Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984
25
Plnrgmi Útgetandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið.
Hlutabréfín í
Iðnaðarbankanum
Sverrir Hermannsson, iðn-
aðarráðherra, hefur nú
stigið það skref til undirbún-
ings á sölu hlutabréfa ríkis-
sjóðs í Iðnaðarbankanum hf.
að skrifa hluthöfum og bjóða
þeim bréfin til kaups fyrir 32
milljónir króna. Forkaups-
réttur hluthafa að 27% hlut
ríkisins í Iðnaðarbankanum
nýtist þeim þó ekki fyrr en
alþingi hefur samþykkt sölu á
ríkishlutnum.
Enginn vafi er á því að
hugmyndir og tillögur ein-
stakra ráðherra um að losa
ríkið út úr atvinnustarfsemi
sem einkaaðilar geta stundað
eins vel eða betur mælast al-
mennt vel fyrir. Þess vegna
vekur það furðu hve hægt
miðar í þessum málum ekki
síst hjá sjálfum fjármála-
ráðherra en Albert Guð-
mundsson ræddi þessi mál
manna mest á sínum tíma. Þá
er undarlegt að alþingi skuli
ekki nú þegar vera búið að
taka afstöðu til sölu hluta-
bréfa ríkisins í Iðnaðarbank-
anum jafn vel og að öllum
málatilbúnaði hefur verið
staðið af iðnaðarráðherra.
Sala á ríkisfyrirtækjum og
hlutabréfum ríkisins í einka-
fyrirtækjum er í samræmi við
þau viðhorf að ríkið eigi að-
eins í undantekningartilvik-
um að stunda atvinnurekstur
í samkeppni við einkaaðila
eða leggja fyrirtækjum til fé í
formi hlutafjár. Þessi viðhorf
setja svip sinn á stefnu ríkis-
stjórna í þeim löndum þar
sem mönnum hefur með
skjótustum hætti tekist að
fóta sig á heilbrigðum
grundvelli fyrir rekstur fyrir-
tækja eftir að milliliðaaf-
skipti ríkis og stjórnmála-
manna höfðu ruglað myndina
með þeim hætti að í óefni var
komið. Skýrasta dæmið um
þetta er sú breyting sem orðið
hefur í Bretlandi frá því að
ríkisstjórn Margaret Thatch-
ers komst til valda. Og eitt
gleggsta dæmið um öfugþró-
un vegna of mikilla ríkisaf-
skipta er um þessar mundir
að finna í Frakklandi þar sem
vinstri stjórn sósíalista og
kommúnista hefur fest vaxt-
arbrodd atvinnulífsins í
opinberar viðjar og stendur
nú frammi fyrir stöðnun og
mótmælagöngum.
Engan þarf að undra þótt
vinstrisinnar á alþingi fslend-
inga vilji leggja stein í götu
þeirra manna sem sýna í
verki að þeir treysta einstakl-
ingum og samtökum þeirra
betur en sjálfu ríkinu. Æski-
legt er að sem víðtækastar
umræður verði um þessi mál
til að almenningi sé gerð
rækileg grein fyrir því hvað
er í húfi. Ríkissjóður stendur
nú frammi fyrir geigvænleg-
um vanda og ætlar meðal
annars að reyna að láta enda
ná saman með því að ná
stærri hluta af sparifé lands-
manna til sín en oft áður og
býður í því efni kjör sem
standast eiga samkeppni við
banka. Óvíst er hvernig þeirri
rimmu lýkur. En ríkissjóður á
ýmis tromp svo sem eins og
það að afla sér tekna með sölu
á eignum sínum. Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra,
hefur riðið á vaðið í þessum
efnum með sölu á Siglósíld og
nú með því að bjóða hluta-
bréfin í Iðnaðarbankanum.
Innanhúsátök
Enn er ekki ljóst hvernig
átökum verkalýðsfor-
ingja við Svavar Gestsson og
Þjóðviljann lyktar í Alþýðu-
bandalaginu. Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusam-
bandsins, notar nú hvert
tækifæri bæði innan Alþýðu-
bandalags og utan til þess að
hallmæla „hinum pólitíska
armi“ verkalýðshreyfingar-
innar eins og Svavar kallar
Alþýðubandalagið þegar mik-
ið liggur við.
Innan Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík logar allt í
átökum sem tengjast líka af-
stöðunni til flokksmálgagns-
ins eins og hjá þejm alþýðu-
bandalagsmönnum. Hjá
framsókn takast á SÍS-sinnar
og hinir sem mega sín auðvit-
að lítils þegar erindrekar
valdamanna í hvíta húsinu
við Arnarhól blása til
orrustu.
Bæði innan Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokks-
ins eru það áhrifamenn í
fjöldahreyfingum sem beina
spjótum sínum að þeim sem
farið hafa með pólitíska for-
ystu á flokksvettvangi og í
báðum tilvikum snúast átökin
um yfirráð ^yfir flokksmál-
gögnunum. Asmundur Stef-
ánsson er illur út í Þjóðvilj-
ann af því að hann dregur
taum stjórnmálamannanna
en ekki verkalýðsforingjanna.
SÍS hefur á hinn bóginn tek-
ist að ná undirtökum á Tím-
anum að mati margreyndra
forystumanna framsóknar í
Reykjavík. Á þessu stigi er
ógjörningur að segjá fyrir um
lyktir þessara innanhúsátaka.
Mér er það sönn
ánægja að bjóða
yður öll velkomin
á þennan 23. árs-
fund Seðlabanka
íslands. Viðskiptaráðherra stað-
festi í dag ársreikninga bankans
fyrir árið 1983, en jafnframt var
lögð fram ársskýrsla bankans
fyrir liðið ár, þar sem finna má
margvíslegar upplýsingar um
þróun efnahagsmála, en þó sér-
staklega þá þætti þeirra, svo sem
peninga- og gjaldeyrismál, er
varða starfsemi Seðlabankans. í
framhaldi af ræðu formanns
bankaráðs, sem gert hefur nokkra
grein fyrir ýmsu er varðar rekstur
bankans, mun ég nú fyrir banka-
stjórnarinnar hönd fjalla um meg-
indrætti í efnahagsþróun sfðast-
liðins árs og ræða um helztu við-
fangsefni, sem við er að fást í
stjórn fjármála og peningamála
þjóðarinnar um þessar mundir.
Margur vandi
enn óleystur
Mikil umskipti hafa orðið í
efnahagsmálum íslendinga á þeim
tæpum tólf mánuðum, sem liðnir
eru, síðan ég síðast ræddi um
þróun þeirra á þessum vettvangi.
Vegna geigvænlegrar verðbólgu og
alvarlegs viðskiptahalla stefndi is-
lenzkur þjóðarbúskapur þá f meiri
ógöngur en um margra áratuga
skeið. Við þeim vanda var sem
betur fer brugðizt með efnahags-
ráðstöfunum nýrrar ríkisstjórnar
í lok maímánaðar, sem borið hafa
mikinn árangur bæði í lækkun
verðbólgu og bættum jöfnuði út á
við. Margur vandi er þó enn
óleystur og margt ógert til þess að
treysta þann árangur, sem náðst
hefur og leggja grundvöll varan-
legs afturbata í kjölfar þeirra
efnahagsáfalla, sem þjóðarbú-
skapurinn hefur orðið fyrir á síð-
ustu tveimur árum.
Sá mikli vandi, sem við var að
glíma í efnahagsmálum íslend-
inga fyrir ári átti sér skýringar
bæði í erfiðum ytri skilyrðum
þjóðarbúskaparins og innri hag-
stjórnarvanda. Efnahagslægðin,
sem fór f kjölfar stórhækkunar
olíuverðlags á árinu 1979, varð
dýpst á árinu 1982, en henni fylgdi
fyrir íslendinga allt f senn sam-
dráttur á erlendum mörkuðum,
versnandi viðskiptakjör og hækk-
andi raunvextir á erlendum skuld-
um. Við þetta bættust svo mikil
umskipti í framleiðslu sjávaraf-
urða, aflabrestur á loðnuveiðum
og minnkandi þorskafli.
íslendingar voru því miður illa
undir þennan vanda búnir. Á tím-
um betra árferðis hafði mistekizt
að draga úr verðbólgunni, sem
hafði haldið áfram með 40—60%
árshraða árum saman, en jafn-
framt hafði smám saman sigið á
ógæfuhlið með vaxandi viðskipta-
halla og mikilli skuldasöfnun er-
lendis. Þegar svo ný utanaðkom-
andi áföll dundu yfir, varð ekki við
ráðið. Versnandi afkoma atvinnu-
veganna leiddi til sífellt meiri
gengislækkana og víxlhækkana
kaupgjalds og verðlags, sem
magnaöi verðbólguna stig af stigi,
unz árshraði hennar var kominn
yfir 130% á öðrum ársfjórðungi
1983.
Veruleg breyting hefur orðið
varðandi alla þessa þætti á síð-
ustu tólf mánuðum. Mestu máli
skiptir sú stefnubreyting í efna-
hagsmálum, sem átti sér stað með
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar f lok mai, en meginkjarni
hennar var að afnema hin sjálf-
virku tengsl launa og verðlags og
taka upp festu í gengismálum f
kjölfar gengislækkunar, sem fetl-
að var að tryggja atvinnuvegunum
viðunandi rekstrargrundvöll.
Jafnframt var að því stefnt að
stuðla að árangri þessara aðgerða
með aðhaldi í opinberum útgjöld-
um og peningamálum. Tilgangur-
inn var hvort tveggja í senn að
draga ört úr hinni geigvænlegu
verðbólgu, sem þá geisaði, og
koma á jafnvægi f viðskiptum við
útlönd og hemja þannig hina sf-
vaxandi erlendu skuldabyrði. Kom
árangur þessara aðgerða þegar
fram á síðara hluta ársins með ört
Iækkandi verðbólgu, sem komin
var niður í um 15% í lok ársins
samfara minnkandi viðskipta-
halla. Ef rétt er á haldið, á þessi
árangur að geta skapað skilyrði
betra jafnvægis og hagstæðari
framleiðsluþróunar en Islend-
ingar hafa átt við að búa nú um
alllangt skeið.
Sá bati, sem orðið hefur að und-
anförnu í efnahagsstarfsemi um-
heimsins hefur þegar bætt ytri
skilyrði þjóðarbúskaparins með
ýmsum hætti, sem m.a. hefur
komið fram í lækkun útflutn-
ingsvörubirgða og heldur hag-
stæðari viðskiptakjörum. Eftir um
2,5% hagvöxt iðnríkja á árinu
1983 er búist við 3,5—4% hagvexti
á þessu ári, sem væntanlega ætti
að geta haldizt á árinu 1985. Miklu
máli skiptir fyrir fslenzka at-
vinnuvegi, að þessi þróun haldi
áfram.
Sé hins vegar litið á þróun sjáv-
arafla, sem enn er meginundir-
staða þjóðarbúskaparins, kemur
fram mun dekkri mynd. Eftir mik-
inn vöxt sjávarvöruframleiðslu
allt frá árinu 1976, sem að vísu
stöðvaðist á árinu 1981, urðu
snögg umskipti með 14,5% sam-
drætti á árinu 1982 og 6,6% sam-
drætti til viðbótar á sfðastliðnu
ári. Þegar við þennan mikla sam-
drátt f framleiðslu bættust sölu-
erfiðleikar erlendis, einkum á
skreiðarmarkaöi í Nígeríu, hlaut
það að hafa afdrifarík áhrif bæði
á þróun þjóðarframleiðslu og af-
komu sjávarútvegsins. Þessi áhrif
komu þó ekki fram af fullum
þunga innanlands á árinu 1982,
þar sem eftirspurn var enn haldið
uppi með miklum erlendum lán-
tökum. Þeim mun meiri voru um-
skiptin á síðastliðnu ári, þegar
grípa varð til harðvítugra ráðstaf-
ana til þess að draga úr fjárfest-
ingu og neyzlu. En lftum nánar á
einstaka þætti í framleiðsluþróun
og ráðstöfun þjóðartekna á síðasta
ári.
Samdráttarskeiö í
íslenzkum þjóðarbúskap
Samkvæmt nýjustu áætlunum
Þjóðhagsstofnunar dróst þjóðar-
framleiðslan saman f fyrra um
5,5%, samanborið við 1,5% lækk-
un á árinu 1982, en 1,6% vöxt á
árinu 1981. Nokkur bati varð á
viðskiptakjörum á árinu, svo að
þjóðartekjur drógust nokkuð
minna saman, eða um 3,7%, en ár-
ið áður höfðu þjóðartekjur íækkað
um 1,8%. Sé litið á þjóðarfram-
leiðslu er hér um að ræða mesta
samdráttarskeið í íslenzkum þjóð-
arbúskap síðan í kjölfar hruns
síldarstofnsins á árunum 1967 og
1968. Enn sér ekki fyrir endann á
erfiðleikum sjávarútvegsins, og
efnahagsspár benda til þess, að
enn geti orðið 2—3% lækkun þjóð-
arframleiðslu á þessu ári. Væri
þetta þá orðið mesta samdráttar-
tímabil í framleiðslustarfsemi hér
á landi f hálfa öld.
Mikil breyting hefur orðið á
ástandi fiskstofna við fsland á
undanförnum þremur árum, og
hefur reynzt erfiðara að spá um
framvindu í þeim efnum en flestir
höfðu áður talið. Hafa þessar
breytingar komið fram á tveimur
aðalnytjastofnum Islendinga,
þorski og loðnu, en loðnustofninn
var svo illa kominn um tíma, að
veiðar úr honum voru algerlega
bannaðar allt árið 1982. Síðan hef-
ur hann verið vaxandi á ný, og var
leyfð nokkur veiði á síðastliðnu
hausti. Nægði hún til þess, að
heildarfiskaflinn náði 819 þús.
tonnum, sem er 33 þús. tonnum
meira en árið áður. Hitt varð þó
þyngra á metunum, að afli verð-
meiri tegunda, sérstaklega þorsks,
minnkaði um fjórðung, en alls
dróst botnfiskaflinn saman um
rúm 100 þús. tonn. I heild minnk-
aði framleiðsla sjávarafurða á ár-
inu um 6,6%, og hefur hún ekki
verið minni síðan 1978.
Erfið rekstrar-
staða sjávarútvegs
Aflasamdrætti undanfarinna
tveggja ára hefur óhjákvæmilega
fylgt erfið rekstrarstaða sjávar-
útvegsins, einkum útgerðar, en
mikil fjárfesting í dýrum skipum
á undanförnum árum hvílir þungt
á hag margra fyrirtækja, en þessi
skipakaup hafa að mestu verið
fjármögnuð með erlendum lánum,
er bera mjög háa raunvexti. Er
umframafkastageta flotans ásamt
mikilli skuldabyrði vegna fjárfest-
ingar og hallarekstrar síðustu ára
eitt af erfiðustu vandamálum
sjávarútvegs og fjármálastofnana
þeirra, sem við hann skipta. Um
leið og leita verður lausna á því
m.a. með nýjum samningum um
eldri lán, ber brýna nauðsyn til
þess, að horfið verði með öllu frá
sérstökum fríðindum sjávarútveg-
inum til handa varðandi nýfjár-
festingu í framtíðinni, en lán að-
eins veitt með fullum markaðs-
vöxtum og gegn eðlilegu eiginfjár-
framlagi af eigenda hálfu.
Hinum almenna samdrætti
fylgdu að ýmsu leyti lakari vaxt-
arskilyrði fyrir aðrar greinar,
einkum þær, sem framleiða fyrir
innlendan markað. Að því er iðn-
aðinn varðar, vó þó hér á móti, að
raungengi hafði lækkað mjög
verulega og samkeppnisaðstaða
við innflutta vöru og á útflutn-
ingsmörkuðum batnaði. Kom
þetta fram í rúmlega 5% aukn-
ingu á framleiðslu á iðnaðarvörum
til útflutnings, en nokkur sam-
dráttur varð í sumum greinum, er
framleiða fyrir heimamarkaö, en
þó mun minni en samdráttur inn-
lendrar eftirspurnar gaf tilefni til.
I heild er talið, að iðnaðarfram-
leiðsla hafi aðeins aukizt um
1—2% á árinu, en ýmislegt bendir
þó til þess, að vaxtarskilyrði iðn-
aðar hafi farið batnandi og vænta
megi betri útkomu á þessu ári.
Landbúnaðarframleiðslan dróst
lítið eitt saman á árinu, líklega
nálægt 2%, en markvisst hefur
verið stefnt að því að draga úr
offramleiðslu hinna hefðbundnu
landbúnaðarafurða síðustu árin.
Varð framleiðsla landbúnaðaraf-
urða alls um 10% lægri í fyrra en
hún varð hæst á árinu 1978. Um
aðrar greinar, svo sem bygg-
ingarstarfsemi og almenna verzl-
un, er það helzt vitað, að þar hefur
verið um að ræða allverulegan
samdrátt vegna' minni fjárfest-
ingar og viðskiptaveltu.
Samneyzla vaxiö hraöar
en þjóöartekjur
Samdráttur þjóðarframleiðslu á
síðastliðnu ári samfara miklum
viðskiptahalla og vaxandi skulda-
byrði við útlönd, kallaði á öflugar
ráðstafanir til þess að draga úr
þjóðarútgjöldum. Mikilvægasti
þátturinn f því efni var samdrátt-
ur einkaneyzlu, sem var bein af-
leiðing minnkandi kaupmáttar
launa á árinu. AIls er talið að
kaupmáttur heildartekna hafi
lækkað um 12% frá fyrra ári, en
einkaneyzla dróst saman um 6%.
Einnig varð 13,6% samdráttur í
fjárfestingu í heild, en opinberar
framkvæmdir minnkuðu um
15,7%, og þar munaði mest um
nærri fjórðungs samdrátt í
orkuframkvæmdum. Fjárfesting
atvinnuveganna lækkaði um
14,5% á árinu, en íbúðabygginga
um 8%. Á hinn bóginn hélt sam-
neyzla áfram að vaxa um 3% mið-
að við fyrra ár, en hún hefur vaxið
mun hraðar en þjóðartekjur á
MorfunbUAÍA/RAX.
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
og formaður bankastjórnarinnar,
flytur ræðu sína á ársfundi bankans
í gær.
Ræða dr.
Jóhannesar
Nordals
formanns
bankastjórnar
Seðlabankans
á ársfundi
bankans
undanförnum fimm árum. Þannig
hefur samneyzla vaxið á þessu
tímabili um nálægt 4% að meðal-
tali á ári, jafnframt því sem þjóð-
arframleiðslan hefur vaxið um að-
eins 'k% á ári, en þjóðartekjur
staðið í stað. Er þessi þróun ein
meginorsök fjárhagsvanda ríkis-
sjóðs, sem síðar verður að vikið.
Alls lækkuðu útgjöld til neyzlu
og fjárfestingar á árinu 1983 um
6,8%, en við það bættist mikil
lækkun útflutningsvörubirgða, og
hafði þetta samtals í för með sér
10,5% samdrátt í þjóðarútgjöld-
um. Leiddi þessi þróun til veru-
legrar lækkunar viðskiptahallans
við útlönd, þrátt fyrir samdrátt
þjóðartekna. Miðað við þjóðar-
framleiðslu lækkaði viðskiptahall-
inn úr 10% á árinu 1982 í 2,4% á
síðastliðnu ári. Er hér um mjög
mikilvægan áfanga að ræða í
þeirri viðleitni að rétta við stöðu
þjóðarbúsins út á við og draga úr
skuldasöfnun erlendis.
Bati viöskiptajafnaðar
Að þessum árangri stuðlaði
hvort tveggja í senn aukinn út-
flutningur og samdráttur í inn-
flutningi. Nam heildarverðmæti
útflutnings á árinu 18,6 milljörð-
um, sem er 16% meira en árið áð-
ur. Er þá miðað við meðalgengi
íslenzku krónunnar árið 1983, en
við það gengi mun verða miðað
varðandi það, sem hér verður sagt
um utanríkis- og gjaldeyrismál,
nema annað sé fram tekið. Þessi
mikla aukning útflutnings stafaði
eingöngu af lækkun útflutnings-
vörubirgða, bæði áls og sjávaraf-
urða. Hins vegar kom ekki öll
þessi útflutningsaukning þjóðar-
búinu til góða á árinu, þar sem
ógreiddur útflutningur jókst veru-
lega vegna birgðasöfnunar ís-
lenzkra útflytjenda í Bandaríkj-
unum og greiðslutregðu í Nígeríu.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ingsins á árinu 1983 nam á hinn
bóginn 18,1 milljarði, sem er 7,4%
lækkun frá fyrra ári. Dróst inn-
flutningur sérstakra fjárfest-
ingarvara, þ.e.a.s. skipa, flugvéla
og efnis til stórframkvæmda, mest
saman, eða um 30%, en almennur
innflutningur annar en olíuvörur
lækkaði um 9,4%.
Samkvæmt framangreindum
tölum um inn- og útflutning varð
vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður
um 467 milljónir króna, en árið
áður hafði vöruskiptahallinn
numið 3,6 milljörðum reiknað á
sama gengi. Einnig lækkaði hall-
inn á þjónustujöfnuðinum úr 2.318
milljónum á árinu 1982 í 1.730
milljónir á síðastliðnu ári. Áttu
minni útgjöld vegna ferðakostnað-
ar Islendinga samfara auknum
tekjum af eríendum ferðamönnum
verulegan þátt í þessum bata, en
auk þess komu til auknar tekjur
vegna starfsemi fyrir varnarliðið.
Að öllu þessu samanlögðu nam
viðskiptahallinn á árinu 1.263
milljónum króna, sem jafngildir
2,4% af þjóðarframleiðslu, sem er
aðeins fjórðungur þess halla, sem
varð árið 1982. Þegar þessi mikli
bati viðskiptajafnaðarins er met-
inn, er rétt að hafa í huga, að um
þriðjungur hans stafar af lækkun
útflutningsvörubirgða, en árið áð-
ur hafði hins vegar verið um mikla
birgðasöfnun að ræða. Vantar því
enn mikið á, að viðunandi jöfnuð-
ur hafi náðst í viðskiptum þjóðar-
búsins út á við.
Vegna hinnar miklu lækkunar
viðskiptahallans dró verulega
bæði úr nýjum erlendum lántök-
um og rýrnun gjaldeyrisforðans á
árinu 1983 miðað við fyrra ár. I
heild reyndist fjármagnsjöfnuður-
inn hagstæður á árinu um 1.162
milljónir, en að meðtöldum
skekkjum og vanreikningi leiddi
þetta til þess, að heildargreiðslu-
jöfnuðurinn varð óhagstæður um
aðeins 143 milljónir króna, sem
kom fram í samsvarandi lækkun á
nettógjaldeyriseign bankakerfis-
ins. Miðað við árslokagengi rýrn-
aði gjaldeyrisstaðan þó heldur
meira, eða um 338 milljónir króna,
en vegna mikillar rýrnunar á
stöðu viðskiptabankanna og örrar
aukningar á skammtímaskuldum
Seðlabankans jókst gjaldeyris-
forði Seðlabankans um 230 millj-
ónir króna miðað við árslokagengi.
Vantaði þá ekki mikið á, að gjald-
eyrisforðinn jafngilti þriggja
mánaða innflutningsverðmæti
miðað við meðaltal undanfarinna
tólf mánaða.
Fjármagnsjöfnuðurinn var, eins
og áður segir, hagstæður um 1.162
milljónir króna, en langstærsti
liður hans voru innkomin erlend
lán, sem hækkuðu umfram endur-
greiðslur um 2.908 milljónir
króna. Ástæðan fyrir því, að fjár-
magnsjöfnuðurinn var ekki enn
hagstæðari, þrátt fyrir þessa
miklu aukningu erlendra skulda,
var sú, að íslendingar eignuðust
miklar skammtímakröfur á útlönd
vegna ógreidds flutnings, en einn-
ig voru greidd á árinu skamm-
tímalán, sem tekin höfðu verið
vegna birgðasöfnunar á áli árið
áður.
Heildarskuldir 60,6% af
vergri þjóðarframleiöslu
Erlendar lántökur til langs tíma
námu á síðasta ári 5.586 milljón-
um króna, reiknað á meðalgengi
ársins, en afborganir 2.678 millj-
ónir króna, svo að skuldaaukning-
in er 2.908 milljónir, sem er 39%
minna en árið áður. Öll skulda-
aukningin var á vegum opinberra
aðila og lánastofnana, en langar
skuldir einkaaðila lækkuðu um
477 milljónir króna á árinu. í lok
ársins námu heildarskuldir þjóð-
arbúsins til langs tíma 36,3 millj-
örðum króna, sem fært til meðal-
gengis á árinu nemur 60,6% af
vergri þjóðarframleiðslu. Er það
langhæsta hlutfall, sem verið hef-
ur, en árið áður var skuldabyrðin
47,8% af þjóðarframleiðslu, en að-
eins 36,7% í árslok 1981. Þótt
miklar erlendar lántökur tvö síð-
ustu ár hafi átt sinn þátt í þessari
miklu aukningu skuldabyrðarinn-
ar, skýrist hún ekki af henni einni
saman. Til viðbótar hafa komið
áhrif hækkunar á verði erlends
gjaldmiðils, einkum Bandaríkja-
dollars, umfram hækkun verðlags
þjóðarframleiðslu hér á landi, og
má skýra um 40% af hækkun
skuldabyrðarinnar á þessum tíma
á þennan hátt. Auk þess hefur
raunveruleg lækkun þjóðarfram-
leiðslu á þessu tímabili haft i för
með sér hækkun skuldabyrðarinn-
ar, og skýrir þessi þáttur um 15%
aL hækkuninni. Um báða þessa
skýringarþætti er það að segja, að
þeir eru tengdir þeirri efnahags-
lægð, sem íslenzka hagkerfið er nú
í. Vonir standa því til, að bæði
raungengi íslenzku krónunnar og
þjóðarframleiðslan muni fara
hækkandi, þegar þjóðarbúskapur-
inn fer að rétta úr kútnum á ný og
skuldabyrðin þá lækka af þeim
sökum.
Það er einnig athyglisvert hér
til samanburðar, að greiðslubyrð-
in af löngum erlendum lánum,
þ.e.a.s. samningsbundnar afborg-
anir og vextir, lækkaði á síðast-
liðnu ári í 20,6% af gjaldeyristekj-
um, en hún hafði á fyrra ári num-
ið 21,2%. Kemur hér bæði til
nokkur lækkun á meðalvöxtum á
árinu, en ennfremur áhrif aukinna
útflutningstekna bæði af seldum
vörum og þjónustu.
Meira jafnvægi og
öryggi í efnahagsmálum
Að öllu þessu athuguðu, er þó
augljóst, að hin mikla skuldabyrði
þjóðarbúsins út á við er eitt meg-
invandamálið í efnahagsstöðu fs-
lendinga i dag. Hún verður þó
varla lækkuð verulega nema á
löngum tima og til þess að það geti
tekizt þarf vafalaust allt til að
koma, aukinn hagvöxtur, bætt
rekstrarstaða ríkisins og annarra
opinberra aðila, sem hafa verið
helztu notendur lánsfjár að und-
anförnu, og siðast en ekki sízt
aukin innlend fjármagnsmyndun,
bæði í formi lánsfjár og ávöxtunar
fjármagns í rekstri fyrirtækja.
Mun ég víkja nánar að þeim mál-
um síðar. Meginatriðið á þessu
sfigi er að tryggja með gætilegri
lántökustefnu, að greiðslubyrði
þjóðarinnar haldist innan viðráð-
anlegra marka og erlendu lánsfé
sé í sem mestum mæli varið til
framkvæmda, er stuðli að aukinni
framleiðslu og gjaldeyrisöflun.
Þeir höfuðdrættir í þróun þjóð-
arbúskaparins á árinu 1983, sem
ég hef nú lýst, sýna mynd mikilla
andstæðna. Annars vegar var
þetta annað árið í röð, sem fram-
leiðslan dróst saman af völdum
óhagstæðra ytri skilyrða. Hins
vegar tókst með róttækum efna-
hagsaðgerðum bæði að bæta stór-
lega viðskiptajöfnuðinn við útlönd
og draga hraðar úr verðbólgunni
en ég þekki dæmi til við svipaðar
aðstæður. Um þetta leyti á síðast-
liðnu ári var árshraði verðbólg-
unnar kominn yfir 100% og
stefndi hærra með hverjum mán-
uði sem leið. Um síðustu áramót
var hann kominn niður fyrir 15%
og full ástæða er nú til að vona, að
verðhækkun frá upphafi til loka
þessa árs verði ekki fjarri 10%, en
svo lítil hefur verðbólga ekki verið
hér á landi síðan árið 1971.
Vissulega hefur þessi árangur
kostaö fórnir í lífskjörum og
neyzlu í bili, en hann hefur, þótt
ótrúlegt megi virðast, náðst án
teljandi atvinnuleysis umfram
það, sem beint stafar af aðstæðum
i sjávarútveginum. Margvísleg
hagstæð áhrif hins nýja stöðug-
leika í verðlagi eru þegar farin að
koma fram. Með stöðugra verðlagi
hefur verðskyn neytenda skerpzt
og hörð verðsamkeppni er í fyrsta
skipti um langt árabil farin að
setja svip sinn á viðskiptalífið.
Auk þess eru greinileg merki þess,
að meira jafnvægi og öryggi í
efnahagsmálum hafi átt þátt i að
bæta skilyrði heilbrigðs atvinnu-
rekstrar og muni þannig eiga þátt
í batnandi afkomu fyrirtækja og
skynsamlegri ákvörðun um fjár-
festingu og rekstur. í þessu hvoru
tveggja, heilbrigðri samkeppni og
traustum starfsskilyrðum at-
vinnufyrirtækja, felst til lengdar
öruggasta tryggingin fyrir hækk-
andi rauntekjum og batnandi af-
komu launþega. Eftir þær fórnir,
sem þegar hafa verið færðar, er
því mikilvægt að unnt verði að
tryggja til frambúðar þann árang-
ur, sem þegar hefur náðst og
bygKja á honum endurreisn þjóð-
arbúskaparins eftir þau áföll, sem
hann hefur orðið fyrir að undan-
förnu.
En hver eru líkindi til þess, að
það megi takast? Hve traustur er
grundvöllur þess, sem þegar hefur
áunnizt til aukins jafnvægis i
þjóðarbúskapnum og hvað þarf að
gera til þess að ekki leiti aftur í
sama farið? Allt eru þetta erfiðar
og áleitnar spurningar, sem menn
hljóta að leita svara við, því að
enginn getur látið sér það í léttu
rúmi liggja, að svo dýrkeyptum
árangri fylgi ekki varanleg hags-
bót fyrir allan almenning í land-
inu.
Aö byggja á þeim
grunni, sem fenginn er
Mér er það vitaskuld ljóst, að
hér er um að ræða stærri spurn-
ingar en svo, að ég geti reynt að
svara þeim til neinnar hlítar á
þessum vettvangi. Þó mun ég
freista þess að drepa á nokkur
þeirra skilyrða, sem mér virðist
þurfa að uppfylla, ef takast á að
byggja traustlega á þeim grunni,
sem nú er fenginn. Fyrst virðist
mér nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir tvennu.
Hið fyrra er, að sá árangur, sem
þegar hefur náðst, er að miklu
leyti byggður á aðgerðum í launa-
málum og afnámi vísitölubind-
ingar launa. Fyrir því er margföld
reynsla bæði hér á landi og annars
staðar, að varanlegs árangurs sé
því aðeins að vænta af aðgerðum
og jafnvel samningum á sviði
iaunamála, að fyllsta aðhalds sé
gætt á öðrum sviðum hagstjórnar,
svo sem í gengis- og peningamál-
um. Þar að auki hefur verðbóta-
kerfið aðeins verið afnumið til
vors 1985, og er mikilvægt, að sem
fyrst verði farið að athuga, hver
framtíðarstefnan eigi að vera í
þessum efnum og hvort ekki sé
æskilegt að hverfa til frambúðar
frá hvers konar vélrænni tengingu
verðlags og launa við vísitölur eða
aðra verðmæla.
í annan stað er ljóst, að þrátt
fyrir þær róttæku aðgerðir, sem
framkvæmdar hafa verið, standa
enn eftir óleyst ýmis rótgróin
vandamál íslenzks þjóðarbúskap-
ar, en þar hafa tekjusveiflur í
sjávarútvegi og stjórn fiskveiða
verið fyrirferðarmest. Sama er að
segja um leiðir til þess að sam-
ræma markmið byggðastefnu, þar
sem reynt er að hlúa að og vernda
einhæfa atvinnustarfsemi í fá-
mennum byggðarlögum, þeim
kröfum um almennt aðhald um
arðsemi og heilbrigðan rekstur
fyrirtækja, sem er nauðsynleg for-
senda árangursríkrar hagstjórn-
ar. Brýnt er að leita lausnar á
þessum vandamálum, ef tryggja á
varanlegt jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum.
Stöðugt gengi
höfudnauðsyn
Ég mun nú með hliðsjón af þeim
sjónarmiðum, sem hér hafa verið
rakin, snúa mér að þeim þáttum
efnahagsmála, er varða starfsemi
Seðlabankans með einum eða öðr-
um hætti. Mun ég þá fyrst víkja að
gengismálum en breytt stefna á
því sviði var einn af meginásum
þeirra aðgerða, sem gripið var til í
maí á síðasta ári. Meðalgengi
krónunnar var þá lækkað í einu
skrefi um 14,6%, en því jafnframt
lýst yfir, að haldið yrði stöðugu
gengi út árið. Annars vegar var
tilgangurinn sá að bæta sam-
keppnisstöðu atvinnuveganna,
sem þá stóðu mjög höllum fæti, en
skapa um leið nokkurt svigrúm til
fyrirfram ákveðinnar launahækk-
unar án þess að samkeppnisstöð-
unni væri hætta búin. Hins vegar
voru með þessu viðurkennd þau
beinu tengsl, sem í reynd höfðu
skapazt milli vísitölukerfis launa
og verðlags og gengisstefnunnar.
Á sama hátt og stöðugleiki í geng-
isskráningu var óhugsandi á með-
an allt kaupgjald og verðlag tók
stökkbreytingum ársfjórðungs-
lega vegna vísitölubindingarinnar,
hlaut einnig að vera bæði ósann-
gjarnt og óframkvæmanlegt að af-
nema til lengdar verðbótakerfi á
laun, nema launþegum væri á
móti tryggður sæmilegur stöðug-
leiki í gengisskráningu.
Reynslan hefur sýnt, að þessi
ákvörðun var á traustum grunni
reist. Hið stöðuga gengi hefur átt
meginþátt í því að endurvekja
traust á efnahagsstefnunni og
þrátt fyrir þær launahækkanir,
sem orðið hafa að nokkru með lög-
um i júni og október á síöastliðnu
ári og nú síðast með u.þ.b. 5%
hækkun i almennum samningum,
hefur raungengi haldizt viðunandi
fyrir atvinnuvegina og stuðlað
þannig að blómlegri efnahags-
starfsemi.
Seint á árinu ákvað ríkisstjórn-
in ásamt Seölabankanum að halda
meðalgengi krónunnar áfram
stöðugu út árið 1984, innan 5%
marka miðað við gengi í árslok
1983. Allt bendir nú til þess, þegar
litið er bæði til gerðra launasamn-
inga og útlitsins i efnahagsmálum
að öðru leyti, að hér sé um fylli-
lega raunhæft markmið að ræða,
og mun Seðlabankinn fyrir sitt
leyti leggja höfuðkapp á að frá þvi
verði ekki hvikað. Á það er enn-
fremur að benda, að vegna geng-
issveiflna í janúar og febrúar
lækkaði meðaígengi krónunnar þá
um rúm 2%, en hefur haldizt
óbreytt síðan. Eru því aðeins tæp-
lega 3% eftir af því svigrúmi, sem
5% mörkin segja til um, og mun
genginu verða haldið innan þeirra
marka út árið, og er reyndar engin
ástæða til að ganga út frá þvi, að
svigrúmið til lækkunar verði not-
að að fullu, ef efnahagshorfur
batna, frá þvi sem nú er.
Jafnframt því að ítreka með
þessum hætti stefnu Seðlabank-
ans í gengismálum á þessu ári, vil
ég vekja athygli á nauðsyn þess að
taka gengisstefnuna til frambúðar
til rækilegrar íhugunar og ákvörð-
unar hið allra fyrsta. Þá er höfuð-
spurningin sú, hvort ekki sé nauð-
synlegt að fylgja eftir þeim
árangri, sem þegar hefur náðst í
lækkun verðbólgu með því að gera
stöðugleika gengisins til frambúð-
Skuldabyrði þjóðarbúsins út á við eitt
megin vandamál efnahagsstöðu íslendinga