Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 34
;sp
34
|l oa r > á
<r r* ► rtt» r> »
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAl 1984
Alþjóðadagur
hjúkrunarfræðinga
Hlaðinu hifur borist eftirfarandi
ávarp frá Hjúkrunarfélagi íslands
o)> Félagi háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga:
Hjúkrunarfræðingar um allan
heim minnast í dag, 12. maí,
brautryðjanda nútíma hjúkrunar,
F’lorence Nightingale. Hún fædd-
ist 12. maí 1820 á ftalíu, en af
ensku bergi brotin, dóttir hjón-
anna Fanny og Williams Night-
ingale. Með ævistarfi sínu sem
hjúkrunarfræðingur braut hún
blað í sögu hjúkrunarmála og
lagði grundvöll að hjúkrunarstarfi
nútímans. Frægð fyrir störf sín
hlaut hún fyrst í Krímstyrjöldinni
á árunum 1854 til 1856. Þar sýndi
hún að með góðri hjúkrun her-
manna og skipulagningu starfsins
var hægt að lækka dánartíðni
þeirra úr 42% í 2,2%.
Framsýni hennar og kunnátta á
heilbrigðismálum gerði það að
verkum að hún var alls staðar
mikilsmetinn ráðgjafi, og kom
mörgu í verk. Má þar nefna um-
bætur innan breska hersins á
Indlandi.
Árið 1860 stofnaði Florence
Nightingale skóla við St. Thom-
as-spítalann í London. Skóla sem
var fyrirmynd hjúkrunarskóla í
mörgum löndum. Þar var í upp-
hafi lögð áhersla á mikilvægi
góðrar hjúkrunarmenntunar, sem
undirstöðu þess að geta síðan í
starfinu veitt sem besta þjónustu.
Staða konunnar í þjóðfélaginu á
þessum árum var ekki hátt skrif-
uð, hvað þá þeirra er tóku að sér
að sinna sjúkum. Til þeirra voru
ekki gerðar háar kröfur hvorki til
kunnáttu né mannlegra eiginleika.
Florence Nightingale var því langt
á undan sinni samtíð, hún var bar-
áttukona, sem vann að því alla ævi
að koma skoðunum sínum á fram-
færi til heilla almenningi.
Markmið hjúkrunar í dag er að
stuðla að hámarksvellíðan ein-
staklinga, fjölskyldna og samfé-
laga. Starfssviði hjúkrunarfræð-
inga má skipta í þrennt:
a) umönnun
b) stjórnun
c) leiðbeiningu og kennslu.
Hin beina umönnun var stærsti
þáttur hjúkrunar áður fyrr og ein-
skorðaðist við sjúkrahús. Heilsu-
gæsla var þá einungis brot af því
sem hún er nú.
Heilbrigðisþjónustan hefur
þanist út, m.a. með tilkomu nýrra
heilbrigðisstétta og starfssvið
þeirra stétta, sem fyrir voru, hef-
ur breyst til muna.
Miklar framfarir á þessu sviði,
hvað varðar þekkingu og tækni,
gera það að verkum að nú er hægt
að takast á við mun fjölþættari og
flóknari verkefni, sem kallar á
víðfeðmari og dýpri þekkingu
hjúkrunarfræðinga.
Samkvæmt lögum bera hjúkr-
unarfræðingar ábyrgð á heilsu-
gæslu og hjúkrun einstaklinga,
fjölskyldna og samfélagi í sam-
vinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Hjúkrunarfræðingum er skylt að
auka og efla þekkingu sína og
hæfni, fylgjast með nýjungum og
bæta við kunnáttu sína og starfs-
þekkingu. Til þess að svo megi
verða er nauðsynlegt að fram fari
rannsóknir á sviði hjúkrunar og
heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir á
sviði hjúkrunar beinast að því að
efla og viðhalda háum staðli
hjúkrunarmenntunar, hjúkrun-
arstarfsins og stjórnunar.
Þær kröfur eru gerðar til hjúkr-
unarfræðings, að hann geti ætíð
áttað sig á þörfum einstakiings-
ins, bæði í skynditilfellum og þeg-
ar um langvarandi umönnun er að
ræða, hvort sem hann þarf á lík-
amlegri aðhlynningu, andlegum
styrk eða endurhæfingu að halda.
Þetta skipar hjúkrunarstarfinu á
bekk með ábyrgðarmestu störfum
þjóðfélagsins. En ábyrgð hjúkrun-
arfræðingsins er ekki eingöngu
gagnvart skjólstæðingnum, heldur
og aðstandendum hans, stofnun
þeirri er um ræðir og þjóðfélaginu
í heild og grundvallast á þeirri
þekkingu, er hann með námi sínu
og reynslu hefur öðlast og sífellt
viðar að sér.
Heilbrigðisstéttir standa einnig
frammi fyrir því að almenningur
nú á dögum gerir og á að gera
miklar kröfur til þeirrar þjónustu,
sem hann fær. Fólk er því upplýst
og vill fá að vita hvernig mál þess
standa og hver framvindan verð-
ur. Af framansögðu er ljóst að
aukinn þungi er lagður á kennslu
og leiðbeiningaþátt hjúkrunar og
einnig hinn stjórnunarlega.
Aukin velferð í þjóðfélaginu
leiðir til annarra heilsuvandamála
er leysa þarf. Má þar nefna m.a.
aðstæður er geta skapast vegna
öryggisleysis og hækkaðs lífaldurs
fólks. Ein af grundvallarþörfum
mannsins er þörf hans fyrir ör-
yggi. Öryggisleysi getur leitt af
sér margvísleg vandamál, andleg
sem líkamleg. Öryggislaus ein-
staklingur hefur skerta getu til að
takast á við krefjandi verkefni líð-
andi stundar. Orsaka öryggisleys-
is er hægt að rekja til þátta í sál-
arlífi fólks eða þess þjóðfélags
sem einstaklingurinn er hluti af.
Má þar nefna skort á sjálfsöryggi,
ótraust fjölskyldu- og vinabönd,
fjárhagsáhyggjur, atvinnuleysi og
óvissu um framtíðina. Þessir
þættir virðast verða æ meira áber-
andi í hraða-þjóðfélagi nútímans.
Flestir eru sammála um að
stefnt skuli að því að gera ein-
staklingnum kleift að vera sem
lengst í sínu eigin umhverfi. Slíkt
er ekki hægt nema með sameigin-
legu átaki innan heilbrigðisþjón-
ustunnar, en jafnframt eykst
þörfin fyrir hjúkrunarheimili. Það
er því ljóst að hjúkrunarfræðingar
koma tii með að sinna þessum
málum mun meir en nú er gert.
Þar með eykst þörfin á fyrirbyggj-
andi aðgerðum.
Ástand efnahagsmála á íslandi
og samdráttur á því fjármagni
sem veitt er til heilbrigðisþjónust-
unnar í dag kallar á endurskipu-
lagningu innan heilbrigðiskerfis-
ins. Endurskipulagningin verður
að vera í samræmi við þau mark-
mið, sem gilda í heilbrigðisþjón-
ustunni. Af því er ljóst að hjúkr-
unarfræðingar verða að hafa þá
aðstöðu, að þeir geti tekið raun-
hæfan þátt í umræðum og mótun
þeirra þátta heilbrigðisþjónust-
unnar, sem hjúkrunarfræðingar
bera ábyrgð á.
Hér hefur verið rakin þróun
hjúkrunarstarfsins, þess starfs er
Florence Nightingale lagði
grundvöll að með ævistarfi sínu.
Markmið og ábyrgð hjúkrunar-
fræðinga í dag, er að vinna að
bættri heilsu, fyrirbyggja sjúk-
dóma og lina þjáningar. Friður er
forsenda þess að unnt sé að lifa
mannsæmandi lífi og halda heilsu.
Þetta leggur mikla ábyrgð á herð-
ar hjúkrunarfræðingum og þeim
ber skylda til að mótmæla stríði
vegna þeirra afleiðinga, sem það
hefur á heilsu manna.
lljúkrunarfélag íslands,
Félag háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga.
Fermingar á
sunnudaginn
Ferming í Grindavík, sunnudaginn
13. maí. Prestur sr. Jón Árni Sig-
urðsson.
Drengir:
Aðalsteinn Ingólfsson,
Borgarhrauni 11.
Geir Flóvent Jónsson,
Efstahrauni 10.
Hörður Guðmundsson,
Vesturbraut 15.
Jón Ingi Jóhannesson,
Selsvöllum 3.
Kristján Grétar Pétursson,
Arnarhrauni 8.
Ómar Ólafsson,
Borgarhrauni 19.
Svanur Freyr Hauksson,
Austurvegi 10.
Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson,
Heiðarhrauni 8.
Þorleifur Steinþórsson,
Mánasundi 5.
Þór Fannar Þórhallsson,
Ránargötu 10.
Þrúðmar Karlsson,
Borgarhrauni 9.
Stúlkur:
Arna Þórunn Björnsdóttir,
Norðurvör 10.
Marta Guðmunda Guðmundsd.,
Mánasundi 6.
Ólöf Þóra Jóhannesdóttir,
Heiðarhrauni 57.
Ragnheiður Helga Guðjónsdóttir,
Staðarhrauni 17.
Ragnhildur Helgadóttir,
Staðarvör 9.
Rannveig Jónína Böðvarsdóttir,
Hellubraut 3.
Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir,
Leynisbraut 11.
Sólný Ingibjörg Pálsdóttir,
Mánagerði 3.
Unnur Heiða Halldórsdóttir,
Leynisbrún 16.
Valgerður Sif Bjarnadóttir,
Staðarhrauni 11.
Ferming í Þorlákshöfn 13. maí kl.
Andrés Einar Hilmarsson,
Setbergi 10.
Arnþór Magnússon,
Eyjahrauni 28.
Benjamin Ómar Þovaldsson,
Setbergi 13.
Birgir Brynjólfsson,
Básahrauni 19.
Gísli Kristján Heimisson,
Eyjahrauni 24.
Reynir Guðfinnsson,
Lýsubergi 6.
Sigurður Einar Hallgrímsson,
Setbergi 7.
Víðir Lárusson,
Eyjahrauni 26.
Ferming í Þorlákshöfn 13. maí kl.
13.30.
Guðlaug Gísladóttir,
Eyjahrauni 4.
Guðmundur Gunnar Hólmarsson,
Eyjahrauni 21.
Guðmundur Þorkelsson,
Eyjahrauni 33.
Guðrún Sigurðardóttir,
Reykjabraut 9.
Gunnhildur Lilja Þorvarðardóttir,
Setbergi 21.
Ingigerður Tómasdóttir,
Eyjahrauni 40.
Kjartan Þorvarðarson,
Eyjahrauni 29.
Magnúsína Ósk Eggertsdóttir,
Litlalandi.
Magnús Georg Hrafnsson,
Eyjahrauni 25.
Óskar Ragnarsson,
Eyjahrauni 10.
Þuríður Björk Sigurjónsdóttir,
Hjallabraut 5.
Ferming í Eyrarbakkakirkju sunnu-
daginn 13. maí kl. 13.30. Fermd
verda:
Birna Mjöll Sigurðardóttir,
Barrholti 26, Mosfellssveit.
Björgvin Guðmundsson,
Sandi, Eyrarbakka.
Brynhildur Erlingsdóttir,
Háeyrarvöllum 14, Eyrarbakka.
Guðjón Guðmundsson,
Túngötu 58, Eyrarbakka.
Guðlaugur Ragnar Emilsson,
Sæbakka, Eyrarbakka.
Guðmundur Freyr Úlfarsson,
Túngötu 20, Eyrarbakka.
Guðmundur Stefán Grétarsson,
Túngötu 8, Eyrarbakka.
Halldór Oli Hjálmarsson,
Álfsstétt 3, Eyrarbakka.
Hallgrímur Óskarsson,
Túngötu 50, Eyrarbakka.
Ragnhildur Mjöll Arnardóttir,
Nýhöfn, Eyrarbakka.
Sverrir Arason,
Háeyrarvöllum 20, Eyrarbakka.
Fermingarbörn í Selfosskirkju
sunnudaginn 13. maí kl. 10.30.
Fermd verda:
Anna Sylvia Sigmundsdóttir,
Hjarðarholti 11.
Bjarni Kristinsson,
Dælengi 10.
Bryndís Guðmundsdóttir,
Hrísholti 20.
Guðmundur Borgar Baldursson,
Úthaga 18.
Guðrún Björg Bragadóttir,
Starengi 13.
Guðrún Elín Pálsdóttir,
Starengi 18.
Guðrún Lísa Vokes,
Lágengi 17.
Gunnar Þór Gunnarsson,
Hrísholti 24.
Inga Sigríður Halldórsdóttir,
Seljavegi 13.
Rögnvaldur Sigurðsson,
Lóurima 6.
Sandra Gunnarsdóttir,
Suðurengi 9.
Sigrún Hreiðarsdóttir,
Stekkholti 21.
Sigrún Helga Einarsdóttir,
Engjavegi 24.
Svanur Þór Karlsson,
Starengi 4.
Valgerður Auðunsdóttir,
Hrísholti 14.
Ferming sunnudaginn 13. maí kl.
14.00.
Arna fr Gunnarsdóttir,
Mánavegi 11.
Ágústa Pétursdóttir,
Stekkholti 12.
Benedikt Davíð Hreggviðsson,
Suðurengi 19.
Baldvin Eggertsson,
Kirkjuvegi 17.
Bryndís Guðmundsdóttir,
Hrísholti 20.
Einar Jón Kjartansson,
Fossheiði 50.
Gísli Rafn Gylfason,
Miðtúni 7.
Guðjón Þórisson,
Rauðholti 13.
Gústaf Þórarinn Bjarnason,
Vallholti 43.
Inga Heiða Heimisdóttir,
Austurvegi 31.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Háengi 9.
Kjartan Haukur Eggertsson,
Kirkjuvegi 17.
Margrét Birgisdóttir,
Litla Ármóti.
Margrét Harðardóttir,
Úthaga 13.
Óðinn Burkni Helgason,
Heimahga 13.
Rannveig Brynja Gunnarsdóttir,
Spóarima 15.
Sigurgeir Reynisson,
Hjarðarholti 5.
Sólveig Guðjónsdóttir,
Engjavegi 57.
Sólveig Styrmisdóttir,
Lambhaga 18.
Sæunn Siggadóttir,
Miðtúni 4.
Vilborg Benediktsdóttir,
Miðengi 19.
Þorsteinn Magnússon,
Miðengi 14.
Örn Arnarson,
Sléttuvegi 4.