Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 48
Opið öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SlMI 11340 tffgmtMftfeife Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. •°TW AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Flugmannadeil- an komin í hnút Flugmenn hefja skæruhernað? Samningaviðræður flugmanna Flugleiða og samninganefndar Flug- leiða sigldu í strand hjá ríkissátta- semjara laust fyrir hádegi í gær, er Flugleiðir tjáðu ríkissáttasemjara að þeir gætu ekki staðið í samningum Aldraðs sjómanns saknað Þórshöfn, 11. maí. ALDRAÐS sjómanns héðan frá Þórs- höfn hefur verið saknað sfðan í gær. Hann fór út um hádegisbilið einn á báti til að vitja línu og þegar hann hafði ekki komið til lands í morgun var leit hafin. Bátur hans fannst fljótlega mannlaus, en seint í kvöld hafði mað- urinn ekki fundizt Það var klukkan rúmlega 9 í morgun að beiðni kom til björgun- arsveitarinnar Hafliða hér á Þórs- höfn um að svipast um eftir opnum trillubát með einum manni, sem hafði farið út í línuróður um hádeg- isbilið i gær og var ekki kominn fram. Stuttu seinn fann flugvélin TF-JEG bátinn þar sem hann var á reki við Grenjanes. Flutningaskipiö Saga var stutt frá og sendi menn um borð, en báturinn var mannlaus. Rétt í þann mund, er Saga sendi mennina um borð, kom mb Sólveig ÞH á staðinn og tók bátinn í tog til Þórshafnar. Strax var hafin skipuleg leit af manninum og leituði 6 til 7 bátar á þeim slóðum, sem maðurinn hafði lagt línu sína og báturinn fannst. Þá leituðu 15 til 20 manns fjörur. Leitin bar ekki árangur og átti að halda áfram í dag. — Þorkell við flugmenn á þeim forsendum sem uppi voru i fundinum í gærmorgun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hófst sáttafundur hjá rík- issáttasemjara í gærmorgun á því að flugmenn lýstu því yfir að þeir hefðu ekki fallið frá einni einustu af kjarakröfum sínum. Auk þess greindu þeir frá því að þeir gætu ekki fallist á breyttar áhafnaskrár vegna sameiningar á flugi til New York og Chicago. Áhafnaskrá er tilkynning til flugmanna um vinnutíma og frídaga og hefur það tíðkast að Flugleiðir gætu flutt flugmenn á milli fluga, ef það hefur ekki að öðru Ieyti raskað vinnutíma þeirra, í því tilfelli að flugi hafi verið breytt, eða fellt niður. Nú gerðist það í gærmorgun að flug- menn greindu frá því að þeir myndu ekki leyfa að flugmenn á leiðinni til Chicago væru fluttir yfir á New York-flugið, þar sem það hefði í för með sér röskun á vinnutíma þeirra. Hefði viðkom- andi lagt af stað klukkustund síðar en hann hefði gert á leiðinni til Chicago og komið til baka degi fyrr. Líta Flugleiðamenn í samn- inganefndinni á þessar aðgerðir flugmanna sem skæruhernað og segja hann valda félaginu ómældu tjóni, þar sem kalla þurfi út vara- menn í svona tilvikum, og segjast þeir ekki geta staðið í samninga- viðræðum undir svona kringum- stæðum. Var fundi því slitið, um hádegi, án þess að nokkuð hefði þokast í samkomulagsátt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður, og það stendur því enn að flugmenn Flugleiða hafa boðað verkfall á föstudag, laugardag og sunnudag í næstu viku. Það skal tekið fram að það eru einungis flugmenn Flug- leiða, sem boðað hafa verkfall. Flug verður með eðlilegum hætti hjá Arnarflugi og öðrum flugfélögum um næstu helgi. Þátttakendur í fegurðarsamkeppninni Kynning á stúlkunum 10, sem næstkomandi föstudag keppa um titilinn ungfrú fsland 1984 fór fram f veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi. Þar komu stúlkurnar fram á baðfötum og í kvöldkjólum, „vinsælasta stúlkan" var valin og „ljósmyndafyrirsæta ársins". Úrslit þess vals lágu ekki fyrir, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Stúlkurnar á myndinni eru frá vinstri: Berglind Johansen, Elva ósk Ólafsdóttir, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Guðný Benédiktsdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Herdís Óskarsdóttir, J6- hanna Sveinjónsdóttir, Magðalena Ósk Einarsdóttir og Sólveig Þórisdóttir. Morpinblaftift/RAX. Flutningar íslensku skipanna fyrir varnarliðið: Engar farmpantanir frá því á mánudag ENGAR bókanir á flutningi i vegum Bandaríkjahers til íslands hafa borist til Kimskíps eða Hafskips fri því yfir- stjórn sjóflutninga hersins, Military Sealift Command, gaf Rainbow Navig- ation-skipafélaginu grænt Ijós til bók- ana á skip þess, Rainbow Hope, á föstudag (síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Haf skip átti Hvítá að sigla frá Norfolk Hagkaup hefur innflutn- ing á enskum kartöflum HAGKAUP hafa nú látið skipa út fyrir sig um 20 lestum af nýjum enskum kartöflum í Englandi. Eru þær væntanlegar í verzlanir Hag- kaupa um miðja næstu viku og að sögn fulltrúa framkvæmdastjóra, Gísla Blöndal, er áætlað að verð kartaflnanna verði undir 20 krónum hvert kfló. Kílóverð af kartöflum nú er 18,40 krónur. Gísli Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið, að í ljósi þeirrar yf- irlýsingar, sem fram hefði komið í ríkisútvarpinu á fimmtudags- kvöldið, þar sem sagt var að for- sætisráðherra væri fylgjandi frjálsum innflutningi á kartöflum, hefði fyrirtækið látið skipa út i Englandi á föstudag um 20 lestum af fyrsta flokks enskum kartöfl- um. „Það hefur verið í gangi hjá okkur undirskriftasöfnun frá því klukkan 11 á föstudagsmorgun, þar sem skorað er á stjórnvöld að gefa innflutning á kartöflum og nýju grænmeti frjálsan á þeim tíma, sem innlend gæðafram- leiðsla annar ekki eftirspurn. Um kvöldið voru þegar komnir hátt á annað þúsund manns á þessa und- irskriftalista og sú staðreynd seg- ir í raun og veru allar staðreyndir í þessu hörmungarmáli. Ég hef aldrei orðið vitni að slíku áður og auk þess hafa viðskiptavinir okkar verið ósparir á stuðningsyfirlýs- ingar í þessu máli. Við teljum að Grænmetisverzlun ríkisins hafi í raun sjálf svipt sig einkaleyfinu til innflutnings með ítrekuðum brotum á þeirri reglugerð, sem henni ber að starfa eftir. Við erum ánægðir með undirtektir almenn- ings og ráðamanna í þessu máli og trúum því, að atburðir sem þessir þurfi ekki að endurtaka sig, það er að bjóða landsmönnum upp á óæt- ar kartöflur," sagði Gísli Blöndal. Viðskiptavinir í Hagkaupum skrá sig á undir.skriftalistana, en í gærkvöldi höfðu i annað þúsund manns skráð nafn sitt i þá. Morgunblaðið/KEE. í gærkvöld áieiðis til Islands. I far- minum voru m.a. 23 gámar með vör- um til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Flutningur fyrir gámana hafði verið pantaður fyrir síðustu helgi og var ekki afturkallaður. Bakkafoss, skip Eimskipafélagsins, siglir heimleiðis á föstudag. Enginn varningur til varnarliðsins verður í þeirri ferð. Samkvæmt heimildum Mbl. eru líkur taldar á, að Rainbow Hope láti ekki úr höfn þann 16. eins og áætlað var, heldur doki við í nokkra daga til þess að fá aukinn farm. Magnús Ármann, framkvæmdastjóri Skip- amiðlunar Gunnars Guðjónssonar sf., umboðsfyrirtækis Rainbow Na- vigation hérlendis, sagðist í samtali við Mbl. í gær hins vegar ekki vita til þess að brottfaradegi skipsins hefði verið breytt. Eins og fram hefur komið í frétt- um munu skip Rainbow Navigation aðeins hafa viðkomu í Norfolk, en skip Hafskips og Eimskips hafa einnig haft viðkomu í New York til þess að bæta þjónustuna. New York er talin mjog dýr höfn, hvað hafnar- gjöld snertir. Hyggst Rainbow- skipafélagið flytja vörur sínar til og frá Norfolk landleiðina með bifreið- um. Ekki er Mbl. kunnugt um, hver greiðir þann flutningskostnað. Sú spurning hefur komið upp hvort íslensku skipafélögin gætu ekki mætt vandamálinu með því að leigja skip, sem sigldi undir bandar- ískum fána. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri markaðssviðs Hafskips, svaraði því til, að slikt væri ekki mðgulegt og tilgreindi eft- irfarandi ástæður: • í fyrsta lagi nytu bandarískir sjó- menn öflugrar verndunar stéttarfé- laga og engu erlendum vinnuafli væri hleypt í raðir þeirra. Fyrir vik- ið fengju þeir mun hærri laun en í sambærilegum störfum í öðrum löndum. • 1 öðru lagi væri með því verið að flytja vinnuafl frá íslandi. Slíkt samrýmdist ekki stefnu íslensku skipafélaganna, sem tækju skip með erlendum áhöfnun á leigu til eins skamms tíma og mögulegt væri. » ? » Fluttur með- vitundarlaus í slysadeild ROSKINN ökumaður var fluttur með- vitundarlaus í slysadeild Borgarspítal- ans í gær um klukkan 18.25, eftir að bifreið hans valt við Straumsvfk. Talið er að orsök slyssins hafi verið að mao urinn hafi fengið aðsvif. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar, skemmdist bifreið mannsins mjög mikið við veltuna, en bifreiðin var af Suzuki-gerð. Alvarlegt dráttarvél- arslys í Álftafirði Djúpavogi, 11. maf. SÍÐDEGIS í gær varð það slys í Álfta- firði, að dráttarvél valt út af þjóðvegin- um þar. Ökumaður drittarvélarinnar slasaðist nokkuð og var fluttur með 8júkraflugvél til Reykjavíkur um mið- nsttið. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð, en vélin fór út af vegin- um milli Geithellna og Blábjarga. Ökumaður dráttarvélarinnar, maður um tvítugt, fór úr liði um hné og skrámaðist talsvert. Líðan hans mun vera eftir atvikum. Ingimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.