Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 Menntamálaráðherra um tillögur íil sparnaðar á grunnskólastiginu: „Hagsmunamál fyrir dreifbýlið og hagræðing" „ÞESSI tillaga hefur af mörgum verið talin hagsmunamál fyrir dreifbýlið, um leið og hún felur í sér hagræðingu," sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, er blm. Mbl. spurði hana álit.s á þeim viðbrögðum sem fram hafa komið frá framsóknarmönnum við tillögum hennar um sparnað á grunnskólastiginu. Menntamálaráðherra sagði að til þess gæti komið, ef tillaga hennar yrði samþykkt, að ráða þyrfti færri kennara, en um leið drægi þessi tillaga úr þeirri Tveir seldu afla erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í þssari viku. Engey RE seldi í Þýzkalandi og Dalborg EA í Englandi. Lágt verð er nú á fiskmörkuðum í Þýzkalandi en mun betra í Englandi. Engey RE seldi á þriðjudag 316,1 lest, mest karfa, í Cux- haven. Heildarverð var 5.201.600 krónur, meðalverð 16,45. Dalborg EA seldi 68,2 lestir, blandaðan afla, í Hull á föstudag. Heildar- verð var 1.715.900 krónur, meðal- verð 25,15 krónur. 10 lestir aflans hættu sem óneitanlega blasti við mörgum skólum dreifbýlisins, að verða að senda börnin úr 7. og 8. bekk yfir í annað byggðarlag, til þess að sækja skóla. „Svo einkennilega sem það kann að hljóma," sagði mennta- málaráðherra, „er heimild til' þess samkvæmt lögum að leggja bekkjardeild niður vegna fá- mennis, og senda börnin í annan skóla, en lögin heimila ekki að tveimur aldursflokkum verði kennt saman, og þeim þar með gert kleift að vera áfram í sinni heimabyggð. Þetta er því bæði hagsmunamál fyrir grunnskól- ann í heimahéraði og fyrir bórn- in." Menntamálaráðherra sagðist telja að menn væru að átta sig á þessum kostum og því sagðist hún vera bjartsýn á að lausn á þessu máli væri í sjónmáli. Ragnhildur sagði að leið sú sem voru steinbítur og dró það meðal- hún hefði gert tillögu um, væri verðið nokkuð niður, þar sem að- eins fengust 10,80 krónur að með- altali fyrir kílóið af honum. Hins vegar fengust 37 krónur fyrir kílóið af stórri ýsu og 30,47 krón- ur fyrir kílóið af stórum þorski. Afli Dalborgarinnar fór allur í fyrsta gæðaflokk. sú leið sem flestir fræðslustjórar á landinu hefðu bent á, sem leið til hagræðingar og sparnaðar án þess að hún bitnaði á þjónust- unni sem skólarnir veita, þannig að hún sagðist telja að skóla- menn gætu verið sammála um að rétt væri að fara þessa leið. Virkjanadeilan kom- in til sáttasemjara FREMUR rólegt er hjá ríkissátta- semjara nú, þar sem hlé er nú á fundum í deilu flugmanna og Flugleiða hjá embættinu. Þeir sem voru á fundum hjá sáttasemj- ara í gær, auk flugmanna, eru sjúkraþjálfarar hjá lömuðum og fötluðum, en viðræður þeirra og viðsemjenda þeirra eru á frum- stigi og var boðaður nýr fundur hjá þeim nk. miðvikudag. Þá komu starfsmenn virkjana til fyrsta fundar við viðsemjendur sína hjá ríkissáttasemjara í gær, en fjöl- margir fundir hafa faríð fram í virkjanadeilunni án milligöngu sáttasemjara. Var þessi fyrsti fundur stuttur, en nýr fundur hef- ur verið boðaður kl. 10 nk. mánu- dagsmorgun. Félagar úr Andvara á færleikum sínum í Austurstræti. Morgunblaoio/IH;. í sööli í Austurstræti ÞAÐ ER líklega langt síðan riðið hefur verið í söðli um Austurstræti og nærliggjandi götur. Það var því ekki nema von að vegfarendum yrði sUrsýnt á það er tveir félagar úr hestamannafélaginu Andvara í Garða- bæ riðu um borgina búnir eins og befðarfólk fyrri tíma og stúlkan í söðli. Þetta var liður í kynningu félagsmanna í And- vara á hestadegi, sem haldinn verður í Garðabæ um næstu helgi, dagana 18. til 20. maí. Þar verða hestar sýndir og vinna fyrri tíma tengd þeim, sýndar verða kvikmyndir og hlutir, sem tengjast hestamennsku, bæði frá okkar tíma og eldri tím- Höfum virkjað um 8 % virkjanlegs vatnsafls og nánast ekkert af virkjanlegu gufuafli „OKKAR færustu vísindamenn á þessu sviði telja að hægt sé að virkja hagkvæmt í vatnsafli 30 TWH (Terawattstundir) og 20 TWH í gufuafli. Við höfum nú virkjað 4.2 TWH í vatnsafli og nánast ekkert í gufuafli, sem þýðir að við höfum nú virkjað um 8% af virkjanlegu vatnsafli," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar er blm. Mbl. spurði hann hversu mikið af virkjanlegu vatnsafli hér á landi hefði þegar verið virkjað. Birgir ísleifur sagði jafnframt: um 3.8 TWH, en það verkefni dug- ar okkur vel til aldamóta. Með þeim virkjunum yrðum við ein- ungis búin að virkja um 15% af okkar nýtanlega vatnsafli." Er Birgir Isleifur var að því spurður hversu brýn þörfin væri „Stærstu virkjunaráætlanir sem liggja fyrir núna, en þar á ég við byggingu Fljótsdalsvirkjunar, Blönduvirkjunar, stækkun Búr- fells, Sultartangavirkjun og Vatnsfellsvirkjun, gefa samtals Ashkenazy kýs Cleveland frekar en San Francisco Bern 11. mai Frá Onnu Bjarnadóttur, CrétUriUra Morgunblaosins. VLADIMIR Ashkenasy mun verða aðalgestahljómsveitarstjóri sinfóníu- hljómsveitarinnar í Cleveland í Bandarikjunum frá og með sUrfsárinu 1986—87. Hann ákvað eftir langa umhugsun að Uka ekki við starfi hljóm- sveiUrstjóra sinfóníu San Francisco. Hann var einn af þremur heimsfræg- um tónlisUrmönnum, sem komu helzt til greina í þá stöðu, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Hinir tveir voru Andre Previn, sem nú hefur ráðið sig til sinfóníuhljómsveiUrinnar í Los Angeles, og Herbert Blomstedt, sem mun Uka við hljómsveiUrstjórn sinfóníunnar í San Franc- „Hljómsveitarstjórastarfið í San Francisco hefði krafizt of mikils tíma," sagði Þórunn Jó- hannsdóttir, eiginkona Ashken- asys í samtali við Morgunblaðið á föstudagsmorgun. „Við hefðum þurft að vera í San Francisco í 12 til 16 vikur á ári og það er allt of iangur tími. Það hefði alls ekki komið til greina að við flyttum þangað þótt San Francisco sé auðvitað afar falleg borg og ein hin ákjósanlegasta að því leytinu til í Bandaríkjunum." Þau hjónin búa með fjölskyldu sinni í Luzern í Sviss. „Sem aðalgestahljómsveitar- stjóri þarf Vladimir ekki að starfa með hljómsveitinni nema í 6 til 7 vikur á ári og getur einbeitt sér að tónlistinni. Hljómsveitar- stjórastöðu fylgir mikið auka- starf og stjórnun, sem hann hefur lítnn áhuga á." Hljómsveitin í Cleveland er yfirleitt talin í hópi fimm beztu sinfóníuhljómsveita í heimi. Stjórnandi hennar er George Szell. „Vladimir hefur unnið með Cleveland-sinfóníunni áður og samstarfið hefur verið mjög gott," sagði Þórunn. „Hann stjórnaði henni til dæmis í fyrsta sinn við plötuupptöku í fyrra og fékk platan „Grand-Prix" plötu- verðlaunin í París. Það var Ösku- buska eftir Prokofiev. í sumar mun hann taka „Heldenleben" eftir Richard Strauss upp með hljómsveitinni svo samstarfið er þegar komið í gang þótt hann verði ekki formlega aðalgesta- stjórnandi hljómsveitarinnar strax. Hann er enn fyrst og fremst píanóleikari og mun hafa betri tíma til að sinna því áfram heldur en hann hefði haft, ef hann hefði ákveðið að taka við stöðunni í San Francisco," sagði Þórunn. Ashkenasy mun stjóna Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna á Vladimir Ashkenazy Listahátíð í Reykjavík í sumar og auk þess leika með henni við flutning á verki éftir Mozart. Þá mun sonur hans, Vovka, verða einleikari með hljómsveitinni í 4. sinfóníu Thaikovskys á Listahá- tíð. Munu hjónin og sonur þeirra aðeins stoppa í tvo sólarhringa á íslandi í því tilefni. fyrir Blönduvirkjun sagði hann: „Raforkumarkaður okkar eykst talsvert á hverju ári, vegna al- menns iðnaðar og heimilisnotkun- ar, eða um 6—7%. Við þurfum að fá nýja virkjun haustið 1988 til að lenda ekki í þeirri hættu að hér verði rafmagnsskortur. Það er því stefnt að því að Blönduvirkjun verði tekin í notkun haustið 1988. Ef engin stðriðja bætist við á timabilinu dugar Blönduvirkjun okkur þar til- 1994. Þannig væri hægt að leggja til hliðar hug- myndir um aðrar virkjanir. Hins vegar skiptir það rafmagnskerfið mjög miklu máli að fá nýjan stórnotanda um leið og Blöndu- virkjun kemst í gagnið, til þess að nýta sem fyrst rafmagnið sem þar fæst. Ef engin ný stóriðja kemur verður ákaflega slæm nýting á orkunni frá virkjuninni fyrstu ár- in, sem þýðir auðvitað hærra raf- orkuverð til neytenda. Akureyri: Hundur bítur stúlkubarn Akureyri, g. maf. SI. sunnudag gerðist það á Ak- ureyri, að gestkomandi maður í bænum, frá Hrísey, var á gangi með 7 ára gamla dóttur sína í Norðurbyggð á Akureyri. f garði einum þar við götuna var stór Schefer-hundur í bandi og með honum lítil stúlka, sem oft leikur sér yið hann. Litla aðkomustúlkan fór inn á lóðina og hugðist klappa hundinum, en það skipti engum togum að hann beit hana í hand- legg svo að hún hlaut af stórt og Ijótt sár. Liggur litla stúlkan enn á sjúkrahúsi. Málið hefur verið kært til lögreglunnar. GBerg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.