Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 Strokið varlega Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: FJÖREGGIÐ eftir Svein Einarsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson. Sveinn Einarsson hefur í blaðaviðtölum lýst því yfir að Fjöreggið sé ekki nýstárlegt leik- rit. Það eru orð að sönnu. Hér er komið stofuleikrit í raunsæisstíl, örlagasaga borgaralegrar fjöl- skyldu. Efnið er gamalkunnugt, en verkið með ýmsum sjónar- hornum sem gerir það forvitni- legt. I upphafi leiks erum við leidd inn í hversdagsheim sem smám saman verður áþreifanlegur. Bak við yfirborðið er annar og stærri heimur, mannlegur vandi. Upp- hafið minnir um margt á Stund- arfrið Guðmundar Steinssonar án þess að vera eftiröpun. Sveinn Einarsson velur aðrar leiðir til tjáningar en Guðmundur Steins- son þótt þeir eigi margt sameig- inlegt. Það er að mörgu leyti aðdáun- arvert að fylgjast með þeirri hógværð sem einkennir leikrita- höfundinn Svein Einarsson. Hann fer sér að engu óðslega. Með því að draga upp mynd fjöl- skyldu sem stendur á tímamót- um og gera það án dómara- skikkju segir hann okkur mikil- væga hluti. Hann er kannski ekki með nýjustu fréttir af fólki, en ýmislegt sem hollt er að rifja upp. Hógværð Sveins Einarssonar sem fyrr var nefnd heldur að vísu aftur af honum. Ég hef aldr- ei talið það galla hjá höfundi að vera agaður, vinna í anda rækt- unar. En stundum hvarflar það að manni að meira miskunnar- leysi, hrjúfari tjáning hefði bet- ur komið til skila ýmsu því sem Sveinn Einarsson vill segja með Fjöregginu. Boðskapurinn undir lokin er fremur máttlítill, en ákaflega virðingarverður og geðfelldur eins og hann er fram ’ borinn. Aftur á móti er þessi boðskapur í skugga sprengjunn- ar og í anda grænfriðunga búin að veltast lengi uppi í fólki og af honum dálítið súr keimur. Það þarf ekki að segja neinum að Sveinn Einarsson er einn af okkar helstu leikhúsmönnum og hefur haft mikil áhrif á íslenska leikritagerð og hvernig hún hef- ur verið túlkuð. Sveinn er góður leikstjóri og hefur alltaf haft mikið að segja sem slíkur. Þegar hann gerist leikritaskáld er eins og hann kappkosti að fara troðn- ar slóðir, skyggja ekki á hina smáu menn góðrar viðleitni. í leikskrá eru birt eftir hann nokk- ur ljóð. Eitt þeirra nefnist Um ljóð. Þar er þetta erindi: í einveru skriftanna tekur ljóðið á sig persónugervi: ljóðið svarar skáldinu, og hann strýkur því varlega, eins og lítilli mynd úr leir eða einhverju öðru veglegra efni eða jafnvel stórri mynd úr hvaða efni sem vera skal. Tvær síðustu línurnar hafa greinilega villst inn í erindið. En lýsingin á því hvernig skáldið strýkur ljóðinu varlega gildir um leikritaskáldið Svein Einarsson og það efni sem Fjöreggið er til vitnis um. Fjölskyldan í Fjöregginu er af því tagi sem verður að kalla dæmigert fyrir vel stæða Reykja- víkurfjölskyldu. Þetta er nýríkt fólk á mörkum tveggja heima. Fjölskyldufaðirinn er maður á uppleið lítt háður þeirri veröld sem velferðin er sprottin úr. Eig- inkonan er brúða með ófull- nægða drauma, vissa tilhneig- ingu til að gera uppreisn gegn ofríki hins hefðbundna. Dóttirin er pabbastelpa sem er alráðin í að lifa og njóta, geðjast föður sínum í einu og öllu. Annar son- anna er á Kleppi, orðinn úrhrak. Hinn sonurinn er að velta fyrir sér hlutunum, en veit ekki hvað hann vill. Það hefur láðst að gera grein fyrir hvers vegna synirnir eru svona óhamingjusamir. Þess vegna verður dóttirin sterkari persóna en þeir og fyllilega sam- kvæm sjálfri sér. Afinn með Ein- ar Ben á vörunum og Unga ís- land og allt það er aðeins tíma- skekkja. í hann þarf ekki að eyða miklu púðri þótt það sé gert, stundum með árangri, oft án annars en setja klisju upp á leiksvið. Snjöll túlkun Gísla Halldórssonar er of fyrirferð- armikil. Það eru einkum tveir leikarar sem í athyglisverðri leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar öðlast líf. Þorsteinn Gunnarsson birtist í Fjöregginu sem túlkandi hins góða kaupsýslumanns. Þorsteinn skilar hlutverki sínu með þeim hætti að við trúum því að Ólafur sé af holdi og blóði. Pálmi Gestsson sem leikur soninn Arn- ór nær því að sýna okkur óróleik Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverkum sínum. Mannlíf og fólk Myndlist Bragi Ásgeirsson Það verður ekki annað sagt en að Einar Hákonarson sé duglegur og afkastamikiil málari er ekki lætur deigan síga heldur sækir stöðugt á brattann. Ekki eru nema tvö ár síðan hann hélt stóra sýningu að Kjarvalsstöðum þó hann stæði þá í ströngu á öðrum vígstöðv- um, sem að nokkru mátti marka á sýningunni. Nú er hann kom- inn aftur með hálfu stærri sýn- ingu, því að auk 79 málverka er fylla Vestursal Kjarvalsstaða, þá sýnir hann 89 grafík-myndir í hliðarsal. Er það yfirlitssýning á ferli hans sem grafík-listamanns og eru t.d. 30 myndanna nýjar af nálinni. Eins og skeði með fleiri, er ekki höfðu aðstöðu til eigin vinnu þá gleymdi hann sjálfum sér er hann hóf að kenna öðrum listgrafík í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. En nú hefur Einar komið sér upp fullkominni vinnuaðstöðu heima fyrir og hef- ur á ný tekið til hendinni við grafíkina af fullum krafti. Skipt- ir vinnu sinni á milli málverks- ins og koparplötunnar, en slíkt telst góð og holl samvinna og jafnfram ágæt tilbreyting. Á síðustu tveim árum hefur Einar nær óskiptur getað helgað sig málverkinu og sér þess greinileg merki á sýningunni því að vinnubrögðin eru í senn heilli og afslappaðri. Þessi sýning er þannig öllu veigameiri en sú er hann hélt fyrir tveim árum, einnig þótt eingöngu sé litið til málverksins. Grafíkin er svo sér- stök viðbót er undirstrikar sterka stöðu hans í þeirri list- grein hérlendis. Það, sem eink- um vekur athygli á þessari sýn- ingu er þróaðari litferil en áður hefur sést frá hendi Einars og kemur það einkum fram í mynd- inni „A heiðinni" (46). Eftir margar heimsóknir er það þessi mynd er stendur skýrast og ferskust í minni mínu fyrir myndræn gæði. Annað, sem mér þykir einnig sláandi, er hve miklu hrifmeiri þær myndir eru yfirleitt, sem eru byggðar upp á einum grunnlit, heldur en þær myndir sem byggðar eru upp á andstæðum og hvellum lita- hljómum. Gott dæmi um þetta eru rauðu myndirnar á sýning- unni og svo myndir eins og „Kona í sóffa" (57) og „í orlofi" (34), jafnframt öllum þeim myndum er byggðar eru upp samkvæmt svipuðum viðhorfum. Þessar myndir virðast betur unnar en margar aðrar þótt fjöl- þættari séu og gæti það vísað til þess að yfirveguð og hnitmiðuð vinnubrögð henti Einari betur en þau hin hröðu og stöðluðu er hafa einkennt myndstíl hans til þessa. Alveg frá því að Einar kom fyrst fram fyrir 17 árum hefur fígúran verið ríkjandi í myndum hans, en lengi vel meira sem myndtákn en af holdi og blóði. Nú virðist breyting hafa orðið á, því að fígúrurnar hafa öðlast sterkari mannlegri einkenni, brjótast meira um á myndfletin- um. Jafnframt víkur hin staðl- aða fígúruímynd er lítið hefur breyst í gegnum árin ásamt hin- um skreytikenndu formeingum um set. Að framanskráðu má ráða að Einar Hákonarson sé á réttri þróunarbraut í málverkinu og að enn meiri breytinga megi vænta í myndgerð hans í náinni fram- tíð. Ekki þó breytinganna vegna en sem óhjákvæmilega afleið- ingu þess að Einar helgar sig nú alfarið listrænni sköpun, í fyrsta skipti á ævinni. Slíkt hefur gríð- armikið að segja um einarðleg og rökrétt vinnubrögð. í grafíkinni má einnig sjá nokkur umskipti sem virðast vera áhrif frá málverkinu og þeirri þróun er þar á sér stað. Hér er Einar á heimavelli, því að grafíkin er hans sterka hlið, nú nostrar hann ekki eins mikið við blæbrigði og vinnur rakleitt á plöturnar að því er virðist. Verð- ur fróðlegt að sjá hvaða stefnu listamaðurinn markar sér á þessu sviði í framtíðinni. Annað mál er að grafíkin nýt- ur sín ekki sem skyldi í gangin- um, til þess er hann of hrjúfur, jafn margar myndir er spanna langt tímabil kalla á sérsýningu í hlýlegri sýningarsal. Þetta er stærsta sýning Ein- ars Hákonarssonar til þessa og jafnframt einnig sú athyglis- verðasta, staðfestir að listamað- urinn stendur mitt í athyglis- verðri þróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.