Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 32
ALLTAF A SUMNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
HALDIST HLUTIRNIR
ÓBREYTTIR ÞURFUM VIÐ
ENGU AÐ KVÍÐA
— Rætt viö Hans Adam, erfðaprins i
Liechtenstein.
VIÐ ERUM SÍFELLT AÐ
ENDURSKAPA ÁRUNA
— .Rætt viö skyggna konu.
HVER URÐU ÖRLÖG
GRÆNLANDSFARANNA
FYRIR 80 ÁRUM
CYNDILAUPER
DÚFAN OG
FJÁRHÆTTUSPILARINN
ERUM VIÐ ÖLL DÚFUR
í SKINNERBÚRI?
— Rætt viö dr. Kristján Guömundsson um
atferlisvísindi.
HREINN FRIÐFINNSSON
SÝNIR í PARÍS
SVIPMYND Á SUNNUDEGI
José Napoleon Duarte.
í FYRSTA FERÐALAGIÐ
79 ÁRA
— keypti sér flugfar til íslands.
TÆKIFÆRIN VORU EKKI
MÖRG Á ÞEIM ÁRUM
— Spjallaö viö Guömund Árnason.
ÞAR SEM ÞEIR RAUÐU
VERÐA BRÚNIR
KARI THU
— borgarstjóri í Stavanger í viötali.
SPURT OG SVARAÐ
UM GARÐYRKJU
FJÖLMARGAR ÁKVARÐ-
ANIR Á SEKÚNDUBROTI
— Á ferö meö rallkappa.
REYKJAVÍKURBRÉF —
GÁRUR — VERÖLD —
SÍGILDAR SKÍFUR —
VELVAKANDI — Á FÖRN-
UM VEGI — Á DROTTINS
DEGI — MYNDASÖGUR —
MATUR OG MATGERÐ —
JÁRNSÍÐAN — ÚR HEIMI
KVIKMYNDA — ÚTVARP &
SJÓNVARP.
Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans
Guðspjall dagsins:
Jóh. 16.: Ég mun sjá yður
aftur.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Sr. Agn-
es M. Siguröardóttir.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös-
þjónusta í safnaöarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11.00 árd.
Organleikari Jón Mýrdal. Ath.
breyttan messutíma. Sumarferö
barna úr sunnudagaskóla Árbæj-
arsóknar til Hveragerðis og Sel-
foss veröur farin frá safnaöar-
heimilinu sunnudaginn 13. maí
kl. 13.30. Sr. Guömundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Kirkjudagur safnaö-
arfélags Ásprestakalls. Guös-
þjónusta kl. 2.00. Inga Rós Ing-
ólfsdóttir sellóleikari og Höröur
Áskelsson leika. Kaffisala eftir
messu í safnaöarheimili kirkjunn-
ar. Feröir frá Hrafnistu og Norö-
urbrún 1 kl. 13.15. Sr. Árni Berg-
ur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPREST AKALL:
Messa kl. 14.00 í Breiöholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Sr. Solveig Lára
Guömundsdóttir. Guösþjónusta
kl. 2.00. Félagar í Gideonshreyf-
ingunni kynna starf sitt og Hörö-
ur Geirlaugsson stígur í stólinn.
Lögreglukórinn syngur, organ-
leikari og söngstj. Guöni Þ. Guð-
mundsson. Fundur Kvenfélags
Bústaöasóknar mánudagskvöld
kl. 20.30. Félagsstarf aldraöra
miövikudag. Sr. Ólafur Skúlason.
ELLIHEIMILID Grund: Messa kl
10.00. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- og Hólaprestakall:
Guösþjónsta í Menningarmiö-
stööinni viö Geröuberg kl. 2.00.
Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Al-
menn guösþjónusta kl. 14.00. Sr.
Árelíus Níelsson messar. Fri-
kirkjukórinn syngur, organisti og
söngstjóri Pavel Smid. Sr. Gunn-
ar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Sr. Halldór S.
Gröndal messar, organleikari
Árni Arinbjarnarson. Kaffisala
kvenfélagsins kl. 15.00. Mánu-
dagur kl. 20.30, fundur kvenfé-
lagsins. Fimmtudagur ki. 20.30,
almenn samkoma. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar-
dagur 12. maí, félagsvist til
ágóöa fyrir kirkjubygginguna í
safnaöarheimilinu kl. 3.00.
Sunnudagur, messa kl. 11.00. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudagur
kl. 10.00, fyrirbænaguösþjón-
usta, beöiö fyrir sjúkum. Miö-
vikudagur 16. maí, Náttsöngur kl.
22.00.
LANDSPÍT ALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 11.00. Prestur sr.
Siguröur Haukur Guöjónsson,
organleikari Jón Stefánsson.
Einleikur á fiölu Heiörún Gréta
Heiðarsdóttir. Einsöngur Friörik
Kristinsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
14.00. Aöalsafnaöarfundur aö
lokinni messu. Þriðjudagur,
bænaguösþjónusta kl. 18.00.
Kaffisala í
safnaðarheimili
Neskirkju
„Kaffíð góða kætir sál/ kraftinn
Ijóða glæðir/ örvar blóð og manns-
ins mál/ meinin þjóða græðir.
(D. Ben.)
I*að er eiginlega merkilegt, að
ekki skuli meira ort um kaffísopann,
en raun ber vitni, svo ríkur þáttur,
sem hann er í lífsmynstrinu öllu. Þó
er vísan, sem vitnað er í hér að ofan,
til marks um að stundum hafa menn
fundið hjá sér hvöt til þess.
En því er nú þessi formáli hafð-
ur, að næstkomandi sunnudag
ætla konurnar í kvenfélagi Nes-
kirkju að hella upp á könnurnar í
safnaðarheimili kirkjunnar og
bjóða almenningi að styrkja starf-
ið með því að kaupa sér kaffi og
meðlæti. Þetta er árlegur viðburð-
ur, sem jafnan hefur verið fá-
dæma vel tekið og vonum við að
svo verði einnig að þessu sinni.
Það þarf tæpast að taka það fram,
svo vel er það mörgum kunnugt,
að konurnar í kvenfélagi Nes-
kirkju hafa ætíð verið í farar-
broddi við margskyns uppbygg-
ingu í safnaðarstarfi og að auki
varið miklum fjármunum til fegr-
unar helgidómsins. Gróska í þjón-
ustu af hálfu kirkjunnar hefur
verið og er í verulegum mæli
þeirra verk. Við erum því öll í
skuld við þær og þeirra góðu verk,
en það er mér þó kunnugt að þær
óska ekki eftir þakklæti sín vegna,
heldur vona þær að hafi einhver
fundið til þess, að með hlýleika og
fórnfýsi var unnið og þá megi
söfnuðurinn og kirkjan njóta þess.
Þess vegna er það, að þó að „kaffið
góða kæti sál“ og að auðvitað sé
hægt að njóta þess heima biðjum
við og væntum þess fastlega að
velunnarar kirkjunnar láti sig
ekki vanta þar á sunnudaginn
kemur, heldur njóti veitinga að
lokinni messu kl. 14 og sýni í verki
það sem vel er metið og í annan
stað gleðjist saman og „örvi mál
og blóð" við þær veitingar, sem
konurnar eru þekktar fyrir að
bera á borð með rausn. Ekki sakar
að geta þess að basarhornið verð-
ur á sínum stað að vanda.
Guðm. Óskar Ólafsson
Kaffisöludagur Kven-
félags Grensássóknar
NÆSTI sunnudagur, 13 maí, heitir
„jubilate" á fornu máli kirkjunnar
og það þýðir lognuður, gleði, hátíð.
Þetta á vel við í Grensáskirkju, því
að þá verður Kaffísöludagur Kvenfé-
lags Grensássóknar og hefst kaffí-
salan kl. 3.00 í Safnaðarheimilinu
við Háaleitisbraut.
Kaffisöludagurinn er hátíð og
þá eru menn glaðir, hann er líka
árviss vorboði eins og krían, sem
kemur í hólmann sinn á Tjörninni
í Reykjavík um þessa sömu helgi.
Messa dagsins er kl. 11.00 og þá
er alveg ákveðin stemmning, þá er
margt til messu og kannski finnst
ilmandi kaffilykt eða pönnuköku-
lykt í salnum, alveg dásamlegt.
Kvenfélagið hefur nú í 20 ár
unnið gott og göfugt starf. Starf-
semi þess hefur verið regluleg og
félagið hefur fært kirkjunni
margar og ríkulegar gjafir. Nægir
að minna á kirkjuklukkurnar og
silfurbúnað til notkunar við alt-
arissakramentið o.fl.
Ég vil fyrir hönd safnaðarins í
Grensássókn þakka Kvenfélaginu
fyrir gott starf og góðar gjafir á
liðnum árum og þann hlýhug, sem
ég veit að fylgir þeim. Og ég bið
Guð að blessa ykkur allar og starf-
ið allt.
Ég vil svo hvetja allt fólk í
Grensássókn og aðra velunnara
Grensáskirkju að fjölmenna í
kaffisöluna, sem verður sunnu-
daginn 13. maí og hefst kl. 3.00.
Halldór S. Gröndal
Höður 954 hjá Fáki í vor
í frétt um hestasýningu í Mbl. á
dögunum misritaðist nafn eins
hestsins, sem sýndur verður. Er
það hesturinn Höður 954 frá Hvoli
í Ölfusi, eigandi Bjarni E. Sigurðs-
son. Hann var ranglega nefndur
Hörður. Höður 954 er afkvæmi
hins fræga hests Náttfara 776, og
verður sýndur með honum. Þess
má geta að lokum, að Höður verð-
ur í Fákshúsunum í Víðidal í vor
til afnota fyrir meðlimi Fáks.
I «
Góöan daginn!