegurstu stúlkur Islands og Reykjavíkur 1984. Það kvöld verð- ur valin Ljósmyndafyrirsæta árs- ins 1984. Allt að sex stúlknanna, sem taka þátt í keppninni hér heima, munu á næstu mánuðum taka þátt í sex alþjóðlegum fegurðarsam- keppnum víða um heim. Keppnin um titilinn Miss World fer fram í London, Miss Univérse-keppnin fer fram í Calgary í Kanada og Miss International-keppnin fer fram í Yokohama í Japan. Ekki hefur verið ákveðið hvar keppt verður um titlana Miss Scandina- via, Miss Europe og Miss Nations. Auk titlanna munu stúlkurnar tíu verða leystar út með glæsilegum gjöfum, sem ýms fyrirtæki hafa ákveðið að veita til keppninnar. Viðstaddur krýninguna verður einnig Steven Stride, aðstoðar- framkvæmdastjóri breska knatt- spyrnufélagsins Aston Villa. Félag hans hefur ákveðið að bjóða ungfrú Islandi að verða heiðurs- gestur félagsins á leik á heimavelli þegar íslenska fegurðardísin tekur þátt í keppninni um titilinn Miss World í London í nóvember nk. Sarah-Jane Hutt hefur allt síð- an hún vann titil sinn á síðasta ári verið á stöðugum ferðalögum um víða veröld, einkum þó um þróun- arlöndin en markmið Miss World-keppninnar er einmitt að safna peningum til byggingar barnaspítala í þriðja heiminum. Julia Morley, framkvæmdastjóri keppninnar, hefur fylgt henni á þeim ferðalögum. Steven Stride, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Aston Villa: Ungfrú ísland heiðursgestur á heimavelli í nóvember. Sarah-Jane Hutt. ungfrú Heimur 1983, kemur til Islands og verður viðstödd krýninguna í Broadway. Stúlkurnar tíu, sem taka þátt I keppninni um titilana ungfrú fsland og ungfrú Reykjavík 18. maí næstkomandi. Skipstjór- ar semja SAMNINGAR tókust með Skip- stjórafélagi Islands og viðsemjendum þess seinnipartinn á mánudag eftir rúmlega sólarhringslangan samn- ingafund. Er því verkfalli skipstjóra aflýst, en það kom til framkvæmda á miðnætti á sunnudagskvöld. Verk- fallið mun ekki hafa haft áhrif á sigl- ingar, nema ferja við landið, þar sem það stóð ekki nema rúman hálfan sól- arhring. Samningurinn er grundvallaður á samkomulagi ASl og VSÍ frá 21. febrúar, hvað varðar gildistíma, uppsagnarákvæði og áfangahækk- anir að öðru leyti en því að skip- stjórar fá 7% hækkun frá 1. apríl, en ekki 5% og síðan 2% 1. júní. „Ég er ánægður eftir atvikum. Við fengum niðurstöðu í máli sem lengi hefur verið deilumál milli okkar og útgerðarinnar, hvað varð- ar fæðispeninga, en á það atriði lögðum við megináherslu. Ég held að það sé langveigamesta atriðið í samningnum og það atriði sem gleður hjartað hvað mest. Auk kaupliðanna fengum við fram yfir- lýsingar er varða tryggingar og líf- eyrissjóðsmál og einnig útfærslu á atriði er varðar laun staðgengla," sagði Höskuldur Skarphéðinsson, formaður Skipstjórafélags Islands. Höskuldur sagði atriðið varðandi fæðispeningana vera prinsipatriði, en vægi þeirra ekki mikið hvað kjör snerti. „Þetta atriði var í raun prófsteinn á það hvort Skipstjóra-J félag Islands væri megnugt að verja gerða samninga, ef því er að skipta," sagði Höskuldur. Varðandi það atriði að menn frá Skipstjórafélaginu hefðu stöðvað Helgeyna í Hafnarfjarðarhöfn á sunnudag sagði Höskuldur að skip- ið hefði verið stöðvað, þar sem þar hefði verið um menn á undanþágu að ræða. Fullt af þeirra félags- mönnum þyrftu að hlýta því að gegna stýrimannastörfum, meðan réttindalausir menn gegndu þeim störfum sem þeir hefðu menntun til. á Sínclaír Spectrum Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, laera á þaer, leika þér við þaer, tefla við þær, læra af þeim, vinna með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fylgjast með þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í tölvutækninni, ættirðu að byija á Sinclair Spectrum. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K eða48Kminni, allar nauðsynlegar skipanir fyrir Basic fjöldi leikja-, kennslu-og viðskipta - forrita, grafiska útfærslu talna, tengimöguleika við prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað litinn. Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar. Sinclair Spectrum er stórkostleg tölva . 48K tölvan kr. 6.450.- 16K tölvan kr. 4.990,- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.