Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1984
„11
Prentvél útgáfunnar Skálholts sett af stað. F.v. sr. Kristinn Agúst Friðfinns-
son, framkvæmdastjóri útgáfunnar, Einar Andrésson prentari og herra bisk-
up Islands Pétur Sigurgeirsson.
Kirkjan eignast á
ný tæki til prent-
unar eftir 180 ár
Útgáfa kirkjunnar, Skálholt, hefur
sett á laggirnar litla prentsmiðju
sem gerir henni mögulegt að standa
að margháttaðri útgáfu prentaðs
máls sem er geysilega dýr ef kaupa
þarf alla þjónustu. „I»að er skemmti-
leg tilviljun að það er á 400 ára af-
mæli fyrstu íslensku Biblíuút-
gáfunnar, sem kirkjan fer aftur að
prenta eigið lesefni," segir í frétt frá
útgáfunni.
„Það var snemmá á 16. öld er
Jón biskup Arason flutti inn litla
prentsmiðju, fljótlega eftir að
Gutenberg hafði fundið upp þenn-
an áhrifamikla fjölmiðil. Fram til
ársins 1770 var allt prentverk
hérlendis í höndum kirkjunnar, en
frá aldamótunum 1800, er bisk-
upsstóll lagðist niður á Hólum,
hefur kirkjan verið upp á aðra
komin með alla prentun. Hefur
það háð starfi kirkjunnar að eiga
ekki greiðan aögang að prentverki.
Síðustu árin hefur útgáfa
kirkjulegs lesefnis aukist jafnt og
þétt, ýmiskonar fréttabréf og blöð
kirkjulegra og kristilegra aðila
koma út. Mjög er kallað eftir ým-
iskonar stuðningsefni í sívaxandi
safnaðarstarfi kirkjunnar, ekki
síst í barna- og unglingastarfi og
öldrunarstarfi. Með tilkomu út-
gáfunnar Skálholts hefur þessi út-
gáfa enn aukist og verið að nokkru
samræmd.
Nýlega var prentvél Skálholts
sett af stað, þannig að tifið í
prentvél heyrist nú aftur á Bisk-
upsstofu eins og fyrir 450 árum.“
Stóriðjunefnd:
Möguleikar kannaðir
á stóriðju í tengsl-
um við Þorlákshöfn
„Stóriðjunefnd hefur ákveðið að
gerð verði könnun á möguleikum
stóriðju á Suðurlandi í tengslum við
Þorlákshöfn,“ sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson alþingismaður og for-
maður Stóriðjunefndar í erindi á að-
alfundi Sambands sunnlenskra
sveitarfélaga á Hvolsvelli þar sem
hann fjallaði um stóriðju og atvinnu-
þróun á Suðurlandi.
í ræðu Birgis ísleifs kom það
einnig fram að stóriðjunefnd telur
mjög álitlegt að huga að virkjun-
um' með gufuafli og nefndi hann
sem dæmi um hagkvæmni að
Skotar framleiddu gufu í virkjanir
með kolum og væri kostnaðurinn
um 5 dollarar á tonnið, en hins
vegar væri unnt að virkja gufu á
íslandi fyrir Í'A dollara á tonnið.
Birgir ísleifur sagði í erindi
sínu að það sem fyrst og fremst
vantaði varðandi stóriðjumögu-
leika tengda Þorlákshöfn væri
rannsókn á hafnaraðstöðu og nú
væri búið að gera áætlun um slíka
rannsókn, sem reiknað væri með
að yrði unnin á þremur árum og
kostaði 10 milljónir króna. Aðal-'
þáttur rannsóknarinnar beinist að
því að kanna möguleika á brim-
varnargarði við Hafnarnes, en
miðað við jákvæða niðurstöðu
sagði Birgir ísleifur að stóriðja
tengd Þorlákshöfn yrði hugsan-
lega í framkvæmdum á næsta ára-
tug.
Þá kvað Birgir ísleifur stóriðju-
nefnd einnig kanna ýmsa meðal-
kosti svokallaða í sambandi við
orkufrekan iðnað á Suðurlandi,
m.a. kísilkarbíð og framleiðslu á
c-vítamíni.
Jón Finnsson RE fer á lúóulínu:
Vona að kvenna-
maður verði um borð
— Hún bítur víst bezt á hjá þeim,
segir Gísli Jóhannesson skipstjóri
„VIÐ ERUM að reyna að lengja hjá
okkur úthaldið með því að fara á
lúðulínu og forum út í kvöld. Við
reyndum þetta aðeins í fyrra og þá
gekk þokkalega. Ég vona bara að
það sé einhver kvennamaður um
borð, því það er sagt að lúðan bíti
bezt á hjá þeim,“ sagði Gísli Jóhann-
esson, eigandi og skipstjóri Jóns
Finnssonar KE, sem annars hefur
stundað loðnuveiðar.
Gísli sagði, að þorskkvóti skips-
ins hefði ekki verið nægur til þess
að hefja veiðar úr honum og því
ætlaði hann að láta bróður sinn fá
hann. Það gæti bjargað miklu hjá
honum. Lúðulínuna ætluðu þeir að
leggja um 100 mílur vestur af
Jökli í djúpkantinum á 250 til 300
faðma dýpi. J gamla daga hefðu
Norðmenn og Skotar oft verið
byrjaðir veiðar þarna á þessum
árstíma svo það væri ekki eftir
neinu að bíða. Reiknaði hann með
því, að þeir yrðu um tvo mánuði á
þessum veiðum og næðust 40 til 50
iestir á mánuði og yrði það að telj-
ast nokkuð gott. Talað væri um að
loðnuveiðar gætu hafizt um miðj-
an september í haust og færi svo,
yrði stoppið aðeins um þrír mán-
uðir og þá liti dæmið bara vel út.
Gísli reiknaði með því að hver
túr stæði í um 10 daga og Iandað
yrði í Reykjavík. Sagðist hann alls
verða með 3.000 króka í 8 stubbum
eða 350 króka í stubbi. Draslfisk-
urinn, sem á línuna kæmi, yrði
notaður til beitu svo útgerðar-
kostnaður yrði lítill að undanskil-
inni olíunni, sem allt væri að sliga.
Sýnishorn af hátíöarmatseöli
Fersk grásleppuhrogn „paté" meö hvítlauks-sprnatsósu
Karry-steiktur smokkfiskur í japanskri „sake“ sósu.
Hungans- og sherrylegin peking önd meö valhnetusósu.
- • -
Kaffi og konfektkökur.
- • -
Opnunartími yfir hátíðirnar er sem hér segir:
Skírdag opnað kl. 18.00.
Föstudaginn langa, lokað.
Laugardaginn, opið frá kl. 18.00.
Páskadag, lokað.
2. í páskum opnað kl. 18.00.
Gleðilega páska.