Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984
Rithöfundarnir,
ríkið og menningin
Opinbert sjóða- og styrkjakerfi
á að þjóna bókmenntunum í heild
- eftir Hörð Bergmann
í þessari grein verður fjallað um
vanmat, sem birtist víða, á starfi rit-
höfunda sem semja annað en skáld-
skap. Færð verða rök fyrir því að
framvinda íslenskrar menningar sé
bæði háð starfi höfunda sem semja
það sem kalla mætti alþýöleg fræði-
rit og kennsluefni og starfi skálda
og því réttmætt að gefa bókmennt-
um og bókmenningu sem heild sem
besta kosti í litlu samfélagi sem leit-
ast við að halda menningarlegu
sjálfstæði sínu með reisn.
Óþarft ætti að vera að fara
mörgum orðum um hlutverk og
gildi þess starfs sem skáld þjóðar-
innar vinna. Raunar er hætta á
því að orðin nái skammt þegar
ætlunin er að lýsa svo marg-
slungnum veruleika sem hlutverki
og áhrifum skáldlistar. Fátt eitt
hefur í raun verið sagt þótt
minnst sé á gildi skáldskapar fyrir
þróun íslenskrar tungu og menn-
ingar, sjálfsmynd og sjálfsskiln-
ing þjóðarinnar, skilning á sam-
skiptum einstaklinga, stétta og
þjóða og þroskun tilfinninga svo
dæmi séu nefnd. Hvað sem líður
ágæti slíkra skilgreininga er víst
að skáldskaparlist hefur notið
virðingar með þjóðinni um aldur
og gerir enn. Sæmileg eining hefur
ríkt um að reyna af opinberri
hálfu að skapa skáldum sem best
starfsskilyrði og sitthvað unnist á
þeim vettvangi síðustu árin þótt
enn sé margt óunnið þar og hægt
að telja á fingrum annarrar hand-
ar þá höfunda sem lifa af ritstörf-
um eingöngu. Með hliðsjón af því
sérstaka gildi bókmenningar sem
ég vík að í lokin og breyttum að-
stæðum í fjölmiðlun tel ég að þörf
sé á nýju átaki til styrktar ís-
lenskum bókmenntum og bók-
menningu þjóðarinnar yfirleitt.
Þá á ég við hvers konar ritstörf
sem hafa gildi með þeim hætti
sem lýst er hér á undan, einnig
starf þeirra höfunda sem skýra
sjálfsskilning þjóðarinnar og
mannleg samskipti af ýmsu tagi,
hag og horfur í landinu fyrr og
síðar með því að draga saman
þekkingu, vinna úr henni og benda
á nýjar leiðir í ritum sem nefnd
eru fræðirit og kennslugögn.
Bókmenntirnar sem heild eiga að
njóta viðurkenningar og sæmi-
legra vaxtarskilyrða.
Opinber laun og styrkir
til bókmennta
Samtals eru nú veitt laun og
styrkir til bókmennta eftir sex
opinberum leiðum. Þrjár þeirra
eru sameiginlegar fyrir listamenn
yfirleitt, þ.e. 12 heiðurslaun Al-
þingis, starfslaun listamanna, sem
veitt eru skv. umsóknum og nema
3—12 mánaðarlaunum og loks er
hin umdeilda veiting á vegum út-
hlutunarnefndar listamannalauna
sem kosin er af Alþingi. Rithöf-
undar einir njóta hins vegar launa
og styrkja úr þremur sjóðum; Rit-
höfundarsjóði ríkisútvarpsins
(1—2 á ári), Rithöfundasjóði ís-
lands, en til hans rennur fé sem
ríkissjóður greiðir fyrir afnot af
bókum á almenningsbókasöfnum
(skólasöfn eru ekki með ennþá).
Loks er sá sjóður sem tvímæla-
laust á drýgstan þátt í að skapa
rithöfundum sæmilega starfs-
kosti; Launasjóður rithöfunda,
sem stofnaður var skv. lögum frá
20. maí 1975. Þar er kveðið á um
verðtryggt framlag ríkissjóðs til
sjóðsins og skv. greinargerð með
frumvarpinu var tekið nokkurt
mið af því fé sem rennur til ríkis-
sjóðs vegna söluskatts af bókum
íslenskra höfunda. Með hliðsjón af
því var eðlilegt talið að binda ekki
úthlutun úr sjóðnum við skáldin
ein og kveðið svo á í 3. gr. laganna
að „... rétt til greiðslu úr sjóðnum
hafa íslenskir rithöfundar og höf-
undar fræðirita. Heimilt er og að
greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar
á íslensku".
Vanmat á höfundum
fræðirita
Frá upphafi hefur hlutur fræði-
rita verið lítill við úthlutun
starfslauna úr Launasjóði rithöf-
unda. Af yfirliti sem birtist í
Morgunblaðinu 14. mars sl. um út-
hlutunina frá upphafi
(1976-1984) kemur í ljós að 207
höfundar hafa fengið starfslaun í
2449 mánuði alls. 28 höfundar
hafa fengið 2ja ára laun eða
meira. Meðal þeirra er enginn
fræðiritahöfundur. Raunar fæ ég
ekki betur séð en einungis 20 slíkir
höfundar hafi hlotið náð fyrir
augum sjóðstjórnar á öllu tímabil-
inu og hafi þeir hlotið um 110
mánaðarlaun samtals. Hefur um
helmingur þeirra hlotið lágmarks-
úthlutun, 2—3 mánaðarlaun. Við
þetta bætist sú staðreynd að í síð-
ustu úthlutun úr sjóðnum fékk
enginn höfundur fræðirits
starfsstyrk en þá var 90 skáldum
úthlutað 300 mánaðarlaunum.
Þörfin á eflingu sjóðsins birtist í
því að sótt var um 874 mánaðar-
llörður Bergmann
laun. Þennan verknað ber að
skoða í ljósi áðurnefndrar laga-
greinar og virðist mér full þörf á
að biðja um greinargóða skýringu
af hálfu menntamálaráðherra,
sem skipar sjóðstjórn, og sjóð-
stjórnar á því hvernig slíkt getur
gerst. Þess má geta að stjórn Hag-
þenkis — félags handhafa höfund-
arréttar á fræðiritum og kennslu-
gögnum, skrifaði stjórn sjóðsins
bréf með fyrirspurnum um þetta
efni 22. febrúar sl., en hefur ekki
fengið svar þegar þetta er ritað,
þótt eftir því hafi verið leitað.
Þegar það liggur fyrir gefst vænt-
anlega tilefni til að taka þetta mál
til frekari umræðu.
Hvaöa breytinga er þörf?
Reynslan af starfi stjórnar
Launasjóðs rithöfunda og núver-
andi staða höfunda alþýðlegra
fræðirita og kennslugagna gerir
að mínu mati kröfu um endur-
skoðun og breytingar á hinu
opinbera sjóða- og styrkjakerfi að
því er þessa rithöfunda varðar. Ég
tel fráleitt að gengið verði á hlut
skáldanna, þeirra starfsskilyrði
þarf enn að bæta en ég legg
áherslu á nauðsyn þess að aðrir
rithöfundar verði ekki settir utan-
garðs í einu og öllu. Þeir þurfa að
fá rétt til að tilnefna fulltrúa í
stjórr. Launasjóðs rithöfunda og
Rithöfundasjóðs Islands eins og
farið hefur verið fram á af Hag-
þenki. Eins og er tilnefnir Rithöf-
undasamband íslands alla fulltrúa
rithöfunda og sé dæmt af þeirri
reynslu, sem nú er fengin af því
fyrirkomulagi, ætti að vera orðin
ljós nauðsyn þess að breyta því
skipulagi.
f þessu sambandi má geta þess
að Ingvar Gíslason, fyrrverandi
menntamálaráðherra, skipaði
nefnd með fulltrúm allra stjórn-
málaflokka til að endurskoða lög-
in um Launasjóð rithöfunda.
Niðurstaðan í tillögum nefndar-
innar varð sú að strika ætti út
heimildina til að veita höfundum
fræðirita starfslaun úr Launasjóði
rithöfunda. Sem betur fer voru
þær tillögur ekki lagðar fram í
frumvarpsformi, og núverandi
menntamálaráðherra, Ragnhildur
Helgadóttir, hefur skipað nefnd
sem hefur allt kerfið til endur-
skoðunar.
í sambandi við starf beggja
þeirra nefnda, sem hér hefur verið
greint frá, hefur verið um það
rætt að réttlætanlegt væri að úti-
loka höfunda fræðirita frá Launa-
sjóði rithöfunda vegna þess að
þeir gætu skapað sér starfs-
grundvöll með því að sækja til
Vísindasjóðs. Þessi hugmynd er
fráleit. Hlutverk Vísindasjóðs er
að efla vísindarannsóknir og
styrkja stofnanir og einstaklinga
sem stunda þær auk þess sem hon-
um ber að styrkja kandidata til
vísindalegs sérnáms, tækjakaup
rannsóknastofnana o.s.frv. Raun
hefur þróunin orðið sú að fáir fá
styrk úr þessum sjóði nema þeir
hafi einhverja stofnun á bak við
sig.
Höfundar alþýðlegra fræðirita,
rita sem ætlað er að verða framlag
til umræðu og stefnumótunar á
vettvangi stjórn efnahags- og
menningarmála, eiga engan að-
gang að styrkjum úr slíkum sjóði,
og virðast hvergi eiga möguleika
lengur á að létta sér störf með
opinberum stuðningi.
Hvers konar verk
verða utangarðs?
Til þess að gefa betri hugmynd
um hvers konar verk falla að því
er virðist alveg utan þeirra rýru
kosta sem öðrum bókmenntaverk-
um eru þó gefnir nú á dögum hér á
landi, má taka sem dæmi nokkur
þekkt verk sem ómögulegt væri að
fá neinn styrk til að vinna að: Al-
þýðubókin eftir Halldór Laxness,
Ævisaga Árna Þórarinssonar eft-
ir Þórberg Þórðarson, Tilraun um
manninn eftir Þorstein Gylfason,
Skólastofan — umhverfi til náms
og þroska eftir Ingvar Sigurgeirs-
son, Saga — leikrit — ljóð eftir
Njörð P. Njarðvík, Hafið eftir
Unnstein Stefánsson, Islensk flóra
eftir Ágúst H. Bjarnason, Veiðar
og veiðarfæri eftir Guðna Þorst-
einsson. Af dæmunum sést að
utangarðs í núverandi sjóða- og
styrkjakerfi falla í raun fræðirit,
uppsláttarrit og alþýðleg fræðslu-
rit og ádrepur hvers konar, sem
geyma þjóðfélagsgagnrýni og
sögulegt efni, fjalla um heimspeki,
uppeldi, bókmenntir, náttúru-
fræði, atvinnulíf og hvaðeina sem
menningarleg umræða og upp-
fræðsla í landinu fjallar um og
ástæðulaust er að rekja nánar. Að
vísu er lögum samkvæmt ætlast
til þess að Launasjóður rithöfunda
veiti starfsstyrki til „höfunda
fræðirita" eins og áður er greint,
Notaöi 1.
maí til að
heilsa upp á
rauömaga
Boiungarvík, 2. maí.
VÍÐIR Benediktsson vélvirki hér í
bæ lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Á frídegi verkamanna brá
hann sér í kafarabúning sinn og
heilsaði upp á nokkra rauðmaga í
fjöruborðinu hér út undir Oshlíð.
Að vísu gerði hann meira en
að heilsa þeim, hann tók þá með
sér heim, enda er rauðmaginn
kóngafæða. En vígalegur var
karl með feng sinn er fréttarit-
ari Morgunblaðsins mætti hon-
um er hann var að koma í bæinn
úr veiðiferðinni.
Gunnar
en af einhverjum ástæðum er nú
svo komið að það virðist gleymt.
Einungis hluti bókmenntanna
nýtur viðurkenningar í raun. Viti
einhver lesandi um skýringu á því
hvers vegna raunin hefur orðið sú
væri fróðlegt og gagnlegt að fá að
heyra hana. Sú stefna, sem við
blasir, er röng að mínu mati og
skulu að lokum færð nokkur rök
fyrir þeirri skoðun.
Ný menningarpólitík í
þágu bókmenntanna í heild
Hvers vegna á íslensk menning-
arpólitík og þar með löggjöf um
sjóða- og styrkjakerfi vegna rit-
starfa að varða bókmenntir og
bókmenningu í heild? Hvers vegna
á ekki að vanvirða gildandi lög og
skilja gilda þætti bókmenntanna
eftir utangarðs?
I fyrsta lagi leyfi ég mér að full-
yrða að framvinda þekkingaröfl-
unar og þjóðmála- og menningar-
umræðu í landinu yfirleitt sé háð
því að rithöfundum gefist sæmi-
legt tækifæri til að setja saman og
gefa út meira en blaða- og tíma-
ritsgreinar um slík efni. Unnt
verði að gefa sér tóm til að skoða
einstaka þætti í víðu samhengi,
hvort sem það er sögulegt, sam-
tímabundið eða beinist að þróun-
inni í framtíðinni. Góð alþýðleg
fræðirit, handbækur og kennslu-
gögn um giidustu þætti íslenskrar
menningar og sem flest svið þekk-
ingarinnar og þeirra verkefna,
sem fengist er við í landinu, þurfa
að koma út. Dýpt og gildi þeirrar
umræðu og umfjöllunar, sem fram
fer á vettvangi annarra fjölmiðla,
s.s. útvarps og sjónvarps, er háð
því að samning og útgáfa slíkra
verka stöðvist ekki. Þetta er sér-
staklega brýnt fyrir smáþjóð sem
hefur það sameiginlega markmið
að halda uppi sjálfstæðu þjóðríki
með eigin menningu og tungu.
Hún má ekki lenda í hlutverki
þess sem allt verður að þiggja af
öðrum, verður að lesa sér til og
nýta þekkingu og greiningu á
framvindu þjóðfélags- og menn-
ingarmála á erlendum tungum
eingöngu. Afleiðingar þess fyrir
þá heild og einingu sem við viljum
halda í íslensku menningarsamfé-
lagi og fyrir skynsamlega lýðræð-
islega viðleitni til að þróa það
ættu að vera augljósar.
Dýpt, nákvæmni og styrkur
pólitískrar, efnahagslegrar og
menningarlegar umræðu, þekk-
ingarleitar og stefnumótunar er
háður því að erlend reynsla og
verk séu metin og rædd frá ís-
lensku sjónhorni og tengd reynslu
og aðstæðum hér á landi. Það er
háð hinu ritaða orði á eigin tungu
hve glöggur sjálfsskilningur þjóð-
arinnar getur orðið, og hversu vel
íslensk tunga stendur sig í glímu
okkar við þau verkefni sem við
stöndum frammi fyrir á öllum
sviðum. I því efni getur ekkert
komið í stað bókarinnar, engir
aðrir fjölmiðlar geta gefið
heildarsýn, tilvísanir og tilefni til
persónubundinna athugana, yfir-
vegunar og reynslu með sama
hætti. Því er það von mín að rit-
höfundar af öllu tagi og útgefend-
ur geti staðið sem best saman að
því verkefni að skapa íslenskri
bókmenningu — bókmenntunum
sem heild — enn betri starfsskil-
yrði en við búum við nú. Enda þótt
bókin gegni sérstöku hlutverki er
að henni sótt og bóksala dregst
saman ár frá ári, einkum vegna
útbreiðslu nýrra fjölmiðla og af-
kastamikillar fjölföldunartækni,
s.s. ljósritunar. Þetta krefst fram-
halds og útvíkkunar á því mikil-
væga starfi sem fram til þessa
hefur verið unnið af Rithöfunda-
sambandi Islands og einstökum
höfundum í þágu íslenskrar bók-
menningar og sæmilegra skilyrða
fyrir skapandi starf á þeim vett-
vangi. Það er þörf á samstarfi all-
ra núverandi samtaka rithöfunda
og bókaútgefenda að því verkefni
að vinna öllum tegundum góðra
bókmennta viðurkenningu í verki,
án undanbragða.
(16.4/84)
Hörður Hcrgmann er nimsstjóri og
formaður Hagþenkis — félags
handhafa höfundaréttar á fræði-
ritum og kennslugögnum.