Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984 37 Forskoðun fyrir f jórðungsmótin: Sama lágmarks- einkunn fyrir stóð hesta og hryssur ¦-^dL'ytf Eins og kunnugt er af fréttum verða haldin tvö fjórðungsmót á komandi sumri, þ.e.a.s. á Vestur- og Austurlandi. Veröa mótin haldin fyrstu og aöra helgina í júlí og eru aðeins þrír dagar frá því fyrra mót- inu lýkur þar til dómstörf hefjast á því seinna. Mótið fyrir austan, sem verður haldið að Fornustekkum, hefst nánar tiltekið þann 27. júní en lýkur 1. júlí. Mótið á Kaldármelum hefst 5. júlí og lýkur 8. júlí. Ákveðið hefur verið á vegum Búnaðarfélags íslands að forskoð- un kynbótahrossa fyrir þessi mót hefjist þann 20. maí með því að farið verður um Austfirði en for- skoðun byrji á Vesturlandi þann 4. júní á Ströndum. Eins og venja er tií verða í gildi lágmarkseinkunnir fyrir kynbótahross til að komast inn á fjórðungsmót og gildir það sama fyrir stóðhesta og hryssur. Hross sem eru sex vetra og eldri þurfa að ná 7,80 í meðaleinkunn, fimm vetra þurfa að ná 7,70 og fjögurra vetra hrossin þurfa að ná 7,60 í einkunn. Sé um að ræða af- kvæmahross þurfa þau að ná 7,70 í einkunn fyrir afkvæmi. Lögð er rík áhersla á að gerð sé vönduð skráning á sérstök eyðublöð, sem fást hjá forráðamönnum hesta- mannafélaga og ráðunauta og for- svarsmanna félaga, en þeir sem í dreifbýli búa skila þessum blöðum við forskoðunina. Forskoðuninni verður annars háttað sem hér seg- ir. Forskoðun kynbóta- hrossa vorið 1984 Austurland 20.-21. maí Um Austfirði til Norðfj. 22. maí Cthérað, Borgarfjörður 23.-24. maí Iðavellir, Inn-Hérað 25.-26. maí Fornustekka-völlur 27. maí Suðursveit. Þeir, sem óska eftir forskoðun kynbótahrossa á fjörðum í S-Múl. láti vita sem fyrst, svo hægt sé að koma við á leiðinni austur. Sammála um sjávar- útveg Ósló, 9. maí. Krá l'er A. Borglund. fréttarilara Mbl. NORSKIR þingmenn eru í aðalatrið- um sammála um stefnuna í sjávar- útvegi ef marka má umræður um málið á þingi í gær. Eru það fyrst og fremst byggðasjónarmiðin, sem þar eru í öndvegi. t máli stjórnarandstæðinga sem stjórnarsinna kom fram, að stefn- una í sjávarútvegi skuli miða við það, að hún treysti undirstöður byggðarinnar úti um landið og sjái fólki fyrir atvinnu og líkum tekj- um og gerist í öðrum atvinnu- greinum. Ljóst er þó, að áfram verða að gilda strangar reglur um veiði ákveðinna fisktegunda næstu fimm árin eða þar til stofnarnir hafa rétt úr kútnum. Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! .regimMabifr Vesturland 4. júní Strandasýsla 5. júní Reykhólar, Dalasýsla 6. júní Stykkishólmur, Grund- arfjörður, ólafsvík 7. júní Snæfellsnes, sunnan fjalla 8. júní Reykholtsdalur 9. júní Bæjarsveit, Andakíll 12. júní Skipanes, Akranes. 13. júní Mýrasýsla. Frá fjórðungsmótinu á Kaldármelum 1980. Stóðhesturinn Ófeigur 818 frá Hvanneyri með afkvæmum. Ljósm. vk. Lágmúla 7, Reykjavík — Sími 85333 SJONVARPSBUÐIN VALIÐ ER VANDALAUST STÍLHREIN STOFUPRÝÐI: FiNLUX 22" litasjónvarp, þrautreynt gæöatæki meö hirium víökunna OBC „Hi- focus, Hi-bright" myndlampa, 100 rásum, tölvuminni, sjálfleitara og sjáífvirkri skarp- leikastillingu. Tækiö hefur úrtak fyrir auka hátalara og heyrnartól, og tengi fyrir segul- band eöa magnara. Spennustilling er sjálf- virk, 187—260 volt og tækiö notar aöeins 70 vatta raforku. Verð aöeins kr. 29.950 stgr. FISHER P-615 myndsegulbandio er fyrirferöarlítiö og létt úrvalstæki, sem hefur 12 sjónvarpsrásir, 9 daga upptökuminni og klukku meö stillingu fyrir byrjun upptöku. Spólun til baka aö lokinni snældu er sjálfvirk, kyrrmynd er truflanalaus og myndleitun fram og til baka er á 5-földum hraoa. Tækinu fylgir fjarstýring meö præöi. Verð aðeins kr. 34.900 stgr. FISHER VFT 480 sjónvarpsskápur: Glæsilegur skápur á hjólum, meö hillu, sem lokast meö glerhurö, fyrir myndsegulband og skúffu fyrir spólur. Verð aöeins kr. 3.700 stgr. ¦ 1 ¦ ^¦¦I^H 1 i > i ¦M ..... .-— 1 ^w WM ^H FRAMTÍÐAREIGN FJÖLSKYLDUNNAR Hafnargötu 54, Keflavík, sími 92-3634 SJONVARPSBUÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.