Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRlL 1984 45 M h j í I í I aw ( ( ;S { í | ') 1í aMtásmmá ii u "»9- VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hjálpum Gudrúnu J.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég las það í blöðunum um daginn að Guðrún Á. Símonar væri að missa hús- næðið sitt og yrði á götunni, eins og sagt er, frá og með næstu mánaðamótum. Ég tel að Guðrún eigi það inni hjá okkur íslendingum að við sláum saman og söfnum handa henni peningum til að hjálpa henni. Mér finnst það þjóðarskömm að vita af þessum listamanni á götunni árið 1984. Eins finnst mér leiðinlegt hversu lítið mað- ur hefur heyrt í Guðrúnu upp á síðkastið og hversu lítið henni hefur verið hampað í gegnum ár- in. íslenskt efni í íþróttaþættina Ljósbrá, 12 ára, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst óeðlilegt að sýna er- lenda íþróttaþætti í íslensku íþróttaþáttunum hjá sjónvarp- inu. Þegar þessir erlendu þættir eru sýndir eru þeir yfirleitt ekki þýddir yfir á íslensku og maður skilur ekki það sem verið er að segja. Það eru margir krakkar og einnig gamalt fólk sem horfir á íþróttaþættina og þeir kunna ekki næstum því allir ensku, þannig að þeir skilja ekkert. Það er nóg af íslensku efni sem hægt er að sýna í íþrótta- þáttunum. Það er mikið að ger- ast í íslensku íþróttalífi, sem mætti alveg gera betri skil. Og ef það verður að sýna erlenda íþróttaviðburði þá er ekki nema sanngjarnt að þeir séu þýddir eins og annað erlent efni í sjón- varpinu. Svo er ég ekki ánægð með að Húsið á sléttunni skuli nú vera sýnt á laugardögum. „Háspennu- gengið" var mjög skemmtilegur þáttur og núna eftir að sýning- um á honum var hætt er ekkert unglingaefni eftir í sjónvarpinu. Ég vil að Húsið á sléttunni verði aftur fært yfir á sunnudaga og í staðinn komi unglingaefni á laug- ardagseftirmiðdögum. Annars er sjónvarpsdagskráin oft ágæt á laugardagskvöldum. Missti af „break- dansinum“ á bfla- sýningunni Móðir hringdi fyrir hönd 14 ára sonar síns og hafði eftirfar- andi að segja: — Um daginn var auglýst í blöðunum að „Break- dans“ yrði meðal sýningaratriða á bílasýningunni Auto ’84. öll fjölskyldan var búin að sjá sýn- inguna, en sonur minn, 14 ára, vildi endilega sjá „Break-dans- inn“ og hann fór sérstaklega til að sjá hann. Danssýningin var auglýst kl. 20.30 og þegar hann kom rétt fyrir kl. 20.30 var danssýningin yfirstaðin. Henni hafði verið flýtt um hálftíma og breyttur sýningartími ekki aug- lýstur að mér vitanlega. Það kostar 130 krónur fyrir 14 ára unglinga að fara inn á sýn- ínguna og mér finnst ekki vel að þessu staðið hvað þá varðar. Ekki hægt að fylgjast með morgunleikfimi Hulda Fjeldsted hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst mjög slæmt að í morgunleikfimi útvarpsins skuli maður ekki geta fylgst með og gert æfingarnar. Umsjónarmað- urinn fer allt of hratt yfir æf- ingarnar og það er ekki nokkur leið að fylgjast með. Auk þess finnst mér tónlistin sem leikin er ekki nægilega skemmtileg. Mér finnast lögin bara ákaflega leiðinleg. Umsjónarmaður morgunleik- fiminnar ætti að huga svolítið að þeim sem eru komnir um og yfir miðjan aldur, því eins og þetta ,er núna er það bara unga fólkið sem getur fylgst með. Það væri nær að miða svolítið við þá sem eru eldri og komast jafnvel lítið eða ekkert út úr húsi. Þunnt jógúrt Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér finnst jóg- úrtið hér á landi allt of þunnt og ég las það í blöðunum fyrir nokkru að nú væri væntanlegt á markaðinn þykkara jógúrt og ég vona að það verði fljótlega. Ég var í Danmörku fyrir tveimur árum og þar var jógúrt- ið þykkt og mjög gott og auk þess miklu ódýrara en hér. Snorri Sturlu- son verði end- ursýndur Kristján Ágúst hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil beina þeim tilmælum til út- varpsráðs að endursýnd verði myndin um Snorra Sturluson. Ég er á lang- ferð um lífs- ins haf Gréta Böðvarsdóttir hringdi og óskaði eftir aðstoð við að rifja upp sálm. Fyrsta erindi hans hljóðar þannig: Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum ljóssins löndum þar lifsins tré gróa á fögrum ströndum við sumaryl og sólardýrð. Gréta biður þá sem kunna framhaldið af sálminum að láta Velvakanda vita og einnig ef þeir vita hver höfundur er og hvar hægt er að finna sálminn í heild sinni. Hún sagðist halda að þetta væri gamall sálmur og minnist þess að prestur hafi sagt henni að hann væri ortur í tengslum við skipskaða. Hugleiðing um frið- inn í dymbilviku Friðsamur“ skrifar- ,Friðsamur“ skrifar „Á tónleikum í Háteigskirkju sunnudaginn 8. apríl flutti kór Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt kór Dómkirkjunnar meðal annars verk J. Brahms, „Fest-und Gedenkspruche" opus 109. Það var mikil sálubót og hug- svölun að sitja þarna í kirkjunni og njóta tónlistarinnar í svo fág- uðum flutningi. í söngskránni fylgdi texti til skýringar á fyrr- greindu verki Brahms: „Þér treystu feður vorir, treystu þér og þú hjálpaðir þeim, til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar. — Drottinn blessar lýð sinn með friði.“ „Þegar sterkur maður, alvopnað- ur, varðveitir hús sitt, er allt í friði sem hann á .. Hugur minn dvaldi við þessi orð meðan ég naut tónaflóðsins og upp laukst fyrir mér að þau eru sígild og eiga erindi út fyrir kirkjuvegg- ina og inn í þá friðarumræðu sem nú upptekur hugi margra. Þetta eru orð Jesú í Lúk. 11,12. Ég ætla ekki að leggja út af þessum orðum, en bið menn að hugleiða þau í ljósi þess sem Vesturlönd hafa verið að gera í 35 ár til að leitast við að tryggja að hjá þeim sé allt í friði. Góðra og friðsamra páska óska ég öllum mönnurn." Engin mús inn í mitt hús „HÁTÍÐNI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir musum, rottum og öðrum meindýrum með hátiðnihljóði (22 kH2 - 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: | fyrirtæki i • *umarbÚ8ta«i matvælaiðnaöi 0 fiskvinnslur 0 bændur 0 heimili ) verslanir Tækin notist mnandyra og eru fyrir 220 v Þau eru til i 4 stærðum. Postsendum Upplýsingar i sima 12114 til kl. 20 .H. Guðjónsso Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.