Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakió.
Fornaldarfyrirbæri
Gömul einokun er alls staðar
á undanhaldi. í niðurstöð-
um nýgerðrar könnunar um af-
stöðu fólks til opinbers reksturs
og einkareksturs kemur jafnvel
fram, að meirihluti þátttak-
enda telur, að starfsemi Pósts
og síma sé betur komin í hönd-
um einkaaðila en hins opinbera.
Samkeppnin blómstrar í
bankakerfinu, þar sem allt
hafði verið í föstum skorðum
áratugum saman með þeim af-
leiðingum, að bankar og spari-
sjóðir fullnægðu ekki lengur eð-
lilegum óskum viðskiptavina
um þjónustu. Nú keppast þeir
um að bjóða beztu innlánskjör.
Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis býður viðskipta-
mönnum sínum yfirdrætti á
hlaupareikningum, sem hingað
til hafa ekki tíðkazt í banka-
viðskiptum einstaklinga svo
nokkru nemi og Sparisjóður
vélstjóra hefur farið inn á nýj-
ar brautir í afgreiðslutíma, sem
hingað til hefur verið einn og
hinn sami hjá öllum bönkum og
sparisjóðum.
Þessi þróun er hvarvetna i
þjóðfélaginu og hún verður ekki
stöðvuð. Almenningur hefur
reynslu fyrir því, að samkeppni
ieiðir til bættrar þjónustu og
lægra verðlags og vill fá þessa
samkeppni á fleiri sviðum þjóð-
lífsins, eins og glögglega kemur
fram í skoðanakönnun Hag-
vangs og Stjórnunarfélagsins.
Þrátt fyrir þetta eru enn til
menn, sem halda því fram, að
eðlilegt sé, að einokun ríki í
verzlun með kartöflur á íslandi.
Þannig segir Ingi Tryggvason,
stjórnarformaður Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins, á
fundi með blaðamönnum í
fyrradag: „Við höfum engan
áhuga á því að fá öðrum inn-
flytjendum innflutninginn í
hendur þar sem við teljum, að
þeir geti ekki annazt þessa
þjónustu betur en við gerum."
Á Alþingi Islendinga verður
fyrirspurn í þingnefnd um af-
greiðslu á tillögu um afnám
einokunar á kartöfluinnflutn-
ingi og öðrum grænmetisinn-
flutningi til þess, að einn af
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, Egill Jónsson, telur
annan þingmann Sjálfstæðis-
flokksins, Eyjólf Konráð Jóns-
son, „hlaupasnata fyrir Alþýðu-
flokkinn" og hefur þá óneitan-
lega margt breytzt ef það er
orðið hlutverk þingmanna
Sjálfstæðisflokksins á Alþingi
að beita sérstökum þingtækni-
legum aðferðum til þess að
tefja framgang mála sem
stuðla að afnámi einokunar, og
ásökunarefni á þingmann
flokksins að berjast fyrir
grundvallarhugsjónum hans.
Sjálfstæðismenn eiga að skera
sig úr framsóknarmönnum þegar
nýjar hugmyndir um landbún-
aðarmái eru á dagskrá, enda
hafa menn eins og Egill á Selja-
völlum oftast haft þrek til þess.
Einokun á kartöfluinnflutn-
ingi er fáránlegt fornaldarfyr-
irbæri, sem á sér enga stoð i
þeim veruleika, sem við búum
við í dag.
Það er hneyksli, að ekki skuli
fást ætar kartöflur á íslandi
hluta úr ári og óviðunandi með
öllu, að það endurtaki sig ár
eftir ár, þegar líður á veturinn,
að reiði grípi um sig meðal
neytenda vegna þeirrar mat-
vöru, sem þeim er gert að
kaupa. Sambærilegt ástand er
einungis að finna í Austur-
Evrópu. Neytendur í landinu
eiga kröfu á því, að meirihluti
Alþingis láti ekki bjóða sér upp
á það vegna misskilinna póli-
tískra hagsmuna, að þröngur
hagsmunahópur haldi þessari
einokunarstarfsemi uppi öllu
lengur.
Það er orðið mjög brýnt, að
sú fámennisstjórn sem ræður
ríkjum í landbúnaðarmálum
þjóðarinnar með yfirráðum yfir
samtökum landbúnaðarins og
stuðningi allmargra þing-
manna úr Sjálfstæðisflokknum,
Framsóknarflokknum og Al-
þýðubandalaginu, aðlagi sig
breyttum aðstæðum og geri sér
grein fyrir því, að fólkið í land-
inu sættir sig ekki lengur við þá
þröngu einokunarstefnu í mál-
efnum landbúnaðarins, sem
ríkt hefur áratugum saman.
Þjóðin á kröfu til þess, að
vilji þingsins komi í ljós í þeim
málum, sem þar eru lögð fram.
Síðustu daga hefur komið fram
í fréttum, að formenn einstakra
nefnda beita öllum hugsanleg-
um ráðum til þess að koma í
veg fyrir, að mál komi til at-
kvæðagreiðslu í þinginu svo
sem kartöflumálið og annað
sem Mbl. hefur minnst á áður.
Þingforsetar verða að gera
þingheimi ljóst, að þetta eru
óviðunandi vinnubrögð á Al-
þingi íslendinga. Þeir, sem
standa gegn því að vilji þings-
ins komi I ljós eru að vinna
gegn þingræði og lýðræði í
landinu. Það er mikið alvöru-
mál svo að vægt sé til orða tek-
ið, að þingmenn, sem hlotið
hafa trúnað þjóðarinnar til
þingsetu sjáist ekki fyrir í bar-
áttu gegn einstökum málum,
eins og nú hefur komið í ljós.
Það þýðir ekki fyrir þá þing-
menn, sem hér eiga hlut að
máli að bera fyrir sig tíma-
skort. Það er engin ástæða til
þess að slíta þinginu í maímán-
uði, ef óafgreidd mál liggja
fyrir. Þingmenn eru á launum
allt árið um kring og það er
alveg ástæðulaust að þeir taki
sér frí frá þingstörfum í fimm
mánuði ársins, ef hinn hefð-
bundni þingtími nægir ekki
lengur til þess að afgreiða má!.
Þjóðin mun fylgjast með því á
næstu dögum hvort vilji þjóð-
þingsins fær að koma fram í
málum, sem varða almanna-
hag.
Gunnar Eyjólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir
Aðalleikarar Atómstöðvarinnar
til Cannes í morgun:
Þurfum ekki að óttast að
vera algerlega óþekkt
— segir Gunnar
Eyjólfsson, sem fór
út ásamt Tinnu
Gunnlaugsdóttur
AÐALLEIKARARNIR í kvikmynd
inni Atómstöóin, þau Gunnar Eyj-
ólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir,
héldu snemma ( morgun áleiðis til
Cannes í Frakklandi, þar sem þau
verða viðstödd frumsýningu á Atóm-
stöðinni á hinni árlegu kvikmyndahá-
tíð í borginni, sem hefst í dag. Atóm-
stöðin verður sýnd þrisvar á sjálfri
hátíðinni en síðan tvisvar á sameigin-
legri kynningu á kvikmyndum frá
Norðurlöndum síðar í næstu viku. At-
ómstöðin er fyrsta íslenska kvik-
myndin, sem hlotnast sá heiður að
vera tekin til sýninga á hátíðinni í
Cannes.
„Ég held við þurfum ekki að
óttast, að við komum fram sem al-
gerlega óþekktir aðilar þarna á sýn-
ingunni," sagði Gunnar er blm. Mbl.
ræddi við hann í Þjóðleikhúsinu í
gærkvöld. „Nóbelsskáldið okkar,
Halldór Laxness, hefur verið mjög
til umræðu í Frakklandi að undan-
förnu eftir að franska útvarpið
flutti íslandsklukkuna fyrir
skemmstu og sú umræða hefur að
vissu leyti tengst væntanlegri sýn-
ingu Atómstöðvarinnar. Það er
vissulega fjöður í hatt íslenskrar
kvikmyndagerðar að eiga verk Nób-
elsverðlaunahafa á filmu, þar sem
Atómstöðin er. Ég efast um að
margar aðrar þjóðir geti státað af
slíku. Fyrir mig er það vissulega
heiður að leika í kvikmynd, sem
nær þeim merka áfanga að verða
sýnd á hinni heimskunnu hátíð í
Cannes."
Um hiutverk sitt og Tinnu í
Cannes sagði Gunnar, að það fælist
einkum í því að vera viðstödd sem
aðalleikarar f myndinni, einkum
með tilliti til viðtala f fjölmiðlum.
„Ég er þeirrar skoðunar, að nauð-
synlegt sé að geta selt íslenskar
kvikmyndir erlendis ef við eigum að
geta haldið uppi þeim gæðastaðli,
sem náðst hefur," sagði Gunnar.
„Hins vegar sakar ekki að það komi
fram, að mér finnst út f hött að
ekkert skuli reynt til þess að vernda
þessa ungu listgrein hérlendis eins
og gert er vfða annars staðar. Land-
búnaðurinn nýtur verndar, sem
reyndar gengur út í öfgar, en hér er
ekkert gert til að stemma stigu við
taumlausum innflutningi á erlend-
um myndbandaspólum. Efni
margra þeirra er að auki fyrir neð-
an allar hellur. Ég er ekki að biðja
um nein höft, en tel eðlilegt, að á
þessar spólur yrðu lögð gjöld, sem
síðan rynnu í sjóð til styrktar ís-
lenskri kvikmyndagerð."
Ef allt gengur að óskum koma
þau Tinna og Gunnar til Cannes um
kl. 19 að staðartíma í kvöld og ná
því í tæka tíð til þess að vera við-
stödd fyrstu sýningu á myndinni kl.
22.45. Gunnar kemur síðan heim á
þriðjudag, en Tinna eitthvað síðar.
Þess má geta f lokin, að um 50.000
manns hafa séð Atómstöðina hér-
lendis.
Lífmyndir, Leikfélag
Leikrit i
leikið af
UNGUR maður hittir unga konu, þau
verða ástfangin, giftast og eiga von á
barni. En eftirvæntingin og tilhlökkun-
in breytist í kvíða og efa þegar litli
drengurinn kemur í heiminn. Barnið er
þroskaheft og á svipstundu breytist allt,
jafnvel vinir ungu hjónanna. Fram líða
stundir, sonurinn getur ekki leikið sér
með öðrum börnum og að lokum láta
foreldrarnir hann frá sér inn á stofnun.
Þar er allt í föstum skorðum, en fyrir
tilstuðlan drengsins verða breytingar
þar á. Hann hittir stúlku og þau fella
hugi saman, en þá ákveður vistunarsér-
fræðingur að drengurinn eigi betur
heima á lítilli stofnun. Þangað er hann
fluttur en finnur ekki félagsskap við sitt
hæfi og flýr. Hittir vinkonu sína aftur
og kynnir hana fyrir foreldrum sínum.
Lífmyndir nefnast einu nafni 14
leikatriði sem lýsa ofangreindri sögu.
Sðgu um þroskaheftan dreng, sem
samin er með þroskahefta í huga, að-
standendur þeirra og aðra sem láta
sig málefnið varða. Og það sem meira
er, leikin af þroskaheftum. Leikfélag
Sólheima í Grímsnesi sýndi Lífmynd-
ir um síðustu helgi á ísafirði og á
morgun, sunnudag, verður leikritið
sýnt i Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi, kl. 15.00 og 17.00. í lok þessa
mánaðar heldur síðan hópurinn sem
að því stendur utan með sýninguna
og sýnir hana í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. ^
Blm. Mbl. fór nýlega á Sólheima og
fylgdist þar með æfingu á leiknum,
en hann er saminn af þeim Halldóri
Kr. Júlíussyni, forstöðumanni, og
Magnúsi Magnússyni, starfsmanni,
og fluttur við tónlist eftir Mist Þor-
kelsdóttur. Leikurinn byggir á lát-
bragði og eru búningar Elsu Jóns-
dóttur og förðun þannig úr garði gerð
að þeir sem leika þroskahefta eru
ófarðaðir, en aðrir með hvíta maska.
„Lífmyndir hafa smám saman orð-
ið til frá því í febrúar í vetur," sagði
Magnús Magnússon, annar höfunda,
sem einnig er leikstjóri. „Hér í Sól-
heimum hefur alltaf verið mikil leik-
listarhefð og helgileikir fluttir ár-
lega. Sá galli hefur hins vegar verið á
að leiknum hefur oftast fylgt mikill
texti og þannig kannski ekki orðið
mikið meira en textaflutningur. Með
því að nota látbragðið og leikhljóðin
er auðveldara að fá þennan hóp til að
lifa sig inn í leikinn og tjá sig. Á
meðan æfingar stóðu yfir og við vor-
„Ég lít á míg sen
konar varðhund
Rætt við norska skáldið Rolf Jacobsen
— Ég get skilið heilshugar undir orð Henriks Ibsens um hlutverk skálds
„ég spyr spurninga, en það er ekki á mínu verksviði að svara þeim.“ Ég býst
við að þetta viðhorf sé einkenni Ijóða minna frá fyrri tíð. Ég ber upp
spurningar — um ýmislegt, sem við skiljum ekki, eða komum ekki auga á.
Ég reyni að vekja athygli á ýmsu smálegu í lífi okkar, í umhverfi okkar og
mér flnnst skipta máli. En okkur hættir til að sjást yfir eða leiða hjá sér.
Eiginlega lít ég á mig sem eins konar varðhund.“
Þetta sagði norska ljóðskáldið Rolf
Jacobsen er við spjölluðum saman í
Norræna húsinu í gær, föstudag.
Hann er gestur hússins þessa daga og
Ijóðadagskrá með honum verður á
mánudagskvöldið í Norræna húsinu.
Knut Ödegaard mun kynna skáldskap
hans og Rolf Jacobsen les úr ljóðum
sfnum. Inn á milli atriða leikur Pétur
Jónatansson á gítar.
Rolf Jacobsen má óhikað telja virt-
asta ljóðskáld Norðmanna. Hann
sendi frá sér fyrstu ljóðabókina árið
1933, þá tuttugu og sex ára að aldri.
Síðan hafa komið ellefu ljóðabækur
frá honum og verk hans hafa verið
þýdd á yfir tuttugu tungur. Þegar í
fyrstu bók hans þótti kveða við nýjan
tón — rímið var í brottu og efnistök
hans önnur en þekkzt hafði áratugina
á undan. Bókin hét „Jord og jern“ og
þar var kveðið um borgarlífið, um
malbik og maskínur. Sjálfur segir
hann:
— Bókin hlaut ákaflega góðar við-
tökur — eiginlega var henni tekið
opnum örmum. En það var eins og
fyrri hlutinn þar sem kveðið var um
jörðina og náttúruna félli í skuggann
fyrir seinni hlutanum. Sjálfsagt sakir
þess að þar var orkt um efni, sem ekki
hafði verið gefinn'gaumur að. Fyrir
mér hafði þó vakað að stilla þessu upp
sem andstæðum, en ýmsir túlkuðu
ljóðin sem óð til tækninnar og vélvæð-
ingarinnar. Hvað sem því leið vöktu
ljóðin athygli, þar var brotið up
hefðbundið form ljóðsins, ekki notað
rím né hefðbundin hrynjandi. Ég rek
þetta ekki sízt til þeirra áhrifa sem ég
varð fyrir ungur maður, þegar ég las
hinn forna norræna kveðskap og
heillaðist af honum. Ég var í reynd
ekki að fara nýjar leiðir, nema ef til
vill í efnisvali, en þó var ég kallaður
fyrsti módernistinn i norskri ljóða-
gerð. Ung skáld höfðu átt erfitt upp-
dráttar, það stóðu allir f skugga
Björnsons, överlands og fleiri af
þeirra kynslóðum og norsk skáld voru
lengi að öðlast sjálfstæði, ef ég má
orða það svo.
Næsta bók mín „Vrimmel" kom út