Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 ,, ÉQ fórrxoubí Weimur 5v/efntimum. tiL pes5 áse-kjci um þetto. áturf " ósí er... ... að skrúbba og skúra fyrir hann. TM Rm. U.S. Pat. 0«.-a« rtghts resarvad • 1981 Los Angstes Tlmss Syrxttcats Rétt er þad, við reynum hér aö uppfylla síðustu óskir sjúkra, en mér virðist þú ekki alvarlega hald- inn? Með morgunkaffinu þrjá, já tólf bursta ef því er að skipta! HÖGNI HREKKVÍSI „...OG UÖ ÁPPÁb WPUR- GÓ9K... IATOM \JlV„?'AFA HKEKKX/feó SPÁ OM ÚKSUT/NJ... " //-/4 Hlutverk kirkjunnar Bjartmar Kristjánsson, Syðra- Laugalandi skrifar: „Agæti Velvakandi. Þáttur Gunnlaugs Stefánssonar í sjónvarpinu að kveldi föstudags- ins langa, var að ýmsu leyti at- hyglisverður og lærdómsríkur. Var þar margt vel sagt og vitur- lega, svo sem við var að búast. Annað orkaði tvímælis, að mér fannst, og vil ég fara um það fá- einum orðum. Það voru einkum tvær staðhæf- ingar, sem ég hnaut um. Er önnur þessi: „Það er ekki hlutverk kirkj- unnar að gera manninn betri.“ (All- ar lbr. B.K.) Hin er svona: „Von mannkynsins er ekki fólgin í full- komnun mannsins." Báðar eru þessar fullyrðingar sama markinu brenndar, marki lútherska „rétttrúnaðarins", sem mörgum ætlar að ganga erfiðlega að vaxa frá. Hefir þó ekkert tímabil í sögu þjóðar vorrar verið ömurlegra en „blómaskeið" rétttrúnaðarins á 17. og 18. öld. Páll Eggert ólason tal- ar um hinn „gleðisneydda krist- indóm" þessara tíma, er menn „kunnu ekkert ráð betra en vítis- kenningar til þess að kippa mönnum á himnaríkisleið". Þá kveður hann líka „frjálsa hugsun hafi hvergi verið að finna nær en suður í Hollandi". Um sálma þess- ara tíma farast Páli Eggert svo orð: „Því verður ekki heldur neit- að, að sumir sálmar frá upphafi til enda, og einstök erindi, minna helzt á stórhríð á auðnum úti, þar er á mönnum bylja í senn rímleys- ur, mállýti, smekkleysur, klúður- hugsanir, hljóðfallsrugl, klunna- orð, og innan um allt saman gellur átakanlega hjáróma ákall á guð, Krist og heilagan anda. Mönnum verður á að spyrja, hversu margir hafi orðið úti í hríðinni, andlega séð.“ Það er því ekki að undra þótt viðleitni hafi orðið vart á síðustu tímum í þá átt að endurvekja þessa dýrðartíma rétttrúnaðarins! Nú skal aðeins að því hugað, hvers konar félagsskapur kirkjan er, eða á að vera. Meistari hennar sagði í upphafi: „Farið því og gjör- ið allar þjóðirnar að lærisveinum . .. og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður“. Með þess- um orðum hefir hann gefið stefn- una, svo að ekki verður um villzt. Og kirkjan á auðvitað að starfa í anda Jesú og eftir boði hans, svo sem framast er unnt. En kannski Jesús hafi ekki talið það „hlut- verk“ sitt, „að gera manninn betri"? En hvernig er hægt að „frelsa“ manninn án þess að fara þá erfiðu leið? Lítum nú aðeins á að sem guðspjallið segir hér um. upphafi Markúsarguðspjalls má segja, að boðskapur Jesú sé gefinn í „hnotskurn": „Tíminn er fullnað- ur og guðsríki er nálægt. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapn- um.“ Þarna er greinilegt, að iðrun- in, þ.e. hugarfarsbreytingin, er skil- yrði þess, að guðsríkið geti komið. „Sú bylting cin, sem bætir allra hag, er betri vilji, fegra hjartalag," segir skáldið frá Fagraskógi. Sum- ir vilja kalla Jesúm byltingar- mann. Hafi hann verið það, var það slfk bylting sém hann vildi: „Betri vHja, fegra þjartalag". Og starf hans beindist að því að glæða hið fagra og góða í mann- legu brjósti. I bók sinni, Stefnumark mann- kyns, segir Lecomte du Noúy þetta: „Framfor og hamingja fjöld- ans verður aðeins til leiðar komið með betrun einstaklingsins." En kannski það sé vonlaut verk að siðbæta „hinn vitiborna rnann"? Vér skulum vona, að svo sé ekki. Og segir ekki í helgri ritningu, að Guð hafi skapað manninn „í sinni mynd“? Og það gæti merkt, að maðurinn sé skapaður með óend- anlegum möguleikum til vaxtar og þroska. Þess vegna segir Jesús: „Yður ber að endurfæðast,“ sem þýðir það að verða nýr og betri mað- ur. Jesús ætlast aðeins til þess, sem hann veit að er mögulegt, mögulegt „fyrir hjálp hans, sem oss styrkja gjörir". Og sé litið inn til hins mikla postula kristninnar, Páls frá Tars- us, verður svipað uppi á teningn- um: „Takið háttaskipti með endur- nýjungu hugarfarsins," segir hann. Greinilega hefir hann ekki talið það fyrir utan verksvið sitt, að hvetja menn og eggja lögeggjan til fegurra og betra lífernis. Páll postuli heyrist oft nefndur í sambandi við úreltar trúarskoðan- ir hans, en sjaldnar í sambandi við eldheit hvatningarorð hans til fullkomnara lífernis. Þau orð hans hafa þó betur staðizt tímans tönn en sumt í trúfræði hans, og eru og verða eilíflega í fullu gildi. Ég get ekki stillt mig um að benda á hinn stórkostlega kafla í 12. kap. Rómv- erjabréfsins, sem er þó síður en svo nokkurt einsdæmi í bréfum hans: „Elskan sé flærðarlaus, hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða. Verið í bróður- kærleikanum ástúðlegir hver við annan og verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið drottni. Verið glaðir í voninni, þol- inmóðir í þjáningunni, staðfastir í bæninni. Takið þátt í þörfum heil- agra. Stundið gestrisni. Blessið þá, er ofsækja yður. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum!" Dr. William Temple, erkibiskup í Kantaraborg, sagði: „Það er mik- ill misskilningur að halda, að Guð láti sig aðeins, eða einkum, varða trú mannanna.“ Yfir þá, sem héldu það megin mark og mið kirkju og kristin- dóms að hefja mannkynið á „hærra plan“, kemur þetta eins og ísköld vatnsgusa: „Það er ekki hlutverk kirkjunnar að gera manninn betri." Þetta er af sama toga og þegar sagt er: „Góðu verkin eru ekki leiðin til Guðs.“ Þau eru þó það, sem heimur hans þarfnast öllu öðru fremur. Það á að vísu sína skýringu, að kristin boðun hefir á stundum hlaupið svo „út af sporinu" sem í umræddum fullyrðingum kemur í ljós. Séra Eiríkur Albertsson segir í grein sinni, Trú og játning, í 13. árg. Prestafélagsritsins: „Það var miklu auðveldara að brjóta heilann og bollaleggja um kristindóminn og höfund hans, heldur en að fram- kvæma kristindóminn og leggja kapp á að líkjast Kristi. Það var hin siðræna þróun, sem Kristur vildi hrinda af stað, ekki hin trúfræði- lega.“ Síðari fullyrðingunni, sem nefnd var í upphafi, hefi ég raunar svarað líka, með því sem sagt hef- ir verið. í sambandi við það, að „von mannkynsins sé ekki fólgin í fullkomnun mannsins", minnist ég þess er Jesús sagði: „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn." Enn vil ég minnast orða viturs manns er sagði, að mikilvægast alls væri það að starfa að því að þroska sinn innra mann og reyna að færast æ nær og nær hinni full- komnu hugsjón, sem er Jesús Kristur. „Allt annað væri auka- atriði." Og „í þeim töluðum orð- um“ læt ég lokið spjalli þessu. En það leitar stöðugt á hugann, hvort mér hljóti ekki að hafa misheyrzt þarna um kvöldið. Með sumarkveðju til allra landsins barna.“ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við aö skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.