Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
19
og raunverulega baráttu hugs-
andi ungs manns. Þeir Þorsteinn
og Pálmi njóta þess hve margar
persónur leikritsins eru í lausu
loftu.
Enginn dregur það í efa að
Guðrún Ásmundsdóttir er ein af
okkar bestu leikkonum. Hún ger-
ir mjög sterka hluti í Fjöregginu.
En á köflum dettur hún út eins
og ofspiluð hljómplata. Það er
ekki hennar sök heldur þess sem
hefur valið sér það erfiða hlut-
skipti að blása persónunni lífs-
anda í nasir.
Það er hlutverk sem er einna
best frá gengið af hendi höfund-
ar er tvímælalaust dóttirin Sig-
ríður, kölluð Sísí. Lilja Þórisdótt-
ir glansar í því, skilar því á sann-
verðugan hátt. Guðrúnu S. Gísla-
dóttur verður ekkki kennt um
vandræðaskap Heiðu. Minni
hlutverk eru í góðum höndum.
Margrét Helga Jóhannsdóttir
lýsir átakanlega Guðbjörgu, Val-
gerður Dan Gerðu, Soffía Jak-
obsdóttir Sigurveigu og Aðal-
steinn Bergdal Loft. Jóhann Sig-
urðarson er uggvænlegur í hlut-
verki glataða sonarins Sigfúsar.
Meiri áhersla á þátt hann hefði
ekki sakað til að dýpka verkið.
Um leikmynd Steinþórs Sig-
urðssonar er ekki mikið að segja,
en yfir henni verður ekki kvart-
að. Sama er að segja um lýsingu
Daníels Williamssonar. Það kom
á daginn að áhorfendur fagna
hverri nýrri tilraun íslensks leik-
ritahöfundar til að kveðja sér
hljóðs. Það hefur Sveinn Ein-
arsson gert með Fjöregginu. En
að lokum er þess óskað að hann
gæti minna hófs næst.
Hin raunsæilega aðferð er að
vísu góð og gild, en meira þarf til
að vekja áhorfandann til um-
hugsunar. Leikrit sem sýnir
okkur hvernig unnt er að byggja
á gömlum grunni en höfða samt
til áhorfenda er ekki út í bláinn.
Það er meðal annars vitnisburð-
ur um lífseiga hefð.
XJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
TOYOTA
Við kynnum ÁRNA JÓNSSON
og GUÐNÝJU JÓNU EINARSDÓTTUR
sölumenn Toyota bifreiða.
Líttu við hjá þeim í Hafnarstrætinu, þar sem við höfum opnað
nýjan sýningarsal, - ekki stóran að vísu, en stórglæsilegan.
Opið virka daga frá kl.
11:00-19:00og laugardaga í maífrá kl. 10:00-15:00.
TOYOTA
- þjónustan er í sama gæðaflokki og bílarnir.
TOYOTA
Söludeild Hafnarstræti 7 101 REYKJAVÍK Sími 91 25111
Avaxta- og \inkyiming
Kynnum í dag kl. 11—16 frábæru kanadísku
rauðu Delicious eplin,
’
EINNIG FRA SPANI FEIKNAVINSÆLU
„Cosas“ appelsínurnar
og frá Rínarhéruöum Þýzkalands
„Jungs“
óáfengu rauðvínin, hvítvínin og kamapvínin
KYNNINGARVERÐ
HAGKAUP
Skeiftinni 15 Reykjavík