Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
Pálmi Jónsson, forstjóri Hagkaups, tekur fyrstu skóflustunguna að verzlunarmiðstöóinni í nýja miðbænum.
Lengst til vinstri stendur Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri byggingarinnar, þá Sigurður Pálmi
Sigurbjörnsson, dóttursonur Pálma. Hægra megin við Pálma á myndinni eru Jón Pálmason, Ingibjörg Pálma-
dóttir og Jónína Gísladóttir, eiginkona Pálma. Fyrir aftan hana er Ólafur Hjaltason, starfsmaður Hagkaups, þá
Stanley Carter, ráðgjafi fyrirtækisins, og lengst til hægri framkvæmdastjórarnir Magnús Ólafsson og Sigurður
Gísli Pálmason.
Almennar sýningar á Reykjavíkurmynd
Lofts Guðmundssonar:
Hagkaup:
Framkvæmdir hafnar við
nýja verzlunarmidstöð
FYRSTA skóflustungan fyrir versl-
unarmiðstöð Hagkaups í nýja
miðbænum, austan Kringlumýr-
arbrautar í Reykjavík, var tekin
laugardaginn 5. maí
\ frétt frá Hagkaup segir að
tilboð hafi verið opnuð í jarð-
vinnu 1. áfanga 6. apríl 1984 og
var tekið tilboði ístaks, íslensks
Verktaks hf. Verslunarmiðstöðin
er byggð á vegum Hagkaups sem
mun flytja aðalstarfsemi sína í
húsið, en jafnframt munu 45
sérverslanir af ýmsum stærðum
vera innan veggja verslunar-
miðstöðvarinnar og munu þær
flestar vera við yfirbyggða
göngugötu. Við verslunarmið-
stöðina verður bílageymsla á
tveim hæðum með u.þ.b. 1.000
bílastæði og stækkunarmögu-
leikum fyrir 500 bílastæði. Stefnt
er að því að opna verslunarmið-
stöðina í júlí 1987. Arkitektar
byggingarinnar eru frá Teikni-
stofunni, Laugavegi 96, í sam-
vinnu við enskt arkitektafyrir-
tæki, Bernard Engle Partner-
ship. Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen hf. sér um verk-
fræðilega hönnun byggingarinn-
ar. Framkvæmdastjóri verksins
er Ragnar Atli Guðmundsson,
viðskiptafræðingur.
Hmfnarhúsið í Reykjavík brennur. Úr Reykjavíkurmynd Lofts Guðmunds-
sonar.
Almennar trygg-
ingar bjóöa í bíó
REYKJAVÍKURMYND Lofts Guðmundssonar, sem hann
gerði á árunum 1943—44, var frumsýnd í Austurbæjarbíói á
miðvikudag. Sýningar fyrir almenning verða í Austurbæjar-
bíói á sunnudag kl. 14 og einnig sunnudaginn 20. maí í boði
Almennra trygginga, sem greiddu allan kostnað við endur-
bætur á myndinni, sem lá undir skemmdum.
Morgunblaðið hafði samband
við Olaf B. Thors, fram-
kvæmdastjóra Almennra trygg-
inga- og innti hann nánar eftir
þessu.
„Það má segja að kveikjan að
því að Almennar tryggingar
tóku að sér að greiða kostnað við
að gera myndina upp, hafi verið
viðtal í sjónvarpinu í fyrra við
Erlend Sveinsson um gamlar ís-
lenskar kvikmyndir," sagði
ólafur og hélt áfram: „í máli
Erlends kom meðal annars fram
að þessi Reykjavíkurmynd lægi
undir skemmdum og var því
ákveðið að í tilefni 40 ára af-
mælis Almennra trygginga
skyldi fyrirtækið greiða fyrir
varðveislu myndarinnar með
þessu móti.“
Vallargirö-
ingin lagfærð
í sumar
TÖLVERÐAR lagfæringar eru nú
fyrirhugaðar á girðingunni umhverf-
is Kefiavíkurfiugvöll. Ennfremur er
fyrirhugað að færa hana til ofan
Njarðvíkur.
Að sögn Sverris Hauks Gunn-
laugssonar, deildarstjóra varnar-
máladeildar utanríkisráðuneytis-
ins, verður girðingin ofan Njarð-
víkur færð innar á tankasvæðið og
tveir olíutankanna þar rifnir til að
veita bænum meira landrými. Þá
sagði hann, að í sumar væru fyrir-
hugaðar töluverðar lagfæringar á
girðingunni í heild eða nokkru
meiri en undanfarin ár.
Mynd þessa tók Loftur um
það leyti sem Almennar trygg-
ingar hófu starfsemi sína eða á
árunum 1943—44. Er hann hafði
lokið gerð hennar hélt hann til
Bandaríkjanna með filmuna til
að fá hana framkallaða og sendi
svo eintak af henni til íslands.
Ekki gekk þó áfallalaust að
koma myndinni til landsins, því
tvívegis sukku skip, sem áttu að
flytja hana hingað. Að lokum, í
þriðju tilraun, komst myndin
svo til landsins.
— Er ekki dýrt að vinna slíka
mynd upp?
„Enn sem komið er, hefur
dæmið ekki verið gert endanlega
upp,“ segir ólafur, „en það er
ljóst að kostnaðurinn skiptir
hundruðum þúsunda. Eintak af
myndinni var sent til Danmerk-
ur, þar sem filman var gerð upp
og tekið afrit af myndinni. Auk
þess hafa millitextar verið settir
í myndina.“
Rétthafi myndarinnar er
Reykjavíkurborg, en þegar gerð-
ur var samningurinn um að Al-
mennar tryggingar greiddu
kostnað við að gera myndina
upp, var ennfremur ákveðið að
Almennar tryggingar gætu boð-
ið upp á sýningar á myndinni
fyrir almenning.
Á sýningum myndarinnar
núna næstu tvo sunnudaga,
verður leikin tónlist með mynd-
inni. Píanóleikarinn Jónas Þórir
Jónasson sér um að „gamla
bíóstemningin" náist en að þess-
um sýningum loknum verður
myndin afhent Reykjavíkurborg
og varðveitt á Kvikmyndasafni
íslands.
472 konur vilja
6 mánaöa
fæöingarorlof
KONUR f Kvennahreyfingunni á
Héraði stóðu fyrir undirskriftasöfn-
un í vikunni fyrir páska til stuðnings
frumvarpi til laga um lengingu fæð-
ingarorlofs úr þremur mánuðum {
sex mánuði, en fiutningsmaður til-
lögunnar er Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir.
Á Egilsstöðum og í Fellabæ
söfnuðust 472 undirskriftir og í
tilkynningu frá Kvennahreyfing-
unni á Héraði segir að þær skori á
kynsystur ínar að standa fyrir
slíkri undirskriftasöfnun meðal
landsmanna, frumvarpinu til
stuðnings.
Tilboð sem verður ekki endurtekið
Gildir til 19. maí ’84.
30% staðgreiðsluafsláttur
af öllum vörum verzlunarinnar
OPIÐ:
alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opiö frá kl. 10—3 e.h.
K.M. Húsgögn
Langholtsvegur 111 — Símar 3701 0— 37144 — Reykjavík.
ATH:
Tilboöið verður
ekki endurtekið.
spurt og svarad
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
BYGGINGARMÁL
Hér birtast spurn-
ingar lesenda um
byggingarmál og svör
Hákons Ólafssonar
yfirverkfræðings og
Péturs H. Blöndals
framkvæmdastjóra.
PÉTUR H.
BLÖNDAL
A m
HÁKON
ÓLAFSSON
Rósa Ingólfsdóttir spyr:
Hvar stendur sá maður fjár-
hagslega, sem á um 73 m2
þriggja herbergja skuldlausa
íbúð, sem er með nýjum teppum,
er nýmáluð og nýuppgerð, ef
hann vill kaupa til dæmis
Hosby- eða Aneby-einingahús?
Hversu mikið fjármagn þarf
hann að hafa á milli handanna?
Og hvað getur svona íbúð verið
stór hluti útborgunar í slíkt
hús?
Hafsteinn Guðmundsson spyr:
Hvaða steypuefni notaði
Steypustöðin Verk á árunum
1966—67? Á þeim tíma steypti
þessi steypustöð fyrir mig hús
og mig langar að vita hvort ég
get átt von á alkalískemmdum.
Eg hef ekki orðið var við neinar
skemmdir ennþá, en get ég átt
von á þeim?
Magnús Sigurðsson spyr:
Hvers vegna er ekki lögð
áhersla á málun húsa með al-
kalískemmdir? Ég veit að þau
hús sem hafa slíkar skemmdir
og eru vel máluð, þá meina ég af
fagmönnum, eru miklu betur
varin gegn alkalískemmdum.
í allri umræðunni um alkalí-
skemmdir og viðhald húsa.
finnst mér allt of lítið tillit vera
tekið til utanhússmálunar, því
hún er ekki eingöngu fegrun,
heldur einnig vörn gegn leka og
skemmdum, hvort heldur er á
steini eða timbri og/eða járni.
Málningin auðveldar ennfremur
hreingerningu á húsum og ég vil
benda fólki á að láta faglærða
húsamálara mála húsin sín, því
það margborgar sig.