Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIP. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984 Fyrirliggjandi í birgðastöð Sudufíttings Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 ír Beygjur Té Stæröir: 1 ” A - 10” sindra/Í^S kSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 ERFRAMTÍÐIN Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt, rautt, grátt blátt og svart. Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m. klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihluti t.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. B.R BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Gódan daginn! Félagi í Kominglegu tónlistarakademíunni Akureyri, 8. m*í. HAFLIÐI Hallgrímsson, sellóleikari og tónskáld, var nýlega útnefndur félagi í Konunglegu tónlistarakademíunni f London. I bréfi akademí- unnar til Hafliða segir svo: Kæri herra Hallgrímsson. Mér er það mikil ánægja að tilkynna yður að á áriegum fundi stjórn- arinnar voruð þér valinn félagi í Konunglegu tónlistarakademí- unni. .->• Það er einungis hægt að bjóða þeim, sem áður stunduðu nám við akademíuna og hafa skarað fram úr og hlotnast frami í starfi, eins og yður er kunnugt. Vér vonumst til að þér þiggið þennan heiður akademiunnar og munum senda yður heiðursskjal- ið, er þér hafið sent staðfestingu yðar. — Yðar einlægur, J.C. Bliss. Hafliði Hallgrímsson er bor- inn og barnfæddur Akureyring- ur. Hann stundaði nám hér heima, á Ítalíu og í London og vann til ýmissa verðlauna á námsferli sínum sem sellóleik- ari. Hann hefur komið fram mjög víða allt frá því hann hélt sína fyrstu tónleika, með Sin- fóníuhljómsveit íslands 1968. Hafliði hefur lengst af verið bú- settur í Bretlandi hin síðustu ár og er nú búsettur í Edinborg. Hann hefur verið meðlimur ensku kammerhljómsveitarinn- ar, Menhuin hátíðarhljómsveit- arinnar og Haydn strengjatríós- ins auk þess sem hann hefur hin síðari ár verið fyrsti sellóleikari skosku kammerhljómsveitarinn- ar. Hafliði hefur nú sagt upp starfi sínu hjá skosku kamm- erhljómsveitinni og hyggst leggja áherslu á tónsmíðar í framtíðinni. GBerg. Hafliði Hallgrímsson: Ljósm. G.Bent. Akureyri: Vinna hafin við nýja Leiruveginn Akureyri, 8. mmí. í MORGUN hófst vinna við þann hluta nýja Leiruvcgarins í Vaðlaheiði, sem Vegagerðin bauð út í vetur og ætlað er að vinna í sumar. Kjartan og Gunnar, verktakar frá Kgilsstööum, voru með lægsta tilboð í veginn á sínum tíma og við þá var samið um vegagerðina. f síðustu viku kom póstbáturinn Drangur með jarðvinnslutæki þau sem þeir hyggjast nota við verkið, til Akureyrar, en þá kom upp það skrýtna dæmi að verktakarnir sem hér voru að hefja vinnu fyrir Vegagerð ríkisins, fengu ekki að nota vegi þeirrar sömu vegagerðar til þess að koma tækjum sinum á vinnustað, vegna þungatakmark- ana. Benti vegagerðin þeim á að gera tilraun til að fara með tækin yfir leirurnar austur af flugvelli. Sl. föstudag gerðu þeir síðan til- raun til þess að fara þessa leið, en þá voru þeir aðeins komnir ör- skammt frá flugbrautinni, þegar önnur vélin tók að síga, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hættu þeir þá við verkið, en í gærkvöldi tókst verktökunum að finna aðra leið, og yfir komust tækin og vinna er hafin, eins og áður segir. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.