Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1984, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1984 Joshua Nkomo í London: Frelsið í Zimbabwe er að engu London, 17. apríl. AP. JOSHUA Nkomo leiðtogi stjórnar- andstóðunnar í Zimbabwe sagði í London í g«r að það frelsi undan minnihlutastjórn hvítra manna sem hann hefði barist fyrir alla ævi væri að engu orðið þrátt fyrir að svartir menn færu nú með stjórn í landinu. „Hryggilegasta uppgötvun lífs míns var sú að þó fólk sé laust úr fjötrum nýlenduherra getur það enn búið við ófrelsi," sagði hinn 66 orðið ára gamli Nkomo, sem er fyrrum skæruliðaforingi, á blaðamanna- fundi í London. Um síðustu helgi greindu blöð í London frá því að menn úr stjórn- arhernum í Zimbabwe, sem lúta stjórn Robert Mugabes forsætisráð- herra, hefðu að undanförnu unnið hryðjuverk á fólki af ættflokki Nkomos, Ndebele-flokknum, sem er minnihlutahópur í landinu. Thailendingar elta uppi hersveitir frá Víetnam Mark Clarke hershöfðingi t.h. ásamt breska hershöfðingjanum Gerald Templer í Salerno á Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Mark Clarke hershöfðingi látinn: Bangkok, 17. apríl. AP. ÞOTUR úr flugher Thailands gerðu í dag árás á hæð nokkra í Surin-héraði á landamærum Thailands og Kambódíu, en talið var að innrásar- sveitir frá Víetnam leyndust þar. Thailensk herþota af gerðinni L- 19 var skotin niður á þessum slóð- um sl. sunnudag og er talið að Ví- etnamar hafi verið þar að verki. Að sögn hernaðaryfirvalda í Thailandi voru sveitir úr landhern- um sendar á vettvang eftir loftárás- ina, en frekari fregnir hefur ekki verið að fá. Seint í síðasta mánuði sökuðu stjórnvöld í Thailandi Víetnama um að hafa farið með hersveit inn í Si Sa Ket-hérað, fyrir austan Surin, er þeir voru að elta uppi skæruliða frá Kambódíu. Hrakti Þjóðverja frá Ítalíu í síðara stríðinu ('harleston, Suður-Karólínu. 17. aprfl. AP. MARK CLARKE, fjögurra stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher, lést í dag, 87 ára að aldri. Hann var heilsuveill mjög síðustu æviárin og hjartveikur 20 síðustu æviárin. Banameinið var hjartaslag og krabbamein. Heræfingar Sovét- manna í Víetnam Clarke kom víða við í herferli ið. Hann var í fararbroddi er Washington, 17. aprfl. AP. SOVÉTMENN HAFA gengist fyrir heræfingum meðfram strönd Norður- Víetnam að undanfórnu, skammt fyrir sunnan llaiphong. Er það í fyrsta skipti sem þeir gera svo og bendir til vaxandi umsvifa þeirra og áhrifa í Suðaustur-Asíu. Æfingarnar sem slíkar eru ekki ýkja stórar í sniðum, þær eru fólgn- ar í því, að milli 400 og 500 land- gönguliðar sovéska flotans hafa æft landtöku. Átta sovésk herskip hafa tekið þátt í æfingunum, þar á meðal flugmóðurskipið Kiev. Það var ónafngreindur talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sem greindi frá þessu í dag, hann sagði einnig að Sovétmenn vildu með þessu sýna að þeir hefðu örugga fótfestu í Víetnam, þar sem Banda- ríkjamenn börðust í 12 ár gegn kommúnistum. Sovétmenn nota í dag mikil sjóhernaðarmannvirki sem Bandaríkjamenn reistu fyrir hundruð milljóna dollara í Cam Rahn-flóa meðan á Víetnam-stríð- inu stóð. sínum, tók þátt í þremur ófriðum, báðum heimsstyrjöldunum og Kóreustríðinu. í fyrri heimsstyrj- öldinni var hann undirforingi og særðist í Vosges-fjöllum. Samt tók hann þátt í orrustunum við St. Mi- hiel og Meuse Argonne. f síðari heimsstyrjöldinni var hann yfir- maður 5. deildar bandaríska hers- ins, þeirrar sem hrakti Þjóðverja frá Ítalíu m.a. eftir óskaplega bardaga við Monte Casino klaustr- bandamenn frelsuðu Rómarborg og tók við 230.000 þýskum her- mönnum sem gáfust upp er Ítalíu- stríðinu var lokið. Hann var síðan yfirmaður her- afla Sameinuðu þjóðanna í Suð- austur-Asíu og starfaði sem slíkur í Kóreu-stríðinu. Hann undirritaði vopnahléð fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna á sjötta áratugnum, er Kóreu-ófriðnum lauk. Mannfall Víetnama á landamærum Kína Ceking, 17. aprn. AP. KÍNVERJAR SÖGÐUST í dag hafa drepið 22 víetnamska hermenn í landamæraskærum landanna síð- ustu dagana. Það var kínverska fréttastofan Xinhua sem greindi frá þessu og hún minntist ekki einu orði á mannfall hjá Kínverjum. Erfitt er að henda reiður á sannleiksgildi frétta af þessum slóðum, erlendum fréttamönnum er bannað að fara þar um og stríðsaðilar guma báðir af glæstri frammistöðu. Samkvæmt frásögnum Xinhua af mannvígunum, hafa þau spann- að nokkra daga og jafnan byrjað þannig að Víetnamar hafa laum- ast yfir landamærin til njósna eða til að skjóta saklausa hrísgrjóna- bændur við vinnu sína. í einu til- viki eiga fjórir Víetnamar að hafa skotist yfir landamærin til njósna í skjóli þoku, en skyndilega létti henni og „voru flugumennirnir þá auðveldlega drepnir", eins og Xinhua lýsir því. Víetnamar hafa ekki lýst á hendur sér mannvígum síðustu sólarhringana, en á hinn bóginn látið í veðri vaka að þeir séu reiðu- búnir að láta af hernaði. Þetta eru alvarlegustu átök landanna síðan árið 1979, er þau börðust á landa- mærunum í heilan mánuð. Ný lög í Bandaríkjunum: Hækka má verð vöru ef notað er krítarkort Kaupmenn virðast ekki treysta sér til að nota heimildina Bandaríkjamenn eru orðnir háðir krítarkortum, en vandinn sem þeir standa frammi fyrir er sá hver eigi að bera kostnaðinn af því hagræði sem skapast af 600 milljónum krít- arkorta í landi þar sem búa um 230 milljónir manna. Þannig er komist að orði í upp- hafi greinar um krítarkort í Bandaríkjunum í nýjasta hefti breska vikuritsins The Economist, og er eftirfarandi samantekt á henni byggð. Fram að 27. febrúar sl. var verslunareigendum bannað að leggja aukagjald á varning sem keyptur var með krítarkorti, en slík viðskipti nema nú um 15% allra vöruviðskipta. Aftur á móti var heimilt að veita þeim við- skiptavinum sem staðgreiddu vör- ur afslátt, en í reynd er þetta sami hluturinn. Að bensínsölum undanskildum hafa fáir notfært sér þessa afsláttarheimild. Árið 1980 setti stjórn Carters notkun krítarkorta takmörk í þeirri von að það gæti haldið aftur af verð- bólgu, en þær reglur voru fljót- lega numdar úr gildi og útistand- andi krítarkortaskuldir nema nú um 75 milljörðum dollara. Fyrirhugað var að bannið við því að láta krítarkorthafa greiða hærra vöruverð yrði afnumið 27. febrúar sl. Snemma I febrúar hvatti Seðlabankinn til þess að bannið yrði enn í gildi, en sér- fræðingar hans höfðu þá kannað gildi þess að hvetja menn til að greiða vörur í reiðufé eða með ávísunum. Talsmenn bankans segja að kostnaður kaupmanna af krítarkortaviðskiptum sé 2—3% meiri en þegar greitt er f reiðufé. Krítarkortafyrirtækin fá 2—5% af heildarviðskiptum í sinn hlut, og kaupmaðurinn bætir missi sinn upp með því að hækka hverja vöru um eitt prósent. I síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings með 66 atkvæðum gegn 22 að af- nema bannið, en féllst hins vegar á að sú breyting tæki ekki gildi fyrr en 15. maí nk. Þingmenn full- trúadeildarinnar eru á annarri skoðun og 3. apríl sl. samþykktu þeir að framlengja bannið til miðs næsta árs. ósamkomulag þingdeildanna veldur því að bannið er þegar fall- ið úr gildi, en þrátt fyrir það hef- ur þess lítt orðið vart að kaup- menn kjósi að leggja aukagjald á vörur sem keyptar eru með krít- arkortum. Talið er að kaupmenn óttist að styggja þá viðskiptavini sína sem eru í góðum efnum og missa þá yfir til keppinauta. Af þessum sökum virðast þau 70% bandarískra neytenda sem nota krítarkort ekki þurfa að óttast verðhækkun á næstunni. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ........... 30/4 Jan ......... 14/5 Jan ........... 28/5 ROTTERDAM: Jan ............ 1/5 Jan ........... 15/5 Jan ........... 29/5 ANTWERPEN: Jan ........... 19/4 Jan ............ 2/5 Jan ........... 16/5 Jan ........... 30/5 HAMBORG: Jan ........... 21/4 Jan ............ 4/5 Jan............ 18/5 Jan ............ 1/6 HELSINKI/TURKU: Hvassafell .... 28/4 Hvassafell .... 23/5 LARVIK: Francop ....... 23/4 Francop ........ 7/5 Francop ....... 21/5 Francop ........ 4/6 GAUTABORG: Francop ....... 24/4 Francop ........ 8/5 Francop ....... 22/5 Francop ........ 5/6 KAUPMANNAHÖFN: Francop ....... 25/4 Francop ........ 9/5 Francop ...... 23/5 Francop ........ 6/6 SVENDBORG: Francop ....... 26/4 Francop ....... 10/5 Francop ....... 24/5 Francop ........ 7/6 ÁRHUS: Francop ..... 27/4 Francop ....... 11/5 Francop ....... 25/5 Francop ........ 8/6 FALKENBERG: Mælifell ....... 2/5 Helgafell ..... 11/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .... 24/4 Skaftafell .... 24/5 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........... 26/4 Skaftafell ........... 25/5 ia SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 JL VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.