Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 Verður yfirvinnu- bann hjá VR í sumar? SAMKOMULAG þad scm Versl- unarfclag Rcykjavíkur og kaup- mcnn gcrðu mcÁ sér um lcngingu vinnutíma í haust, er verslunum var í sjálfsvald sett hvort þær hcféu opið á laugardögum til klukkan Ifi eöa ckki, rcnnur út 1. júní na'stkomandi og munu á næstunni fara fram viðræður milli VR og kaupmanna um hvcrt fram- haldið skuli vera. í VR-blaðinu, fc- lagsblaði VR, er spurt í fyrirsögn, þar scm sagt er frá þcssum vænt- anlegu viðræðum, Verður yfir- vinnubann í sumar? Er í fréttinni leitt að því get- um að VR-félagar verði lítt hrifnir af því í sumar að vinna á laugardögum, þrátt fyrir að þeir séu ekki of sælir af launum sín- um og segir að leiði viðræðurnar ekki til niðurstöðu hafi yfir- vinnubann verið einn af þeim möguleikum sem nefndir hafi verið. Segir ennfremur að von- andi þurfi ekki til slíkra aðgerða að koma til að „samningar náist um réttlætismál eins og það, að verslunarfólk eigi sína tveggja daga helgi í sumar eins og aðrar starfsstéttir". Næst samkomulag um fjárlagagatið í dag? „Ekkert að gera annað en að hrökkva eða stökkva“ STÓÐUGIR fundir voru í gær hjá ráðherrum, formanni Sjálfstæðis- flokksins, Uorsteini Pálssyni, og embættismönnum um fjárlagagat- ið margumtalaöa, og eru hliðstæð fundahöld ráðgerð í dag með það fyrir augum að geta nú skilaö sam- eiginlcgum tillögum stjórnarflokk- anna um hvernig skuli fyllt í þetta 1.800 milljóna gat. „Við berjum þetta áfram eins og hægt er, og mín vegna getur það gerst að við náum saman um sameiginlegar tillögur á morgun," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við blm. Mbl. í gær. Forsætisráðherra sagðist telja að viðræður aðila væru nú það vel á veg komnar, að úr þessu væri ekkert annað að gera en að hrökkva eða stökkva. Auk forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar, tóku þátt í fundunum þeir Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, Agdestein vann Hort MADIIK dagsins á alþjóðlega skák- mótinu í Osló í gær var eini Norðmað- urinn á mótinu, hinn 16 ára gamli Sim- en Agdestcin, sem lagði tékkneska stórmeistarann Vlastimil Hort að velli í 47 leikjum. Önnur úrslit í gær urðu: Jón L. Árnason og Húbner gerðu jafntefli í 29 leikjum og sömuleiðis Adorjan og Karptov í aöeins 11 leikjum. Niek de- Firmian vann Svíann Wedberg í 36 leikjum, en biðskák varð hjá Miles og Makarichev. Enski stórmeistar- inn var sigurviss, þegar skákin fór í bið. Ef hann vinnur verður hann einn í efsta sæti. Staðan: 1. Karpov 3'/4 v. 2. Miles 3 v. og biöskák, 3. deFirmian 3 v., 4. Makarichev 2'h v. og bið. 5.-7. Jón, Agdestein og Ag- orjan 2'A v., 8. Húbner 2 v., 9. Hort 1 'h v., 10. Wedberg 1 v. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, og embættismennirnir Jón Sigurðsson, Þórður Frið- jónsson, Geir Haarde og Sigurð- ur Þórðarson. Hátíðirnar ganga nú í garð. Margir hyggja á skíöaferðir og hafa á fimmta þúsund manns pantað far með Flugleiðum. Mikil örtröð var á afgreiðslu Flugleiða I gær og gekk flug samkvæmt áætlun. MorpinbiaAíA/júifuH. * Aætlun Þjóðhagsstofnunar um skattbyrði einstaklinga: Útsvarsbyrði eykst um 41% milli ára, en laun hækka um 20% á sama tíma ÚTSVARSBYRDI á milli áranna 1983 og 1984 eykst um 41% á sama tíma og laun hækka aðeins um 20% samkvæmt því sem Boili Bollason hagfræðingur hjá þjóðhagsstofnun hefur upplýst Morgunblaðið. „Við fylgjumst alltaf með skattbyrðinni í heild og þar á með- al náttúrlega með útsvari," sagði Bolli Bollason í samtali við blm. Mbl. í gær um þetta mál, „og ef við lítum sérstaklega á útsvör þá voru heildarútsvör sveitarfélaga í fyrra 2.133 milljónir, en samsvarandi tala í ár er 3.000 milljónir, þannig að á milli ára hækkar útsvar um 41%.“ Bolli sagði að ef útsvarstalan væri borin saman við hækkun beinna skatta kæmi í ljós að þeir hækkuðu um rúm 20%. Því væri hægt að álykta sem svo að skatt- byrði útsvars hækkaði um 41% á sama tíma og laun hækkuðu um 20%. Bolli sagði jafnframt að skattbyrði ríkisskattanna í ár yrði sú sama og í fyrra, en útsvars- AÆTLIIN IIM SKATTBYRDI EINSTAKLINUA 1974—1984 1975 1976 MILUÓNIR KRÓNA 1977 1978 1979 1980 Bráðab. 1981 1982 M.v. br. M.v. óbr. álagn. í Áætlun álagn.í samr. v. 1983 skv. frv. tekjubr. 1. Skattar t. sveitarf. 1) 88,1 115,4 155,4 233,4 380,8 618,2 959,0 1,526 2,443 3.450® 3,450® 2. Skattar til ríkisins 2) 47,1 85,0 95,1 221,3 350,3 524,5 795,5 1,363 2,025 2,390 2.4604 3. Alagdir skattar alls 135,2 200,4 250,5 454,7 731,1 1142,7 1754,5 2,889 4,468 5,840 5,910 4. Heildart. einstakl. 1161,0 1562,0 2320,0 3680,0 5592,0 8867,0 14210,0 22,480 35,790 43,170 43,170 5. Álagðir skattar sveitarfélaKa í hlutfalli við: a) Tekj. fyrra árs, % 10,1 9,9 9,9 10,1 10,4 11.1 10,8 10,7 10,9 9,6 9,6 b) Tekj. Kr.árs, % 7,6 7,4 6,7 6,3 6,8 7,0 6,8 6,8 6,8 8,0 8,0 6. Álagðir skattar ríkisins í hlutfalli a) Tekj. fyrra árs, % 5,4 við: 7,3 6,1 9,5 9,5 9,4 9,0 9,6 9,0 6,7 6,9 b) Tekj. gr.árs, % 4,1 5,4 4,1 6,0 6,3 5,9 5,6 6,1 5,7 5,5 5,7 7. Álagðir skattar alls í hlutfalli viö: a) Tekj. fyrra árs, % 15,5 17,2 16,0 19,6 19,9 20,4 19,8 20,3 19,9 16,3 16,5 b) Tekjur Kr.árs, % 11,7 12,8 10,8 12,4 13,1 12,9 12,4 12,9 12,5 13,5 13,7 1) Útsvar ofí fasteignaskattar. 2) Tekju- ok eignarskattar, sjúkratryKKÍnKajcjald, Kjald í Frkv.sj. aldraðra. 3) í áætlun fyrir 1984 er gert ráð fyrir að álajjninK skatta sveitarfélaga hækki ekki að fullu með breytinfcuni tekna oj? fasteÍKnamats milli áranna 1982 og 1983; þanniner miðaA við, að álaRninttarhlutfall útsvars, brúttð, lækki um sem næst 1 prósentustit! á árinu. Sðmuleiðis er reiknað með heldur meiri afslætti við álattninttu fasteignaKjalda, þannif; að hækkunin verði minni en sem nemur hækkun fasteÍRnamats. 41 Hér er ekki reiknað með sérstakri skattalækkun/lvilnun vegna aukinna barnabótattreiðslna til einstæðra foreldra, sem nemur um 130-135 m.kr. byrðin ykist aftur til muna. í áætlun Þjóðhagsstofnunar um skattbyrði einstaklinga á þessu ári er gert ráð fyrir að álagn- ingarhlutfall útsvars, brúttó, lækki um sem næst eitt prósent. Heildarskattbyrði einstaklings er talin verða um 13,7% miðað við tekjur þessa árs, og þar af vegna skatta sveitarfélaga, útsvars og fasteignaskatta um 8%. Á síðast- liðnu ári nam skattbyrðin 12,5%, en þá voru skattar sveitarfélaga af heildartekjum 6,8%. Bæði árin eru skattar ríkisins taldir nema um 5,7% af heildartekjum einstakl- inga. Fyrstu prestvígðu hjón í kirkjusögunni SIGURÐUR Árni l»órðarson, guð- fræðingur, verður vígður til prest- þjónustu í Ásaprcstakalli í Skaftár- tungum á skírdag. Athöfnin hefst kl. 11.00 í Dómkirkjunni. Biskup fs- lands, l’étur Sigurgeirsson, vígir, en vígsluvottar eru sr. Fjalarr Sigur- jónsson, prófastur, dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, sr. Þórir Step- hcnscn, dómkirkjuprestur, og sr. Hanna María l'étursdóttir sem lýsir vígslu, segir í frétt frá Kiskupsstofu. Sigurður Árni er eini umsækj- andinn um Ásaprestakall, en hef- ur verið settur til þess að þjóna því frá 1. apríl sl., þar sem beiðni kom frá heimamönnum þess efnis að kosningu yrði frestað fram yfir sauðburð. Fyrrverandi sóknar- prestur, sr. Hanna María Péturs- dóttir, hafði fengið lausn frá sama tíma. Sigurður Árni Þórðarson er Reykvíkingur, þrítugur að aldri, sonur Þórðar Kristjánssonar og Svanfríðar Kristjánsdóttur. Hann lauk kandidatsprófi frá guðfræði- deild Háskóla Íslands vorið 1979 og hefur síðan verið við fram- haldsnám við Vanderbilt-háskól- ann í Nashville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum og er hann nú að skrifa doktorsritgerð sína. Fjallar hún um íslenska trúarhefð á 19. og 20. öld. Kona hans er séra Hanna María Pétursdóttir, sem þjónað hefur Ásaprestakalli til þessa. Verða þau fyrstu hjónin í íslenskri kirkjusögu sem bæði eru prest- vígð. Geta má þess að tvenn önnur hjón eru bæði guðfræðikandidat- ar, þau séra Gunnþór Ingason og Þórhildur Ólafs cand. theol, og ennfremur séra Dalla Þórðardótt- ir og Agnar H. Gunnarsson cand. theol. £5 INNLENT Kirkjukvöld Bræðrafélags Dóm- kirkjunnar á skírdagskvöld Páskablað PÁSKABLAÐ Morgunblaðsins, sem kemur út á morgun, skírdag, verður samtals 112 síður í þremur blöðum. Blaöi II er til hægrtar- auka dreift með Morgunblartinu i dag. Efni páskablaðsins að þessu sinni er valið úr gömlum páska- blöðum og Lesbók og verður gerð nánari grein fyrir því og höfundum þess í Morgunblað- inu á morgun, skírdag. Valið er gert með þeim hætti að efnið sé í senn sem fjölbreyttast og sýni að af miklu er að taka þegar litið er á gamlar Lesbækur og Morgunblöð. Hér verður ekki um neitt úrval að ræða, heldur þverskurð af efni blaðsins. BRÆDRAFÉLAG Dómkirkjunnar efnir til kirkjukvölds á morgun, skír- dag, og hefst þart klukkan 20.30. Séra Ágúst K. Eyjólfsson, dóm- kirkjuprestur í kirkju Krists kon- ungs, og séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, ræða um altaris- sakramentið hvor frá sínu sjónar- horni. Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, leikur á orgel og séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur, flytur ávarp. Séra Ágúst Eyjólfsson annast altarissakramentið og félagar úr Hornaflokki Kópavogs leika fjögur gömul passíusálmalög í útsetningu Björns Guðjónssonar. Flytjendur eru Magnús Jóhannsson, Ragnheið- ur Steinsen, Ingi Bragason, Þor- steinn Sæberg Sigurðsson, Brynjar Konráðsson, Elín Einarsdóttir, Pálmi Einarsson, Konráð Konráðs- son, Eggert Björgvinsson og Össur Geirsson. Þá annast séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, altarissakra- mentið og dómkórinn syngur sálma viðð undirleik Marteins H. Friðriks- sonar. Að lokum flytur séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur, bæn og sunginn verður sálmurinn Son Guðs ertu með sanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.