Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
31
Sauðfjárræktarráðunautur
fer skakkt með staðreyndir
— eftir dr. Stefán
Aðalsteinsson
Þriðjudaginn 8. maí 1984, birtist
ágæt frétt í Morgunblaðinu frá
Sigurði Sigmundssyni í Syðra-
Langholti með heitinu: „Að róa á
sjó og rýja fé reynir á kapp
flestra."
I fréttinni er það haft eftir
Sveini Hallgrímssyni, sauðfjár-
ræktarráðunaut, að nú muni vera
26 ár frá því að Sigurður Elíasson,
þáverandi tilraunastjóri á Reyk-
hólum, hóf tilraunir með að vetr-
arrýja fé með vélklippum.
í þessari frásögn er tvennt rétt,
en tvennt rangt.
Það er rétt, að haustið 1958,
fyrir 26 árum, hófust klippingar-
tilraunir með sauðfé að Reykhól-
um, og þá var Sigurður Elíasson
tilraunastjóri þar.
Það er hins vegar rangt, að
þarna hafi verið vetrarklippt með
vélklippum. Þarna fór af stað til-
raun með að haustklippa ásetn-
ingsgimbrar í nóvemberbyrjun, og
samanburðarhópur var hafður í
ullinni fram að mánaðamótum
júní—júlí.
Sigurður Elíasson sýndi þessu
nýmæli svo miklu meiri áhuga en
aðrir, að hann veitti mér aðstöðu
til að framkvæma þessa tilraun á
Reykhólum, en hana gerði ég að
undirlagi og fyrir áhuga Garðars
Gíslasonar, stórkaupmanns.
Skilningur á þessari tilraun var
svo lítill, þegar hún fór af stað, að
þegar Búnaðarþingsfulltrúar
komu í heimsókn á Búnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans í febrú-
ar, 1959, var mér ráðið frá því að
segja frá þessari tilraun, því að
hún þótti með svo miklum fádæm-
um.
Sem betur fer hafa viðhorfin
breyst mikið síðan.
Gimbrarnar í þessari haust-
klippingartilraun voru klipptar
með handklippum.
Fyrsta tilraunin með eiginlega
vetrarklippingu hófst ekki fyrr en
rúmum tveimur árum síðar, en þá
voru gemlingar á Hesti klipptir í
tilraunaskyni 6. og 7. apríl, 1961,
og samanburðargemlingar klippt-
ir á venjulegum rúningstíma um
mánaðamótin júní—júlí. Ég stóð
einnig fyrir þeirri tilraun.
Umfangsmiklar tilraunir voru
„Hvernig líst
þér á lista-
verkið mitt?“
í ÁR skipuleggur búlgarski Rauði
krossinn sjöttu alþjóðasamkeppni
barna um listmuni. Hún ber nafnið
Hvernig líst þér á listaverkið mitt?
Þátttakendur samkeppninnar
mega vera öll þau börn á aldrinum
5 til 15 ára sem eru líkamlega van-
heil eða hafa verið veik langtím-
um saman. Til samkeppninnar má
hver þátttakandi senda allt að
þrem sýningarmunum. Þeir eiga
að vera teikningar, málverk, smíð-
isgripir eða handavinnumunir. Að
sýningu lokinni verða munirnir
ekki endursendir. í stað þess mun
sýningarstjórnin senda þá ásamt
nöfnum höfunda til æskulýðsfé-
laga Rauða krossins í ýmsum
löndum.
Sextíu og fjögur verðlaun verða
veitt fyrir málverk, teikningar og
smíðisgripi en fimmtíu og tvö
fyrir handavinnumuni. Auk þess
fá allir viðurkenningu fyrir þátt-
töku.
Væntanlegir þátttakendur
þurfa að skila listaverkunum til
aðalskrifstofu Rauða kross ís-
lands í Reykjavík fyrir 1. desem-
ber nk., en allir eiga munirnir að
vera komnir til aðalskrifstofu
Rauða kross Búlgaríu í Sofia fyrir
31. desember nk.
(Frétutilkynning frá RKÍ.)
síðan gerðar með vetrarrúning
næstu árin, og skipulagði ég þær
tilraunir, hafði yfirumsjón með
þeim og gerði þær upp. Alls urðu
þessar tilraunir 17 að tölu á 13
stöðum á árunum 1958—1963 og
náðu til rúmlega 1.000 fjár. Heild-
aryfirlit um þessar tilraunir birt-
ist í Acta Agricultura Scandina-
vica árið 1972 (Vol. 22, bls.
93-96).
Tilraunir með notkun á vél-
klippum við rúning fjár á íslandi
eru eldri heldur en frá er sagt í
fréttinni í Morgunblaðinu.
Þær tilraunir hófust sumarið
1956, en það sumar fór ég fyrir
tilstuðlan búnaðarfræðslu Búnað-
arfélags Islands með bensíndrifn-
ar og traktorsdrifnar vélklippur
til Austurlands og reyndi þær við
rúning fjár á Efra-Jökuídal og
fjár frá Tilraunastöðinni á
Skriðuklaustri, sem þá var rúið að
sumarlagi á Brattagerði í Rana á
Jökuldal.
Stefán Aðalsteinsson
Ég skrifaði skýrslu um þessa
tilraun, sem birtist í Frey, 11. tbl.,
1958, bls. 171-172.
Það kann að þykja óþarfi að
leiðrétta ummæli af því tagi, sem
hér er um að ræða, þegar þau birt-
ast í viðtali í dagblaði. Staðreynd-
in er hins vegar sú, að þessar tvær
nýjungar, vetrarrúningurinn og
vélklippurnar, hafa gjörbreytt ís-
lenskum fjárbúskap og virðist því
ástæðulaust, að ekki sé rétt með
farið, hvert upphaf þessara nýj-
unga var.
Dr. Steíin Adalsteinsson er deild-
arstjóri Búíjirdeildar Rannsókn-
arstofnunar landbúnadarins og iill-
armatsformadur.
á hundraðið!
Já hinn nýi framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið,
ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða.
Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíll-
inn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri.
Sökum þess hve MAZDA 626 DIESEL er sparneytinn, þá þarf aðeins að aka 13000
til 15000 kílómetra á ári til þess að hann borgi sig umfram bíl með bensínvél. Eftir
það sparast 160 til 190 krónur á hverja 100 ekna kílómetra.
MAZDA 626 DIESEL GLX með ríku-
428.400
legum búnaði kostar: Kr.
Til atvinnubílstjóra: Kr.
329.900
gengisskr. 26.4.84
í dag laugardag frá kl. 10-4
Sendingin er loksins komin!
Komið, skoðið og reynsluakið þessum frábæra bíl.
BILABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99