Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Uafnarfjarrtarhöfn. Ljósm. Mbl. KEE. Séd yfir Hafnarfjörð. „Hafnarfjörður stendur betur öðr- um sveitarfélögum fjárhagslega“ Rætt við Arna Grétar Finnsson, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Einar Inga Halldórsson, bæjarstjóra FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnarfjaröarbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 28. febrúar síðastliðinn. Blm. Morgunblaðsins fór á fund Kinars I. Ilalldórssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, og Árna Grétars Finnssonar, forseta bæjarstjórnar, til þess að grennslast fyrir um hvað helst væri á döfinni í málefnum Hafnarfjarðarbæjar, en spurði í upphafi hvernig hefði árað hjá Hafnarfjarðarbæ á síöasta ári. Árni Grétar og Einar voru sam- mála um það að nokkrir erfiðleikar hefðu verið í rekstri bæjarins vegna mikillar óðaverðbólgu og á síðari hluta ársins þurfti því að draga lítils háttar úr framkvæmd- um. Staða bæjarsjóðs hefði engu að síður verið mjög traust um síðustu áramót og kvað Einar hlutfall milli skulda og handbærs fjár hafa verið mjög hagstætt, skuldir hefðu verið 45 milljónir, en handbært fé 109 milljónir. Árni Grétar bætti við að Hafnarfjörður stæði betur öðrum sveitarfélögum fjárhagslega. Þeir sögðu að á síðasta ári hefði verið hafist handa við að reisa íbúðarhverfi við Setberg og úthlut- að hefði verið 180 lóðum í Hafnar- firði, þar af 93 einbýlishúsalóðum. Hér væri um 130 til 140 íbúðir að ræða. Einnig var úthlutað allmörg- um lóðum fyrir atvinnustarfsemi. Einar sagði að umsóknarfrestur um lóðir í Setbergi væri nú nýút- runninn og hefði talsverð eftir- spurn verið eftir lóðum. Með íbúð- arhverfinu í Setbergi hefði því Iangþráða takmarki verið náð að geta fullnægt eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum í Hafnarfirði, og bætti við: „Okkur telst til að þegár hverfið verður fullbyggt í lok þessa áratugar muni þar búa tæplega 4.000 manns." Þá voru hafnar framkvæmdir við leikskóla í Suðurbæ og var hann opnaður í febrúar. Hafið var að reisa viðbyggingar við Öldutúns- skóla og Sólvangssjúkrahúsið. Einar kvað Hafnarfjarðarbæ hafa verið mjög athafnasaman í gatnagerðarmálum á undanförnum árum og nú væri lokið malbikun gatna í eldri íbúðarhverfum. Nú væri miðað við að götur væru malbikaðar um leið og þær væru fullbyggðar og í framhaldi væri gengið frá gangstéttum. Hafnarframkvæmdum var fram- haldið í Suðurhöfn, þar sem áform- uð er aðstaða fyrir vöruflutninga. Tveimur stórum lóðum var úthlut- að nýlega til Eimskipafélagsins og Skipafélagsins Víkur. Þá voru þeir spurðir hvernig málum væri háttað á þessu ári og um helstu þætti nýafgreiddrar fjárhagsáætlunar. „í ár eru tekjur af álögðum gjöldum áætlaðar um 267 milljónir króna sem er um 36% hækkun frá sömu tekjuliðum í fyrra. Þar bæt- ast við endurgreiðslur vegna ýmiss konar þjónustu og framlag ríkis vegna sameiginlegs rekstrar ríkis og bæjar, þannig að heildartekjur eru áætlaðar um 340,9 milljónir króna," sagði Einar. „70% tekna verður varið til rekstrar og við- halds, tæpum 26% til fram- kvæmda, en um 4% til styrkja handa rafveitunni, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og til afborgana." Árni Grétar gat þess að bæjar- stjórn hefði ákveðið að koma til móts við borgarana og því hafi út- svar verið lækkað úr 11,88% í 10,5%, fasteignagjöld af íbúðar- húsum úr 0,421% í 0,4%, en af at- vinnuhúsnæði úr 1,15% í 1%. Lækkanir þessar þýddu um 22,5 milljóna króna lækkun á tekjum bæjarsjóðs. Nú væri svo komið að tekjur bæjarsjóðs á hvern bæj- arbúa væru lægri en hjá hinum stóru bæjarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Einar sagði að á þessu ári væru áformaðar talsverðar framkvæmd- ir hjá Hafnarfjarðarbæ. „Haldið verður áfram að endurleggja og breikka Reykjavíkurveg og fegra umhverfi hans. Stefnt er að því að ljúka gatnagerð í nýja iðnaðar- hverfinu ofan Reykjanesbrautar. Lokið verður við malbikun húsa- götu, við Lækjargötu og í Hvammahverfi, sem þegar er nær fullreist, verður gangstéttalagn- ingu og malbikun lokið í stærstum hluta hverfisins. Þá verða botn- langar í gamla Vesturbænum mal- bikaðir og gangstéttir lagðar víða.“ Einar I. sagði að lokið yrði við að reisa viðbyggingar við Sólvang og Öldutúnsskóla. Endurbótum og viðbyggingu Sundhallar Hafnar- fjarðar yrði lokið. Einnig ætti að hefjast handa við byggingu nýrrar sundlaugar í Suðurbæ og byrjað verður að reisa nýtt dagheimili við Smárabarð. „Unnið er að byggingu verka- mannabústaða, en þar hafa orðið á tafir vegna dráttar á lánveitingu úr verkamannabústaðakerfinu. Þegar eru tilbúnar lóðir undir rúmlega 50 íbúðir, en byggingarhraði ræðst af lánveitingum úr Byggingarsjóði verkamanna, en bærinn hefur þar fjármagnað sinn hlut,“ sagði Árni Grétar. Einar kvað áformað að reisa rúmlega 40 sölu- og leiguíbúðir fyrir aldraða við Hjallabraut. „Árið 1978 var byrjað að reisa nýtt iðnaðar- og þjónustuhverfi fyrir ofan Reykjanesbraut," sagði Einar, „og hefur eftirspurn eftir lóðum verið slík að þær eru nánast á þrotum og uppbygging hverfisins hefur gengið vonum framar, en upphaflega • var ætlað að hverfið myndi duga í tæp 20 ár. Því er nú unnið að deiliskipulagi nýs iðnað- ar- og þjónustuhverfis sunnan Hvaleyrarholts. Þar á Bæjarsjóður hentugt landsvæði undir slíka Þórður Kristinsson skrifar: Hugvit við Laugaveg Að ganga niður Laugaveginn í Reykjavík getur orðið slík upp- ljóman andans að vart finnast sambærileg dæmi í öðrum sveit- um, þorpum eða löndum. En hvers konar uppljóman? Hún er skilj- anlega undir hverjum og einum komin og verður vísast engin hjá sumum, en hjá öðrum stendur ekkert í vegi fyrir að hún nái hæstu hæðum. Eina skilyrðið er að litið sé upp af götunni. Og við slíkar aðstæður er um að gera að lofa henni að leika lausum hala í hugskotinu svo henni daprist ekki flugið og menn nái að njóta til fulls þess sem hún hefur fram að færa. Og hvað skyldi það nú vera? 1 hnotskurn er um að ræða al- veg einstakt dæmi þess að íslensk menning hefur lokið upp gáttum fyrir heimsmenningunni, dæmi sem um leið ber vott um ólýsan- lega fjörugt hugvit þeirra sem um hafa vélt. Reyndar eru vart orð til að lýsa því ímyndunarafli, þeirri skapandi hugsun, sem býr að baki. En nái uppljómanin tökum á manni fyllist maður strax sann- færingu um að þrátt fyrir allt böl- sýnishjal og þrengingar, þá kunni íslendingar svo sannarlega að bregðast við fátækt tungunnar. Alþjóðlegur andi svífur yfir göt- unni og hangir á margvíslegum gljáskiltum utan á öðru hverju húsi. Hvílík orðagnótt, tungu- málakunnátta, sagnfræði, landa- fræði, hvílík andans loftköst: Híg- as, Domus, Rína, Salon Ritz, Mad- am, Fígaró, Gresco, Plaza, Top Class, Pom Dápi, Sparta, Faco, Bonny, Amazon, Blondie, Papilla, Global Village, Milano, Bonanza, Nesco, Bon bon, Studio 8, Bristol, Citizen. Hollywood og Broadway eru við aðra vegi. Tungumálið hefur menn yfir aðrar skepnur og auðveldar þeim á stundum lífsbaráttuna. íslensk- an barst hingað með landnáms- mönnum fyrir þúsund árum eða meir, en sá böggull hefur ætíð fylgt að málið er ógnar fátækt af orðum, einkum þó heitum. Reynd- ar hefur ekki borið tiltakanlega á þessu fyrr en á síðustu hundrað árum eða svo, en með síaukinni framför á öllum sviðum og nýj- ungum hverskonar kemur málið auðvitað upp um sig. Orðaforði málsins, sem er öll þau orð sem notuð eru og notuð hafa verið í málinu, hefur í megingreinum verið hinn sami frá fornmáli til nútíðar, og ef eitthvað er þá hefur hann aukist ögn; ný orð hafa verið smíðuð og tökuorð tekin í gagnið. Orðaforði daglegs talmáls venju- legs fólks telur trauðla fleiri en tvöþúsund orð. Hin tvöhundruð- þúsund orðin í orðaforða íslensk- unnar eru í bókum og tilheyra svonefndu bókmáli; sum eru steindauð, önnur einungis lifandi í skáldskap. Og enda þótt merking- arforðinn sé meiri en orðaforðinn, með þvi að sum orð eru margræð og auðvelt einnig að skeyta saman orðum til að mynda nýja merk- ingu, auk þess sem málið liggur „Einungis einn stóran skugga ber á hugvitið mikla við Laugaveginn, og ætti reyndar að bahna með öllu strax á morgun. En það eru heiti eins og t.a.m. Hljóðfærahúsið, Brynja, Helgafell, Von, Iðunn, Stjörnuskóbúðin og fleiri þvflík af íslensku bergi sem skjóta upp kolli hér og þar við veg- inn þvert ofan í heims- menninguna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.