Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 19
MORGPNBLAÐIO.-MIÐVntUÐAQUR 18. APRÍL 1984
19
Samgöngu-
ráðuneytið í
Hafnarhúsið
Samgönguráduneytiö hefur í
bígerð að flytja skrifstofur sínar í
Hafnarhúsið á næstu mánuðum skv.
hcimildum Morgunblaðsirts.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
flutti skrifstofur sínar úr Hafnar-
húsinu í nýtt húsnæði við Suður-
landsbraut um helgina. Ráðuneyt-
ið mun þó ekki nota allt húsnæðið,
sem Rafmagnsveitan hafði, aðeins
hluta þess.
Bygging frystigeymslu
á vegum Eimskips:
Engin ákvörð-
un tekin enn
ENN hefur ekki verið tekin endan-
leg ákvörðun af hálfu Eimskipafé-
lagsins hvort byggð verður frysti-
geymsla á vegum fyrirtækisins við
Sundahöfn. Að sögn l'órðar Sverr-
issonar, fulltrúa framkvæmdastjóra,
verður ákvörðun ekki tekin fyrr en á
næstu vikum. Verði af byggingu
gcymslunnar verður hún inni í
Sundaskála I.
Á aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var fyrir skemmstu, var sam-
þykkt að beina því til stjórnar fé-
lagsins að hún kannaði möguleika
á aðild Eimskipafélagsins að lax-
eldisstöð. Þórður tjáði Mbl., að
stjórnin hefði það hann best vissi
enn ekki fjallað um þetta mál, en
það kæmi vafalítið til hennar
kasta á fyrsta formlega fundi
hennar síðar í þessum mánuði.
Dagvistargjöld
í Reykjavík:
5% hækkun
frá 1. maí
DAGVISTARGJÖLD í Reykjavík
hækka um 5% frá og með I. maí nk.
Ilækkunin hefur þegar verið sam-
þykkt í félagsmálaráði, en borgar-
stjórn á eftir að fjalla um hana.
Gjöld á dagvistarstofnunum
hækkuðu síðast 1. september, að
sögn Bergs Felixsonar, fram-
kvæmdastjóra Dagvistarheimila
Reykjavíkurborgar. Flestar dag-
vistarstofnanir utan Reykjavíkur
hækkuðu gjöld sín um 5% í októ-
ber.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Hafsldphf.
styðuraukíð
'átaktfl
útflutníngs
islensKiar
iðnaðarvöru
Vegna aukins átaks í sölu á ísienskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára
afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð:
1.
2.
i.
4.
Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað-
háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendurtil
þoða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu.
Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam,
Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif-
stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu.
T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends
milliliðakostnaðar,tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl-
un og útboð.
Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík,
Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila.
Leitið til hans með frekari fyrirspurnir.
Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst
hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar-
vöru héðan.
Aukið átak í útflutningi
er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn.
Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks.
Okkar menn-þínir menn
HAFSKIP HF.