Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 12

Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984 Innnrásin 9. apríl 1940 og framtíð norskra varna eftir Arne Olav Brundtland Hinn 9. aprfl 1940 hernámu nasistar Noreg. í greininni sem hér birtist ber Arne Olav Brundtland saman hernaðarlega stöðu Norðmanna nú og þá og drepur á þann vanda sem Norðmenn standa frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum. I>að er athyglisvert fyrir íslendinga að kynnast því hvaða kostir blasa nú við Norðmönnum þegar þeir huga að her- vörnum sínum. Andstæðingar landvarna á Islandi láta eins og allan vanda megi leysa með því að gera ekki neitt annað en slíta tengslin við vestrænar þjóðir. I febrúar 1949 ákváðu Norðmenn að leyfa ekki erlendar herstöðvar í Noregi á friðartímum. Á undanförnum árum hafa þeir gert víðtæka samninga um birgðir fyrir liðsauka frá NÁTO-rikjum í Nor- egi, en herstöðvastefnunni breyta þeir ekki af því að þeir vilja ekki grípa til neinna ráðstafana sem Sovétmenn, hinir voldugu nágrannar í austri, gætu talið ögrun við sig. Stefna Norömanna byggist á því að fæla Sovétmenn frá árás og sefa þá svo að þeir telji sig ekki hafa ástæðu til að ögra Norð- mönnum. Af grein Arne Olav Brundtland má ráða að nú sé svo komið fyrir Norðmönnum að þeir hafi ekki lengur fjárhagslegt bolmagn til að byggja upp þær venjulegu varnir sem duga miðað við hernaðarlegt mikilvægi landsins. Hann bendir á þá kosti sem fyrir hendi eru með hliðsjón af reynslunni 9. aprfl 1940. Bj.Bj. höfum tekið afstöðu og veðjað á fælingu til að koma í veg fyrir styrjöld, með öllum þeim kostum sem því fylgir en við þurfum líka að horfast í augu við nokkur vandamál í þessu sambandi. Jafnvægi milli ráðstafana sem ætlaðar eru til að fæla annars vegar og sefa hins vegar hefur í öryggismálaumræðu eru stundum bornar brigður á að 9. apríl-reynslan svokallaða eigi rétt á sér, þar sem síðan hafi runnið upp 6. ágúst 1945 þegar atómvopn- um var beitt. Þá er oft vitnað í Aibert Einstein sem sagði: „At- ómsprengjan breytti öllu nema hæfileika okkar til að hugsa." Þar með ætti reynslan frá 9. apríl 1940 að vera einskis nýt. Svo einfalt er málið ekki. Þrennskonar lærdómar Það er oft ítrekað en þolir vel endurtekningu að einkum getum við dregið þrenns konar lærdóma af því sem átti sér stað hinn 9. apríl: 1. Að land okkar var nægilega girnilegt í augum stríðandi stór- velda til þess að reynt var að gera á það árás. 2. Að sjálfir höfðum við ekki bolmagn til að hrinda árás stór- veldisins. 3. Að þeir sem snerust okkur til varnar a) komu of seint til að koma í veg fyrir árás b) sendu of fámennan og illa búinn her til að hægt væri að hrinda árásinni og c) þeir hurfu of snemma á brott til að sinna öðrum og mikilvægari verkefnum. Þróun mála hefur leitt í ljós um 1. atriði, þ.e. gildi landsins í hern- aðarlegum skilningi að það hefur aukizt. Á því leikur ekki vafi. Er kemur að 2. atriði þar sem rætt er um getu norska hersins til að hrinda stórveldisárás þá eru allar líkur á því að nú á tímum stöndum við miklu betur að vígi en 1940 enda þótt deila megi um það hver sé hinn raunverulegi varn- armáttur okkar. En mér vitanlega hefur engum tekizt að fá menn til að trúa því að við getum byggt upp eigin varnir sem um hríð geti staðizt árás erlends herveldis. Um 3. atriðið er það að segja að við höfum nýtt okkur þessa lær- dóma við mörkun stefnu í varnar- málum og með aðildinni að NATO, sem mikil samstaða er um að skuli haldið áfram. Við höfum haft endaskipti á þeim lærdómum sem 9. apríl færði okkur. Það höfum við gert með þvi að leggja til grundvallar þá skoð- un að öryggi Noregs sé tengt öryggi bandamanna okkar. Við veitt okkur öryggi sem þolir stöð- uga umræðu mætavel. 6. ágúst Þá er komið að spurningunni um það hvort 6. ágúst hafi gert það að verkum að slikar skoðanir eigi ekki lengur rétt á sér því að atómvopnin hafi breytt öllum fyrri forsendum. Að sjálfsögðu ber að taka slagorð eins og „6. ág- úst — aldrei meir“ með varúð. 6. ágúst 1945 hafði m.a. sérstöðu af því að þá beitti ríki sem hafði ein- okunaraðstöðu á sviði kjarnorku- vopna slíkum vopnum gegn ríki sem hafði byrjað ófriðinn, í því skyni að binda enda á þann ófrið án þess að tapa meiru en orðið var. Við stöndum frammi fyrir því að við ráðum ekki yfir atómvopn- um. Við erum aftur á móti í þeirri aðstöðu að við gætum orðið fyrir því að atómvopnum yrði beint gegn okkur ef við beittum ekki einhvers konar fælingu, því að gegn kjarnorkuárás er ekki til raunveruleg vörn. í þessu samhengi verður til fæl- ing sem felst í hótun um að svara í sömu mynt. Sem slagorð hefur „6. ágúst" takmarkað gildi, þar sem ekki er auðvelt að setja okkur í sérstaka stöðu Japana 1945. Það þarf ekki heldur að gera það því að við höf- um komið því þannig fyrir að með aðildinni að NÁTO erum við í fæl- ingaraðstöðu. Og þá komum við að þeim stöðugu umræðum sem eru um hlutverk kjarnorkuvopna í ör- yggismálum okkar. Þetta hefur Höfundur veltir því fyrir sér hvort kjarnorkuárásin á Hiroshima 6. ág- úst 1945 valdi því að reynsla Norð- manna 9. apríl 1940 heyri sögunni tiL A kortinu sést hvernig Noregshaf og aðstæður á norðurslóðum líta út frá sjónarhóli þeirra sem hafa aðsetur Kóla-skaganum, í sovéska víghreiðrinu þar, hinu mesta í veröldinni. verið meira rætt að undanförnu en endranær og eru skoðanir skiptar um það hvert sé hið raunverulega hlutverk svokallaðra hefðbund- inna vopna og á hvaða stigi búast megi við því að gripið verði til kjarnorkuvopna. Og ef samstaða er um eitthvað í þessu sambandi þá er það að gera beri ráðstafanir til þess að í lengstu lög verði ekki gripið til kjarnorkuvopna og í þessu skyni sé nauðsynlegt að auka framlög til hefðbundinna vopna sé ekki unnt að tryggja jafnvægi betur með öðrum hætti, t.d. með endurskipulagningu eða með afvopnunarsamningum við Sovétríkin. Víst lítur út fyrir það að ekki sé hægt að ræða um átök með hefðb- undnum vopnum án þess að rekast um leið á vandamál sem fylgja kjarnorkuvopnunum. Komi til styrjaldar milli austurs og vesturs þar sem báðir aðilar hafa til um- ráða fullkomið kjarnorkuvopna- búr veita fyrri yfirlýsingar um hernaðarlegar takmarkanir enga fullnægjandi tryggingu fyrir því að kjarnorkuvopnum verði ekki beitt. Eigi að síður getum við gert ráð fyrir því að þýðing hefðbund- inna vopna muni aukast á ný þannig að þau gegni áfram sínu fyrra hlutverki og i því ljósi er ástæða til að skoða nánar þau vandamál sem tengd eru 9. apríl. Öryggisvandamál smáríkisins Það er ástæða til að skoða nán- ar þá reynslu sem fékkst 9. apríl. í smáríki er ástæða til að hafa öryggisvandamál í stöðugri athug- un. Herstöðva- og kjarnorku- stefna okkar Norðmanna hefði verið ómöguleg í framkvæmd hefðum við ekki jafnframt fylgt stefnu þar sem vel er fyrir vörnum okkar séð. Herstöðva- og kjarn- orkustefnan veitir okkur þá ör- yggispólitísku aðstöðu að við get- um gert hvort tveggja — haldið fast við þessa stefnu og þar með stuðlað að stöðugleika með tiltölu- lega lítilli spennu og verið reiðu- búnir að breyta um stefnu sé okkur ögrað og einnig með því stuðlað að stöðugleika. Með því að miða framlag okkar við okkar eigin hefðbundnu varnir og fara ekki út í tilraunastarfsemi með kjarnorkufræðileg verkefni eygjum við einnig skynsamlega leið út úr þessu öllu. Eigi að síður stöndum við frammi fyrir mikilvægum álita- efnum varðandi okkar eigin varn- ir. Þeir sem setja svo minnisstæða daga sem 9. apríl í hátíðlegt sam- hengi mættu gjarnan ræða þau mál dálítið nánar. En málum ekki skrattann á vegginn. Vitaskuld má fá veru- legan varnarmátt út úr 13 millj- örðum norskra króna (50 milljörð- um ísl. kr), og sú er líka útkoman. Væri sú ekki raunin nyti herinn ekki jafn víðtæks stuðnings og raun ber vitni. Einnig er mikilvægt að fyrir liggi eindregin pólitísk samstaða um hækkun á framlögum til varn- armála. Það nægir þó ekki því að við núverandi aðstæður nægja framlögin ekki til að halda gang- andi þeirri starfsemi á vegum hersins sem við höfum vanizt. Einkum koma hér til greina hækkanir á kostnaði við nútíma- legan varnarbúnað, hækkanir sem gera það að verkum að endurnýj- un vopna hefur ekki orðið í sam- ræmi við það sem æskilegt er tal- ið. Einnig skortir fjármuni í rekst- ur og hefur afleiðingin orðið sú að hermenn og foringjar fá ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.