Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 Altari og altarismunir * Helgi Bragason organisti við nýja pípuorgelið. Ytri-Njarðvíkurkirkja 5 ára Vogum. Sumardaginn fyrsta var þess minnst í Njarðvíkum, að fimm ar eru liðin frá því Ytri-Njarðvíkur- kirkja var vígð, en það var þann dag árið 1979. Upphaf kirkjubyggingar í Ytri- Njarðvík má rekja allt til þess að sérstök sókn var stofnuð þar árið 1968, eftir að Keflavíkursókn var skipt. Safnaðarstarf fór fram í fé- lagsheimilinu Stapa og þjónaði presturinn í Keflavík söfnuðinum þar til I. janúar 1976 að Njarðvíkur urðu sérstakt prestakall. Fljótlega eftir að söfnuðurinn var stofnaður var farið að huga að kirkjubyggingu, en segja má að upphafið hafi verið þegar Þórlaug Magnúsdóttir stofnaði sjóð til minningar um börn sín og notaður yrði til kirkjubyggingar. Teikningar lágu síðan fyrir árið 1969, gerðar af arkitektunum Ormari Þór og Örnólfi Hall. Fyrsta skóflustungan tekin 13. september 1970, en aðalþunginn í framkvæmdunum var árið 1976, og kirkjan gerð fokheld árið 1977. Lokaátakið hófst síðan í ársbyrj- un 1979 og kirkjan vígð á sumar- daginn fyrsta, þann 19. apríl. Kirkjunni hafa borist margar merkar og góðar gjafir á undan- förnum árum. Systrafélagið hef- ur gefið kirkjunni sjö steinda glugga fyrir ofan altari. Þeir eru teiknaðir af Leifi Breiðfjörð, en unnir í Þýskalandi, tákna þeir sköpun heimsins. Þá gáfu þær systur 25 veggljós, og handrið á stiga í kjallara. Kvenfélagið hef- ur gefið kirkjunni pípuorgel 31/2 rödd og verður það vígt á sumar- Sóknarnefnd, ásamt sóknarpresti og organista. daginn fyrsta. Ingvi Þorgeirsson og Guðbjörg Böðvarsdóttir og börn gáfu skírnarfont, sem er úr grágrýti og í stíl við atlari og altarismuni. Þá hefur kirkjunni borist pen- ingagjafir t.d. frá Keflavíkur- verktökum kr.300.000, íslenskum aðalverktökum kr.100.000, Spari- sjóðurinn kr.25.000. Kirkjunni hafa borist gjafir frá mörgum öðrum aðilum sem ekki verða taldar hér. Sóknar- nefnd færir öllum sem hafa stutt kirkjuna á einn eða annan hátt sínar bestu þakkir. Sóknarnefnd hefur keypt 180 nýja stóla í kirkjuskip. Eru þeir framleiddir í Danmörku og verða vígðir á sumardaginn fyrsta. Þá hafa verið keypt altari og altar- ismunir úr grágrýti, unnið hjá Steinsmiðju Sigurðar Helgason- ar. Einnig keyptar grágrýtisflís- ar a gólf fyrir framan altari og í kringum það. Leifur Breiðfjörð listamaður teiknaði altarismuni og gaf hann vinnu sína. í sumar eru ráðgerðar miklar framkvæmdir við kirkjuna. Lok- ið verði viðgerðum á þaki, gengið verði frá uppsteypu á stétt og frágangi, og kirkjan máluð að utan ef veður leyfir. í Njarðvíkurkirkju er einnig safnaðarheimili. Þar fer fram fjölþætt starfsemi flesta daga vikunnar. Þar heldur systrafé- lagið fundi sína, kórar halda æf- ingar, föndur fyrir aldraða, fermingarfræðsla og fleira. Hljómburður er mjög góður í kirkjunni, og tónlistarviðburðir aigengir. 1 vetur hafa verið viku- lega bænakvöld á fimmtudögum, með tónlistaratriði, þar sem fram hafa komið tónlistarfólk af Suðurnesjum. Á fimmtudag í síð- astliðinni viku komu svo fram ailir listamennirnir sem höfðu komið fram á bænakvöldum í vetur. Á föstudaginn langa kom Gunnar Kvaran sellóleikari fram við guðsþjónustu. Sóknarprestur í Njarðvík er séra Þorvaldur Karl Helgason, Árni Júlíusson formaður sóknar- nefndar og Helgi Bragason organisti. E.G. 35 ár frá því að loft- brúnni til Berlínar lauk Berlínarbúar fylgjast með bandarískri birgðaflutningavél sem kemur inn til lendingar á Tempelhoff-flugvelli, hlaðin vistum. FRÁ OG með deginum í dag, eru 35 ár liðin frá því að „loftbrúnni" frægu lauk formlega í Berlín. Loftbrúin var eitt af fyrstu af- sprengjum kalda stríðsins sem gaus upp í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur staðið með hléum æ síðan. Umrædd loftbrú verður geymd í sög- unni sem eitthvert mesta afrek flugsögunnar, auk þess sem talið er að afleiðingar hennar hafi haft veru- lega þýðingu, þ.e.a.s. Vestur Þýska- land í dag væri ekki hið sama. Það er alkunna, að þegar Þýska- land var sigrað, var Berlín, höfu- borginni, fljótlega skipt í fjögur hernámssvæði, svæði Sovétmanna í austri, en í vestri svæði Banda- ríkjamanna, Breta og Frakka. Svo er enn í dag. En hernámssvæði vesturveldanna eru nú kennd við NATO sem Vestur Þjóðverjar eru aðilar að af fúsum og frjálsum vilja. Nú er kominn Berlínarmúr, sem reistur var af Austur Þjóð- verjum árið 1969 til að stemma stigu við miklum straumi Þjóð- verja vestur, og, það er táknrænt, að það voru Áustur Þjóðverjar sem reistu múrinn því fáir er bjuggu fyrir vestan óskuðu að flytjast austur fyrir. En loftbrúin er það sem fjalla skal um. Það var í júní 1948, að Sovétmenn rufu allar samgöngur til vesturhluta borgarinnar og vildu þannig neyða vesturveldin sem þar sátu á sínum hluta kök- unnar, til þess að skila honum. Sovétmenn hlóðu undir uppbygg- ingu í austurhlutanum á kostnað vesturhlutans áður en þeir af- hentu vesturveldunum þann hlut af borginni sem þeim bar sam- kvæmt Yalta og Potzdam sam- komulaginu sem gert var 1944. Er borgin komst undir stjórn banda- manna, kom í ljós að fátt var hægt að gera vegna ólíkra sjónarmiða og áætlanna. í júní 1948 leysti yf- irmaður sovéska heraflans upp sameiginlega stjórn bandamanna og í borgarstjórnarkosningum, kusu borgarhlutarnir hvor sinn borgarstjóra. Skiptingin var kom- in á fulla ferð og er Sovétmenn einangruðu í kjölfarið vesturhlut- ann, varð ekki aftur snúið. Sem fyrr segir vildu Sovétmenn með þessu móti þvinga Vestur- löndin til að afsala sér völdum sín- um í vesturhlutanum. Þau voru ekki aldeilis á því, aðgerðir Sov- étmanna vöktu tortryggni þeirra um hvað kynni að standa að baki. Vesturlöndin hófu því að koma vistum og nauðsynjum til íbúa vesturhluta Berlínar með hinni frægu loftbrú. Með loftbrúnni tókst að halda lífinu í Berlínarbúum í 11 mánuði og þrátt fyrir þrengingar var lítið um að Sovétmönnum tækist að lokka til sín vestur-Berlínarbúa með fögrum fyrirheitum um drýgri matarskammta heldur en loftbrú Vesturlanda gæti séð þeim fyrir. Á þessum 11 mánuðum fluttu bandarískar og breskar flugvélar 2,3 milljónir tonna af matvælum og öðrum nauðsynjum til vestur Berlínar og notuðu til þess þrjá vestur þýska flugvelli. Flognar voru 277.000 ferðir. Flugvélarnar komu með vistir, en flugu burt með þýskar útflutn- ingsvörur, þannig hófst strax dá- lítill útflutningur og peningar byrjuðu að seytla inn. Sem fyrr segir, var endir bund- inn á loftbrúnna formlega 12. mai fyrjr 35 árum. Að vísu hélt hún áfram fram í september, en í miklu smærri stíl en verið hafði. Loftbrúin kostaði bandamenn 170.000.000 dollara. Eftir að ein- angruninni var lokið og loftbrúin hafði verið lögð niður, var komið að vestur Berlín að taka stökk fram á við. Árið 1949 var iðnaðar- framleiðsla aðeins 19 prósent af því sem hún hafði verið undir það síðasta áður en heimsstyrjöldin skall á. En árið 1954 kvað við ann- an tón, þá hafði framleiðslan náð 70 prósent af fyrra hámarki og ár- ið 1959 132 prósent. Á níu árum, frá 1950 til 1959, fór atvinnuleysi í borginni úr 300.000 í 36.000 þrátt fyrir stöðugan straum flótta- manna frá „frelsinu" í austur Berlín. Sóknin var hafin. (Bygíft * Britanniru, Al* og flciru, — gg.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.